Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 45
Auðlesið efni 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Tugir þúsunda fögnuðu þjóð-hátíðar-degi Íslendinga, 17. júní, á miðviku-dag, margir voru með íslenska fánann, gas-blöðrur eða brjóst-sykurs-snuð. Veður-guðirnir voru mann-skapnum nokkuð hlið-hollir, en lítið rigndi. Í mið-bæ Reykja-víkur var fjöldi skemmti-atriða í boði fyrir unga sem aldna, hægt að skoða forn-bíla, skemmta sér í leik-tækjum og sjá land-vættina holdi klædda í meðförum Götu-leik-hússins, Jóhanna Guðrún þandi radd-böndin og Ómar Ragnarsson skemmti á stóra sviðinu. Hópur fólks nýtti hátíðar-höldin til að mót-mæla því sem honum þykir betur mega fara og kom skoðunum sínum á fram-færi, en mót-mælin voru með öllu frið-samleg. Margir fögnuðu á 17. júní Morgunblaðið/Eggert Íslendingar unnu glæsi-legan sigur á Makedóníu-mönnum, 34:26, í þétt-skipaðri Laugar-dals-höllinni á 17. júní og tryggðu sér sæti í úrslita- keppni Evrópu-mótsins í hand-knatt- leik karla sem fer fram í Austur-ríki í janúar á næsta ári. Íslenska liðið fór á kostum, sér-staklega í seinni hálf-leiknum þegar það náði mest tólf marka for-skoti, 30:18. Þjóð-hátíðar- stemning var á meðal áhorfenda sem studdu við bakið á íslenska liðinu með ráðum og dáð og íslenski fáninn var alls ráðandi á áhorfenda-pöllunum. Stór-sigur og Ísland fer á EM Alexander Petersson var markahæsti leikmaður Íslands með 10 mörk. Stuðnings-menn Mirs Hosseins Mousavis sem var í fram-boði til forseta þyrptust út á götur Teheran til að mót-mæla meintu svindli í kosningunum um síðustu helgi. Grunur er um mikið kosninga svindl til að tryggja endur-kjör Mahmouds Ahmadinejads, sitjandi forseta og hefur klerka-veldið gefið til kynna að það sé tilbúið að fallast á endur-talningu í sumum kjör-dæmum. Fátt bendir til að stuðnings-menn Mousavis muni sætta sig við þau mála-lok. Íranar búast við löngu mót-mæla-sumri. Allt á suðu- punkti í Íran Fjármagns-tekju-skattur verður hækkaður úr 10 í 15 prósent frá og með 1. júlí. Frítekju-mark á einstaklinga verður 250 þúsund, sam-kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Aðrir skattar munu einnig hækka frá og með 1. júlí. Skattur á mánaðar-tekjur yfir 700 þúsund mun hækka um 8 prósent og sérstakur skattur verður einnig lagður á sælgæti og gos-drykki. Þá er ráðgert að hækka trygginga- gjald til þess að mæta þörf á auknum fram-lögum í atvinnu- leysis-trygginga-sjóð. Aðgerðir ríkis-stjórnarinnar á þessu ári miðast við að brúa um 20 til 25 milljarða bil sem líklegt er talið að verði miðað við fjár-lög fyrir þetta ár. Í upphafi var gert ráð fyrir 153 milljarða halla en margt bendir til þess að hallinn verði 170 til 180 milljarðar. Skattar hækka Hús-eigandi á Álfta-nesi var hand-tekinn og færður til skýrslu-töku á lög-reglu-stöð eftir að hann hafði stór-skemmt hús sitt með gröfu og grafið bíl sinn á lóðinni. Kvik-mynda- töku-menn tóku atburðinn upp, að beiðni mannsins. Húsið er einbýlis-hús úr timbri með bíl-skúr, Eyðilagði íbúðarhúsið svo-kallað kanadískt eininga-hús. Það er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Búið er að brjóta í sundur helming þess. Jafn-framt gróf maðurinn holu, setti bíl þar í og gróf yfir hluta hans. Óheimilt er að rífa hús nema með leyfi skipulags-yfirvalda. Það leyfi mun ekki hafa legið fyrir. Leik-sýningin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson, sem sett var upp í Þjóð-leik-húsinu, fékk flest verð-laun, sex talsins, þegar Gríman, íslensku leik-listar-verð-launin, voru afhent 16. júní síðastliðinn. Utan gátta var meðal annars valin sýning ársins. Björn Thors og Harpa Arnardóttir voru valin leikarar ársins, Björn fyrir Vestrið eina og Harpa fyrir Steina í djúpinu. Leik-stjóri ársins var Kristín Jóhannesdóttir fyrir leik-sýninguna Utan gátta. Helgi Tómasson, listdans-stjóri San Francisco-ballettsins, fékk heiðurs-verðlaun Leik-listar-sambands Íslands fyrir framúr-skarandi ævi-starf í þágu dans-listar. Helgi sagði að þessi heiður væri afar ánægju-legur, sérstak-lega að fá hann frá íslenskum lista-mönnum. Hann sagði ánægju-legt að fá viðurkenninguna veitta á þessu ári því nú væru 45 ár liðin frá því hann og Marlene, eigin-kona hans, giftu sig í Reykjavík. Helgi Tómasson fékk heiðurs-verð-laun Ólafur Ragnar Grímsson af-henti Helga Tómassyni heiðurs-verðlaunin. Víkinga-skipið Íslend-ingur er komið í naust sitt á Njarð-víkur-fitjum. Víkinga-skipið Íslendingur er nákvæm eftir-líking Gauks-staða-skipsins sem grafið var upp í Noregi 1882. Gunnar Marel Eggerts-son smíðaði Íslending og hefur fylgt honum alla tíð eftir. Hann sigldi skipinu frá Íslandi til Norður-Ameríku í tilefni af landa-funda-afmælinu árið 2000. Siglingin vakti mikla athygli. Sett verður upp sýning í naustinu sem Reykja-nes-bær lét byggja yfir Íslending. Sýningin tengist víkingum. Stefnt er að opnun sýningar-innar næsta vor. Íslendingur kominn í naust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.