Morgunblaðið - 21.06.2009, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.06.2009, Qupperneq 45
Auðlesið efni 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Tugir þúsunda fögnuðu þjóð-hátíðar-degi Íslendinga, 17. júní, á miðviku-dag, margir voru með íslenska fánann, gas-blöðrur eða brjóst-sykurs-snuð. Veður-guðirnir voru mann-skapnum nokkuð hlið-hollir, en lítið rigndi. Í mið-bæ Reykja-víkur var fjöldi skemmti-atriða í boði fyrir unga sem aldna, hægt að skoða forn-bíla, skemmta sér í leik-tækjum og sjá land-vættina holdi klædda í meðförum Götu-leik-hússins, Jóhanna Guðrún þandi radd-böndin og Ómar Ragnarsson skemmti á stóra sviðinu. Hópur fólks nýtti hátíðar-höldin til að mót-mæla því sem honum þykir betur mega fara og kom skoðunum sínum á fram-færi, en mót-mælin voru með öllu frið-samleg. Margir fögnuðu á 17. júní Morgunblaðið/Eggert Íslendingar unnu glæsi-legan sigur á Makedóníu-mönnum, 34:26, í þétt-skipaðri Laugar-dals-höllinni á 17. júní og tryggðu sér sæti í úrslita- keppni Evrópu-mótsins í hand-knatt- leik karla sem fer fram í Austur-ríki í janúar á næsta ári. Íslenska liðið fór á kostum, sér-staklega í seinni hálf-leiknum þegar það náði mest tólf marka for-skoti, 30:18. Þjóð-hátíðar- stemning var á meðal áhorfenda sem studdu við bakið á íslenska liðinu með ráðum og dáð og íslenski fáninn var alls ráðandi á áhorfenda-pöllunum. Stór-sigur og Ísland fer á EM Alexander Petersson var markahæsti leikmaður Íslands með 10 mörk. Stuðnings-menn Mirs Hosseins Mousavis sem var í fram-boði til forseta þyrptust út á götur Teheran til að mót-mæla meintu svindli í kosningunum um síðustu helgi. Grunur er um mikið kosninga svindl til að tryggja endur-kjör Mahmouds Ahmadinejads, sitjandi forseta og hefur klerka-veldið gefið til kynna að það sé tilbúið að fallast á endur-talningu í sumum kjör-dæmum. Fátt bendir til að stuðnings-menn Mousavis muni sætta sig við þau mála-lok. Íranar búast við löngu mót-mæla-sumri. Allt á suðu- punkti í Íran Fjármagns-tekju-skattur verður hækkaður úr 10 í 15 prósent frá og með 1. júlí. Frítekju-mark á einstaklinga verður 250 þúsund, sam-kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Aðrir skattar munu einnig hækka frá og með 1. júlí. Skattur á mánaðar-tekjur yfir 700 þúsund mun hækka um 8 prósent og sérstakur skattur verður einnig lagður á sælgæti og gos-drykki. Þá er ráðgert að hækka trygginga- gjald til þess að mæta þörf á auknum fram-lögum í atvinnu- leysis-trygginga-sjóð. Aðgerðir ríkis-stjórnarinnar á þessu ári miðast við að brúa um 20 til 25 milljarða bil sem líklegt er talið að verði miðað við fjár-lög fyrir þetta ár. Í upphafi var gert ráð fyrir 153 milljarða halla en margt bendir til þess að hallinn verði 170 til 180 milljarðar. Skattar hækka Hús-eigandi á Álfta-nesi var hand-tekinn og færður til skýrslu-töku á lög-reglu-stöð eftir að hann hafði stór-skemmt hús sitt með gröfu og grafið bíl sinn á lóðinni. Kvik-mynda- töku-menn tóku atburðinn upp, að beiðni mannsins. Húsið er einbýlis-hús úr timbri með bíl-skúr, Eyðilagði íbúðarhúsið svo-kallað kanadískt eininga-hús. Það er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Búið er að brjóta í sundur helming þess. Jafn-framt gróf maðurinn holu, setti bíl þar í og gróf yfir hluta hans. Óheimilt er að rífa hús nema með leyfi skipulags-yfirvalda. Það leyfi mun ekki hafa legið fyrir. Leik-sýningin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson, sem sett var upp í Þjóð-leik-húsinu, fékk flest verð-laun, sex talsins, þegar Gríman, íslensku leik-listar-verð-launin, voru afhent 16. júní síðastliðinn. Utan gátta var meðal annars valin sýning ársins. Björn Thors og Harpa Arnardóttir voru valin leikarar ársins, Björn fyrir Vestrið eina og Harpa fyrir Steina í djúpinu. Leik-stjóri ársins var Kristín Jóhannesdóttir fyrir leik-sýninguna Utan gátta. Helgi Tómasson, listdans-stjóri San Francisco-ballettsins, fékk heiðurs-verðlaun Leik-listar-sambands Íslands fyrir framúr-skarandi ævi-starf í þágu dans-listar. Helgi sagði að þessi heiður væri afar ánægju-legur, sérstak-lega að fá hann frá íslenskum lista-mönnum. Hann sagði ánægju-legt að fá viðurkenninguna veitta á þessu ári því nú væru 45 ár liðin frá því hann og Marlene, eigin-kona hans, giftu sig í Reykjavík. Helgi Tómasson fékk heiðurs-verð-laun Ólafur Ragnar Grímsson af-henti Helga Tómassyni heiðurs-verðlaunin. Víkinga-skipið Íslend-ingur er komið í naust sitt á Njarð-víkur-fitjum. Víkinga-skipið Íslendingur er nákvæm eftir-líking Gauks-staða-skipsins sem grafið var upp í Noregi 1882. Gunnar Marel Eggerts-son smíðaði Íslending og hefur fylgt honum alla tíð eftir. Hann sigldi skipinu frá Íslandi til Norður-Ameríku í tilefni af landa-funda-afmælinu árið 2000. Siglingin vakti mikla athygli. Sett verður upp sýning í naustinu sem Reykja-nes-bær lét byggja yfir Íslending. Sýningin tengist víkingum. Stefnt er að opnun sýningar-innar næsta vor. Íslendingur kominn í naust

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.