Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 37
Umræðan 37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 VÍÐA á Vest- fjörðum er unnið að undirbúningi jarð- ganga og vegagerðar til að rjúfa alla vetr- areinangrun fjórð- ungsins. Á síðari ár- um hefur vegakerfið tekið á sig mynd sem Vestfirðingar berjast fyrir. Gangi þessar áætlanir eftir verður heilsárstenging byggðanna á Vestfjörðum með bundnu slitlagi að veruleika næstu tíu til fimmtán árin. Á norðurleið- inni til Ísafjarðar er unnið að tveimur stórum framkvæmdum. Milli Gilsfjarðar og Stranda verð- ur tekinn í notkun nýr vegur um Arnkötludal seint á þessu ári eða fyrrihluta næsta árs. Innar í Ísa- fjarðardjúpi er verið að byggja brú yfir Mjóafjörð og tilheyrandi vegi. Milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar geta menn ekið á bundnu slitlagi á næsta ári. Þarna verður leiðin 454 km löng. Til Ísafjarðar er norðurleiðin á bilinu 496 til 530 km löng þegar ekið er um Strand- ir. Lengri leiðin miðast við vetr- arvegi fyrir Reykjanes. Verið er að undirbúa á suðurleiðinni lagn- ingu nýs vegar um Teigarskóg og þverun Þorskafjarðar. Á löngum kafla verða lagfæringar vegarins um Barðaströnd boðnar út á næst- unni. Ráðist verður á næstu árum í framkvæmdir við Dýrafjarð- argöng, á sama tíma er talað um að leggja nýjan veg yfir Dynjand- isheiði. Skoðaðir hafa verið mögu- leikar á 12 km löngum jarð- göngum undir heiðina og styttri göngum inn í Geirþjófsfjörð. Tím- inn verður að leiða í ljós hvort hægt er að ljúka öll- um þessum fram- kvæmdum á einum áratug. Vegagerðin á Ísa- firði telur að kostn- aður við lengri göng- in undir heiðina verði um 14 milljarðar kr. Stutt jarðgöng undir Meðalnesfjall, Kleifa- heiði, Bröttubrekku og um 3 til 4 km löng veggöng undir Kletts- háls þarf líka að hafa í huga til þess að hægt verði að aka suðurleiðina á bundnu slitlagi allt árið um kring frá Reykjavík vestur í Ísafjarð- ardjúp. Til þess að dæmið klárist skulu nýkjörnir þingmenn Norð- vesturkjördæmis kynna sér þetta og berjast fyrir þessum veggöng- um sem rjúfa alla vetrareinangrun byggðanna enn betur en upp- byggðir fjallvegir á snjóþungum og illviðrasömum svæðum í 500 til 600 m hæð. Fyrrverandi skólameistari Ólína Þorvarðardóttir ætti að fylgja þessu máli eftir í samgöngunefnd Alþingis og leggja áherslu á þess- ar samgöngubætur sem tengja saman Vesturbyggð, Barðaströnd og Dalabyggð um ókomin ár. Ein og sér nægja Dýrafjarðargöng ekki til að suðurfirðirnir og Vest- urbyggð fái örugga heilsársteng- ingu við Ísafjarðardjúp. Til þess er Dynjandisheiði í 500 m hæð alltof illviðrasöm og snjóþung. Á veginum í Mjólkárhlíð sem aur- skriður geta sópað fyrirvaralaust niður í fjörurnar er slysahættan alltof mikil þegar höfð er í huga hætta á grjóthruni og snjóflóðum. Fjórðungssamband Vestfirðinga, sem berst fyrir því að gerð verði jarðgöng undir Dynjandisheiði í beinu framhaldi af Dýrafjarð- argöngum, ætti ásamt öllum þing- mönnum Norðvesturkjördæmis að svara því hvort ódýrasti kosturinn sé að hefja fyrst undirbúning að gerð vegganga undir Meðalnes- fjall. Fyrr geta aurskriður eyði- lagt allt vegasamband milli byggð- anna á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum án þess að Vegagerð- in á Ísafirði sjái það tímanlega fyrir. Mikilvægt er að það komi fram í langtímasamgönguáætlun eftir hvaða leiðum Vestfirðingar geti þokað veginum ofan af Dynj- andisheiði. Í jarðgangaáætlun Vegagerð- arinnar hafa verið kynntar tvær hugmyndir um veggöng undir heiðina. Þau eru: a) Göng sem lægju úr 80 m hæð í Vatnsfirði og 50 m.y.s. í Dynjandisvogi yrðu 12 km löng. b) Annar kostur er að fara milli þessara staða í tvennum jarðgöngum sem kæmu út í Geir- þjófsfirði í 100 m hæð. Inn í Trostansfjörð verður að opna þriðju dyrnar hvort sem göngin kæmu út í Geirþjófsfirði eða ekki til þess að þau gagnist íbúum Vesturbyggðar. Fyrir þá lengist leiðin til Ísafjarðar ef þeir þurfa að aka í gegnum göngin undir Kleifaheiði. Tvenn veggöng inn í Tálknafjörð geta tryggt örugga heilsárstengingu milli Patreks- fjarðar og Bíldudals. Jarðgöng undir Meðalnesfjall Eftir Guðmund Karl Jónsson »Ein og sér nægja Dýrafjarðargöng ekki til að suðurfirðirnir og Vesturbyggð fái örugga heilsársteng- ingu við Ísafjarðardjúp. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. FJALLA- MENNSKA og fjall- göngur hafa tekið ótrúlegt vinsaælda- stökk undanfarin 2-3 ár. Það verður að teljast bæði gott og gagnlegt enda útivist og fjallgöngur prýði- leg aðferð við að njóta náttúrunnar, rækta sjálfan sig og aðra, og kynnast landinu. Margir leggja leið sína á miserfið fjöll, allt frá 200-300 m háum fellum upp í jökulþakin eld- fjöll og tinda sem ná Alpastærð. Af langri reynslu vil ég minna á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Útivistarfólk verður að sýna landeigendum tillitssemi. Sumar fjallgöngur hefjast við heimreiðar að býlum og í öðrum þarf að fara um girt svæði. Stundum er úr vöndu að ráða. Menn geta þurft að taka á sig krók eða biðja leyfis. Aldrei má aka inn á bæjarhlað á samráðs, skilja eftir opin hlið, hamla umferð um vegi og slóða eða verða til vandræða á annan hátt. Því miður hefur borið á slíku. Á nokkrum stöðum hafa landeigendur brugðist við með því að merkja leiðir, setja hlið á girð- ingar osfrv. og er það til fyr- irmyndar. Fjallgöngumenn verða að skoða veðurspár, lesa í veður á leiðinni og kunna að snúa við vegna slæmra veðurskilyrða. Það er eng- in þörf á að þvinga fram „tinda- sigur“ með því að hætta sjálfum sér og öðrum að óþörfu. Á norsku segja menn: – Det er ingen skamm å snu. Á erfiðari fjöllum ber nú þegar á því að lítt vant fólk eða illa búið ætlar sér um of og leið- sögumenn geta verið brenndir sama marki og leitt hópa of langt miðað við aðstæður. Loks má alltaf spyrja sjálfan sig hvort upp- ganga á fjall í slag- virðri, stórhríð eða blindaþoku þjóni nokkrum alvöru til- gangi. Vilji fólk æfa sig við vondar að- stæður á það að ger- ast í sérstökum æf- ingarferðum en ekki við óviðráðanlegar aðstæður. Ég vil beina þessum orðum sérstaklega til fólks sem ætlar á Öræfajökul, Eyjafjallajökul og í aðrar sam- bærilegar fjallaferðir. Alltaf er snjallt að huga vel að þreki og eigin kunnáttu áður en menn velja sér viðfangsefni. Það er sjálfsagt að þoka sér æ hærra og í erfiðari ferðir, sé áhuginn nægur, en það þarf að gerast í hæfilegum stökkum. Nokkrar ferðir á Esju og ein á Heklu gera fáa hæfa til að klífa Öræfajökul og klukkutíma skokk þrisvar í viku í fáeina mánuði er ekki endilega nægur undirbúningur undir 8-12 klst. ferð í miklum bratta, snjó- þæfingi og með byrðar. Besta þjálfun til fjallgöngu eru fjall- göngur og þá með lágmarksbyrðar fyrir hinar erfiðari ferðir og á sí- fellt lengri leiðum. Eitt af öryggis- atriðum í fjallgöngum er hæfileg- ur hraði. Mjög hægfara fólk setur sjálft sig og jafnvel aðra í óþarfa hættu því þrek er háð vökutíma og aðstæður á fjalli eru háðar nótt og degi. Í langflestum jöklaferðum, eink- um þegar líður á sumar, er lína og ísöxi, ásamt lágmarkskunnáttu í notkun þessa einfalda búnaðar, og í sprungubjörgun, skilyrði öruggr- ar fjallamennsku. Ekki þurfa allir í hóp að kunna slíkt en nógu margir samt. Oft þarf að nota mannbrodda (12-gadda) þótt kom- ið sé vor eða sumar. Í vetr- arferðum á fjöllum eða jöklum er ófrávíkjanleg regla að hafa mann- brodda og ísöxi meðferðis, ef snjór eða hjarn, hvað þá ís, er í leiðinni. Þetta gildir jafnt um Esju sem Heklu, svo sömu dæmi og fyrr séu nefnd. Allt of algengt er að fjall- göngufólk gleymi næringunni – eða öfugt, beri með sér allt of mikið af nesti. Í 1-2 klst ferð þarf að drekka vel einu sinni til tvisv- ar, og síðan a.m.k. á klukkustund- ar fresti eftir það, sé gangan lengri. Staðgott nesti, annað en sælgæti, er jafn nauðsynlegt í fjallgöngum og daglegu lífi, raun- ar heldur nauðsynlegra út af aukaáreynslu sem menn verða fyr- ir. Allir eiga að kynna sér það helsta í þessum efnum, rétt eins og þeir kynna sér hvernig best er að stytta skref sín í bratta og nota göngustafi þar sem við á – eða lesa í fjalllendið hvar best er að fara hverju sinni því það er líka hluti af öryggi á fjöllum. Upp til fjalla Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Fjallgöngumenn verða að skoða veð- urspár, lesa í veður á leiðinni og kunna að snúa við vegna slæmra veðurskilyrða. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísinda- og fjallamaður. HAFI einhvern tím- ann verið rétti tíminn til að fyrna fisk- veiðikvóta er það ein- mitt núna. Þessar vik- urnar er verið að ganga frá samningum um uppgjör á milli gömlu og nýju bank- anna. Mikil skuldsetn- ing útgerðarfyrirtækja hjá gömlu bönkunum er að sliga útgerðina. Ástæðan er meðal annars uppkaup á gjafa- kvótum þeirra sem hafa farið úr greininni, ásamt þátttöku í útrás- arævintýrum. Íslenska þjóðin þarf nú að gjalda dýru verði mistök og ábyrgðarleysi þeirra sem bera ábyrgð á kreppunni. En ekki að öllu leyti. Léleg áhættustýring gömlu bankanna og erlendra lán- ardrottna þeirra gagnvart útgerð á ekki og þarf ekki að bitna á ís- lenskum almenningi. Þeir sem veittu há lán til útgerðarfyrirtækja gegn veði í kvóta sem þau gátu ekki sannað eignarrétt sinn á, eiga að taka skellinn, ekki almenningur. Treysta verður því að samn- ingamenn íslenska ríkisins taki til- lit til þess að fyrna á kvótann þeg- ar þeir semja um verðmæti sjávarútvegslána sem nýju rík- isbankarnir kunna að yfirtaka frá þrotabúum gömlu bankanna. Ann- ars væru þeir að skaða íslenska ríkið um miljarðatugi ef ekki meira. Skuldir útgerðar eru á bilinu 300-600 milljarðar eftir því hver segir frá. Kvótaeign útgerðar er bókfærð á um 200 milljarða. Ár- legt verðmæti fiskafla upp úr sjó er um 100 milljarðar. Er ekki nokkuð ljóst að allur arður af út- gerð næstu árin myndi fara í að borga af lánum ef kvótinn verður ekki fyrndur? Það ræðst væntanlega á næstu dögum eða vikum hver verður nið- urstaða í þessu máli. Miklu skiptir að stjórnvöld standi sig í málinu, gæti hagsmuna almennings og láti spunameistara LÍÚ ekki verða til þess að röng ákvörðun sé tekin. Áróðursherferð LÍÚ LÍÚ hefur kosið að beita hræðsluáróðri til að verja hags- muni stærstu félaga sinna í ljósi núverandi efnahagsástands. Reynt er að hræða fólk með því að störf tapist, fiskur verði ekki veiddur, markaðir tapist, nýju ríkisbank- arnir fari á hausinn og lands- byggðin fari í auðn. Lítið fer fyrir rökstuðningi LÍÚ fyrir því að þetta þurfi að gerast. Skipta má núverandi útgerð í þrennt: – Ofurskuldsettar útgerðir sem eru bæði tæknilega og raunveru- lega gjaldþrota óháð gjafakvótum eða fyrningu. Verðmæti kvóta- eignar þeirra lendir í vasa kröfu- hafa sem flestir eru erlendir. Fyrning minnkar þó verulega það sem kröfuhafarnir fá í sinn hlut. – Mikið skuldsettar útgerðir sem gætu þraukað með áframhald- andi gjafakvótum en myndu ekki lifa af án þeirra. Þær fara í þrot við fyrningu og kröfuhafar hirða kvótann. Fyrningin minnkar hlut kröfuhafa í arði af fiskveiðum næstu árin. – Lítið skuldsettar og vel reknar útgerðir sem myndu auðveldlega standa sig á uppboðsmarkaði fyrir kvótaheimildir þrátt fyrir minnk- andi gjafakvótahlutfall með fyrn- ingarleið. Ljóst er að við fyrningarleið myndu fleiri útgerðir fara í þrot en með óbreyttu kerfi. Fiskurinn, skipin og sjómenn- irnir hverfa hins veg- ar ekki, þannig að nógir myndu verða til að taka við að veiða þann fisk sem er í boði. Umframaf- kastageta í sjávar- útvegi er það mikil að ekki væri vandamál fyrir þá sem eftir stæðu að taka þann kvóta sem óhætt er að veiða. Skuldahali útgerðarinnar kemur nýju bönkunum nákvæmlega ekk- ert við, ennþá. Helst er að sjá að baráttuaðferð LÍÚ byggist á því að ná skuldahalanum inn í nýju bankana sem gerir það erfitt að fyrna kvótana öðru vísi en að stór- skaða rekstur þeirra. LÍÚ reynir að tengja gjafa- kvótakerfið við hagsmuni lands- byggðarinnar. Alþekkt er þó að margar byggðir hafa verið grátt leiknar þegar kvóti hefur verið seldur á brott. Útgerðin hefur haft hundruð milljarða í arð af gjafakvótunum á undanförnum árum. Eigendur út- gerðarinnar hafa hins vegar blóð- mjólkað reksturinn þannig að núna standa eftir ofurskuldsett fyr- irtæki sem mörg hver stefna í gjaldþrot. Fyrning flýtir fyrir nauðsynlegri endurnýjun og að- komu nýrra útgerðaraðila sem koma inn á eðlilegum rekstr- arforsendum. Fyrning og uppboð á kvótum Sátt um núverandi kerfi er ímyndun. Útgerðarmenn tala um nauðsyn þess að skapa stöðugleika í sjávarútvegi. Ein forsenda þess er afnám gjafakvóta. Atvinnugrein með rekstrarforsendur í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar getur aldrei vænst stöðugleika í rekstri. Fréttir berast af því að ungt fólk sé áhugalaust um að hefja störf í sjávarútvegi. Það er skilj- anlegt, ungt fólk ekki síður en aðr- ir áttar sig á því að greinin bygg- ist ekki á eðlilegum rekstrarforsendum og finnur sér annan starfsvettvang. Staða ríkissjóðs er mjög erfið núna. Til skoðunar hlýtur að koma að útfæra fyrningarleiðina á skemmri tíma en 20 árum til að afla meiri tekna. Ég skora á rík- isstjórnina að láta ekki hræða sig frá því að framfylgja boðaðri stefnu í sjávarútvegsmálum. Lýst hefur verið uppboðskerfi fyrir fyrnda kvóta sem er sann- gjarnt, eykur hagkvæmni, tekur út hvata til brottkasts, fyrirbyggir byggðaröskun, auðveldar nýliðun og skilar ríkinu auðlindarentu af fiskimiðunum í samræmi við greiðslugetu útgerðar. Sjá grein undirritaðs í Morg- unblaðinu 28. maí síðastliðinn og nánar á vefsíðunni www.upp- bod.net. Nei, við fyrningar- leið þýðir millj- arðatugi aukalega í erlendar kröfur Eftir Finn Hrafn Jónsson Finnur Hrafn Jónsson » Skuldahali útgerð- arinnar kemur nýju bönkunum ekkert við, ennþá. Flutningur hans yfir í nýju bankana myndi gera fyrningu erfiða án þess að stór- skaða þá. Höfundur er verkfræðingur og tölv- unarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.