Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 17

Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 17
Friðsælt Eyjaskeggjar bjuggu í kofum sem þessum og hlöðnum húsum og var lífið almennt friðsælt og gott á eyj- unum áður en kalda stríðið náði til eyjanna. brott þann 15. október 1971 þegar bandaríski herinn hafði komið sér fyrir. Misnotkun valds Fyrri íbúum Diego Garcia vegnaði ekki vel á Máritaníu. Þeir áttu í erf- iðleikum með að fá vinnu, en atvinnu- leysi var mikið á svæðinu, auk þess sem þeir höfðu ekki þekkingu á syk- urreyr sem var eitt aðalhráefni Má- ritaníu. Er talið að margir orðið að þola fátækt eða leiðst út í glæpi og vændi. Lítið heyrðist af Chagossum fyrstu árin en fljótlega fóru blaðamenn að grufla í málefnum fólksins. Þannig birtist grein í Washington Post um fólkið sem látið var yfirgefa heim- kynni sín til að rýma fyrir banda- rískri herstöð og Sunday Times fylgdi á eftir skömmu síðar með grein um eyjuna sem Bretar seldu. Árið 1976 skapaðist lagafordæmi fyrir Chagossa þegar yfirvöldum á Seychelle-eyjum tókst að vinna til baka eftir málshöfðun þrjár eyjar sem tilheyrðu eyjaklasanum, þar á meðal skjaldbökueyjuna Aldabra. Bandaríkin féllu frá sextíu ára leigu- samningi sínum á þeim eyjum. Sams- konar samningur hafði verið gerður fyrir Diego Garcia og stóð enn. Málið kemst á rekspöl Það var ekki fyrr en árið 1983 að eitthvað nýtt gerðist í málefnum Cha- gossa. Olivier Bancoult var aðeins fjög- urra ára þegar hann yfirgaf eyjaklas- ann með fjölskyldu sinni vegna veik- inda litlu systur sinnar. Förinni var heitið til Máritaníu til að fá lækn- isaðstoð en það reyndist of seint, litla systirin lést. Þegar fjölskyldan ætlaði að fara heim lenti hún í því sem marg- ir aðrir höfðu þegar lent í, þeim var meinað að snúa tilbaka og sagt af breskum yfirvöldum að búið væri að selja eyjuna. Allslaus átti fjölskyldan engan kost annan en að setjast að í fá- tækrahverfi höfuðborgar Máritaníu, Port Louis. Erfitt reyndist að draga fram lífið þar og missti Bancoult tvo bræður sína og enn eina systur í hendur áfengis, eiturlyfja og þung- lyndis. Bancoult var hinsvegar ekki af baki dottinn og stofnaði samtök flóttamanna frá Chagos-eyjunum ár- ið 1983. Hægt og rólega sóttist mál- staðnum fylgi. Samtökin fengu til liðs við sig tvo lagahauka og mannréttindafrömuði, þá Richard Gifford og hinn aðlaða Sidney Kentridge en hann hafði bar- ist fyrir málstað Nelsons Mandela. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið 2000 að raunverulegum árangri var náð en það ár felldi hæstiréttur Bret- lands þann úrskurð að allar ákvarð- anir Breta sem lutu að því að gera Chagossa brottræka frá eigin landi hefðu verið ómerkar. Dómurinn vakti mikla athygli en utanríkisráðherra Breta á þeim tíma, Robin Cook, sagð- ist ekki geta áfrýjað dómnum því hann treysti sér ekki til þess að verja aðgerðir fyrri ríkisstjórna. Cook hafði lofað kjósendum sínum að hann myndi berjast fyrir bættu siðferði innan utanríkisþjónustunnar og er talið að afstaða hans til þess sem nefnt var Chagos-málið hafi orðið til þess að hann var færður úr embætti utanríkisráðherra árið eftir. Arftakar hans hafa allir gætt sín á því að gæta hagsmuna ríkisins hvað Chagos varð- ar síðan. Þrátt fyrir dóminn árið 2000 gerð- ist ekkert í málefnum Chagossa. Engin fékk að snúa til baka til stærstu eyjarinnar, Diego Garcia, og þeirrar einu sem var með góðu móti byggileg. Árið 2002 fóru Chagossar aftur fyrir dómstóla og kröfðust bóta þar sem dómi hæstaréttar hafði ekki verið fullnægt. 2004 tók breska rík- isstjórnin hinsvegar ákvörðun þvert á dóminn, á þá leið að eyjaskeggjar myndu aldrei fá leyfi til að snúa til- baka. Hæstiréttur úrskurðaði svo 2006 að sú ákvörðun hefði verið ólög- leg. Ríkisstjórnin áfrýjaði þeim úr- skurði og hæstiréttur vísaði áfrýj- uninni frá 2007. Ríkisstjórnin áfrýjaði málinu þá til lávarðadeildarinnar sem seint á síðasta ári sneri úrskurði hæstaréttar við. 25. mars síðastliðin ályktaði Evr- ópuþingið að Evrópusambandið ætti að finna sáttaleið svo Chagossar geti snúið aftur til síns réttmæta heima- lands. Starfshópur þingmanna úr öll- um flokkum breska þingsins hefur komið saman reglulega út af Chagos- eyjaklasanum og verður næsti fundur þann 30. júní. Þá er búist við að af- staða verði tekin til yfirlýsingar Evr- ópusambandsins. Öll bönd virðast beinast að bresk- um yfirvöldum sem virðast hafa erf- iðan málstað að verja. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Sumarferðin 2009 verður farin fimmtudaginn 25. júní. Mæting á Umferðarstöðinni kl. 8.30 og lagt af stað kl. 9.00 Ferðaáætlun: Ekið til Borgarness og stoppað þar í 30 mínútur. Þá verður haldið til Stykkishólms. Þar verður farið í skoðunarferð; Vatnasafnið, Gallerí Braggi og Norska húsið. Þá verður farið í kirkjuna og á móti okkur tekur Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Leiðsögumaður í ferðinni er Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Tvíréttaður kvöldverður á Hótel Glymi í Hvalfirði. Verð kr. 5.500 fyrir sjálfboðaliða og kr. 7.000 fyrir gesti. Fyrirtækin Góa, Danco, Sómi og Innnes gefa okkur góðgæti af miklum rausnarskap. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst til Auðar Þorgeirsdóttur á skrifstofu Kvennadeildarinnar í síma 545 0400 eða 545 0405. Með sumarkveðju Félagsmálanefnd. 4 22. júní Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.