Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is M ikil fjárfesting hefur farið fram í sjávarútvegi á umliðnum árum með tilheyrandi lántöku. Svo sem gefur að skilja verða lántakendur að leggja fram veð til tryggingar. Hvaða reglur skyldu gilda þar um? Getur afla- hlutdeild ein og sér t.d. verið sjálfstætt andlag veð- réttar, eins og það heitir á lagamáli? Svo er ekki. Aflahlutdeild verður ekki veðsett sérstaklega, aðeins með fiskiskipunum sem hún fylgir. Í 4. mgr. 3. gr. laga um samningsveð kemur fram sú regla að eigi sé heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opin- berri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórn- völd úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjár- verðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veð- sett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjár- verðmæti. Af þessari reglu leiðir í fyrsta lagi, að því er fram kemur í Veðrétti eftir Þorgeir Örlygsson frá árinu 2002, að óheimilt er að veðsetja aflahlutdeild þótt aðilaskipti geti orðið að henni með öðrum hætti samkvæmt ákvæðum laga eða reglugerða. Hún getur m.ö.o. ekki verið sjálfstætt andlag veðréttar. Í öðru lagi kemur fram sú regla að hafi fiskiskip verið veðsett sé eiganda þess óheimilt á gildistíma veðsetningar að skilja aflahlutdeildina frá skipinu nema fyrir liggi þinglýst samþykki veðhafa. Varðar það refsingu með sama hætti og skilasvik nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum laga- ákvæðum. Í 4. mgr. 3. gr. laga um samningsveð er skír- skotað til réttinda til nýtingar í atvinnurekstri sem stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt. Hvað afla- hlutdeild fiskiskipa varðar er með þessu orðalagi m.a. verið að leggja áherslu á það viðhorf löggjaf- ans, sem fram kemur í 1. gr. laga um stjórn fisk- veiða frá 1990, að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiði- heimilda samkvæmt þeim lögum myndi ekki eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum. Með þessu er væntanlega verið að leggja áherslu á, að veiðiheimildirnar feli fyrst og fremst í sér takmarkaðan og tímabundinn nýtingarrétt og að ákvæði laganna feli ekki í sér breytingu á eðli og inntaki þess réttar. Þá er í skýringum við 4. mgr. 3. gr. tekið fram að sá sem taki veðrétt í fiskiskipi taki með sama hætti og eigandi skipsins þá áhættu, að hin úthlutuðu nýtingarréttindi (aflahlutdeildin) verði skert vegna almennra ráðstafana ríkisvaldsins eða þau jafnvel afnumin á gildistíma veðsamningsins. Þar kemur einnig fram að 4. mgr. 3. gr. sé ekki ætlað að hefta svigrúm löggjafans til slíkra almennra ráðstafana, þannig að leitt geti af bótaskyldu ríkissjóðs, hvorki gagnvart eigendum fiskiskipa né heldur gagnvart þeim sem öðlast hafa takmörkuð réttindi yfir slík- um verðmætum. Nú stendur einmitt til að grípa til ráðstafana af þessu tagi, þ.e. fyrna kvóta á tuttugu ára tímabili. Þar með mun íslenska ríkið leysa til sín réttindi sem eru með óbeinum hætti veðsett gegnum fiski- skipin sem þau fylgja. Bent hefur verið á, að við þetta vakni vanefndarákvæði af ýmsu tagi þar sem verðmæti kvótans rýrnar. Í raun má líkja þessu við að atvinnutækið sjálft, skipið, laskist og glati þar með verðgildi sínu að hluta. Dæmi eru um að lánastofnanir hafi lánað útgerð- um umfram verðmæti skipa en samt með veði í þeim. Skipin séu m.ö.o. veðsett umfram raunveru- leg verðmæti þeirra. Mismunurinn liggur í afla- hlutdeildinni en í henni eru vitaskuld veruleg verð- mæti fólgin. Gefum okkur að útgerð, sem gerir út eitt skip með kvóta, fari á hliðina. Viðkomandi lánastofnun leysir þá veðandlagið, skipið, til sín og líka afla- hlutdeildina enda fylgir hún skipinu. Til að breyta veðinu í lausafé getur lánastofnunin annars vegar selt skipið og aflahlutdeildina saman eða hvort í sínu lagi, þar sem ekkert veð hvílir lengur á skip- inu. Nema hún vilji ráða sér áhöfn. Þetta þýðir væntanlega að íslenskar lánastofnanir hafa hald- bæra tryggingu fyrir útlánum sínum til útgerð- arfélaga. Það gæti breyst komi til fyrningar kvóta. Lán í óláni?  Aflahlutdeild verður aðeins veðsett með skipunum sem hún fylgir  Sá sem tekur veð- rétt í fiskiskipi tekur eins og eigandi skipsins þá áhættu að aflahlutdeildin verði skert Morgunblaðið/RAX Allar götur frá setningu laganna um stjórn fiskveiða hafa fræði- menn á sviði lögfræði sett fram sjónarmið og rök um það hvort og að hvaða leyti veiðiheimildir njóti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fræðimenn verið sammála um að aflahlutdeild njóti með einum eða öðrum hætti stjórn- skipulegrar verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Það sem aftur á móti greinir á milli er með hvaða hætti hún njóti vernd- ar. Í grófum dráttum má segja að sjónarmiðin séu þrenns konar. Í fyrsta lagi, að fiskveiðirétt- indi njóti verndar sem atvinnu- réttindi. Litið er þá á afla- hlutdeildina sem þátt eða hluta af þessum víðtækari atvinnurétti. Hefur þessi skilgreining fisk- veiðiréttinda sem atvinnuréttindi verið talin setja því takmörk með hvaða hætti réttindin verða skert. Í öðru lagi hafa rök verið færð fyrir því að veiðiheimildir út af fyrir sig séu af- notaréttur og njóti sá afnota- réttur verndar 72. gr. stjskr. Í þriðja lagi hafa verið færð rök fyrir því að aflahlutdeild út af fyrir sig njóti verndar sem „eign“ í skiln- ingi 72. gr. stjskr. Dr. Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, komst að þeirri niðurstöðu í álitsgerð árið 2005 að afla- hlutdeild hafi öll megineinkenni eignarréttinda. Í samtali við Morgunblaðið í vikunni sagði hún ekkert hafa komið fram síðan sem breytt hafi þeirri afstöðu. Að hennar áliti er aflahlutdeild út af fyrir sig andlag lögskipta, þ.e. í kaupum, sölu og leigu, og eru, þó með óbeinum hætti sé, grundvöllur veðsetningar. Afla- hlutdeild gengur að erfðum og af henni er goldinn erfðafjárskattur sem reiknaður er út á grundvelli markaðsvirðis þeirra í samræmi við ákvæði laga. Aðkeypt afla- hlutdeild telst eign í skilningi skattalaga og af henni er greidd- ur skattur. Einstaklingar og lög- persónur hafa gengist undir um- talsverðar fjárskuldbindingar í trausti varanleika aflahlutdeild- arinnar. Aflahlutdeild er grund- völlur lánstrausts. Verðlagning á aflahlutdeild í einstökum teg- undum endurspeglar þennan veruleika. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða hefur að geyma fyrirvara um að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að áliti Guðrúnar má ráða af þessum fyrirvara að löggjafinn hafi viljað tryggja það að veiðiheimildir yrðu ekki taldar njóta verndar eignarréttar- ákvæðis stjórnarskrárinnar. Þeg- ar við samningu frumvarpsins var leitað eftir áliti lögfræðinga um það hvort slíkt ákvæði tryggði þennan vilja löggjafans. Öll megineinkenni eignarréttinda Guðrún Gauksdóttir  Framsal aflahlutdeildar skipa hefur verið heimilt eftir að lög um stjórn fiskveiða voru sett fyrir nítján árum. Samkvæmt lögunum er viðmiðunarreglan sú að við eig- endaskipti að fiskiskipi fylgi afla- hlutdeild þess nema aðilar geri með sér samkomulag um annað, enda sé fullnægt ákvæðum lag- anna um forkaupsrétt sveitarfé- lags seljanda. Aflahlutdeild fylgi skipi  Með aflahlutdeild fiskiskips er einvörðungu átt við þá afla- hlutdeild, sem helst óbreytt milli ára, samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Reglan helgast af því sjónarmiði að eðlilegast sé að líta á skipið og aflahlutdeildina sem eina heild. Skip og kvóti ein heild  Afstaða Hæstaréttar Íslands til þess álitaefnis hvort aflaheimildir teljist eign í skilningi stjórn- arskrárinnar liggur ekki fyrir. Gengið hafa nokkrir dómar sem varða ýmsar hliðar fiskveiðistjórn- unarkerfisins, þar sem óbeint er fjallað um stöðu aflaheimilda. Eng- inn dómur hefur aftur á móti verið kveðinn upp í máli þar sem lagt hef- ur verið beinlínis fyrir dómstólinn að leysa úr þessu álitaefni, þ.e. í máli þar sem aðilar reifa sjónarmið með og á móti því hvort aflaheim- ildir út af fyrir sig teljist eign í skilningi stjórnarskrárinnar. Enginn dómur kveðinn upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.