Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 23
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 56.570 kr.fráVikuferð 25. júnímeð hálfu fæði Gran Hotel Bali Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 56.570 kr.fráVikuferð 25. júnímeð fullu fæði Gala Placidia Hotel Spánn - Síðustu sætin á frábæru verði! sumarferdir.is ...eru betri en aðrar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Í Ástralíu er Jörundur hundadaga- konungur þekktur undir nafninu Jorgen Jorgenson og er hann sögu- fræg persóna í Tasmaníu. Kim Peart sem er uppalinn á eyj- unni Tasmaníu heyrði fyrst af Jör- undi þegar hann stofnaði Víkinga- félag árið 1974. Þá var honum bent á bók um Jörund The Viking of Van Diemen’s Land. Kim hefur alla tíð síðan verið mikill áhugamaður um Jörund og hefur hann bæði skrifað um hann greinar sem haldið tylli- daga honum til heiðurs í Tasmaníu þar sem Jörundur endaði ævi sína 1841. Um þessar mundir er Kim einnig að reyna að koma af stað gerð heimildarmyndar um ævi Jörundar. Fyrrverandi konungur Íslands Kim segir Jörund almennt vera vel þekktan í Ástralíu þar sem hann var á meðal þeirra sem fyrst námu land í Tasmaníu. 1801 var Jörundur á meðal skipverja í Harbinger þegar Port Jackson í Ástralíu var í upp- byggingu og er talið að hann hafi verið á meðal fyrstu manna til að nema land við Derwen-á, um 1804, þar sem nú er borgin Hobart á Tas- maníu. 1805 hélt Jörundur frá Ástr- alíu og eru afrek hans og misgjörðir í Evrópu að mestu kunnar. Kim seg- ir því frá þegar Jörundur snýr aftur til Tasmaníu. „Árið 1826 snéri Jörundur aftur til Ástralíu sem fangi. Jörundur var mikill landkönnuður í Tasmaníu, sem þá var kölluð Van-Diemens land, á þeim tíma þegar landið var nánast alveg óbyggt. Jörundur vann að því að finna leið til norð-vesturs til Ástralíu frá landnemabyggðinni fyrir Van-Diemens fyrirtækið en það tókst hinsvegar ekki þar sem of erfitt var yfirferðar,“ segir Kim. Jörundur starfaði einnig sem lög- regluþjónn á þeim tíma sem land- nemar áttu í útistöðum við frum- byggja. Hann átti að sjá um að halda friðinn og virðist hafa gert það vel. „Jörundur starfaði einnig sem blaðamaður og rithöfundur og skrif- aði hann nokkrar bækur hér í Ástr- alíu, meðal annars ævisögu sína og bók um frumbyggja Ástralíu.“ Í Ross-sýslu þurfti lögreglumað- urinn Jörundur að rannsaka dul- arfullan þjófnað. „Það eru margir sem þekkja Jörund sem konung Ross brúar í mið-Tasmaníu. Jör- undur starfaði þar 1833 við að rann- saka þjófnað á byggingarefni. Vand- inn var sá að það gekk hægt með brúarsmíðina en hús ruku upp allt í kring á mettíma. Jörundur var því fenginn til að athuga málið. Við brúna unnu tveir fangar, James Col- beck og Daniel Herbert og áttu þeir að fá frelsi að launum fyrir brúar- smíðina. Þeir Colbeck og Herbert heiðruðu Jörund, þar sem hann var almennt þekktur undir nafninu fyrr- verandi kóngur Íslands, með því að höggva út tvær myndir á brúna. Brúin er byggð upp af þremur bog- um og mjög falleg. Hún er byggð 1836 og er þriðja elsta brú Ástralíu og þekkt auðkenni.“ Þjóðsagnakenndur veruleiki Jörundur var enn á lífi þegar brú- in var vígð og hlýtur heiðurinn að hafa verið talsverður fyrir Jörund sem var þannig gerður að konungi Ross-brúar. Höggmyndin á brúar- boganum er af Jörundi, með kórónu á höfðinu, og eiginkonu hans, hinni írsku Noru Cobbett, sem einnig var fangi. Nora var ólæs og mjög ólík Jörundi í fasi en eitthvað hafa þau séð hvort við annað því þau voru gift í tíu ár þangað til Nora lést 1840, ári á undan Jörundi. Eitthvað fer mis- munandi sögum af því hvort hjóna- bandið var hamingjusamt eða ekki en enn í dag prýða þau hjónin brúna þó nefið hafi reyndar dottið af Jör- undi í ána árið 1967. Það eru víðar merki um Jörund í Tasmaníu að sögn Kims. „Jörundur er talinn hafa nefnt nokkra staði í Tasmaníu 1804 þegar hann var þar. Það eru þó ekki til neinar sannanir fyrir því. Bæir eins og Bagdad, Jeríkó og Jerúsalem finnast hér. Það er sagt að hann hafi verið á þvælingi með manni að nafni Hugh Germain á veiðum fyrir landnema- byggðirnar og þeir voru bara með tvær bækur, Biblíuna og 1001 nótt, og völdu staðarheiti úr bókunum fyrir hina ýmsu staði í suður Tas- maníu,“ segir Kim. „Það er líka sagt að Jörundur hafi fangað fyrsta hvalinn í ánni Der- went en um ármynnið fóru hvalir á leið sinni á eldisstöðvar. Jörundur átti þannig þátt í því að koma hval- veiði í gang í Tasmaníu og Hobart varð höfuðvígi hvalveiðanna. Der- went var mikilvæg höfn sem hentaði afar vel til hvalveiða. Jörundur átti að vera í Nýja Sjálandi á hval- veiðiskipinu Alexander en hann slóst hinsvegar ekki í för með Alex- ander fyrr en það var komið til Der- went.“ Hvalveiði var afar mikilvæg á þessum tíma og hófust veiðar af full- um krafti 1804. Heimildir frá þeim tíma segja að svo mikið hafi verið af hval í Derwent að hægt hafi verið að stikla á bökum hvalanna yfir gríðar- mikla ána. Það var þó fljótt að breytast. Kim segir að íbúafjöldi Tasmaníu, sem er eyja álíka að stærð og Ísland, sé einungis um hálf milljón manns í dag en hafi verið um 10 þúsund á tímum Jörundar. Hvalveiðar áttu stóran þátt í uppbyggingu eyjunnar. Minnst víða um Tasmaníu Kim segir að ekki standi til að fagna sérstaklega tvö hundruð ára afmæli byltingarinnar á Íslandi. Það hafa þó verið skrifaðar greinar í blöð í Tasmaníu um þátt Jörundar í bylt- ingunni. Það er nokkuð um hógvær minn- ismerki um Jörund hér og þar um Tasmaníu, meðal annars er minn- isskjöldur um hann á lögreglustöð- inni í Oatland en þar starfaði Jör- undur sem lögregluþjónn. Einnig er minnismerki á veitingastaðnum þar sem hann hitti eiginkonu sína Noru Cobbett í fyrsta skiptið. Jörundur var jarðaður í Hobart að sögn Kims en gröfin er týnd þar sem kirkjugarðurinn hefur verið endurnýttur. Einnig er talið að Jör- undur hafi skilið eftir sig afkom- endur í Ástralíu. Þekkt Ross brú er þriðja elsta brú Ástralíu og var hún byggð af tveimur steinsmiðum sem heiðruðu Jörund með höggmynd á miðjuboga brúarinnar. Brúin var vígð 1836 en Jörundur lést 1841. Þekktur í Ástralíu Ljósmynd/Astra Peart Fróður Kim Peart hefur mikinn áhuga á Jörundi hundadagakon- ungi, eða Jorgen Jorgenson, enda vann Jörundur sér ýmislegt til frægðar í Tasmaníu. Jörundur var fluttur þangað sem fangi, gifti sig og lifði þar til dauðadags. Kim vill gjarnan að gerð verði heimildar- mynd um Jörund. Ljósmynd/Kim Peart Konungur Höggmyndin á Ross brúnni er af Jörundi, með kórónu á höfðinu, og eiginkonu hans Noru Cobbett. Jörundur var kallaður konungur Ross brúar , en ekki er víst að honum hafi staðið á sama um þá nafngift. Hann áleit sjálfan sig t.d. verndara Íslands, fremur en konung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.