Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 LEIKKONAN America Ferrera segir að það taki marga klukku- tíma að gera hana ljóta. Leik- konan sem leikur hina forljótu Betty Suarez í bandaríska sjón- varpsþættinum Ugly Betty segir að það þurfi blóð, svita og tár til að breyta henni í persónu sína og að fólk verði ávallt mjög hissa þegar það sjái hana án farða, gler- augna og teina auk alls farðans sem til þarf. Hins vegar geti hún vel fundið sig í persónu Ljótu Betty því hún hafi sjálf þurft að takast á við fordóma annarra gagnvart útliti hennar en Ferrera fæddist í Hondúras og fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sín- um. Fyrstu skólaárin hafi verið henni erfið og hún hafi oft velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tímann falla í hópinn. Ugly Betty America Ferrera er ekki jafn ljót í alvörunni. Tímafrekt að gera sig ljóta BRESKI leikarinn Robert Patt- inson varð fyrir leigubíl á flótta undan æstum táningsstúlkum í New York í fyrradag. Æstur hópur stúlkna sótti að leikaranum þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Remember Me en leikarinn er einkum þekktur fyrir leik sinn í blóðsugumyndinni Twilight. Þar fór hann með hlutverk vampírunnar Edward Cullen. Aðdáendur Pattinson geta engu að síður glaðst yfir því að hann er heill heilsu þrátt fyrir að hafa feng- ið leigubíl í mjöðmina. Fimm ör- yggisverðir gættu leikarans við tökur en þó tókst ekki að verja hann fyrir hópi stúlkna á tánings- aldri. Öryggisverðirnir voru að von- um ekki sáttir við lætin í stelp- unum og sögðu þær hafa stefnt lífi hans í hættu. Pattinson þessi þykir hið mesta kyntákn og var í vikunni kjörinn myndarlegasti karlmaður heims, af tímaritinu Vanity Fair. Reuters Sjarmör Robert Pattinson heillar ungmeyjar. Pattinson varð fyrir leigubíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.