Morgunblaðið - 21.06.2009, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.06.2009, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 LEIKKONAN America Ferrera segir að það taki marga klukku- tíma að gera hana ljóta. Leik- konan sem leikur hina forljótu Betty Suarez í bandaríska sjón- varpsþættinum Ugly Betty segir að það þurfi blóð, svita og tár til að breyta henni í persónu sína og að fólk verði ávallt mjög hissa þegar það sjái hana án farða, gler- augna og teina auk alls farðans sem til þarf. Hins vegar geti hún vel fundið sig í persónu Ljótu Betty því hún hafi sjálf þurft að takast á við fordóma annarra gagnvart útliti hennar en Ferrera fæddist í Hondúras og fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sín- um. Fyrstu skólaárin hafi verið henni erfið og hún hafi oft velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tímann falla í hópinn. Ugly Betty America Ferrera er ekki jafn ljót í alvörunni. Tímafrekt að gera sig ljóta BRESKI leikarinn Robert Patt- inson varð fyrir leigubíl á flótta undan æstum táningsstúlkum í New York í fyrradag. Æstur hópur stúlkna sótti að leikaranum þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Remember Me en leikarinn er einkum þekktur fyrir leik sinn í blóðsugumyndinni Twilight. Þar fór hann með hlutverk vampírunnar Edward Cullen. Aðdáendur Pattinson geta engu að síður glaðst yfir því að hann er heill heilsu þrátt fyrir að hafa feng- ið leigubíl í mjöðmina. Fimm ör- yggisverðir gættu leikarans við tökur en þó tókst ekki að verja hann fyrir hópi stúlkna á tánings- aldri. Öryggisverðirnir voru að von- um ekki sáttir við lætin í stelp- unum og sögðu þær hafa stefnt lífi hans í hættu. Pattinson þessi þykir hið mesta kyntákn og var í vikunni kjörinn myndarlegasti karlmaður heims, af tímaritinu Vanity Fair. Reuters Sjarmör Robert Pattinson heillar ungmeyjar. Pattinson varð fyrir leigubíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.