Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 20
20 Draumastarfið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is U ndirdjúpin eru heill heimur út af fyrir sig eins og flestir land- krabbar vita. Þeir hafa séð það í sjón- varpinu eða bíómyndum, rétt eins og Jónína Herdís Ólafsdóttir áður en hún vissi hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. Þá uppgötvun gerði hún – eða svo gott sem – í sumarfríinu sínu fyrir tveimur ár- um. „Ég var búin með þrjú ár á náttúrulífsbraut í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ og vann á Hrafn- istu þegar ég fór með mömmu til Krítar. Þar sem ég er ekkert fyrir að liggja í sólbaði kannaði ég hvað annað væri hægt að gera þarna. Boðið var upp á fjögurra daga kaf- aranámskeið, sem ég ákvað að skella mér á, en í því fólst talsvert bóklegt nám, nokkra stunda köfun í sundlaug og fjórar kafanir í sjó með og án gleraugna og önd- unarpípu, svokallaðs lunga,“ segir Jónína Herdís, sem sneri heim með byrjunarréttindi í köfun uppá vas- ann og draum um frekari dýfur. Dýrahirðir í Flórída Hún hélt þó sínu striki um haustið því hún hafði bókað sig til starfa á friðverndunarsvæði villi- katta í Tampa í Flórída. Þar fékk hún lærlingsstöðu og tók mörg námskeið í meðhöndlun og um- hirðu tígrisdýra, ljóna og annarra villtra dýra af kattarkyni. „Ég var dýrahirðir í þrjá mánuði eins og ráðningin hljóðaði uppá, kom þá heim og var hálf eirðarlaus, ennþá að hugsa um köfun, en hafði ekki hugmynd um hvað Ísland hefði uppá að bjóða í þeim efnum,“ segir Jónína Herdís. Hún komst fljótt að raun um að margir möguleikar voru í boði, fjöl- breytt námskeið fyrir byrjendur og lengra komna hjá þremur köfunar- skólum og mikil gróska í starfsemi allra, árið um kring. „Ég byrjaði á eins dags þurrbúningsnámskeiði hjá Kafari.is í Hafnarfirði, annað kom ekki til greina því hér er afar sjaldan kafað í blautbúningum eins og á námskeiðinu á Krít og yf- irleitt þar sem vatn er hlýtt. Ég er sannfærð um að þeir sem læra köf- un hérna heima verða betri kafarar en þeir sem læra erlendis, einfald- lega vegna þess að búnaðurinn og aðstæður eru talsvert meira krefj- andi,“ segir Jónína Herdís og út- skýrir muninn: „Þurrbúningur er miklu flóknari búnaður, hann er með loftslöngu til þess að kafarinn geti dælt lofti í og úr búningnum eftir því hvað kafað er á miklu dýpi. Við þrýsting þjappast loftið saman og því er stórhættulegt að kafa djúpt án þess að bæta lofti í búninginn. Að- stæður til köfunar á Íslandi geta verið býsna erfiðar, kuldi og oft á tíðum slæmt skyggni fela í sér mikla áskorun og reyna á vilja- styrkinn. Köfun er í rauninni jaðarsport, sem eykur adrenalínið í líkamanum, en getur jafnframt verið afslappandi og veitt mikla hugarró.“ Alls konar kafanir Jónína Herdís var fljót að átta sig á að hún var komin á rétta hillu í lífinu og stefndi ótrauð á köfunarkennaranám. Áður en til þess kæmi þurfti hún að eiga 100 kafanir að baki. Hún var fljót að ná þeim fjölda á ýmsum nám- skeiðum bæði í sjó og vatni; björg- unarköfun, skyndihjálp og kafara- meistaranámskeiði (divemaster), sem einnig byggist á bóklegu námi, t.d. eðlisfræði og markaðssetningu sportköfunar. „Ég tók ennfremur svokallað nitrox-námskeið, þar sem kennd er notkun gastegunda með hærra súrefnismagni en 21%, og ísköfun. Þá var mér ekkert að van- búnaði að hefja kennaranámið,“ Á bólakafi Morgunblaðið/Heiddi Köfun og ferðamennska Jónína Herdís Ólafsdóttir segir köfunaráhuga alltaf að aukast og hingað komi æ fleiri erlendir ferðamenn gagngert til að kafa, enda enda séu hér mörg svæði í sjó og vötnum ókönnuð og önnur rómuð fyrir fegurð. Gjárnar á Þingvöllum eru eitt vinsælasta köfunarsvæðið. Henni leiðist að liggja í sólbaði og þess vegna kaus hún að fara á stutt námskeið í köfun. Tveimur árum síðar stundar Jónína Herdís Ólafsdóttir köfun af kappi og kennir öðrum. Ljósmynd/Paul Heinerth Arnarhreiðrið Jónína Herdís kafar í Eagle’s Nest, stóru hellakerfi skammt frá Tampa í Flórída. Hún segir að Flórída sé mekka hellaköfunar. Ljósmynd/Paul Heinerth Framandi Í Flórída er köfun fjölbreytt. Hér er höfuðlaug Ginnie Springs. ‘‘KÖFUN ER Í RAUNINNIJAÐARSPORT, SEM EYK-UR ADRENALÍNIÐ Í LÍK-AMANUM, EN GETUR JAFNFRAMT VERIÐ AF- SLAPPANDI OG VEITT MIKLA HUGARRÓ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.