Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 40
40 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 ÞEGAR EES-bankaregluverkið hafði gjörlamað íslenska peninga- málastjórn í fyrrahaust var ekkert annað að gera fyrir íslensk stjórnvöld en taka málin loks- ins í sínar hend- ur, taka það úr sambandi og setja neyðarlög. Bretar stöðvuðu þá frjálst flæði ís- lensks fjár og tóku bankana. Bretar og EB neyddu síðan íslenska ráðherra til að samþykkja rík- isábyrgð á Icesave. Allt í andstöðu við EES. Og hótað var að stöðva að- stoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, mis- notkun á alþjóðastofnun til þving- unaraðgerða gegn aðildarlandi. Þessi aðför að Íslandi þolir hvorki dagsljós né dómstóla. Ráðherrar ESB vita líka vel að ráðherrar Ís- lands hafa ekki fjárveitingavald, Al- þingi hefur það. Bretar halda enn Landsbankanum, menn spyrja sig af hverju er ekki hægt að sættast á að eignir hans fari í Icesave og Bretar séu með í ráðstöfuninni? Síðan gæti ríkissjóður staðið við ráðherralof- orðin og greitt afganginn ef verður þegar búið er að selja eignirnar og hámarka þær skipulega með Bret- um sem er allt annað mál en að ábyrgjast risaskuldabréf. Hvert siglir gengið og skuldatryggingaálag ríkissjóðs með Icesave-baggann á herðunum? Og hvað með bætur frá Bretum fyrir bankatökurnar? Undirlægjuháttur okkar er slíkur að við þorum ekki að standa á rétti og hagsmunum Íslands. Icesave- samninganefndin heldur að að- alhættan við að samþykkja ekki rík- isábyrgð væri að EES-samstarfið yrði í uppnámi. Það er varla hægt að kalla EES samstarf. EES felur í sér kvaðir um að taka upp vissar tilskip- anir frá ESB sem margar eru ónot- hæfar hér, sbr. bankaregluverkið. Vissi Icesave-samninganefndin ekki að þótt EES detti út hefur Ísland fríverslunarsamning við ESB sem er í gildi og getur dugað okkar við- skiptum við ESB? Honum fylgja ekki kvaðir um að hlýða óaðgengi- legum tilskipunum. Ef valið stendur milli annars vegar EES með tíu milljón króna skuldaábyrgð hverrar fjölskyldu og hins vegar fríverslunar við ESB er það auðvelt val. Hefur Icesave-samninganefndin misskilið samningsaðstöðuna? FRIÐRIK DANÍELSSON, verkfræðingur. Skuldahelsi fram yfir fríverslun Frá Friðrik Daníelssyni Friðrik Daníelsson Í DAG, sunnudaginn 21. júní, eru sumarsólstöður. Þann sólarhring- inn verður lengsti dagur ársins og stysta nóttin. Um há- degisbil verður sól hæst á lofti árið 2009. Síðan tekur dag að stytta á ný og há- degissól að lækka smám saman, hænufet á dag eins og sagt er. Þannig líða árstíðirnar, ein af annarri, hver með sín einkenni sem ákvarðast af göngu jarðar um sólu. Nær öll náttúran á jörðinni, veð- ur, höf og lífríki, slær í takt við þennan gang sem aldrei hættir. Ár eftir ár, aldir og þúsaldir, koma árstíðirnar og fara. Lífið á jörðinni mótast af þessu, gróður, dýralíf, sjálf menningin frá örófi alda. Fyrir ævalöngu hófu menn að fylgjast ná- kvæmlega með gangi sólar. Þannig var rás tímans mæld og árstíðir náttúrunnar, vor, sumar, haust og vetur, mótuðu lífsbaráttuna. Árstíðirnar verða eins og kunn- ugt er vegna þess að jörðin hallast miðað við braut sína um sólu. Á sporbaug jarðar um sólu liggja ein- stakir staðir á jörðinni misvel við vermandi geislum sólar. Einkum er mikill munur á stöðum fjarri mið- baug jarðar. Ef jörðin væri halla- laus færi engum sögum af vorkomu og farfuglum. Sumardýrð og vetr- arhörkur skiptust ekki á hér á Ís- landi, heldur væri sama árstíðin ár- ið um kring. Harla lítil tilbreyting það, miðað við það sem við búum við. Sumarsólstöður og vetr- arsólhvörf voru um þúsundir ára tímamót í samfélagi manna um víða veröld, þær voru tími verslunar, þinghalds og guðsdýrkunar. Þær hafa því löngum verið tilefni hátíða. Hinn skínandi lífgjafi á himni, sólin, var kóróna sköpunarverksins, á tíð- um guð sjálfur, og þungamiðja til- verunnar. Smám saman breyttust hátíðirnar í annan fagnað á þessum tíma árs, svo sem jól og Jónsmessu. En rifjum nú upp sólstöðuhátíð- irnar og mætum í sólstöðugöngu um Öskjuhlíð í kvöld kl. 8, hina 25. sólstöðugöngu í Reykjavík og ná- grenni. ÞÓR JAKOBSSON veðurfræðingur. Sumarsólstöður, árstíð- ir og tímatal að fornu Frá Þór Jakobssyni ✝ Unnur GuðfinnaPétursdóttir fæddist að Fögru- brekku í Vestmann- eyjum 15. apríl 1921. Hún lést á Ísafirði 8. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Pétur Þórðarson og Ólafía Sigurð- ardóttir. Fimm ára að aldri fór hún í fóstur til móðurömmu sinn- ar Guðnýjar Jóns- dóttur og manns hennar Jóns Jóns- sonar í Merkinesi í Höfnum Unnur var næst yngst fjögra systkina sem nú eru öll látin, Sigurða sem lést á unga aldri, Sigríður Lovísa d. 1999 og Harry d. 1951. Unnur eignaðist 5 börn. Elst er Dagný Jóhannsdóttir gift Óskari Hálfdánarsyni. Árið 1943 hóf Unnur sambúð með Sigurði Breiðfjörð Ólafssyni og áttu þau saman 4 börn: Pétur, f. 1946, d. 2006, kvæntur Guðrúnu H. Magnúsdóttur, Elísabet, f. 1948, gift Ómari Karlssyni, Ólafur, f. 1951, kvæntur Gerði Sveinsdóttur, og Gróa, f. 1953, gift Börje Karlson. Af- komendur Unnar eru 53. Unnur og Sig- urður slitu sam- vistum. Árið 1957 flyst Unnur til Reykjavík- ur ein með 5 börn og sá hún ein um að koma þeim til manns. Auk þess ól hún upp sonarson sinn Vigni Pétursson frá unga aldri og leit á hann sem sinn eigin son . Unnur vann hin ýmsu verka- kvennastörf, m.a. hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, í 12 ár hjá Efnalauginni Hjálp og eftir það við aðhlynningu á Landakoti og hjá Heimilisþjónustu Reykjavík- urborgar til 70 ára aldur er hún lét af störfum. Unnur lést á Ísafirði, þar sem hún var í heimsókn hjá Dagnýju dóttur sinni og Óskari tengdasyni til að vera viðstödd fermingu lang- ömmubarns síns. Útför Unnar fór fram 19. júní, í kyrrþey. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson.) Mamma mín, takk fyrir allt og allt. Þín Elsa. Tengdamóðir mín, Unnur Pét- ursdóttur, kvaddi þennan heim þann 8. júní sl. Brottför hennar bar brátt að og verður sorg aðstandenda hennar meiri fyrir bragðið. Unnur fæddist í Vestmannaeyj- um árið 15. apríl 1921 en fluttist ung að aldri að Merkinesi í Höfnum og var hún í Höfnunum fram til árs- ins 1957 er hún flutti til Reykjavík- ur, ein með fimm börn á sínu fram- færi og kom þeim öllum til manns. Það má ætla að oft það verið erf- itt að vera ein á þessum árum að ala upp fimm börn og vera á verka- kvennalaunum, svo hafa börn henn- ar sagt að þau hafi ekki skort neitt þó að ekki hafi verið hægt að veita þeim neinn munað. Unnur lét sér ekki muna um að bæta við sig börn- um og tók að sér sonarson sinn þegar hann var 8 mánaða að aldri og ól hann upp til fullorðinsára. Á svona stundu brjótast fram margar minningar og frá henni all- ar góðar. Unnur var hvers manns hugljúfi og vildi öllum gott gera og hafði gaman af því ef gæti hún gert fólki einhvern greiða, svo sem mað- ur heyrði hjá henni er hún var að rifja upp minningar frá þeim árum er hún starfaði við heimilisþjónustu hjá Reykjavíkurborg og fór hún þá örugglega langt út fyrir það sem ætlast var til af henni í aðstoð við þá skjólstæðinga sem hennar að- stoðar nutu . Síðastliðin sjö ár var Unnur bú- sett í næsta húsi við okkur hjónin og því oft litið þangað í kaffi og málin þá rædd frá ýmsum hliðum. Þrátt fyrir háan aldur hélt Unnur sitt eigið heimili og þáði enga að- stoð frá utanaðkomandi. Og fylgd- ist grannt með gangi mála í þjóð- félaginu alveg fram í andlátið Bíltúrar um sveitir landsins voru hennar ánægjustundir og ferðaðist hún mikið um landið með sínum nánustu. Margir eru þeir bíltúrarn- ir sem við höfum farið saman um Reykjavík og nágrenni og nokkuð margar eru þær ferðir sem þær fóru, Elsa konan mín og Unnur, í sumarbústað okkar og undi Unnur sér þar vel við spil og spjall við langömmubörninn og aðra þá sem þar bar að garði. Svo hress var Unnur að síðustu ferð sína til Ísafjarðar, þangað sem hún var að fara til að vera viðstödd fermingu langömmubarns, fór hún í bíl og hafði gaman af að sjá þau mannvirki sem unnið er að til að gera leiðina milli Reykjavíkur og Unnur Guðfinna Pétursdóttir Á grundunum í landi Flugumýrar, þar sem sumarhúsa- félag fjögurra fjölskyldna mynd- aðist, drúpa fánar í hálfa stöng. Jón Stefánsson, sem við kölluðum ætíð Nonna, er nú allur. Það hef- ur verið höggvið stórt skarð í frændgarð og vinahóp sem dvalið hefur sín sumarfrí á þessum stað og gjarnan verið sem ein stór fjölskylda, og þannig var það einnig 17. júní fyrir 10 árum þeg- ar Nonni mágur og vinur var burtkallaður úr þessu samfélagi. Í huga okkar duldist það ekki hver var í forystu fyrir þetta samfélag. Nonni var sá sem fyrst sá sæluna fyrir sér í þessum Jón Stefánsson ✝ Jón Stefánssonfæddist á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 28. apríl 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 15. júní 2009 og fór útför hans fram frá Sauð- árkrókskirkju 20. júní Meira: mbl/minningar hrjóstuga reit við rætur Glóðafeykis, sem engum dylst að er sælureitur í dag. Og þannig helgaðist það að í þessum sumarhúsa- og vina- hópi var hann rétti- lega nefndur bæjar- stjóri. Að setjast niður og ætla að skrifa minningarorð um Nonna er eitthvað sem okkur finnst ekki alveg tímabært, og jafnvel þó hann hafi verið orð- inn 86 ára þá var hann með allt á hreinu og ætíð tilbúinn til for- ystu. Við erum búin að njóta hans sem yndislegs nágranna í 31 ár þar sem aldrei bar skugga á. Oft var Bjössi fjarverandi og ég ekki mjög laghent við sláttuvélina og þegar hún gekk illa eða ekki þá þurfti ekki að kalla á Nonna, hann kom hlaupandi með skrúf- járn og skiptilykil, engin læti eða æsingur, sagði gjarnan að vélin væri búin að taka of mikið inn á sig, fór höndum um kerti og inn- sog, og þar með voru vandamálin úr sögunni og allt fór í gang. Eig- inleikar Nonna voru margir og var honum snyrtimennskan sann- arlega í blóð borin og sést það best á öllum hans verkum að Lækjarbakka. Þá hljóp það ekki á klukkutímum hvenær þau Peta mættu fram á grundir á föstudög- um, ég held að mínútur hafi ráðið ferð, slík var stundvísin. Í vinahópi var hann oft spaug- samur og glettinn og hafði ein- stakt lag að segja þannig frá að engan særði. En minnisstæðast í fari hans var mikill drengskapur og hjartahlýja þeim sem hann unni. Á síðstliðnum vetri leyndi sér ekki að heilsufari Nonna hrakaði, en síðastliðið ár hafði hann séð um öll heimilisverk þar sem heilsufar Petu gaf sig. Við litum við hjá þeim hjónum af og til. Laugardaginn 4. apríl sl. kom ég við hjá þeim, þá sagði Nonni mér að nú gæti hann ekki verið lengur heima. Ég keyrði þau á sjúkra- húsið 6. apríl, þá var hann vissu- lega orðinn fársjúkur en bar allt í hljóði til síðustu stundar. Bar- áttan er búin að vera hörð við ill- vígan sjúkdóm sem tekist var á við með hetjudáð. Elsku Peta, þú hefur sýnt mik- inn styrk á erfiðum tímum. Við biðjum guð að gefa þér hann áfram. Elsku Ingi, Guðlaug, Guð- rún, Einar og fjölskyldur, megi ljós minninganna ætíð lýsa ykkur. Elsku Nonni frændi og vinur, hafðu þökk fyrir allt, vináttu, all- ar veitingar innanhúss sem og af barnum góða sem enginn gat toppað. Hvíl í friði. Meðal granna geymist minning grandvarleika og heiðursmanns meðan andinn eygir vinning undir merkjum sannleikans. (Sigurður Hansen.) Lilja, Björn og fjölskyldur Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is                                                   BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.