Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 30
30 Mannlíf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is H vað gerir þú þegar sá/sú sem þú elskar vill breyta sér? Ein- hverjir kynnu að taka slíkum vilja- yfirlýsingum maka síns fagnandi og mögulega koma með nokkrar, penar og gagnlegar ábendingar ef því væri að skipta. Líklega brygði þó flestum í brún ef breytingin fælist í að makinn vildi breyta sér í hitt kynið eins og Einar Mogens Wegener árið 1930, en hann er sá fyrsti sem gekkst undir skurð- aðgerðir í því skyni. Framangreindri spurningu er varpað fram í einu atriði kvik- myndarinnar The Danish Girl, sem frumsýnd verður á næsta ári og byggð er á bók Davids Ebers- hoffs frá árinu 2000 um ævi og ástir Lili Elbe, eins og Wegener kallaði sig eftir að hann vissi hvers kyns var. Nicole Kidman fer með hlutverk Wegener/Elbe og Charlize Theron leikur eiginkonuna Gerdu Gottlieb. Wegener fæddist í Kaupmanna- höfn 1882 og Gottlieb fjórum árum síðar. Þau kynntust í Listaháskól- anum í Kaupmannahöfn og giftust 1904. Bæði þóttu hæfileikaríkir listamenn, hann gat sér gott orð fyrir landslagsmálverk, hún fyrir teikningar í bækur og tísku- tímarit. Gerdu gekk betur að selja verk sín, en hún er ennþá talinn meðal fremstu listamanna Art Deco stefnunnar, sem var mest áberandi frá 1925 til 1939. Þau héldu sýningar í Kaupmannahöfn og París og voru mikið á ferðinni á Ítalíu og Frakklandi áður en þau settust að í París 1912. Tískufyrirmynd Sagan segir að Lili Elbe hafi „fæðst“ í vinnustofu Gerdu þegar hún bað eiginmann sinn um að klæðast sokkabuxum og hæla- háum skóm þegar fyrirsæta henn- ar forfallaðist. Einari mun hafa liðið einstaklega vel í þessum kvenmannsklæðum og upp frá því sat hann iðulega fyrir þannig klæddur hjá konu sinni. Framan af grunaði engan að fyrirmynd fögru og fíngerðu kvennanna með möndluaugun á myndunum, sem Gerda var rómuð fyrir, væri karl- maður. Þar sem hún var einn af leiðandi tískuvitum Parísarborgar virðast grannvöxnu, flatbrjósta konurnar, sem best þóttu sam- ræmdast tískustöðlum þessa tíma, hafa átt sér fyrirmynd í Einari Wegener. Sjálf virtist Gerda ekkert kippa sér upp við þótt sú tilhneiging manns síns að klæðast kven- mannsfötum ágerðist frekar en hitt. Árið 1913 fór Wegener að koma út úr skápnum sem Lili Elbe við sérstök tilefni og tæki- færi, t.d. tók Elbe stundum á móti og skemmti völdum gestum á heimili þeirra hjóna. Einnig hafði hún gaman af að klæða sig uppá í tískuflíkur og spóka sig í mann- mergðinni á götum Parísarborgar. Henni var yfirleitt vel tekið enda þótti hún hrífandi og líflegur per- sónuleiki. Meira að segja var borið upp við hana bónorð mörgum ár- um áður en hún gekkst undir sína fyrstu skurðaðgerð. Hún hrygg- braut vitaskuld biðilinn, enda harðgift manneskja. Nánustu vinir þeirra hjóna þekktu Einar Wegener einnig sem Lili Elbe, en fyrir þeim, sem ekki varðaði sérstaklega um þeirra hagi, kynntu þau hana sem systur Einars. Óþarfi að flækja málin. Raunar þótti Einar svo kvenlegur að fólk hélt stundum að hann væri kona í karlaklæðum. Getgátur hafa verið um að hann hafi verið með svokallað Klinefelter- heilkenni, sem skilgreint var sem slíkt 1942, og er litningagalli í karlmönnum með einn auka X litning (XXY í stað XY) í frumum sínum. Sumir þessara manna eru með óvenjulega lítil eistu og kven- legir á að líta, jafnvel með brjóst. Kyn og kynhneigð Bók Ebershoffs um dönsku stúlkuna er ekki sú eina, sem skrifuð hefur verið um Lili Elbe. Árið 1933 kom út bókin Man into Woman: An Authentic Record of a Change of Sex, sem hún sjálf skrifaði undir ritstjórn vinar síns, Ernsts Ludwigs Hathorns Jacob- sons, sem notaði dulnefnið Niels Hoyer. Bókin er m.a. byggð á samtölum, dagbókum og sendi- bréfum Elbe. Þar er ýmsum stað- reyndum breytt og einungis dul- nefni notuð, Einar Wegener er Andreas Sparre og sagður fæddur 1886, Gerda er Grete og doktor Magnus Hirschfeld, sem fram- kvæmdi fyrstu aðgerðina, er kall- aður doktor Hardingfeld. Bókin þykir merkileg skilgrein- ing á kynhneigð vegna þess að þar er gerður greinarmunur á kyni annars vegar og kynhneigð hins vegar. Sem þýðir að þótt körlum finnist þeir vera konur – og gang- ist hugsanlega undir aðgerð til að leiðrétta kyn sitt – geta þeir, rétt eins og aðrir, jafnt verið gagnkyn- hneigðir, samkynhneigðir eða tví- kynhneigðir. Sama á við um kon- ur. Aðgerðir af þessu tagi voru al- gjörlega á tilraunastigi og í raun- inni stórhættulegar. Fyrsta að- gerðin fólst í að fjarlægja eistun og var hún gerð í Berlín undir handleiðslu fyrrnefnds Hirsch- felds. Hinar framkvæmdi doktor Warnekros við kvensjúkrahúsið í Dresden. Í aðgerð númer tvö var limurinn fjarlægður og eggja- stokkum komið fyrir. Ýmsir alvar- legir fylgikvillar fylgdu aðgerð- inni, líkaminn hafnaði eggjastokkunum og voru þeir því fjarlægðir í þriðju og fjórðu að- gerðinni. Í fimmtu aðgerðinni átti að græða í Elbe móðurlíf, sem gerði henni kleift að fæða barn, þótt hún væri að nálgast fimm- tugt. Til þess kom ekki því hún lést þremur mánuðum eftir að- gerðina. Dagblöð í Danmörku og Þýska- landi fjölluðu mikið um Lili Elbe og eins og að líkum lætur vakti hún mikla athygli og vangaveltur manna á milli. Mörgum þótti með öllu óskiljanlegt að karl, sem auk- inheldur væri kvæntur, vildi verða kona. Danakóngi fannst að við svo búið mætti ekki standa og ógilti hjónaband þeirra Gerdu í október 1930. Wegener/Elbe tókst að fá kyni sínu löglega breytt á papp- írum og fékk til að mynda vega- bréf á nafni Lili Elbe. Aðdáendum listmálarans Einars Wegeners þótti miður að Lili Elbe málaði ekki myndir, en henni fannst slíkt vera eitthvað sem Einar gerði en ekki hún. Bónorð og hjónaband Eftir að slitnaði uppúr hjóna- bandi Wegener-hjónanna fékk Elbe hjónabandstilboð númer tvö og hugðist svara því játandi um leið og hún yrði fær um að eignast barn. En svo fór sem fór og árið 1931 var Lili Elbe borin til hinstu hvílu í Dresden. Þá var Einar Mo- gens Wegener löngu horfinn á braut. Gerda var í Marokkó þegar hún frétti lát fyrrverandi maka síns, sem henni var alla tíð afar hlýtt til og leit á sem vin. Hún hafði flust þangað þegar hún giftist ítölskum herforingja, flugmanni og dipló- mat, majór Fernando Porta. Gerda er sögð hafa lýst honum sem glæsilegum, stórkostlegum og óviðjafnanlegum karlhlunki. Þau skildu engu að síður eftir nokk- urra ára hjónaband og Gerda fluttist til Danmerkur 1938, hélt sína síðustu listsýningu ári síðar og lést 1940. Þetta er í stórum dráttum saga dönsku stúlkunnar, sem fæddist drengur, og maka hennar, sem draumaverksmiðjan í Hollywood ætlar að yfirfæra á hvíta tjaldið. Þær Nicole Kidman og Charlize Theron eru vísar til að glæða aft- ur áhuga manna á margslungnu lífi þeirra og list. Danska stúlkan í Hollywood Reuters Stórstjörnur Nicole Kidman leikur Einar Wegener/Lili Elbe og Charlize Theron fer með hlutverk makans, Gerdu Gottlieb í Dönsku stúlkunni sem væntanlega verður frumsýnd á næsta ári. ‘‘SAGAN SEGIR AÐ LILIELBE HAFI „FÆÐST“ ÍVINNUSTOFU GERDUÞEGAR HÚN BAÐ EIG- INMANN SINN UM AÐ KLÆÐAST SOKKABUX- UM OG HÆLAHÁUM SKÓM ÞEGAR FYR- IRSÆTA HENNAR FOR- FALLAÐIST. Reuters Listamenn Einar, t.v., og Gerda, voru þekktir listamenn á fyrri hluta liðinnar aldar. Hann málaði landslag, hún aðallega fólk og mikið konur, sem líktust Lili Elbe, enda var hún oft fyrirmyndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.