Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Ertu að taka þátt í ljósmyndakeppni mbl.is & canon? Prentaðu myndina þína á striga fyrir aðeins 4.950 kr. með heimsendingargjaldi. NÚ LIGGJA loks fyrir áætlanir rík- isstjórnar um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum fyrir árin 2009 og 2010. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að óvissunni sé aflétt og verkefnið er vissulega brýnt. Breyttar að- stæður í efnahags- málum kalla auðvitað á breytt viðmið. Þannig blasir staðan að minnsta kosti við heim- ilum og fyrirtækjum. Verkefni síð- ustu 12 til 18 mánaða hefur verið að skera verulega niður útgjöld og laga rekstur og heimilisbókhald að stórminnkandi tekjum. Hjá flest- um sér ekki fyrir endann á þeirri vinnu. Ætla mætti að sami veru- leiki blasi við ríkisvaldinu og vilji til að skera niður rekstrarútgjöld sé skýr. Þegar rýnt er í frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum er hins vegar ljóst að betur má ef duga skal. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu fjármálaráðuneytis voru heildarútgjöld ríkisins árið 2003 um 280 ma.kr. á þágildandi verð- lagi. Fjárlög fyrir árið 2009 hljóð- uðu hins vegar upp á 555 ma.kr. útgjöld. Nafnútgjöld ríkissjóðs hafa með öðrum orðum nánast tvöfaldast á aðeins sex árum – það er gríðarleg útþensla jafnvel þótt há verðbólga hafi mikil áhrif á töl- urnar. Þegar sömu stærðir eru skoðaðar á föstu verðlagi sést að raunaukning á útgjöldum ríkisins á aðeins 6 ára tímabili er u.þ.b. 33%. Að teknu tilliti til verðbólgu hefur ríkissjóður því þanist út um þriðjung á að- eins 6 árum – eða um tæplega 140 ma.kr. Ofangreindar stað- reyndir sýna einar og sér að tækifæri til að- halds í ríkisrekstri hljóta að vera mý- mörg. Það er því já- kvætt að ríkið ætli að skera niður um sam- tals 45 ma.kr. á þessu og næsta ári. Það er hins vegar öllu erfiðara að átta sig á hvers vegna þarf að grípa til skatta- hækkana sem eiga að skila örlítið lægri upphæð – 41 ma.kr. – á sama tíma. Skattahækkanir ofan í gríðarlegan samdrátt í efnahagslífi geta ekki verið farsæl leið til að koma hjólum efnahagslífsins í gang aftur. Þær geta heldur ekki verið forgangsverkefni þegar litið er á staðreyndir um almennar rekstur ríkissjóðs (óháð neyslu- og rekstrartilfærslum sem eru hluti af velferðarkerfinu). Búið er að boða 16 ma.kr. sparnað á rekstr- arútgjöldum, sem er um 7% lækk- un miðað við fjárlög 2009. Sami liður hefur vaxið um 45 ma.kr. á síðastliðnum 6 árum (á föstu verð- lagi ). Með hliðsjón af þessu er engin ofrausn að skera rekstr- arútgjöld ríkissjóðs niður um tvö- falt hærri upphæð, eða um 15%. Þannig mætti ná um 16 ma.kr. sparnaði til viðbótar og á móti hætta við stóran hluta af skatta- hækkunum. Hér skal tekið fram að niður- skurður er ekki einfalt verkefni – hvorki fyrir ríki né fyrirtæki. En það er mikilvægt að horfast í augu við aðstæður. Veruleikinn sem blasir við fyrirtækjum er einfald- lega sá að horfa þarf kalt í alla rekstrarliði. Þegar tekjur dragast saman um tug eða fleiri tugi pró- senta verður einfaldlega að mæta því með hagræðingu. Skera þarf niður kostnaðarliði sem mega missa sín, hvort sem um er að ræða utanlandsferðir, lokun ein- stakra deilda eða aðrar erfiðar ákvarðanir. Á atvinnuleysistölum sést að fækka hefur þurft fólki. En á sama tíma hafa fjölmörg fyr- irtæki – í samvinnu við starfsfólk – fundið mögulegar leiðir til sparnaðar þannig að til sem minnstra uppsagna komi. Hefur ríkisvaldið lagt í sambærilega vinnu? Út frá sjónarhóli fyrirtækja er réttmætt að spyrja hvort ekki gildi sömu lögmál í rekstri rík- issjóðs og í rekstri fyrirtækja. Og í framhaldi af því: Er ríkið í raun- verulegu aðhaldi? . Er ríkissjóður í aðhaldi? Eftir Almar Guð- mundsson » Skattahækkanir ofan í gríðarlegan sam- drátt í efnahagslífi geta ekki verið farsæl leið til að koma hjólum efna- hagslífsins í gang aftur. Almar Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri FÍS – Félags íslenskra stórkaupmanna. FÖSTUDAGINN 12. júní sl. fékk ég Morgunblaðið í hend- ur sem gerist ekki oft því ég, eins og margir, get ekki leyft mér munað eins og blaðaáskriftir um þessar mundir. Í blaðinu var birt um- fjöllun um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Þar sem ég er í námi og reyni að skrimta á námslánum veit ég ýmislegt um sjóðinn og út- lánareglur hans, þá finnst mér ég knúin til að benda á rangfærslur sem komu fram í blaðagreininni. Í greininni gefur greinarhöfundur sér, og raunar flestir sem um LÍN fjalla, að allir fái lán að þeirri upp- hæð sem gefin er upp í fram- færslutöflu á heimasíðu Lána- sjóðsins. Það sem, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, er aldrei tekið inn í myndina er að sam- kvæmt reglum Lánasjóðsins koma 10% tekna námsmanns til skerð- ingar. Alltaf, óháð tekjum. Það þýðir að laun sem námsfólk vinnur sér inn yfir sumartímann koma alltaf til skerðingar svo þessi framfærslutafla stenst aðeins hjá þeim námsmönnum sem enga vinnu hafa yfir sumarið og ekkert vinna meðfram námi. Mér þætti fróðlegt að vita hvort einhver sé í þeirri stöðu. Til glöggvunar vil ég benda á dæmasíðuna á heimasíðu LÍN. Þar sést skýrt og greinilega að gert er ráð fyrir því að fólk vinni sér inn framfærslufé yfir sum- armánuðina og sú framfærsla kemur alltaf til skerðingar. Auk þess vil ég benda á að atvinnu- leysisbætur koma einnig til skerð- ingar, eins og aðrar tekjur því í reglum lánasjóðsins segir að, „All- ar tekjur sem mynda skattstofn á árinu 2008 teljast til tekna við út- reikning á láni …“ Ég skil ekki þessar reglur og flest bendir til að þær hafi verið samdar í einhverju gríni. Stjórn- inni hafi fundist fyndið að gera ekki ráð fyrir tekjum hjá náms- fólki yfir sumartímann. Hvers vegna er ekkert frítekjumark þar sem aðeins er lánað til 9 mánaða á ári? Flest bendir til að mennta- málaráðherra ætli ekkert að gera fyrir námsmenn en ég spyr: Er svo erfitt að lána fólki að minnsta kosti þessa skráðu grunn- framfærslu? Þetta er ekki ölmusa, heldur lán sem við borgum til baka – með vöxtum og verðbótum! Annað sem að auki þarf að benda á er að menntamálaráð- herra ætlaði að athuga með jafn- greiðslur. Horfast í augu við það að námsfólk þarf að borga reikn- inga í hverjum mánuði eins og aðrir, ekki bara tvisvar á ári. Ekk- ert bendir til að breyting á eft- irágreiðslum verði gerð í bráð og góðgerðarstarf námsfólks við bankana mun halda áfram. Við, námsfólkið og okkar börn, getum vel lifað á loftinu, hver þarf líka á munaði eins og ávöxtum og kjöti að halda svo ekki sé talað um tómstundir barnanna eða ný föt? Góðgerðarstarfsem- in sem ég er að tala um er að flestallir námsmenn þurfa yf- irdráttarlán frá banka þá mánuði sem á námi stendur, fram að þeim tíma sem einkunnir misserisins eru birtar. Í janúar á haustönn og í lok maí á vorönn en þá er lán annarinnar greitt út. Banki lánar 90% yfirdráttarlán af áætlaðri lánsfjárhæð og flestir dreifa þessum 90% yfir mánuðina. Af láninu eru greiddir vextir til bankans. Því er hægt að taka þá upphæð sem dæmin á dæmasíðu LÍN sýna og lækka um 10%. Námsfólk fær svo lánin greidd út í lok annar og eiga þá einhvern af- gang sem fer þá upp í kred- itkortaskuldina sem þá hefur án efa safnast upp. Til gamans reikn- aði ég saman hvað ég borgaði bankanum mínum í vexti í vetur fyrir þennan yfirdrátt sem voru kr. 34.040. Í fljótu bragði er þetta ekki há upphæð en tekjulága mun- ar um minna. Ég get gefið mér að ég er ekki sú eina sem þigg lán frá LÍN og er í viðskiptum við þennan banka. Gefum okkur að 1.000 námsmenn skipti við bank- ann og reiknum með að það sem ég borgaði í vexti sé meðaltal þó að ég hafi ekki átt rétt á fullu láni. Samkvæmt því gefur námsfólk bankanum um 34 milljónir á ári fyrir þjónustuna?! Og ef miðað er við að um 20 þúsund manns séu í námi og flestir á lánum þá fá bankarnir u.þ.b. 680 milljónir frá námsmönnum á ári hverju. Ótrúlegt er að ekkert sé að gert, að þessum reglum sé ekki breytt. Nemendur eru skikkaðir til að borga hluta af „tekjum“ sín- um til bankanna. Er mennta- málaráðherra ekki sammála því að það væri betra fyrir alla ef allar þessar milljónir sem námsmenn gefa bönkunum færu í þeirra eigin vasa og út í þjóðfélagið? Það væri ákveðin hækkun á framfærslu fyr- ir námsmenn, ekki mikil en það munar um minna. Ég var að grín- ast þegar ég sagði grínreglur. Ég veit að það voru ekki algerir hálf- vitar sem sömdu þessar reglur. Því verð ég að gefa mér að regl- urnar hafi verið samdar gagngert til að halda fólki frá námi. Flest bendir líka til þess að núverandi stjórn muni gera allt til að koma fólki úr námi því námsfólk mun ekki hafa efni á því og þar sem litla vinnu er að fá mun það flykkjast á atvinnuleysisbætur. Stjórn sem gerir betur við fólk á atvinnuleysisbótum en fólk í námi er líklega dæmigerð íslensk stjórn. Hér hefur ekkert breyst frá því máltækið um að bókvitið verði ekki í askana látið var talið eitt hið viturlegasta. Það er hins vegar rangt. Hugvit er það sem gæti mögulega komið okkur úr kreppunni. Mannauðurinn. Grínreglur og góðgerðarstarf- semi námsfólks Eftir Erlu Karls- dóttir Erla Karlsdóttir » Svar við grein um LÍN í morgun- blaðinu frá 12. júní. Annars vegar um rang- færslur varðandi grunn- framfærslu og hins veg- ar um vaxtagreiðslur námsmanna. Höfundur er nemi við Háskóla Ís- lands. @Fréttirá SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.