Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 41
Ísafjarðar auðveldari. Ég vil að lokum kveðja Unni með eftirfarandi ljóðlínum Fegurð og dulúð fjöllin vefur friður situr tindum á, lækurinn kliðar, sorgin sefur, sólgullið kvöldið lokar brá. Greina má klukku tímans tifa tekur hún skrefin stillt og rótt. Minningar góðar glaðar lifa, Guð faðir býður góða nótt (H.Z.) Öllum aðstandendum Unnar votta ég mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Ómar Karlsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Unnur, kærar þakkir fyrir trausta og einlæga vináttu í gegn- um árin. Þín tengdadóttir, Guðrún Magnúsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Unnur var sterk kona; heil- steypt, hlý og góð manneskja, sem við bárum mikla virðingu fyrir og þótti afskaplega vænt um. Fyrir allar samverustundirnar og minningarnar langar okkur að þakka og biðjum Guð að geyma hana Unni ömmu. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið, hún boðar náðina sína, en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Hálfdán, Sigríður, Óskar, Hugrún, Arna María, Hild- ur, Haukur Jörundur og Heiðar Máni. Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Óvíða er eins fag- urt útsýni frá bónda- bæ og Gilsbakka í Borgarfirði. Jörðin, sem er kostagóð og hlunnindarík, hefur verið skógi vaxin í tíð Illuga svarta er menn rjóðuðu um sig til að koma sér fyrir. Síðar varð þar staður og prestar höfðu búsetu, sá síðasti Magnús Andrésson. Heimilið var stórt, margt manna, sögur sagðar, kynslóð kenndi kyn- slóð. Í þessu umhverfi ólst upp Magnús Sigurðsson, fyrrverandi bóndi á Gilsbakka. Glöggur, nam af landi og fólki. Hafði blæbrigði tungumálsins á valdi sínu, kunni vel að fara með. Sat aðeins einn bekk til að taka stúdentspróf, meira þurfti ekki. Þetta var nóg. Magnús fór heim að Gilsbakka og varð bóndi. Til þess stóð hugurinn, á Gilsbakka vildi hann vera. Unni jörðinni, þekkti hverja þúfu. Mikill Borgfirðingur er ekki vildi vasast í pólitík sem honum fannst leiðinda- tík. Kynni höfðu verið með okkur um hríð þegar svo hagaði til að við fengum að syngja saman bassann í samsöng í Reykholtskirkju. Báðum líkaði vel svo kunningsskapurinn styrktist. Síðan gerðist það, síðla hausts árið 2006, að förufugl flögr- aði heim að Gilsbakka, nokkuð öðruvísi fiðraður en flestir. Settist hann á hlaðið og hafði þar viðdvöl um skeið, mislengi í hvert sinn. Handtakið var þétt hjá þeim hjón- um er hinn ágengi fugl sem seildist inn fyrir skörina, var boðinn vel- kominn. Sest var við fótskör bónda og gleyptur í sig allur sá fróðleikur er hann vildi miðla, smár sem stór, nógu var af að taka. Útkoman varð viðtal er birtist í jólablaði héraðs- fréttablaðsins Skessuhorns og síðar í bókinni „Fólkið í Skessuhorni.“ Þessar stundir á Gilsbakka eru í endurminningunni eins og þegar afi Magnús Sigurðsson ✝ Magnús Sigurðs-son fæddist 27. september 1924. Hann lést 6. júní 2009 og fór útför hans fram frá Reykholts- kirkju 20. júní. fræðir angann sinn. Ég sat við fótskörina og reyndi að gleypa í mig allt sem vinur minn, Magnús á Gils- bakka, hafði að segja. Hvergi var komið að tómum kofunum þótt spurt væri í sífellu. Sagan, fólkið, lífsbar- áttan, aðstæðurnar og umhverfið, allt varð lifandi í frásögn- inni. Mig undraði þá og gerir enn hvar hægt var að finna tíma til að nema allt sem bjó þar inni. Magnús, bóndinn, víða virkur í félagsmálum, trúað fyrir for- mennsku á mörgum vígstöðvum og fórst vel úr hendi. Á því leikur ekki vafi að hann hefur átt góða að í konu sinni og börnum. Stundir mínar á Gilsbakka eru í fersku minni og samofnar mikilli hlýju. Móttaka þeirra hjóna og viðmót, einstakt. Það var eins og að koma á heimili náinna ættingja eða vina. Dyrnar voru opnaðar upp á gátt og förufuglinn var boðinn hjartanlega velkominn, þá sem síðar. Það eru ekki allir sem vilja láta slæða sig en stundum gerist það að fólk skiptir um skoðun og svo varð um Magnús vin minn. Hann hafði ekki gefið mörg viðtöl um ævina, að líkindum teljandi á fingrum ann- arrar handar, en ég hef verið svo heppin að fá taka tvö þeirra. Rétt fyrir sína síðustu ferð fór hann yfir viðtal, sem við höfðum skapað, er að líkindum mun birtast í bók um Þverá í Borgarfirði. Við áttum spjall saman annan dag páska. Heilsan var heldur verri en óskir stóðu til að það myndi ekki vara lengi þótt Magnús hafi sjálfan grunað að dvölin hérna megin væri að styttast. Á þeim nótum ræddum við ögn í símann þennan dag. Það varð ekki fleira, ekki þá, ekki nú. Síðustu göngunni er lokið. Kæra fjölskylda, mínar dýpstu samúðaróskir fylgja ykkur fram á veginn. Góður drengur er genginn. Maggi minn, góðar kveðjur og þakkir fyrir afar góða samveru, samvinnu og vináttu. Við hittumst síðar. Birna G. Konráðsdóttir. Þrátt fyrir öll þessi ský sem dimmleit hrannast upp í huganum heyri ég fuglana syngja og finn sumarið flæða um æð- arnar. Úti blaktir heiðríkjan og birtan kemur og segir: „Komdu blessuð og sæl. Mikið var gaman að kynnast þér. Þegar þú ferð verð ég eftir handa hinum.“ (Einar Már Guðmundsson.) Óskar Örn Hálfdánarson. HINSTA KVEÐJA                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Okkar ástkæra dóttir, móðir, amma og systir, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- þjónustuna Karitas. Jónína J. Ward, Jón Hilmar Hálfdánarson, Júlíus Atli Hálfdánarson, Kara Rún Margrét Júlíusdóttir, Tera Rún Jórunn Júlíusdóttir, Jón Gíslason, Júlíana Gísladóttir, Ólafur Gíslason, Þuríður Gísladóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RINGSTED fyrrv. bankastjóri, Mýrarvegi 117, Akureyri, sem lést laugardaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. júní kl. 13.30. Hulda Haraldsdóttir, Sigurður Ringsted, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Haraldur Ringsted, Guðmundur Ringsted, Anna Ringsted, Pétur Ringsted, Sigríður Þórólfsdóttir, Huld Ringsted, Hallgrímur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, SIGRÍÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Langholtsvegi 142, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 12. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki á deild 13E á Landspítalanum Hringbraut, eru færðar hjartans þakkir fyrir einstaka umönnun. Anna G. Gunnarsdóttir, Þráinn Tryggvason, Jón K. Gunnarsson, Kristrún E. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Leiðaþjónustan Sími 772 3301. Netfang umhirda@gmail.com Heimasíða http://umhirda.com Láttu okkur sjá um leiði ástvina þinna. Allar lagfæringar og umhirða. Örugg og vönduð þjónusta er okkar stolt. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.