Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Kakan þín er komin í Einkabankann E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 3 0 0 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . EINKABANKINN | SJÁLFVIRKT HEIMILISBÓKHALD Heimilisbókhaldið er í Einkabankanum þér að kostnaðarlausu. Kynntu þér málið á landsbankinn.is. • Fyrsta sjálfvirka heimilisbókhaldið • Enginn innsláttur í Excel og engir útreikningar • Þú velur hvaða reikningar og kort mynda kökuritið • Færslurnar eru flokkaðar fyrir þig • Hægt er að endurnefna og endurflokka færslur Alþjóðlegi brettadagurinn er 21. júní ár hvert. Þá rúlla hjólabretti um stíga og torg sem aldrei fyrr. Sú hugmynd að lýsa 21. júní sér- stakan brettadag skaut upp koll- inum í Suður-Kaliforníu árið 2003. Þann dag átti öllum að vera frjálst að einbeita sér að brettunum og engu öðru. Dagurinn var kallaður „Go Ska- teboarding“ (farðu á bretti), sem lík- lega er orðaleikur með vísan til bannskilta sem víða er að finna í Bandaríkjunum og á stendur „No skateboarding“ (bretti bönnuð). Brettafólk hefur sumt haft gaman af að breyta „No“ í „Go“. Hugmyndin að deginum var komin frá alþjóð- legum samtökum brettaframleið- enda, sem áreiðanlega sjá sér hag í að vekja sem mesta athygli á brett- um og fylgihlutum. Samtökin eru lukkuleg með árangurinn. Á síðasta ári hélt brettafólk í 32 löndum dag- inn hátíðlegan, ef marka má vefsíð- una goskateboardingday.org. Á síðunni er brettafólk hvatt til að „fagna hinni tæru gleði, sköp- unargáfu og krafti“ sem fylgir því að vera á bretti. Allar skyldur verði að víkja og sjónvarp og tölvur að bíða. Á þessum degi 21. JÚNÍ BRETTADAGURINN Á bretti Veggspjaldið fyrir al- þjóðlega brettadaginn. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÓRAGSFÉLAGIÐ í Winnipeg (The Intrepid Society of Winnipeg) vill að gata í miðborg Winnipeg í Kanada beri nafn Williams Stephensons, Vestur-Íslendings og eins fremsta njósnaforingja Breta í síðari heims- styrjöldinni, sem var fyrirmynd Ians Flemmings að njósnaranum James Bond. William Samuel Clouston Stanger fæddist í Winnipeg 23. janúar 1897 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sa- rah Johnston, sem var íslensk í báðar ættir, og William Hunter Stanger frá Orkneyjum. Þegar faðir hans dó í nóvember 1901 stóð móðir hans uppi með þrjú ung börn og það réð hún ekki við. Vinahjón í nágrenninu, Kristín Guðlaugsdóttir og Vigfús Stefánsson (Stephenson) tóku Willi- am að sér og hann varð Stephenson. Viðurkenningar Í ársbyrjun 1945 var tilkynnt að Bretar hefðu slegið William Steph- enson til riddara. Um tveimur árum síðar varð hann fyrsti útlendingurinn til að fá heiðursorðu Bandaríkjanna til óbreytts borgara. Kanadaorðuna fékk hann 1980 en hann lést 31. jan- úar 1989. Frímerki með mynd af William S. Stephenson var gefið út í Kanada árið 2000, en þrátt fyrir allt er hann ekki mjög þekktur í landinu. Honum hefur samt verið sýndur nokkur sómi í Winnipeg. Fyrir um áratug var reist stytta af honum í flugmannsbúningi við Memorial Boulevard gegnt þing- húsinu og skömmu áður gaf Órags- félagið Manitoba Club litla styttu og mynd af hetjunni, en gripirnir eru við innganginn í matsal félagsins í forn- frægu húsi við hliðina á Fort Garry- hótelinu á Broadway. Fyrir nokkrum árum breytti borgarstjórnin nafni á einu bókasafni og nefndi það eftir Stephenson. Í hverfinu, þar sem hann ólst upp, er skjöldur til minningar um hann, en því miður er ekki farið rétt með allar staðreyndir í textanum. Lítil gata Óragsfélagið hefur lagt til að Por- tage Avenue East, sem er stutt gata frá mótum Main Street og Portage Avenue í suðaustur, verði nefnd Willi- am Stephenson Place. Við götuna er Fairmont-hótelið, eitt glæsilegasta hótel borgarinnar, og nokkur fyr- irtæki. Félagið valdi þessa götu vegna staðsetningar hennar í mið- bænum og vegna þess hvað hún er lít- il, en fyrir vikið hafi nafnbreytingin áhrif á fá fyrirtæki. Dagblaðið Winni- peg Free Press segir að mikilsmetnir menn í borginni eins og Leonard Asper, Tom Axworthy og Arni Thor- steinson séu á meðal margra stuðn- ingsmanna tillögunnar en eigendur nokkurra fyrirtækja við götuna hafa lagst gegn hugmyndinni. Málið er til athugunar hjá nefnd hjá borginni. Vilja nefna götu eftir njósnaranum Morgunblaðið/Steinþór Gatan Portage Avenue East sé frá suðurendanum. Fjær eru gatnamót Portage og Main, sem lengi voru sögð þau vindasömustu í Norður- Ameríku. Morgunblaðið/Steinþór Fyrir allra augum Styttan gegnt þinghúsinu. Stórverslun Bay við portage í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.