Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlismaður, afi og langafi, GUÐGEIR JÓNSSON bifreiðarstjóri, Hlíðargötu 21, Neskaupstað, síðast til heimilis í Drápuhlíð 24, Reykjavík, lést mánudaginn 15. júní. Minningarathöfn fer fram í Fella- og Hólakirkju mánudaginn 22. júní kl. 15.00. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 26. júní kl. 14.00. Guðný Guðgeirsdóttir, Bragi Finnbogason, Jón Grétar Guðgeirsson, Bryndís Helgadóttir, Marteinn Már Guðgeirsson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Bentey Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, BRYNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Álfheimum 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 26. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeir sem vilja minnast hennar eru vinsamlega beðnir að láta Samtök lungnasjúklinga njóta þess, minningarkort er hægt að nálgast á www.lungu.is eða í síma 560 4812. Sigríður Oddný Marinósdóttir, Sævar Björn Baldursson, Dagný Björk og Brynjar Freyr, Sigríður Gísladóttir, Gísli Sigurðsson, Lilja Jónsdóttir. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐMUNDUR HALLDÓR ATLASON fyrrv. flugumsjónarmaður, Boðagranda 7, Reykjavík, lést á Skógarbæ fimmtudaginn 18. júní. Útförin verður auglýst síðar. Lárus Atlason, Nanna Guðrún Zoëga, Atli Helgi Atlason, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Dóra Elín Atladóttir Johnsen, Birgir Bárðarson og frændsystkini. ✝ Elskuleg systir okkar og mágkona, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Úthlíð 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 25. júní kl. 13.00. Halldóra Guðmundsdóttir, Vernharður Guðmundsson, Lydia Thejll, Kristófer Guðmundsson, Hlíf Traustadóttir. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, DAGNÝ SVERRISDÓTTIR, Sléttuvegi 9, áður Hátúni 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 26. júní kl. 13.00. Sverrir Halldórsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Magnús Hafsteinsson, Guðrún G. Sverrisdóttir, Chris Frankish og frændsystkini. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJÖRNSSON fyrrum póstmeistari í Reykjavík, til heimilis Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 16. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 13.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jóna Finnbogadóttir, Þórhalla Björnsdóttir, Björn Björnsson, Sigurður Björnsson, Guðrún Káradóttir, Jón Ingi Björnsson, Aðalheiður Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. „Manstu kvöldin okkar út’í Ham- borg …“ Þetta lag hef- ur hljómað í huga mér síðustu daga þegar ég rifja upp stundirnar okkar afa. Sandgerðisr- úntana sem enduðu oftar en ekki úti á Garðskaga. Ég stóð fyrir aftan bíl- stjórasætið og hélt utan um hálsinn á afa og við hlustuðum á Ragga Bjarna og sungum með og hlógum mikið. Svo fengum við okkur harðfisk … „með smjöri, afi“ heimtaði prinsess- an. Ég var afastelpa. Ég bjó hjá afa og ömmu fyrstu ár ævi minnar og var alla tíð mikið hjá þeim á Garðaveg- inum. Afi var svona kraftaverkakall, hann lagaði allt og bætti allt. Ekkert verkefni var honum ofviða. Ef ég fékk tannpínu þá hringdi ég í afa og hann kom með töfradropa og „lækn- aði“ mig. Eftir því sem árin liðu og ég stækkaði breyttust verkefnin en alltaf gat ég hringt í afa ef á bjátaði. Seinna þegar ég sjálf var komin með fjölskyldu breyttust samverustund- irnar og þróuðust í svo yndislega vin- áttu að hans skarð verður aldrei fyllt. Ég er fegin því að hafa getað í gegnum árin gefið eitthvað til baka af þeirri miklu hjálp sem við höfum alltaf fengið hjá afa og elsku ömmu sem nú sér á eftir lífsförunaut sínum. … „En talaðu bara ekki upp úr svefni, því enginn okkar syndir vita má.“ Fanney Pétursdóttir. Jón B. Hannesson ✝ Jón BenjamínssonHannesson fædd- ist í Keflavík 3. apríl 1920. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. maí síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Keflavíkurkirkju 9. júní. Jæja vinur, hér sit ég og skrifa eitthvað um þig, eitthvað sem ég taldi að ég væri tilbúinn að gera en samt er þetta svo erf- itt. Ég er svo þakklát- ur fyrir að hafa verið í fríi og getað heimsótt þig og sinnt þér á sjúkrahúsinu síðasta mánuðinn. Það hefur veitt mér mikið og gert mér lífið léttara á þessum erfiðu tímum sem eru núna. Ég kom inn í fjölskylduna þína fyrir 23 árum þegar ég og Fanney fórum að vera saman. Hún kynnti mig fyrir þér og Fanneyju og ein- hvern veginn var þetta eins og þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. Við smullum svo vel saman ég og þú og Fanneyjarnar okkar. Ég minnist þess hvað við gátum rætt allt milli himins og jarðar og vorum sammála um flest. Við áttum okkar eigið tungumál, töluðum um 10-11/kalda súpu/kafbáta/sendingar o.fl. Hlógum að þessu í síma svo eftir var tekið. Umfram allt leið okkur vel saman. Fyrstu árin fórum við í golf saman, börðumst við heljargrjót í kartöflugarðinum (mikið afrek) og allt þar á milli. Þú sentist með ým- islegt í sumarbústaðinn til okkar þegar við Fanney og Pétur og Fríða vorum að byggja hann. Það þótti þér gaman. Mér er minnisstætt síðasta vor þegar þú varst hættur að keyra bílinn og við fórum að kaupa „skutl- una“. Fengum „leyfi“, það var spurn- ing hvort þú réðir við hana, sólskins- dagur í Reykjavík, brosið á þér þegar þú prufaðir hana, þetta er ógleymanlegt. Við skelltum henni upp á kerruna og brunuðum suður eftir. Hún þjónaði sínum tilgangi og veitti þér það frelsi sem þú þurftir. Þér þótti alltaf gaman að keyra. Nú síðasta árið var heilsuleysið farið að þjaka þig. En lífsviljinn var svo mikill að það var aðdáunarvert. Hugsunin svo hrein og skýr en svo kom að því að líkaminn var búinn. Við Fanney vorum á leið á Tálkna- fjörð. „Kem ég ekki bara með?“ sagðir þú, svo kom þetta fallega bros. Ég fór frá þér á sjúkrahúsinu, fékk skyndilega ótrúlega vanlíðan og vissi í hvað stefndi. Við fórum vestur daginn eftir og ég held svei mér þá að þú hafir farið með. Það var frá- bært að fá þig til okkar á útskrift- ardaginn hennar Söru og heyra í þér daginn eftir svo glaðan og ánægðan. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú og Fanney hafið gefið okkur Fanneyju og börnum okkar. Þið hafið alltaf verið fyrirmyndir okkar. Ég mun passa upp á Fanneyjarnar okkar. Kveðja, þinn Sigurður (Siggi). Anna J. Kjart- ansdóttir ✝ Anna J. Kjart-ansdóttir fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 24. janúar 1923. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 1. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Salbjörg Krist- ín Aradóttir, f. 1900, d. 1978, og Kjartan Árnason, f. 1899, d. 1985. Anna ólst upp á Þórshöfn til 6 ára aldurs en flutti þá að Hjöllum í Gufudalssveit til móð- urforeldra sinna, Ara Stefánssonar, f. 1872, d. 1957, og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur, f. 1874, d. 1944. 10 ára að aldri flutti Anna til Reykjavíkur og bjó lengst af hjá föðurömmu sinni Guðbjörgu Loftsdóttur að Lokastíg 15. Anna giftist 16. ágúst 1946 Guðmundi Hallgrímssyni frá Patreksfirði, f. 1914, d. 1970. Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðmundsson, f. 1881, d. 1973, og Hall- dóra Guðbrandsdóttir, f. 1878, d. 1937. Börn Önnu og Guðmundar eru 1) Hall- dóra, f. 1945, var gift Erni Ólafssyni. Börn þeirra eru a) Anna Linda, f. 1964. Sambýlismaður hennar er Viðar Jó- hannsson, f. 1953. Dóttir þeirra er Hall- dóra Tinna, f. 1984. Alin upp hjá Hall- dóru ömmu sinni frá 5 ára aldri. Sambýlismaður hennar er Birgir Róbert Kristinsson, f. 1979. b) Hrafnhildur, f. 1967, eiginmaður hennar er Baldur Sig- urðsson, f. 1966. Synir þeirra eru Sig- urður Heiðar, f. 1987 og Smári Þór, f. 1989. c) Dóra Þyri, f. 1968, eiginmaður hennar er Sigurður Már Hilmarsson, f. 1966. Börn þeirra eru Andrea Dögg, f. 1992, Kristinn Rúnar, f. 1994, og Hilmar Þór, f. 2001. 2) Hallgrímur, f. 1953. Var giftur Fanný Fjólu Ásgeirsdóttur, f. 1956. Börn þeirra eru a) Guðmundur, f. 1977, sambýliskona hans er Ása Ninna Pétursdóttir f. 1980. Börn þeirra eru Patrekur Thor, f. 2003, og Kormákur Krummi, f. 2007. b) Heimir Fannar, f. 1981, sambýliskona hans er Sigurlaug Helga Pétursdóttir, f. 1988. c) Kolbrún, f. 1987. Núverandi eiginkona Hallgríms er Anna Guðrún Harðardóttir, f. 1964. Anna gekk í barna- og gagnfræða- skóla Austurbæjar. Árið 1946 fór hún í hússtjórnarskóla til Svíþjóðar. Anna vann ýmsa vinnu á yngri árum. Hún var heimavinnandi húsmóðir á meðan börn hennar voru ung en fór síðan aftur á vinnumarkaðinn. Fyrst um sinn vann hún á Flókadeildinni en síðustu 20 árin við skrifstofustörf og símavörslu hjá Borgarverkfræðingi. Útför Önnu fór fram í Fossvogskap- ellu 8. júní í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.