Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eignaumsýslufélag tekur hamskiptum FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Ó ðfluga styttist í að Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fái heimild Alþingis til að stofna eignaumsýslu- félag, sem tryggja á rekstur atvinnu- fyrirtækja sem standa höllum fæti. Á föstudag samþykkti þingheimur viða- miklar breytingatillögur meirihluta efnahags- og skattanefndar á frum- varpinu um félagið. Eðli félagsins er nú breytt og markmið laganna skil- greint upp á nýtt. Aukin áhersla er lögð á að takmarka afskipti hins op- inbera af atvinnulífinu, en í vetur þeg- ar frumvarpið var fyrst lagt fram var það gagnrýnt fyrir að opna á spillingu með of víðtækri pólitískri íhlutun í fyrirtæki. Var alltof loðið og óljóst Fyrri skilgreiningu á tilgangi eignaumsýslufélagsins hefur nú verið skipt út. Hvergi er lengur talað um „þjóðhagslega mikilvæg“ fyrirtæki sem sérstakt viðfangsefni þess, enda vita fáir hvaða fyrirtæki fylla þann flokk. Hér er farið eftir ráðum Mats Josefssons, formanns nefndar um endurreisn bankakerfisins, sem sagði þetta atriði bæði loðið og óljóst á fundi með þingnefndinni. Þess í stað segir nú í fyrstu grein frumvarpsins, að eignaumsýslufélagið skuli með ráðgjöf tryggja hlutlæga, sanngjarna og gagnsæja skulda- meðferð fyrirtækja, að teknu tilliti til jafnræðis- og samkeppnissjónarmiða. Í stað þjóðhagslega mikilvægra fyr- irtækja er nú talað um „rekstrarhæf“ fyrirtæki. Þar er átt við fyrirtæki sem munu skila framlegð eftir end- urskipulagningu. Sem fyrr segir er meiri áhersla á ráðgjöf og samræmingu heldur en valdbeitingu og yfirtöku fyrirtækja. Upphaflega sagði í fyrstu grein frum- varpsins að félagið mætti kaupa, eiga, endurskipuleggja og selja fyrirtæki ef nauðsynlegt þætti. Þetta hefur verið tekið út. Þess í stað segir nú í þriðju grein að félagið hafi slíkar heimildir einungis í undantekningartilvikum og skuli þá starfa gagnsætt og hlutlægt með áherslu á jafnræði og samkeppn- issjónarmið. Í þessum anda var því bætt inn að staða framkvæmdastjóra félagsins skuli auglýst. Lagt niður 31.desember 2015 Til að undirstrika ráðgjafarhlut- verk eignaumsýslufélagsins hefur því verið kippt út að byggja skuli upp, innan félagsins, heildstæða þekkingu á endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja. Ekki er lengur lögð sér- stök áhersla á að þekkingin skuli vera innan félagsins sjálfs, heldur getur hún verið í bönkum og fjármálafyr- irtækjum, sem það á að vera til ráð- gjafar. Enda er mótsagnakennt að halda þekkingu innan félags sem á að leggja niður á fyrirfram ákveðnum degi, nánar til tekið 31. desember 2015. Önnur mikilvæg breyting er sú að valdheimildir félagsins hafa verið tak- markaðar við skuldameðferð fjár- málafyrirtækja sem eru í beinni eða óbeinni ríkiseigu, eða á opinberum fjárframlögum samkvæmt neyðarlög- unum. Þau sem enn standa á eigin fót- um verða því ekki háð valdi eignaum- sýslufélags ríkisins. Krani Upphaflega var eignaumsýslufélagið hugsað sem eins konar krani til að hífa atvinnulífið upp úr svaðinu. Nú eru hugmyndirnar öllu fínstilltari. Eignaumsýslufélag ríkisins tekur nú á sig breytta mynd. Nú stefnir frekar í að það verði til ráðgjafar og samræmingar, heldur en valdamikið eignarhaldsfélag sem yfirtekur fjöldamörg fyrirtæki. Allnokkrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá við atkvæða- greiðslu um frumvarpið á föstu- dag. Illugi Gunnarsson talaði fyrir munn þeirra og sagði að búa þyrfti þannig um hnútana að af- skipti ríkisvaldsins af atvinnulíf- inu, í gegnum þetta eignaum- sýslufélag, yrðu lágmörkuð. Þeir tækju ekki endanlega afstöðu fyrr en ljóst yrði hvernig það tækist. Guðmundur Steingrímsson gerði grein fyrir atkvæði Framsóknarmanna um breyting- artillögu efnahags- og skatta- nefndar á skipan stjórnar eigna- umsýslufélagsins. Hún gerir ráð fyrir að stjórnin verði skipuð fimm mönnum, á aðalfundi ár hvert, sem þýðir í raun að fjár- málaráðherra skipar einfaldlega stjórnina. Krafa Framsókn- armanna væri sú að mun faglegra og ópólitískara ferli þyrfti við skipun stjórnarinnar. ENN LAUSIR ENDAR ›› Þ að væri einkar traustvekjandi ef hatrammir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu gætu viðurkennt þá staðreynd að þjóðin býr við handónýtan gjald- miðil. En staðreyndin um ónýta gjaldmiðilinn virðist gjörsamlega hafa farið framhjá þeim hópi sem hamast allra mest gegn Evrópusam- bandinu. Hér er vitaskuld átt við þann hóp innan Vinstri grænna sem elskar krónuna vegna þess eins að hún er séríslenskt fyrirbæri. Þessi hóp- ur telur að það sé skylda hins sanna Íslendings að fórna hagsmunum sínum og standa með krónunni jafnvel þótt hún sé einskis nýt. Hér er líka átt við þá öfgasinnuðu sjálfstæð- ismenn sem halda úti sérstakri vefsíðu í þeim eina tilgangi að hamast gegn Evrópusamband- inu. Þeir menn taka engum rökum enda eru þeir óskap- lega reiðir og pirraðir öllum stundum. Þeir nenna aldrei að hlusta og þykjast vita allt best. Þessir menn eru annars ágætum flokki sínum sannarlega ekki til neins sérstaks sóma. Sjálfstæðisflokkurinn mun alveg örugglega ekki ná fjöldafylgi á ný meðan flokksforystan tekur fullt mark á þessari önugu fylkingu. Svo sannarlega er það engin glæpur að standa gegn að- ild Íslands að Evrópusambandinu. Það eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi. Og enginn er að halda því fram að þjóðin eigi að ganga að hvaða samningi sem er við sam- bandið. En það er engin ástæða til að hafa þolinmæði með því sjónarmiði að ekki megi opna á umræður við sambandið. Hatursfullur og froðufellandi áróður gegn Evrópusambandinu er einfald- lega kjánlegur. Og hann verður hreint og beint dapurlegur þegar andstæðingar Evrópusam- bandsins halda áfram að láta eins og krónan sé ekki vandamál. Andstæðingar Evrópusambandsins hafa ekki komið með neina raunhæfa lausn í pen- ingamálum þjóðarinnar, eins og þeim ber sannarlega skylda til að gera. Meðan þeir leggja ekki fram lausnir er ekki hægt að taka mikið mark á þeim. Það er engu líkara en þess- um mönnum þyki alveg sjálfsagt að þjóðin haldi áfram að láta krónuna kúga sig og taki því sem sjálfsögðum hlut að vera fangi ónýts gjaldmiðils. Afturhaldshópar í þessu landi tala alltof oft eins og Íslendingar séu svo sérstakrar gerðar að um þá gildi ekki sömu lögmál og um helstu nágrannaþjóðir. Þess vegna eiga Íslendingar til dæmis að hafa hæstu vexti í heimi og lifa við hátt matarverð án þess að kvarta. Þjóð- inni er sagt að það sé vissulega erfitt að vera Íslendingur en það sé líka svo stórkostlega merkilegt hlutskipti að þjóðin eigi að færa alls kyns fórnir til að halda þessari sér- stöðu sinni. Er ekki kominn tími til að Íslendingar hætti að hlusta á þetta afturhaldsstagl og krefjist þess að fá að lifa eins og nútímamanneskjur í samfélagi við aðrar þjóðir en ekki eins og einangraðir forngripir? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Krónan kúgar þjóðina 24. júní 1979: „„...En í þjóðfélagi, sem byggist á tölvuvísindum og nafnnúmerum, hlýtur þetta að telj- ast vafasamt fyrirtæki, því að allur kraftur myndlistarmanna ætti frek- ar að beinast að því að opna augu manna fyrir lífinu allt um kring, — þessu merkilega lífi, þar sem gervi- þarfir eru ræktaðar af ofurkappi með tilstuðlan alls konar skrum- pésafræðinga, sálfræðinga og fé- lagsfræðinga, sem leggja áherzlu á það að búa til „þarfir“ og „vanda- mál“, sem menn höfðu ekki hug- mynd um áður. Í gamla daga lærðu menn að lesa án þess að það væri skipulagt og tók það skamman tíma, — í dag tekur það mörg ár með tilstuðlan skólarannsókna, skipulagið uppgötvaðist, en tilfinn- ingin gleymdist.“ Þessi orð mættu menn festa sér vel í minni á tímum óforbetranlegr- ar skipulagshyggju og við- stöðulausra krafna um að hafa forsjá fyrir öðru fólki, enda þótt sjaldnast sé tekið tillit til hjartans og tilfinninganna. Gervitilfinningar eiga samleið með gerviþörfum, en við erum sem betur fer ekki komin svo langt í „hámenningunni“, að gervimennskan sé orðið fyrsta, annað og þriðja boðorð þjóðfélags- ins. Samt er óhætt að staldra við og íhuga aðvórun listamannsins.“ . . . . . . . . . . 25. júní 1989: „Enginn getur séð fyrir afleiðingar slíkra aðgerða, fremur en afleiðingar austantjalds- aðgerða af því tagi að hvetja fólk til þess að benda á meinta skattsvik- ara. Hvað vita menn um skattaað- stæður náungans? Fjármálaráðu- neytið á að afþakka ógeðfelldar ábendingar af þessu tagi, því þær gætu leitt til útrásar fyrir ofsókn- arhneigð, sem við kynnumst nú í Kína og breytir þjóðfélagi í harm- sögu.“ Úr gömlum l e iðurum Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ásakanirsem framkoma á hendur stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglu eru grafalvarlegar. Stjórnin er sökuð um að hafa brotið lög um lífeyrissjóði og almenn hegningarlög, með því að lána Kópavogsbæ meira fé en rúmaðist innan heimilda sjóðsins og blekkja Fjármálaeftirlitið um stöðu sjóðsins gagnvart bænum. Stjórn lífeyrissjóðsins hef- ur svarað þessum ásökunum og hafa ber í huga að sér- hver maður er saklaus unz sekt hans er sönnuð. Málið vekur hins vegar upp spurn- ingar um stöðu sumra lífeyr- issjóða, sem ekki hafa verið mikið til skoðunar í þeirri umræðu um mál lífeyrissjóð- anna sem fram hefur farið að undanförnu. Í stjórn lífeyrissjóðs Kópa- vogsbæjar sitja fjórir bæj- arfulltrúar; tveir kjörnir af bænum, einn er annar af tveimur fulltrúum starfs- manna og sá fjórði er bæj- arstjórinn, sem samkvæmt samþykktum sjóðsins er for- maður stjórnar. Svipað fyrirkomulag mun vera við lýði í a.m.k. sumum öðrum lífeyrissjóðum bæj- arstarfsmanna; það eru í raun stjórnendur bæjarins, bæjarfulltrúarnir, sem hafa bæði tögl og hagldir í lífeyr- issjóði bæjarstarfsmann- anna. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þetta bjóði ekki upp á hagsmunaárekstra. Skylda stjórnar lífeyrissjóðs er að sjálfsögðu fyrst og fremst að ávaxta fé sjóð- félaganna með sem árangursrík- ustum hætti. Ef sjóðnum er hins vegar stýrt af stjórnendum bæj- arfélags, sem vantar lánsfé, hlýtur sú freisting að vera fyrir hendi að beina fjárfestingum sjóðs- ins fremur þangað en í aðra kosti. Og er alltaf tryggt að lán til viðkomandi sveitarfé- lags sé bezti fjármögn- unarkosturinn? Hvort hafa bæjarfulltrúarnir hagsmuni sjóðfélaganna eða bæjarins í fyrirrúmi? Hliðstæður við umdeild mál í Bandaríkjunum rifjast upp. Þar er talsvert um fyrirtækjalífeyrissjóði, sem eru beint tengdir einstökum fyrirtækjum. Í sumum til- fellum hefur stór hluti fjár sjóðsins verið bundinn í pappírum útgefnum af við- komandi fyrirtæki. Ef fyr- irtækið lendir í erfiðleikum getur áhætta sjóðfélaganna verið tvöföld; þeir eiga á hættu að missa vinnuna og jafnframt að tapa ávöxtun á lífeyri sínum. Getur verið að svipuð hætta sé fyrir hendi í litlum lífeyrissjóðum sveitarfélag- anna, sem eru í raun bundnir einum vinnuveitanda? Í sam- þykktum LSK er kveðið á um ábyrgð bæjarfélagsins á skuldbindingum hans, en hversu langt nær sú ábyrgð ef sveitarfélagið lendir í erf- iðleikum? Það skal ítrekað að engin sekt hefur sannazt í málinu, sem varðar Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. En það gefur enn eitt tilefnið til að skoða hvernig lífeyr- issjóðum í landinu er stjórn- að. Málið í Kópavogi gefur tilefni til að skoða hvernig lífeyr- issjóðum er stjórnað} Hagsmunaárekstrar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.