Morgunblaðið - 17.10.2009, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hugmyndirum um-hverf-
isskatt í nýju fjár-
lagafrumvarpi
hafa víða valdið
uppnámi. Það er ekki að furða
því að um allt land berjast fyr-
irtæki í bökkum og mega ekki
við því að rekstur þeirra verði
gerður erfiðari.
Rafmagn til garðyrkju-
bænda, sem ekki njóta neinna
sérkjara þrátt fyrir mikla raf-
magnsnotkun, hefur hækkað
um 30% frá áramótum og haldi
álögur áfram að aukast sjá
margir þeirra fram á að þurfa
að hætta vetrarræktun.
Í Morgunblaðinu á miðviku-
dag var rætt við Friðrik Frið-
riksson, grænmetisbónda á
Jörfa á Flúðum og formann Fé-
lags garðyrkjuframleiðenda.
Friðrik notar 2,5 til þrjár millj-
ónir kílówattstunda á ári. Það er
meiri raforka en Eyrarbakki og
Stokkseyri nota til samans.
„Rafmagnið er orðið það dýrt og
allt sem að þessu kemur, perur
og annað, gerir það að vetr-
arræktunin er of stór biti,“ seg-
ir Friðrik og bætir við að ljóst
sé að þessum kostnaði sé ekki
hægt að velta út í verðlagið með
því að hækka verðið um tugi
prósenta. „Markaðurinn þolir
ekki hærra verð, ekki ofan á allt
hitt sem stjórnvöld eru að
gera.“
Nú hefur ekki komið fram
hversu hár umhverfisskatt-
urinn á að vera og skilaboð
stjórnvalda um það eru misvís-
andi svo ekki sé
meira sagt. Hitt
er hins vegar ljóst
að verði umhverf-
isskatturinn til
þess að garð-
yrkjubændur loki er verr af
stað farið en heima setið því að
ekki heimtast miklir skattar af
engu.
Í þokkabót leiddi samdráttur
í ylrækt á Íslandi til aukins inn-
flutnings á matvöru til landsins.
Það getur varla talist skyn-
samlegt að senda gjaldeyri úr
landi þegar leggja þarf áherslu
á að laða hann til landsins.
Ef kæmi til samdráttar hjá
grænmetisframleiðendum
myndi það kosta störf einmitt
þegar kappkosta þarf að halda
uppi atvinnu.
Ástæðulaust er að nota orðið
umhverfisskattur um álögur,
sem hefðu þessar afleiðingar,
nema ástæðan sé sú að hann
yrði umhverfinu beinlínis fjand-
samlegur því að flytja þyrfti
vöruna langa vegu með tilheyr-
andi mengun.
Það getur ekki verið alvara að
grípa til skattheimtu, sem
þrengir að fyrirtækjum, kostar
störf, sogar burt gjaldeyri og
leiðir til þess eins að skatttekjur
ríkisins minnka. Það hlýtur að
vera markmið stjórnvalda að
ýta undir atvinnugreinar, sem
skapa störf, draga úr þörfinni á
innflutningi og nýta þann
varma, sem býr í iðrum lands-
ins. Dafnandi atvinnuvegir skila
meiri tekjum í hirslur ríkissjóðs
en aðþrengdir.
Dafnandi atvinnuvegir
skila meiri tekjum í
ríkissjóð en aðþrengdir}
Verði ljós
Grunur leikur áað kona, sem
kom hingað til
lands fyrir viku,
sé fórnarlamb
mansals. Konan
var ráðvillt við
komuna til landsins og gat litl-
ar skýringar gefið á ferðum
sínum. Í upphafi þessarar viku
hvarf konan, en fannst síðar
að nýju. Þrír Litháar hafa ver-
ið handteknir vegna málsins.
Greiningardeild ríkislög-
reglustjóra greindi frá því í
gær að fram væru komnar
sterkar vísbendingar um að
skipulögð glæpastarfsemi
færðist í vöxt hér á landi og
byggi hún yfir staðfestum
upplýsingum um að götuvændi
væri stundað í Reykjavík, án
þess þó að geta sagt til um
umfang þess. Hér skal ekki
sagt til um hvort mál kon-
unnar hér fyrir ofan tengist
vændi, en ýmislegt virðist
benda til þess að svo geti ver-
ið.
Ríkislögreglustjóri ítrekaði
í gær varnaðarorð vegna auk-
innar samvinnu innlendra og
erlendra glæpa-
hópa. Lýsing
embættisins á
þessari starfsemi
ber alvöru máls-
ins vitni. Þar
kemur fram að
oft feli hún í sér nauðung, hót-
anir, ofbeldi og mansal.
Hér er lýst veruleika, sem
þekktur hefur verið úti í hin-
um stóra heimi, en lítið hefur
farið fyrir á Íslandi. Það er
hins vegar varasamt að loka
augunum fyrir þessari þróun.
Vændi er ekki hefðbundin at-
vinnugrein í neinum skilningi
þess orðs. Hugmyndir um að
vændi sé með einhverjum
hætti rómantískt eiga ekkert
skylt við raunveruleikann.
Það er mikilvægt að íslensk
stjórnvöld bregðist hart við
þessum vanda og geri það í
samvinnu við erlenda aðila
eftir því sem við á. Það er frá-
leitt að mansal viðgangist á
Íslandi. Fólk á ekki að ganga
kaupum og sölum. Hér eru all-
ar forsendur til að halda
skipulagðri glæpastarfsemi
frá landinu og þær á að nýta.
Hér eru allar for-
sendur til að stöðva
skipulagða glæpi og
þær á að nýta}
Götuvændi í Reykjavík
H
vað er sannleikur og hvað til-
búningur? Hvað er list og hvað
er ólystilegur veruleiki?
Hvernig getur maður verið
viss? Er nema von að saklaus
sveitadrengur spyrji eftir að hafa farið í leik-
húsið sitt og síðan fylgst með fréttum rétt eins
og venjulega?
Listamenn hitta naglann stundum óþægi-
lega nákvæmlega á höfuðið. Jón Gunnar Þórð-
arson er einn þeirra; hamarshögg hans dynja
nú á þeim sem leggja leið sína á Lilju, leikrit
sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar
um síðustu helgi.
Jón Gunnar segir óhugnanlega en magnaða
sögu, sanna, illu heilli. Hann leikstýrir eigin
verki og leikararnir eru sannfærandi; svo
mjög, að einn áhorfenda á frumsýningunni
sagðist helst hefðu viljað blanda sér í átökin; biðja einn
vonda karlinn í guðs bænum að hætta …
Hverju hann átti að hætta segi ég auðvitað ekki, for-
vitnir fara í leikúsið til að komast að því.
Þetta er þó hægt að upplýsa: Ung stúlka í Litháen er
lokkuð að heiman, lofað gulli og grænum skógum í fyr-
irheitnu landi. Nýtt nafn, nýtt vegabréf, bara til öryggis
af því að hún er ekki alveg nógu gömul til þess að vera
ein á ferð.
Gullið reynist glópagull og grænu skógarnir eru alls
ekki grænir. Hringir þetta einhverjum bjöllum?
Kvöldstund í leikhúsi er oft góð. Það er hollt að hlæja
sig máttlausan, jafnvel að gráta beisklega.
Kvöldstund með Lilju er til að mynda góð,
þrátt fyrir allt, vegna þess að hún er upplýs-
andi. Stundin er ekki beinlínis þægileg en
hún er hverjum manni holl vegna þess að
hægt er að trúa því að hún sé sönn.
Séu augu einhvers enn lokuð fyrir því hve
mannskepnan er mikil skepna hljóta þau að
opnast eftir kvöld í Rýminu á Akureyri.
Allir vildu Lilju munksins Eysteins kveðið
hafa en ég geri ekki ráð fyrir því að neinn
vildi hafa kveðið þessa Lilju nema tilneyddur.
Hvorki Jón Gunnar né Lukas Moodysson
sem gerði kvikmyndina Lilya 4-Ever og ís-
lenski leikstjórinn byggir verk sitt lauslega á.
Best væri að þess gerðist ekki þörf, að um-
fjöllunarefnið þætti í besta falli fáránlegt.
Svo er því miður ekki og Liljurnar eru líka
á Íslandi. Hlustaðu á fréttatímana í dag! Lestu Morg-
unblaðið! Og ef þú trúir ekki því sem þú heyrir eða sérð,
farðu þá í leikhús. Eitt er að sjá í sjónvarpi eða kvik-
myndahúsi, annað að skynja kvalir lifandi fólks í sama
herbergi og illsku annarra, jafnvel þótt það sé að leika.
Eftir stríðsmynd í bíó fara menn brosandi út en eng-
inn gengur brosandi burt frá alvöru stríðsátökum.
Þegar komið er heim úr leikhúsinu er það því miður
ekki frásögn af leikritinu sem boðið er upp á í útvarpinu
heldur frétt úr íslenskum veruleika.
Tökum höndum saman og forðum öllum Liljum heims-
ins frá þessum viðbjóðslega vígvelli. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Liljur vígvallarins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Vinnutími styttist um
þrjá tíma við hrunið
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
A
llir vita að með hruni
efnahagslífsins á Íslandi
jókst atvinnuleysi hratt.
Minna hefur verið rætt
um áhrifin á vinnutíma
fólks, en hann hefur styst umtalsvert.
Vinnuvikan á þriðja ársfjórðungi
þessa árs var 40,9 tímar, en var 43,6
tímar á sama tíma í fyrra.
Launafólk á Íslandi hefur alltaf
unnið lengri vinnuviku en fólk á hin-
um Norðurlöndunum. Undanfarin ár
hefur vinnutíminn verið um 42 stund-
ir á viku þegar horft er á árið allt, en
hefur farið upp í 44 stundir yfir sum-
artímann.
Ástæðan fyrir styttri vinnutíma nú
eru aðallega tvær, annars vegar er
minna að gera hjá mörgum fyr-
irtækjum og því eðlilegt að yfirvinna
minnki. Hins vegar eru mörg fyr-
irtæki í fjárhagserfiðleikum og hafa
gripið til þess ráðs að banna yfirvinnu
eða draga verulega úr henni. Op-
inberir aðilar eru líka í þessari stöðu.
Reykjavíkurborg hefur t.d. beint því
til starfsmanna í leikskólum að vinna
ekki yfirvinnu, en það hefur leitt til
þess að foreldraviðtöl fara nú fram á
dagvinnutíma.
Stefán Úlfarsson, hagfræðingur
hjá ASÍ, segir að styttri vinnutími
þýði ekki í öllum tilvikum að minni
vinna sé unnin hjá fyrirtækjum. Það
sé þekkt í hagfræðinni, að við efna-
hagsleg áföll aukist afköst starfs-
manna og framleiðni jafnframt.
Starfsfólk fái einfaldlega minni tíma
til að ljúka því sem gera þurfi hvern
dag, með öðrum orðum þurfi að skila
meiri vinnu á skemmri tíma.
Stefán sagði að það væri sömuleið-
is þekkt að þegar atvinnulífið tæki að
rétta úr kútnum þá drægju fyr-
irtækin að ráða til sín nýtt fólk eins
lengi og þau gætu, en við þær að-
stæður lengdist vinnutíminn. Hann
sagði því að þegar hagvöxtur færi að
aukast á ný gæti liðið einhver tími áð-
ur en færi að draga verulega úr at-
vinnuleysi.
Þegar yfirvinna dregst saman hjá
fólki leiðir það að sjálfsögðu til þess
að tekjur þess lækka. Þetta kemur til
viðbótar við þá launafrystingu og
launalækkun sem er í mörgum fyr-
irtækjum og stofnunum. Verðbólga
er um 10% og kaupmáttur er því að
lækka hratt þessi misserin. Þetta hef-
ur síðan áhrif á skatttekjur ríkisins
og sveitarfélaganna.
Lengri vinnutími á landsbyggð
Tölur Hagstofu Íslands um vinnu-
tíma sýna að vinnuvikan er lengri á
landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu. Munurinn hefur að jafn-
aði verið um þrír tímar. Þetta hefur
ekkert breyst eftir að kreppan skall
á. Vinnutími á landsbyggðinni er tals-
vert árstíðabundinn. Vinnuvikan á
landsbyggðinni var t.d. næstum 4
tímum lengri á þriðja ársfjórðungi en
á þeim fyrsta.
Stefán sagði varasamt að draga þá
ályktun af þessum tölum að vinnutími
á landsbyggðinni væri almennt að
lengjast á sama tíma og lítil breyting
ætti sér stað á höfuðborgarsvæðinu.
Ljóst er að samdráttur er hjá
mörgum fyrirtækjum á landsbyggð-
inni ekkert síður en á höfuðborg-
arsvæðinu. Umsvif í sjávarútvegi
hafa hins vegar ekkert minnkað og
víða úti á landi hafa ekki orðið þær
miklu sveiflur í atvinnulífi sem orðið
hafa á höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/RAX
Byggingariðnaður Það er ekki mikið að gerast í byggingariðnaði á Íslandi
þessi misserin. Fáir í þessum geira eru að vinna yfirvinnu.
Með hruni efnahagslífsins stytt-
ist vinnutími mikið. Styttingin er
næstum þrjár stundir í viku.
Þetta hefur áhrif á tekjur fólks
og þar með skatttekjur ríkisins
og sveitarfélaga.
Atvinnuþátttaka á íslenskum
vinnumarkaði er mun meiri en í
nágrannalöndunum. Mun fleiri
konur eru á vinnumarkaði hér en
erlendis. Atvinnuþátttaka meðal
ungs fólks og eldra fólks er
sömuleiðis meiri hér á landi.
Þá má einnig nefna að þegar
umsvif í atvinnulífinu voru sem
mest fluttust mörg þúsund út-
lendingar til landsins. Margir úr
þeirra hópi hafa snúið heim eftir
að atvinnuleysið óx. Atvinnuleysi
hér á landi er þar af leiðandi
minna en það hefði annars verið.
Allt stuðlar þetta að auknum
sveigjanleika á vinnumarkaði. At-
vinnuleysi mælist núna 7,2% sam-
kvæmt tölum Vinnumálastofn-
unar.
MARGIR ÚT-
LENDINGAR
FÓRU HEIM
Vinnutími
Heildarvinnutími svaranda í viðmiðunarviku (klst.)
2004 2009
45
44
43
42
41
40
39
38