Morgunblaðið - 17.10.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 17.10.2009, Síða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009 ✝ Þorgerður Bene-diktsdóttir, hús- freyja á Grænavatni í Mývatnssveit, var fædd á Grænavatni hinn 5. apríl 1916. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Húsa- vík 8. október, á ní- tugasta og fjórða ald- ursári. Hún var önnur í röð fjögurra dætra hjónanna Benedikts Guðnasonar bónda þar – sem þangað hafði flust með fjöl- skyldu sinni frá Vogum árið 1890 – og Solveigar Jónsdóttur, Hinriks- sonar frá Helluvaði. Tóku þau við búi á hálfu Grænavatni árið 1910 og bjuggu þar til dauðadags Bene- dikts 1954 og Solveigar 1986, en þá var hún á hundraðasta aldurs- ári. Aðrar dætur þeirra voru Þór- þar næstu hálfu öldina, framan af í leiguábúð en árið 1967 fengu þau fjórðung jarðarinnar keyptan og byggðu hann upp næstu árin með hjálp sona sinna. Sigurður var fæddur 5. maí 1919 og lést 14. apríl 2001. Saman eignuðust þau þrjá syni. Þeir eru: 1) Erlingur, f. 1948, fv. kennari við MA og for- stöðumaður Húss skáldsins á Ak- ureyri. Kona hans er Sigríður Stef- ánsdóttir og börn þeirra þrjú: Erna, Sigurður og Kári. 2) Bene- dikt, f. 1952, framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri. Hann er kvænt- ur Helgu Sigurðardóttur og dætur þeirra tvær: Þorgerður og Sigrún. 3) Hjörleifur, f. 1957, bóndi á Grænavatni. Hann var giftur Æsu Hrólfsdóttur og eru börn þeirra þrjú: Brynja, Arna og Hrólfur. Þorgerður verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju laugardag- inn 17. október og hefst athöfnin kl. 14. dís, f. 1911 – d. 1998, Þórhildur, f. 1922, og Sigrún, f. 1930, allar á Grænavatni. Þorgerður fór í Al- þýðuskólann á Laug- um og síðan í Kenn- araskólann þar sem hún lauk kenn- araprófi vorið 1939. Næstu árin var hún kennari barna í Reykjadal, Laxárdal og á Húsavík, og við unglingakennslu í Mývatnssveit einn vetur. Þá gegndi hún tvívegis á þessum árum starfi „húsmóður“ Laugaskóla og sinnti þá jafnframt kennslu þar. Hinn 14. júní 1947 gekk Þorgerður i hjóna- band með Sigurði Þórissyni, Torfasonar, og Þuríðar Sigurð- ardóttur í Baldursheimi. Hófu þau búskap á Grænavatni og bjuggu Það fór ekki mikið fyrir Þorgerði tengdamóður minni – hún var smá- vaxin og grönn og hafði ekki hátt. Samt var hún mikil þungamiðja í fjölskyldunni, elskuð og virt og hjá barnabörnunum var hún í dýrlinga- tölu. Hún er ein fróðasta, minnugasta og heiðarlegasta kona sem ég hef kynnst. Hún var af þeirri kynslóð kvenna, sem þrátt fyrir góðar gáfur og menntun fékk og kaus sér það hlutskipti að sinna fyrst og fremst sínu heimili – og það gerði hún vel. Grænavatn var hennar staður, þar var hún fædd, þar bjuggu foreldrar hennar og systur og gott sambýlis- fólk. Eftir að hún giftist manni sín- um Sigurði frá Baldursheimi bjuggu þau á Grænavatni og hann varð Siggi Græni. Hann var lengi oddviti og heimili þeirra var sá staður, þar sem fólk rak erindi sín. Ættingjar og vinir nær og fjær komu í heimsókn og ræktuðu vinskap. Og sumardval- arbörnin komu mörg ár eftir ár og héldu áfram tryggð og sambandi. Það var því oft margt um manninn á heimilinu og líf og fjör og nóg að gera hjá húsfreyjunni. Þegar ég kom fyrst í Grænavatn voru synirnir þrír enn allir heima á sumrin og mér þótti ævintýralegt að ganga inn í þetta samfélag. Það var reyndar oft haft hátt, skoðanir voru sterkar, sögur voru sagðar og hermt eftir sveitungum. Í þessu tók hún Dedda eins og hún var alltaf kölluð ekki mikinn þátt, en hún hlustaði og hafði oft gaman af og sagði svo oft sína skoðun hljóðlegar síðar. Því hún hafði svo sannarlega skoðanir – á sveitamálum og landsmálum og þær urðu reyndar enn meira áberandi síðustu árin og hún ræddi málin, ekki síst við barnabörnin, sem hún var alltaf í góðu og stöðugu sam- bandi við. Hún var mikill unnandi góðra bókmennta og góðrar tónlist- ar. Hún unni íslenskri náttúru og fannst erfitt að horfa upp á þegar stundarhagsmunir og gróðasjónar- mið réðu meiru en virðing fyrir land- inu og ást á því. Í langan tíma, meðan mest var að gera á heimilinu, fór Dedda lítið út fyrir sveitina. Á seinni árum buðum við henni og Sigga, meðan hans naut við, öðru hverju í stuttar ferðir. Hún var mjög fróð um landið og naut þess að ferðast og það var ógleymanlegt að fara með henni um slóðir þar sem hún hafði ekki komið, en þekkti samt náttúru, umhverfi, bæi og mannlíf af lestri og frásögnum annarra. Þau heimsóttu okkur líka til Þýskalands árið 1992. Það var þeirra eina utan- landsferð og einnig þar nutu þau þess að sjá og upplifa. Margir vinir okkar hafa heimsótt Grænavatn, voru velkomnir og minnast hlýrrar móttöku og frá- bærra veitinga. Það sló ekkert út heimabakaða flatbrauðið með salt- reyði og hangikjöti og upprúlluðu vel sykruðu pönnukökurnar. Við vorum ekki af sömu kynslóð og ég var alin upp í ólíku umhverfi. Það er því spurning hvernig henni leist á tilvonandi tengdadóttur, sem kom að sunnan og þótti alltaf sjálf- sagt að vera í námi, starfi og ýmsum verkefnum utan heimilisins. Aldrei fékk ég athugasemdir, aðeins stuðn- ing og með árunum þróaðist með okkur djúp vinátta. Ég á tengda- móður minni ótrúlega mikið að þakka, í aðstoð og hjálp, samkennd og vináttu alla tíð. Sigríður Stefánsdóttir. Ég var ekki orðinn fjögurra ára þegar ég komst að því að það er öm- urlegt að vera lengi í Reykjavík. Ég vissi líka hvar væri betra að vera. Þess vegna heimtaði ég að fá að fara í sveitina til ömmu og afa og fékk það. Í gegnum skólagöngu mína fór ég svo austur ófáar helgar og sauð- burður, heyskapur og göngur voru fastir liðir. Ég átti alltaf öruggt skjól hjá ömmu og afa, sama hvort ég var að koma frá Akureyri eða Þýska- landi eða hvernig staðan var hjá mér. Það var sæng ofan í öðrum svefnbekknum og húsafötin í hinum. Ef amma vissi að ég var á leiðinni var oft bakað, pönnukökur, hjóna- bandssæla eða fíkjuterta. Frænd- systkin mín á Grænavatni sökuðu ömmu stundum um það í gríni að taka sér biblíuna til fyrirmyndar og slátra alikálfinum, ekki væri bökuð fíkjuterta fyrir þau. Vinir mínir sem heimsóttu mig frá Þýskalandi fengu líka að kynnast góðgerðum ömmu. Kaffimeðlætið sem tæplega níræð konan bauð upp á er þeim minnis- stætt. Amma varð sífellt pólitískari með aldrinum og oft fussaði hún yfir vit- leysunni í Framsókn. Það er eitt af mörgu sem var til merkis um að hún var algjörlega óbiluð andlega. Einn- ig hélt hún sitt eigið heimili þangað til í sumar þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið á Húsavík eftir hjarta- áfall. Ég held að það séu ekki margir sem bera sig betur eftir tvö hjarta- áföll en amma, 93 ára, og biðji um að það sé nú ekki haft of mikið fyrir sér. Daginn fyrir aðrar göngur hringdi ég í hana á sjúkrahúsið til að fá pönnukökuuppskriftina, því að það er ekki hægt að fara í göngur án þess að hafa vel sætar pönnukökur í nesti. Hún gaf mér hana strax eftir minni og einnig góð ráð um bakst- urinn: ein teskeið lyftiduft, smá van- illudropar og tvær teskeiðar af sykri í soppuna, þá bakast þær jafnar. Ef til er einhver rjómi er gott að nota hann í soppuna í staðinn fyrir smjör- líki. Margt er farið með ömmu en margt lifir líka í minningunni og í þeim sem þekktu hana. Sigurður Erlingsson. Jæja nafna mín, varstu vön að segja við mig þegar þú kvaddir mig og því líklega við hæfi að ég noti sömu kveðju í þetta skiptið. Ég vona líka þú fyrirgefir mér að ég skrifi um þig í Morgunblaðið þó þú hafir ekki verið beinlínis sátt við Moggann síð- ast þegar við töluðum saman. Sumrin á Grænavatni voru órjúf- anlegur partur barnæsku minnar. Þar fékk ég að leika lausum hala meðan mamma og pabbi voru í vinnu, ýmist í stússi með afa á Löd- unni eða heima hjá ömmu. Ég held ég hafi ekki tölu á skúffukökunum, skrautsykurskökunum eða pönnu- kökustöflunum sem ég fékk að „hjálpa“ ömmu við að baka, hvað þá stundanna sem ég fékk að sniglast í kringum hana í garðinum. Eins þeg- ar amma var að lesa fyrir mig á kvöldin þar sem hún oftar en ekki sofnaði miðju kafi svo ég varð að ýta við henni til að klára bókina. Mikið óendanlega er ég þakklát fyrir þess- ar stundir. Eftir því sem árin liðu og ferðum mínum í Grænavatn fækkaði, var síminn aldrei langt undan. Amma var óspör á að hringja í okkur barna- börnin sín og ræða um daginn og veginn og ekki síst um pólitík, bæði hérlendis og erlendis. Símtölin voru stundum mjög löng enda var ég farin að gefa mér að minnsta kosti klukkutíma ef ég sá að amma var að hringja. Amma hafði skoðanir á hlut- unum, þó svo hún hafi oftast haldið þeim fyrir sig. Ég held að greining- ardeildir gömlu bankanna hefðu ver- ið betur staddar ef þeir hefðu haft hana innan sinna raða, en amma vissi hverjum hún var tilbúin að treysta. Í stuttu máli var amma snillingur. Þó hún hafi verið 60 árum eldri en ég, þá var hún ekki bara amma, hún var líka vinkona og átti einstakt samband við okkur krakkana og held ég alla sem kynntust henni. Það var hægt að ræða við hana um allt. Hún var vel lesin, fylgdist með frétt- um og missti aldrei úr fyrr en þriðju- daginn áður en hún kvaddi. Hún hafði einstakt lag á að fylgjast með afkomendum sínum, vissi hvar var íþróttamót í gangi, hver árangurinn var, hvernig gekk í skólanum og síð- ustu árin hvar í heiminum við vorum stödd. Oftar en ekki fékk ég fréttir af frændsystkinum mínum og fjöl- skyldu í gegnum ömmu. Amma var alveg tilbúin að kveðja þegar að því kom og hafði oft á orði síðustu mánuðina að það hefði verið fínt að verða níræð en allt eftir það væri bara vitleysa. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman, þakklát fyrir öll símtölin og síðast en ekki síst þakklát fyrir að hafa átt svona dásamlega ömmu. Þín nafna, Þorgerður Benediktsdóttir. Þegar Brynja frænka mín var þriggja ára dó langamma okkar. Brynja og hinir litlu krakkarnir í fjölskyldunni voru heima meðan á jarðarförinni sjálfri stóð en komu í erfidrykkjuna og fannst þetta mannamót besta skemmtun, enda höfðu þau mikið svigrúm til að hlaupa um og leika sér. Síðar um veturinn var Brynja að forvitnast um framrás tímans og vildi vita hvað amma yrði gömul þeg- ar hún sjálf yrði á ýmsum aldri. Amma svaraði ítrekuðum spurning- um af mikilli þolinmæði eins og hennar var von og vísa en þar kom að hún gat ekki svarað öðru en að þá yrði hún sennilega dáin. Brynja ljómaði upp: „Jaaaá, og þá verður nú skemmtisamkoma í kirkj- unni, amma mín!“ Amma sjálf og aðrir í fjölskyld- unni hafa reglulega glaðst yfir þess- ari sögu á árunum 23 sem síðan eru liðin. Ömmu fannst fyrir allmargar síð- ustu kosningar að hún gæti varla mætt á kjörstað því hún myndi ábyggilega deyja bráðum og henni fannst ekki rétt að taka ákvarðanir sem ættu eftir að koma öðrum meira við. Því fer samt fjarri að hún hafi sí- fellt verið með hugann við dauðann. En hann var ekki heldur feimnismál. Og á kjörstaðinn fór hún alltaf á endanum, enda fylgdust fáir betur með þjóðmálunum eða tóku ein- dregnari afstöðu til þeirra. Reyndar gerðist það sennilega ekki fyrr en hún komst á efri ár en þá varð hún líka mjög skemmtilega pólitísk. Hún dreif sig meira að segja á mótmæla- fund í Dimmuborgum í fyrravetur þótt hún færi ekki oft út af bæ. Ég vona að hún fyrirgefi okkur að láta minningargreinar um sig birtast í Morgunblaðinu. Bernskuminningar mínar um ömmu tengjast ekki síst eldhúsinu og þar var gaman að vera með henni og fá að hjálpa til, t.d. sykra pönnu- kökurnar, snúa upp á kleinurnar eða pikka flatbrauðið. Svo spjölluðum við líka um bækur og ýmislegt fleira, enda hefur alltaf verið til siðs heima á Grænavatni að tala við börn eins og viti borið fólk. Oft hef ég spurt hana ráða um t.d. matargerð, bakstur og hannyrðir, og alltaf uppskorið góð og gagnleg svör. Reyndar fylgdi gjarnan ráðlegging- unum að „hún hefði svosem ekkert vit á þessu“ og sama athugasemd skaust gjarnan inn í samræður um stjórnmál eða bækur, sérstaklega ef hún var nýbúin að gagnrýna um- ræðuefnið. Þetta lítillæti var einlæg- lega meint en mesta firra. Fáir höfðu betra vit á málunum en hún. Þegar ég heyrði fyrst í ömmu eftir að hún lenti á spítalanum í sumar kvartaði hún eiginlega ekki yfir neinu nema því að hafa ekki heyrt fréttir í einn eða tvo daga. Hún missti ekki af mörgum fréttatímum eftir það fyrr en allra síðustu dagana og var sjálfri sér lík allan tímann, skörp í hugsun og fullkomlega með á nótunum um allt milli himins og jarðar. Í síðasta símtali okkar, örfáum dögum áður en hún dó, ræddi hún þjóðmálin af sama ákafa og venju- lega, svaraði spurningum mínum um kæfugerð og sagði mér hvaða bækur hún hafði verið að lesa svo fátt eitt sé nefnt. Mig langar að verða eins og hún þegar ég verð gömul. Erna Erlingsdóttir. Þann 16. ágúst 1975 var brakandi þurrkur eftir langvarandi vætutíð svo annríki var bæði úti og inni. Heyið þurfti að komast í hlöðu og um kvöldið ætluðu Helga og Bensi að ganga í hjónaband í stofunni heima í Yztafelli, svo veitingar urðu að vera sómasamlegar þegar Grænvetning- ar kæmu. Loks kom kvöld og ró féll á mannskapinn. Stóra stundin rann upp, kyrrlát og falleg. Þetta kvöld bundumst við mæður brúðhjónanna vináttuböndum sem aldrei trosnuðu. Við gátum hringt í hvor aðra í gleði og sorg. Oftast var umræðuefnið bækur sem við báðar höfðum lesið, landsins gagn og nauðsynjar og auð- vitað barnabörnin, sem eru okkur ömmunum einstaklega hugleikin. Ég dáðist alltaf að einlægri réttlæt- iskennd og skarpskyggni Þorgerðar. Á minni löngu lífsleið hef ég aldrei kynnst trúrra minni, ártöl, kvæði, at- burðir, mannanöfn. Hún mundi þetta allt. Ef ég var í vafa var ein- faldast að „slá á þráðinn“ til Deddu. Seint í júní á þessu ári fékk Dedda áfall og var flutt á sjúkrahúsið á Húsavík. Ég heimsótti hana oft og naut þess að spjalla við hana. Aldrei skorti okkur umræðuefni. Dedda fylgdist með öllum fréttum og hafði sínar skoðanir á lands- og heimsmál- um. Þau ræddi hún á sinn hógværa hátt, oft með léttri glettni sem alltaf var grunnt á. Á náttborðinu lágu áhugaverðar bækur og sögðum við hvor annarri frá því sem við vorum að lesa. Einn daginn kenndi hún mér að prjóna fallega trefla. Alltaf fannst mér ég fara ríkari af hennar fundi. Oftast sat Þórhildur, systir hennar líka hjá henni enda kom hún alla daga að njóta samvista við systur sína. Fimmtudagskvöldið 8. október var þessu lokið. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa kynnst þessari góðu og traustu konu og fá að njóta visku hennar og vináttu. Ég votta sonum hennar, fjöl- skyldu þeirra og öðrum ættingjum mína innilegustu samúð. Hafið kæra þökk fyrir ykkar góða viðmót í minn garð. Kolbrún Bjarnadóttir. Með djúpri virðingu og þakklæti kveð ég Þorgerði á Grænavatni. Konu sem þekkti ekki kynslóðabil eða fór í manngreinarálit. Konu sem allt fram á síðustu stund fylgdist með þjóðmálum af meiri áhuga og glöggskyggni en margir sem telja sig sérfræðinga í umræðunni. Konu sem á sinn áreynslulausa og hóg- væra hátt fylgdist með fólkinu sínu, vissi alltaf hvar allir voru og hvað þeim leið. Konu sem þekkti íslenskar bókmenntir, ættir, land og þjóð bet- ur en flestir sem ég hef kynnst. Til- gerðarlaus, sjálfri sér samkvæm, æðrulaus, hlý og ákveðin, gædd næmu skopskyni og óvenju sterku minni var Dedda hetja hverdagsins. Ég er stolt af að hafa átt vináttu þessarar konu, vináttu sem var mér lærdómsrík. Í því sambandi sat ég í stól þiggjandans, naut þess að bergja af visku- og reynslubrunni Deddu sem sífellt miðlaði með ljúfu geði. Skipti þá engu hvort mig vant- aði uppskrift að bestu fiskbollum í heimi, lopapeysu, nýjan einbands- trefil eða það sem algengast var, andlegt fóður. Ljóðabrot eða tilvitn- un sem flögraði í hugann og ég gat ekki fest hendur á fangaði ég með því að ræða við Deddu. Hún setti hlutina í samhengi, vissi hvaðan brotið kom og hver átti það. Við átt- um oft löng símtöl um allt milli him- ins og jarðar, aldrei kom ég að tóm- um kofunum hjá Deddu hvert sem málefnið var. Börnunum mínum, óvandabundnum varð hún „amma Dedda“. Á afmælum Braga nutu samtök fatlaðra og langveikra þess að hann átti sinn sess í hjarta Deddu. Þjóðfélagsástandið var henni ætíð hugleikið „Ja Erla mín, það er ekki atvinnuleysið hjá þeim á himnum fyrst þeir taka ekki við mér,“ var kveðja hennar júníkvöldið sem hún var lögð inn á sjúkrahúsið á Húsavík eftir hjartaáfall. Næstu mánuði var Dedda mishress líkam- lega en andinn alltaf samur. Ég er þakklát fyrir þennan tíma. Þakklát fyrir að Hrund, 10 ára, fékk að kynn- ast Deddu, æðruleysi hennar og því fallega sambandi sem hún átti og ræktaði við sína nánustu. Þakklát fyrir stundirnar sem við mæðgur áttum með Deddu og Hillu og rædd- um allt frá fegurð landsins, misvitr- um stjórnvöldum til ljóða og skepnu- halda. Þær eru perlur í sjóði minninganna. Við sem kynntumst Deddu eigum arfleifð að varðveita, minningu að heiðra. Ég þarf að lesa ljóðin mín betur og lokka þau til að festast í huganum, nú verður ekki lengur gripið til símans þegar götótt minni brestur. Eftir langan dag kvaddi Dedda sátt og ferðbúin. Um mitt sumar rifjaði hún upp við mig ljóðið í Biðsalnum eftir Heiðrek Guð- mundsson frá Sandi: Hér bíður þú, vinur, þín bið var löng, en bráðum er tjaldið fallið. Þú þráðir að lokum aðeins eitt: að endaði síðasti þáttur. Og þá varstu orðinn, er allt um þraut, við örlagadóminn sáttur. Því annaðhvort tekur við eilífur svefn ellegar fegurri heimur. Og þeim verður dauðinn að lokum líkn, sem lengi er búinn að þreyja. – En lífið er þyngst á þeirri stund, þegar við byrjum að deyja. (Heiðrekur Guðmundsson.) Það þarf ekki fleiri orð. Bensi og Helga, Elli og Sigga, Hjöri, krakkar og kellingar, það er tómlegt um stund en við erum rík af minningum. Erla Sigurðardóttir. Þorgerður Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.