Morgunblaðið - 17.10.2009, Qupperneq 41
Dagbók 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009
Sudoku
Frumstig
8 6
5
2 1
4
8 9 2 1 6
4 9 3 1 6
2 8
3 7 5 8
6 7 5 4
7 3
6 7
6 4 7 8
9 8 2
1 5 2
9 5
2 9 3 1
6 8 3 7
4
8 3 9
2
3 1 6
5
6 7
8 4 2
4 7 5
6 7
2 9 8 3
2 3 7 5 1 8 9 6 4
8 1 9 4 6 3 2 5 7
5 4 6 2 9 7 3 1 8
1 6 5 7 2 4 8 3 9
7 9 3 1 8 5 4 2 6
4 2 8 9 3 6 1 7 5
9 7 1 8 5 2 6 4 3
3 8 4 6 7 1 5 9 2
6 5 2 3 4 9 7 8 1
2 1 7 5 6 8 9 3 4
9 3 5 1 4 7 6 8 2
8 6 4 3 2 9 1 7 5
6 4 3 9 8 1 5 2 7
1 2 8 6 7 5 4 9 3
5 7 9 4 3 2 8 1 6
7 9 2 8 5 6 3 4 1
4 8 6 2 1 3 7 5 9
3 5 1 7 9 4 2 6 8
7 2 4 8 9 3 6 1 5
6 8 5 7 2 1 9 4 3
9 1 3 5 6 4 2 8 7
5 6 8 9 1 7 4 3 2
2 9 7 4 3 6 8 5 1
4 3 1 2 8 5 7 6 9
8 4 9 1 5 2 3 7 6
1 7 6 3 4 9 5 2 8
3 5 2 6 7 8 1 9 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 17. október,
290. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki
kominn til að tortíma mannslífum,
heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.)
Víkverji er áhugasamur um konurog hefur í laumi sterkar skoð-
anir á klæðaburði þeirra, þótt enginn
sé hann Karl Lagerfeld. Um hríð hef-
ur mikið verið í tísku meðal kvenna
að klæðast hnjásíðum pokum. Þeir
fást reyndar í öllum regnbogans lit-
um, allt frá gulbrúnum út í rauð-
brúnan og frá gráum út í svartan.
Þetta gríðarlega litaúrval er til bóta,
en Víkverji getur samt ekki beðið eft-
ir því að þessi tískubylgja gangi yfir.
x x x
Pokar þessir eru rykktir á allavegu og yfirleitt er teygja neðst,
við hnén. Þeir eru víðir og form-
lausir, en neðarlega, of neðarlega að
framanverðu, eru oft tveir vasar.
Þeir eru til þess að konurnar geti
gengið um með hendur í vösum og
bognar í baki. Þessi útbúnaður lætur
flestar þeirra líta út fyrir að vera sér-
lega stuttar til hnésins, rasssíðar,
brjóstasmáar og magamiklar.
Nokkrar þeirra komast þó upp með
þetta, með herkjum. Víkverji hlakk-
ar til þess þegar buxur komast aftur í
tísku meðal kvenna. Þrefalt húrra
fyrir buxum! Og þrefalt húrra fyrir
konum!
x x x
Víkverji ætlar ekki að kaupa jóla-gjafirnar strax. Hann ætlar að
bíða með það fram á daginn fyrir
Þorláksmessu, eins og hann gerir
alltaf. Einhverjir hafa reynt að segja
Víkverja að hann muni spara fúlgu
fjár með því að kaupa gjafirnar núna.
Þannig skjóti hann verðbólgu og
skattahækkunum ref fyrir rass.
x x x
En það er eins þessi jólin og hinfyrri. Það er hugurinn sem
skiptir máli en ekki verðmæti gjaf-
arinnar. Ef Víkverji þarf að spara
peninga um jólin, nú þá bara kaupir
hann miklu ódýrari hluti og skrifar
svo þeim mun innilegra kort með.
Það á ekki að vera neitt sérstakt
vandamál. En hann ætlar ekki að
rjúfa þá notalegu jólahefð að fara í
bæinn að kaupa gjafir rétt fyrir jól,
þegar fólk er komið í rétta skapið og
jólasnjórinn fellur á hvíta jörðina.
Þannig er nú það. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 berja, 4 kría, 7
drengs, 8 kústur, 9 rödd,
11 vanda um við, 13
band, 14 minnast á, 15
brátt, 17 góðgæti, 20
skip, 22 éta, 23 reiður,
24 áann, 25 korns.
Lóðrétt | 1 spjarar, 2
máltíðin, 3 sleif, 4
ójafna, 5 gengur, 6
ákveð, 10 hefja, 12 elska,
13 á húsi, 15 níska, 16
þvinga, 18 leiktækið, 19
meiðir, 20 hafði upp á,
21 glufa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skapmikil, 8 snark, 9 unnið, 10 kyn, 11 rofna,
13 niðja, 15 hatts, 18 snáði, 21 vik, 22 narti, 23 efinn, 24
sinnulaus.
Lóðrétt: 2 klauf, 3 pakka, 4 Iðunn, 5 iðnað, 6 æsir, 7
iðja, 12 nýt, 14 inn, 15 hann, 16 Torfi, 17 svinn, 18 skell,
19 átinu, 20 inna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6
dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 O-O 8.
Be3 b6 9. Dd2 e5 10. Bh6 Dd6 11. O-
O-O b5 12. Bxg7 Kxg7 13. Re2 a5 14. g4
a4 15. Rg3 Rg8 16. Hdg1 Kh8 17. Rf1
f6 18. Re3 Be6 19. Kb1 Bf7 20. h4 De6
21. c4 Had8 22. De2 Be8 23. g5 h5 24.
gxf6 Dxf6 25. Hg3 Hd7 26. cxb5 cxb5
27. Rd5 Dd6 28. Hg5 Rf6 29. Rxe5
Rxd5 30. exd5 He7 31. He1 Kh7 32.
De4 Df6
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
Ohrid í Makedóníu. Alþjóðlegi meist-
arinn Jón Viktor Gunnarsson (2462)
hafði hvítt gegn Tom Weber (2334) frá
Lúxemborg. 33. Rg4! Dxg5 34. Dxe7+
Dxe7 35. Hxe7+ Bf7 og svartur gafst
upp um leið enda taflið vonlítið eftir 36.
Re5 Kg8 37. d6.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sviti og grátur.
Norður
♠ÁG7654
♥K75
♦2
♣K85
Vestur Austur
♠2 ♠KD98
♥D432 ♥986
♦109 ♦43
♣D109732 ♣ÁG64
Suður
♠103
♥ÁG10
♦ÁKDG8765
♣--
Suður spilar 6♦.
Á meðan N-S fetuðu sig hægt og bít-
andi upp í 6♦ lá austur sveittur undir
feldi og hugsaði sitt. Með spaðahjón og
♣Á þóttist hann eiga von í vörninni. Þó
skyggði á að suður hafði reynt við al-
slemmu með fyrirstöðusögn á 6♣, sem
benti óneitanlega til eyðu. Alla vega.
Út kemur ♠2, sagnhafi drepur, tekur
tvisvar tromp og spilar ♠10. Hvað nú?
Sagnhafi geislar af sjálfstrausti og
því er ekki líklegt að ♣Á haldi velli. En
það væri hvatvísi að spila hjarta. Lítið
lauf er áhrifameira! Sé sagnhafi tækni-
lega kunnandi mun hann sjá fyrir sér
tvöfalda þvingun: ef ♣Á er í vestur og
♠K í austur getur hvorugur haldið eft-
ir meira en tveimur hjörtum í enda-
stöðunni. Ánægður með sig, trompar
sagnhafi laufið, tekur tíglana og … gef-
ur grátandi á ♥D í lokin.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það freistar þín mjög að reyna
eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni
láta það eftir þér. Hver er sinnar gæfu
smiður og það á jafnt við þig sem aðra.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Fyrst þú veist hvað þú vilt, áttu eft-
ir að sjá að hvaða leið sem er liggur að
því markmiði. Með lagni og léttri lund
hefst þetta allt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú átt erfitt með að segja nei og
situr því uppi með verkefnafjölda sem þú
ræður orðið ekkert við. Gerðu áætlun og
láttu óttann við hið óþekkta ekki ná tök-
um á þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Hamingjan bíður þín á næsta leiti
en þú þarft að sýna dirfsku, en um leið
þolinmæði til þess að finna hana. Heima
fyrir er einhver sem elskar þig en getur
ekki alltaf sýnt það.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Losaðu samband þitt við alla tví-
ræðni. Ef þú ert jákvæður og hefur aug-
un opin eru þér allir vegir færir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Orkan í umhverfinu er óhagstæð
fyrir hvers kyns togstreitu. Reyndu að
líta sem best út því fyrstu áhrif geta haft
mikil og varanleg áhrif.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Stundum stendur maður frammi fyr-
ir fleiri möguleikum en hægt er að sinna.
Búðu þig undir að mæta aukinni við-
urkenningu og virðingu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú leggur starfsheiður þinn
að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu
máli. Gleymdu ekki að líta líka í eigin
barm.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Stundum er spurning um að
vera réttur maður á réttum stað á réttum
tíma. Ergelsi úti í gamla vini er liðið hjá.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Grunnurinn þarf að vera góður
til þess að það sem á honum rísi sé til
frambúðar. Taktu þér stund á hverjum
degi og gefðu ímyndunaraflinu lausan
tauminn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú átt ekki auðvelt með að
leysa þrautir í dag. Reyndu samt. Ekki
láta kúga þig til þess sem þú vilt ekki.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú skalt hafa það markmið þenn-
an mánuðinn að vera skýr í samskiptum.
Leyfðu léttleikanum að vera með í för og
þá muntu komast létt í gengum þetta
tímabil.
Stjörnuspá
17. október 1946
Úrsmiðir afhentu Sjómanna-
skólanum turnklukku, þá
stærstu sinnar tegundar hér
á landi. Morgunblaðið sagði
að „hin mesta bæjarprýði
væri að þessari klukku“.
17. október 1975
Svarta skýrslan svonefnda
var afhent alþingismönnum.
Hún lýsti „óhugnanlegu
ástandi fiskistofnanna,“
sagði Dagblaðið. Hafrann-
sóknastofnun lagði til að
sókn í þorskstofninn yrði
minnkuð um helming og full-
yrt var að með hagkvæmri
nýtingu mætti auka veiði
botnlægra tegunda í 850 þús-
und tonn.
17. október 1992
Járniðnaðarmenn kyrrsettu
strandferðaskipið Búrfell
(áður Heklu) á Fáskrúðsfirði
til að mótmæla því að skipið
færi til viðgerðar í Póllandi.
Í kjölfar þess var gert við
skipið í Reykjavík.
17. október 1997
Stækkað álver Íslenska ál-
félagsins hf. í Straumsvík var
formlega tekið í notkun.
Kostnaður við framkvæmd-
irnar var 10,5 milljarðar
króna. Framleiðslugeta jókst
úr 100 þúsund tonnum á ári í
162 þúsund tonn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Skafti Einars-
son varð átt-
ræður 13. októ-
ber síðastliðinn.
Af því tilefni ætla
hann og fjöl-
skylda hans að
bjóða vinum og
vandamönnum
að hitta sig og
þiggja veitingar í Félagsheimili
Karlakórs Selfoss, Eyrarvegi 67 á
Selfossi í dag, laugardaginn 17.
október, milli kl. 17 og 21.
80 ára
„ÉG er alltaf glöð og ánægð með að geta fagnað
afmæli. Það er ekki slæmt að eldast og ég þakka
guði fyrir að vera á góðum aldri,“ segir Elísabet
Bjarklind Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Menn-
ingarmiðstöðvarinnar Gerðubergs í Breiðholti,
um 55 ára afmæli sitt í dag. Þar sem dagskrá í
Gerðubergi um Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu
færðist til sunnudags fær Elísabet betra tækifæri
til að fagna tímamótunum á heimili sínu, „frá
klukkan níu til miðnættis þegar fólk á þessum
aldri er vant að fara að sofa,“ segir afmælisbarnið og hlær. „Þeir vinir
mínir og vandamenn sem þetta lesa mega gjarnan líta við hjá mér því
ég var ekki búin að bjóða neinum. Ákveð þetta bara núna þegar ég er
að tala við þig. Svo varð sonur minn, Þórir Örn, 25 ára um daginn
þannig að það er ástæða til að skella í nokkrar pönnukökur. Maður
verður að vera snöggur að snúa sér,“ segir Elísabet sem hefur veitt
Gerðubergi forstöðu allt frá stofnun árið 1983. „Ég hef verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að vinna í Gerðubergi, þar sem við reynum að láta
gott af okkur leiða og auka menningarneyslu fólks á breiðum grund-
velli. Þetta er búið að vera einstaklega dýrmætur og lærdómsríkur
tími. Í gegnum starfið hef ég kynnst dásamlegu fólki sem hefur auðg-
að líf mitt og gert það enn skemmtilegra.“ bjb@mbl.is
Elísabet Bjarklind Þórisdóttir 55 ára í dag
Ekki slæmt að eldast
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Reykjavík Aron Freyr
fæddist 4. júní kl. 7.39.
Hann vó 4.005 g og var
50,5 cm langur. Foreldrar
hans eru Elín Margrét
Þráinsdóttir og Davíð Þór
Jónsson.