Morgunblaðið - 17.10.2009, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2009
Myndin um hrak-fallabálkinn og mynd-listarkennarann Jó-hannes byrjar á kunn-
uglegum slóðum í íslenskum
kvikmyndum, við erum stödd á
miðjum Keflavíkurveginum, eina
ferðina enn. Samt sem áður undir
nýstárlegum kringumstæðum því
sólin bakar Reykjanesið, utan
þann lófastóra blett þar sem sögu-
hetja vor, myndlistarkennarinn Jó-
hannes, bögglast við að koma bíl
ungrar stúlku í gang. Hann hefur
drepið á sér í þessu staðbundna
úrfelli og er Jóhannes í hlutverki
miskunnsama Samverjans vatnsósa
undir vélarhlífinni við sínar mis-
lukkuðu lífgunartilraunir. Honum
er vorkunn, hinn hjálparvana eig-
andi bílsins á vegarkantinum er
íðilfögur stúlka, Tóta, sem síðar
kemur í ljós að er hvorki meira né
minna en ungfrú Dalasýsla.
Þarna hefst hryllilegur dagur í
lífi Jóhannesar. Hann keyrir Tótu
heim. Tóta er rösk og ákveðin
stúlka, þurrkar fötin af Jóhannesi
og rekur hann í bað með koníaks-
glas þar sem hann er tekinn að
kvefast. Þá kemur Grettir, kærasti
stúlkunnar, heim, hann er (til allr-
ar bölvunar fyrir Jóhannes) lík-
amsræktarfrík, handrotari og mót-
orhjólatöffari.
Myndlistarkennarinn kemst undan
með harðfylgi á adamsklæðum ein-
um saman. Nú hefst eltingarleikur
sem nær upp í Borgarfjörð. Jó-
hannes reynir að mæta í kennsl-
una, friða eiginkonuna, sleppa und-
an Gretti, sem er snargeggjað
vöðvabúnt, og tengdamömmu, sem
er að basla við að komast til Köb-
en. Síðar kemur útúrruglaður dóp-
sali til sögunnar (Stefán Karl) og
sérsveit lögreglunnar.
Þá er aðeins fátt eitt talið af
hremmingum Jóhannesar, sem
þarf vonandi ekki að upplifa annan
eins dag í lífinu.
Hlutverkið er handskerasniðið
fyrir gleðigjafa þjóðarinnar nr. 1,
Þórhall Sigurðsson, Ladda. Það
kom ekki á óvart að af öðrum
skemmtikröftum stendur hinn dag-
farsprúði Laddi aðeins upp úr.
Hann hefur fengið furðufá stór
tækifæri á tjaldinu og hann nýtir
sér það í botn. Laddi þarf að láta
reyna hressilega á sína einstöku
hæfileika til að túlka hinar sund-
urleitustu manngerðir, því kenn-
arablókin og eiginmaðurinn,
tengdasonurinn og allt það þarf
jafnan að berjast við að halda sínu
rétta andliti á hverju sem gengur.
Jóhannes er myndin hans
Ladda, hún er röð af bráðfyndnum
uppákomum sem hann og pottþétt
aukaleikaralið koma frábærlega til
skila svo úr verður ósvikin
skemmtun. Ekki ónýtt í öllum
hrunadansinum. Sá sem leikstýrir
og skrifar handritið er Þorsteinn
Gunnar Bjarnason og má segja að
hann, leikararnir og kvikmynda-
gerðarfólkið í heild hafi unnið
kraftaverk því Jóhannes var tekin
á aðeins þremur vikum. Þær voru
reyndar bjartar og sólríkar, og það
skín í gegn.
Jóhannes á vonandi eftir að ná
til og hressa upp á sálartetur sem
flestra landsmanna, hún lýsir upp
skammdegið um sinn og slítandi
umræðuna um vort bága efnahags-
ástand. Sannkölluð „feelgood“-
mynd, ekki veitir af.
Margsnúinn dagur hjá myndlistarkennara
Laddi sem Jóhannes Kvikmyndin er röð af bráðfyndnum uppákomum.
Laugarásbíó, Smárabíó, Há-
skólabíó, Borgarbíó Akureyri
Jóhannes
bbbmn
Leikstjóri og handritshöfundur: Þor-
steinn Gunnar Bjarnason. Tónlist: Krist-
ján Viðar Haraldsson. Kvikmyndataka:
Tómas Örn Tómasson. Klipping: Sig-
urður Kristinn Ómarsson. Aðalleikarar:
Þórhallur Sigurðsson, Stefán Karl Stef-
ánsson, Unnur Vilhjálmsdóttir, Sigrún
Gylfadóttir, Stefán Hallur Stefánsson.
100 Ljón/Myndform. Ísland. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Aukaleikarahópurinn í Jóhann-
esi er vel samansettur með
senuþjófinn Stefán Karl í far-
arbroddi í hlutverki dópsalans
og það stormar af Stefáni Halli í
hlutverki naglans. Fegurð-
ardrottningin Unnur stendur sig
vel sem Tóta og Sigrún Gylfa-
dóttir er notaleg sem ráðvillt
eiginkona. Þá lífga upp á heild-
armyndina þær síungu blóma-
rósir, Herdís, Guðrún og Að-
alheiður Sigurjónsdóttir.
Stefán Karl brillerar
HHHH
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- ROGER EBERT
HHHH
– H.S. MBL
HHHH
RÁS 2-HGG
HHHH
Ó.H.T. RÁS 2
Í REYKJAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK
- Æðisleg!
- Algjört meistarverk!!
- Myndin er geeðveik! :D
- sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi
- Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana
- Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra
- hún er geeeðveik
- Snillddddddd
- Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU
- Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna!
- Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum
- Krakkarnir tala ekki um annað!
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
PETER JACKSON
KEMUR EIN BESTA MYND ÞESSA ÁRS!
HHHHH
„A GENUINELY ORIGINAL SCIENCE FICTION FILM
THAT GRABS YOU IMMEDIATELY, NOT LETTING
GO UNTIL THE FINAL SHOT.“
THE HOLLYWOOD REPORTER
HHHHH
„DISTRICT 9 IS A TERRIFIC
ACTION THRILLER,
IT’S A BLAST. . . .“
LOS ANGELES TIMES
HHHHH
SAN FRANCISCO CHRONICLE
YFIR 25.000 GESTIR FYRSTU 3 VIKURNAR
VINSÆLASTA
MYNDIN AÐRA
VIKUNA Í RÖÐ
Á ÍSLANDI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
EKKI
ER ALLT
SEM
SÝNIST!
NUÐ SPENNUMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA
O SUN-TIMES,
STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM
NG THAN ‘THE SIXTH SENSE.’”
NSEN, MOVIEWEB.COM
TAL ATTRACTION’ HAS A MOVIE
H SURPRISING MOMENTS.”
N, CBS-TV
DRAUMAR
GETA RÆST!
ÞESSI KEMUR ÞÉR Í „FEELING“
Frábær tónlist,
frábær dans,
frábær mynd!
BAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
JÓHANNES kl. 6 - 8 - 10 L
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ... kl. 2 - 4 L
SKELLIBJALLA OG TÝNDI... kl. 2 - 4 L
FAME kl. 5:50 - 8 L
SURROGATES kl. 10:20 12
JÓHANNES kl. 6 - 8 - 10:10 L
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ... kl. 2 - 4 L
SKELLIBJALLA OG TÝNDI.... kl. 2 - 4 L
FAME kl. 5:50 - 8 L
HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 10:10 16
GAMER kl. 8 - 10:20 16
ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl.2 - 4 - 6 L
SKELLIBJALLAOGTÝNDI... kl. 2 - 4 L
FAME kl. 6 - 8 L
ORPHAN kl. 10:20 16
SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu