Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 4. O K T Ó B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
289. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
GRÆNN
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
.
RAUÐUR
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
R.
HVÍTUR
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
.
GULUR
TILBÚINN
TIL NOTK
UNAR
lsi 3 - 11
0 R.
Sunnudags Mogginn
er nú borinn út með
laugardagsblaðinu
«GÍNUR
EFTIRMYNDIR AF
OFURFYRIRSÆTUM
«SVEFNVANDAMÁL
VARAÐ VIÐ BLÚS
FYRIR SVEFNINN
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur
vísað máli vegna láns sem Byr spari-
sjóður veitti eignarhaldsfélaginu
Exeter Holding í október og desem-
ber 2008 til sérstaks saksóknara, en
félagið var í meirihlutaeigu Ágústs
Sindra Karlssonar lögmanns. Grun-
ur leikur á að um umboðssvik hafi
verið að ræða, en þau varða allt að
sex ára fangelsi ef sakir eru miklar.
Málið snýst um 1,1 milljarðs
króna lán sem Byr veitti Exeter
Holding í tveimur hlutum, í október
og desember 2008, eftir bankahrun-
ið, til þess að kaupa 1,8 prósenta
stofnfjárhlut í Byr á yfirverði, en
ekkert hefur verið greitt af láninu. Á
þessum tíma var markaður með
stofnfjárbréf lokaður og verð bréf-
anna hafði lækkað mikið. Seljendur
bréfanna voru meðal annarra MP
banki og tveir stjórnarmenn í Byr,
Jón Þorsteinn Jónsson, þáverandi
stjórnarformaður Byrs, og Birgir
Ómar Haraldsson stjórnarmaður.
MP banki hafði eignast sín bréf m.a.
eftir veðkall á eignarhaldsfélag í
eigu Ragnars Z. Guðjónssonar,
sparisjóðsstjóra Byrs, og annarra
stjórnenda sparisjóðsins.
Jafnframt hyggst Guðjón Jóns-
son, stofnfjáreigandi í Byr, afla
heimildar stofnfjáreigenda til að
höfða skaðabótamál í nafni spari-
sjóðsins gegn stjórnarmönnunum
fyrrverandi.
Að sögn Guðna Á. Haraldssonar,
lögmanns Guðjóns Jónssonar, ósk-
uðu Guðjón og aðrir stofnfjáreig-
endur eftir upplýsingum frá Byr
sparisjóði um málefni Exeter Hold-
ing og var synjað. Stofnfjáreigend-
urnir dóu ekki ráðalausir því þeir
keyptu hreinlega Exeter Holding
fyrir málamyndaverð. „Við sendum
síðan Byr bréf í nafni stjórnarfor-
manns Exeter Holding þar sem ósk-
að var eftir því að félagið veitti
sparisjóðnum fullt leyfi til að veita
allar upplýsingar um öll viðskipti,“
segir Guðni.
Lán Byrs til Exeter kært
til sérstaks saksóknara
» Byr lánaði 1,1 milljarð til að kaupa stofn-
fjárbréf á yfirverði eftir hrun markaðarins
» Fjármálaeftirlitið rannsakaði málið og kærði
í framhaldinu til sérstaks saksóknara.
Niðurstaða FME | 18
Í DAG er fyrsti vetrardagur en hann ber alla jafna upp á laugardag að lok-
inni 26. viku sumars og er fyrsti dagur fyrsta vetrarmánaðarins gormán-
aðar, samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Starrinn hefur líklega fagnað
blíðu veðri undangengna daga eins og aðrir smáfuglar en hitinn á láglendi
er víðast hvar yfir frostmarki eins og algengt er í október. Austlæg átt hef-
ur verið ríkjandi en það er tíðasta áttin um þetta leyti árs. jmv@mbl.is
KROPPAÐ Í GRÓÐUR VIÐ ÁRSTÍÐASKIPTI
Morgunblaðið/Ómar
KÆMI til þess
að mál yrði síðar
höfðað vegna
Icesave-
samkomulagsins
með aðkomu
EFTA-dómstóls-
ins er ljóst að
málið yrði það
umfangsmesta
sem komið hefði
til kasta hans.
Þetta segir dr. Carl Baudenbach-
er, forseti EFTA-dómstólsins, sem
telur að fleiri ríki muni sýna mála-
ferlunum áhuga, komi til þeirra á
annað borð. Að hans mati er Ice-
save-samkomulagið einstakt enda
sé þar á ferð áhugaverð blanda af
lögfræði og stjórnmálum. »21
Icesave yrði stærsta málið
í sögu EFTA-dómstólsins
Carl Baudenbacher
FRUMVARP
Árna Páls Árna-
sonar um al-
menna greiðslu-
aðlögun og fleira
er orðið að lög-
um. Rétt áður en
það gerðist, á Al-
þingi í gær, var
hins vegar kippt
út úr frumvarpinu tillögum um
breytingar á lögum um tekjuskatt.
Samkvæmt heimildum hefðu þessar
tillögur óbreyttar heimilað skatt-
frjálsar afskriftir risastórra kúlu-
lána, sem tekin voru vegna hluta-
bréfakaupa og koma tilgangi
laganna ekkert við. »16
Hætt við breytingu á
skattalöggjöf í skyndi