Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
JóhannBjörnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞETTA eru einhver verstu tíðindi
sem okkur hafa verið flutt í sam-
göngumálum á Vestfjörðum í lang-
an tíma,“ segir Einar Kr. Guðfinns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í NV-kjördæmi, um dóm Hæsta-
réttar Íslands á fimmtudag. Með
dómnum var ákvörðun umhverfis-
ráðherra árið 2007, um að heimila
lagningu vegar í gegnum Teigsskóg
og fyrir Gufufjörð og Djúpafjörð í
Austur-Barðastrandarsýslu, felld úr
gildi.
Einar segir dóminn vera hreint
kjaftshögg fyrir samgöngumál
Vestfirðinga. Gríðarleg vinna hafi
verið lögð í að reyna að tengja
byggðirnar betur
saman. „Þetta er
sú leið sem
heimamenn og
við þingmenn
höfum lagt ofur-
áherslu á,“ bætir
hann við. Ekki
komi til greina
að bjóða fólki
upp á að fara
áfram yfir hálsa,
upp um fjöll og firnindi, til að kom-
ast á milli staða. „Nú er verkefnið
að finna aðrar leiðir, hvort heldur
sem er með einhverjum breytingum
á þessari leið og þverun fjarða, eða
með öðrum hætti.“ Ekki verði farið
að slá af kröfum um öryggi á veg-
um.
„Ég tel að þessi dómur sé svo al-
varlegur að útilokað sé annað en að
endurskoða lög um mat á umhverf-
isáhrifum, sem setja okkur svona
ströng viðmið og taka ekki eðlilegt
mið af hagsmunum íbúa landsins.“
Einar segir ekki þýða að deila við
dómarann, en hann muni beita sér
fyrir breytingum. Túlkunin á lög-
unum komi öllum í opna skjöldu og
sé svo þröng að útilokað sé annað
en að endurskoða lögin.
Atriðið sem Hæstiréttur byggir á
er að þáverandi umhverfisráðherra,
Jónína Bjartmarz, horfði til bætts
umferðaröryggis þegar hún mat
umhverfisáhrifin af framkvæmdinni
og heimilaði hana. Hæstiréttur seg-
ir hins vegar að áhrif á umferðarör-
yggi teljist ekki til umhverfisáhrifa
í skilningi laga um mat á umhverf-
isáhrifum. Ráðherrann hafi því far-
ið út fyrir valdmörk sín og úrskurð
hans ætti að ógilda.
Dómurinn er kjaftshögg
Vestfjarðavegur fer ekki í gegnum Teigsskóg eftir dóm Hæstaréttar þess efnis
Þingmaður NV-kjördæmis gáttaður á dómnum, vill endurskoða umhverfislögin
» Kjaftshögg í samgöngumálum Vestfjarða
» Vill breyta umhverfislöggjöfinni í kjölfarið
» Hagsmunir íbúa virtir að vettugi í lögunum
Einar Kristinn
Guðfinnsson
SJÓNVARPIÐ notar nýjustu tækni til að taka
upp Evrópumót fatlaðra í sundi, sem fram hefur
farið í Laugardalslauginni alla vikuna. Síðasti
keppnisdagurinn er í dag. Keppendur eru um
420 talsins, aðstoðarmenn þeirra rúmlega 200 og
starfsmenn skipta hundruðum. Hefur mótið þótt
takast framúrskarandi vel. Svo mörg met hafa
fallið að nafn Reykjavíkur verður framvegis
áberandi á metaskrám í sundi. | Íþróttir
REYKJAVÍK ÁBERANDI Á METASKRÁNNI
Morgunblaðið/Ómar
„FLENSAN bætist við þau slysatilfelli sem alla jafna eru
meðhöndluð á gjörgæslunni, það er því mikið að gera og
gjörgæslurnar eru fullar,“ segir Ólafur Baldursson,
framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hann
segir mikið álag á gjörgæslunni en að vel sé fylgst með
þróun mála þar. Til greina komi að opna vöknunargang
til að bæta þar við gjörgæslusjúklingum reynist þörf á
þótt það kalli vissulega á fleira starfsfólk.
Seint í gærkvöldi voru sex sjúklingar á gjörgæslu
vegna svínaflensunnar en einn til viðbótar hefur náð sér
af flensu en er enn á gjörgæslu vegna annarra sjúkdóma.
Tvær nýjar innlagnir voru á almenna deild vegna flens-
unnar í gærkvöldi og er fjöldi smitaðra á LSH nú 32. Far-
sóttanefnd LSH ítrekar tilmæli til ættingja sjúklinga að
þeir takmarki heimsóknir eins og kostur er vegna hættu
á smiti. Hvatt er til notkunar veirulyfja eins og Tamiflu
gegn svínaflensunni hjá sjúklingum með bráð einkenni,
en með því má minnka alvöru tilfellanna sem lenda á spít-
alanum. Ólafur segir að þakka beri stuðning yfirvalda
vegna flensunnar en í gær var tilkynnt að tvö gervilungu
yrðu keypt fyrir gjörgæsluna. jmv@mbl.is
Gjörgæslan full en vel
fylgst með þróuninni
Morgunblaðið/Júlíus
Mikið álag á LSH vegna
H1N1 og sex á gjörgæslu
FULLTRÚAR
frá Samtökum at-
vinnulífsins og Al-
þýðusambandi Ís-
lands hittu þrjá
ráðherra seinni-
partinn í gær í
Þjóðmenning-
arhúsinu í þeim
tilgangi að ræða
stöðugleikasátt-
málann, sem
gerður var milli aðila vinnumark-
arðar og stjórnvalda í sumar. Ætl-
unin er að hittast aftur á morgun.
Stór mál standa enn út af milli rík-
isstjórnarinnar annars vegar og full-
trúa vinnumarkaðarins hins vegar en
yfir vofir að kjarasamningum verka-
lýðshreyfingar og atvinnurekenda
verði sagt upp í næstu viku.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir að á fundinum hafi verið
rætt hvernig hægt væri að komast í
gegnum þetta. Margt hafi þurft að
ræða og verið farið í gegnum hvert
mál fyrir sig.
„Ríkisstjórnin er að vinna í málum
sáttmálans, sumt hefur gengið hjá
þeim og annað ekki. Núna erum við
að reyna að ná utan um þetta,“ sagði
hann. Að sögn Vilhjálms kom ekki
fram af hálfu stjórnarinnar mikið af
nýjum upplýsingum en þó væri alltaf
eitthvað að bætast í sarpinn.
„Hvað varðar lækkun stýrivaxta er
þó hægt að segja að atvinnulífið auð-
vitað æpir á hana,“ segir Vilhjálmur.
Reyna að
finna stöð-
ugleikann
Vilhjálmur
Egilsson
Atvinnulífið og ráð-
herrar á fundum
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær að
fjórir mannanna sem sitja í gæslu-
varðhaldi vegna mansalsmálsins
svonefnda skuli sitja áfram inni, til
miðvikudagsins í næstu viku í sam-
ræmi við úrskurð héraðsdóms.
Hæstiréttur felldi hinsvegar úr gildi
gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms
yfir einum Íslendingi. Sjö karlar eru
í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar
málsins. Þrír Litháar, sem eru í
haldi kærðu ekki gæsluvarðhalds-
úrskurði. Lögreglan veitti í gær litl-
ar upplýsingar um rannsóknina en
auk mansals og vændis beinist hún
m.a. að auðgunarbrotum, skjalafalsi
og ofbeldisbrotum.
Einn Íslend-
ingur laus
NÝ útgáfa af Sunnudagsmogganum
kemur út í dag. Héðan í frá verður
sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins
borin út fyrr á laugardögum og
fylgir hún Morgunblaðinu á laugar-
dagsmorgnum.
Sunnudagsmogginn verður stærri
og fjölbreyttari en fyrr og verða
Lesbók og Barnablaðið hluti af hon-
um. Eftir sem áður verða fréttaskýr-
ingar og viðtöl í Sunnudagsmogg-
anum, en teknir hafa verið inn nýir
efnisþættir, sem gerð verða skil með
reglubundnum hætti. Þar á meðal
eru ferðalög, matur, heilsa og hönn-
un.
Í nýjum Sunnudagsmogga er for-
síðuviðtalið við Emilíönu Torrini,
sem lauk í vikunni vel heppnuðu tón-
leikaferðalagi um Evrópu og hefur
gert sig heimakomna á vinsældalist-
um erlendis. Burðarviðtalið í Les-
bók, sem er á öftustu tíu síðum
blaðsins, er við Margréti Örnólfs-
dóttur tónlistarkonu með meiru og
nú bókarhöfund.
Umsjón með Sunnudagsmogg-
anum hefur Pétur Blöndal, Einar
Falur Ingólfsson hefur umsjón með
Lesbók og Signý Gunnarsdóttir með
Barnablaðinu.
Sunnudagsmogginn
fyrr á laugardögum
Morgunblaðið/Jim Smart