Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 21

Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FARI svo að dómsmál verði höfðað vegna Ice- save- samkomulagsins, en allt útlit er fyrir að Alþingi Íslendinga samþykki samkomulagið á næstu vikum, er líklegt að EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg muni koma að meðferð dómsmáls- ins síðar meir. Dr. Carl Baudenbacher, forseti EFTA- dómstólsins, lagði í samtali við Morgunblaðið áherslu á að hann vænti þess að málarekst- urinn mundi fremur snúast um stöðu for- gangskrafna í þrotabú Landsbankans en spurninguna um bótaskyldu íslenska ríksins vegna Icesave. Að hans sögn yrði farvegur málsins væntanlega sá, að mál yrði höfðað fyrir íslenskum héraðsdómstól þar sem reyndi á stöðu forgangskrafna. Ef héraðsdómur óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins vegna ákvæða EES- samningsins yrði næsta skrefið sérstök máls- höfðun fyrir EFTA-dómstólnum, þar sem að- ilar legðu fram skrifleg gögn og munnlegur málflutningur færi síðan fram. Myndi víða vekja áhuga Hlutverk EFTA-dómstólsins yrði að sögn Baudenbachers að túlka málið út frá ákvæðum EES-samningsins og því líklegt að önnur ríki myndu sýna því áhuga, enda varði það kröfur á hendur þrotabúi banka. Erlend ríki, fjármála- stofnanir og framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins myndu fylgjast grannt með því hvernig dómstóllinn túlkaði forgangsröðunina í þrotabú Landsbankans á Íslandi. Að fengnu ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins yrði síð- asta skrefið uppkvaðning dóms fyrir íslensk- um dómstól, enda heyri kröfur í þrotabú Landsbankans undir réttarkerfi landsins. Mikið hefur borið á því, meðal annars í ræðustól á Alþingi, að Íslendingar séu fórn- arlömb úrelts regluverks EES-samningsins um bótaskyldu vegna tapaðra innstæðna í fjár- málafyrirtækjum. Carl Baudenbacher tekur ekki afstöðu til þess hvort kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna Icesave-málsins séu af slíkri hlutfallslegri stæðargráðu að lagabók- stafurinn geti ekki átt við. Það sé ekki við hæfi að hann sem forseti dómstólsins tjái sig um einstök efnisatriði. Hann geti hins vegar upplýst um þá persónu- legu skoðun sína að hann telji víst að Bretar og Hollendingar hefðu ekki samþykkt viðauka samkomulagsins um mögulega málsupptöku síðar, ef ekki hefði verið vegna tilvistar EFTA- dómstólsins. Áhugi annarra ríkja Baudenbacher telur hins vegar einsýnt að dómsmálið, ef af því verður, muni verða það umfangsmesta sem nokkru sinni hefur komið til kasta EFTA-dómstólsins. „Þar sem málið varðar forgangsröðun við uppgjör krafna í þrotabú fjármálafyrirtækis munu önnur aðildarríki EES-samningsins sem fyrr segir væntanlega sýna því mikinn áhuga. Fjármálakreppan er ekki bundin við Ísland. Það má því leiða að því líkur að mörg önnur ríki EES-samningsins muni, eins og þau eiga rétt til, senda inn skriflegar greinargerðir í tengslum við málarekstur fyrir EFTA- dómstólnum og taka þátt í hinum munnlega málflutningi,“ segir Baudenbacher, en tekur fram að þetta kunni að vera ótímabærar vangaveltur. Hann segir málið einstakt. „Þetta er af mörgum ástæðum einstakt mál. Það snertir hina kerfislægu hlið og er frá laga- legu sjónarmiði mjög áhugavert því það felur í sér blöndu stjórnmála, alþjóðalaga og laga- ramma EES-samningsins. Ég gæti gengið svo langt að kalla þetta heillandi blöndu af lögum og stjórnmálum, frá sjónarhorni lögfræðinnar. Það er einnig einstakt vegna umfangs máls- ins og þeirra fjármuna sem hér er um að ræða. Þá gæti það og falið í sér lagalega áskorun, en það er atriði sem ég get að sjálfsögðu ekki far- ið nánar út í. Ég hef ekki kynnt mér málið í smáatriðum en tel allar líkur á, að komi það til kasta dómstólsins verði það áhugaverðasta málið í 15 ára sögu hans.“ Hvað snertir umfang málsins í samanburði við önnur telur hann að það muni verða meira að umfangi en til dæmis þekkt mál fyrir EFTA- dómstólnum um einkarétt norska rík- isins á rekstri fjárhættuspila (spilakassa), mál sem önnur aðildarríki EES-samningsins sýndu mikinn áhuga á sínum tíma Gestaprófessor við HÍ Til að tilefni heimsóknar hans fari ekki á milli mála vill Baudenbacher ítreka að það sé hrein tilviljun að hann er hér á landi á sama tíma og nýtt frumvarp um Icesave-sam- komulagið er lagt fyrir Alþingi. Tilefni heimsóknarinnar sé stutt heimsókn til Háskóla Íslands þar sem hann haldi fyr- irlestra um Evrópurétt sem gestaprófessor við lagadeild skólans. Þetta sé í annað sinn sem hann komi hingað til fyrirlestrarhalds. Honum líki fyrirkomulagið og geti hugsað sér fram- hald á því. Icesave yrði stærsta mál dómsins  Forseti EFTA-dómstólsins segir málið myndu verða það umfangsmesta í sögu hans  Ef kemur til dómsmáls myndi dómstóllinn í Lúxemborg heyra vitnisburði  Dómsniðurstaða yrði kveðin upp hér Morgunblaðið/Golli Dómari Carl Baudenbacher á Hotel Holti. Í HNOTSKURN »Þrír dómarar eru við EFTA-dómstólinn. »Þeir eru Carl Baudenbacher (Liecht-enstein), Þorgeir Örlygsson og Hen- rik Bull (Noregi). »Dómstóllinn hefur aðsetur í Lúx-emborg. »Baudenbacher er fjórði forseti dóm-stólsins en dómarar við hann sitja í sex ár og eiga svo kost á að verða skip- aðir áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.