Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 22

Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 22
22 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Haustið í Þingeyjarsýslu hefur ekki ilmað af neinum sumarauka því oft hafa blásið kaldir vindar og vetur konungur hefur þegar sýnt á sér klærnar, svo mikið að sumir urðu að taka allt sláturfé á gjöf. Samt voru nokkrir dagar frekar góðir og hefur allt korn bænda verið skorið en er lélegt í meira lagi á nokkrum bæjum, sérstaklega þar sem fraus í sumar. Allt tal um mikla hlýnun loftslags vekur spurningar en hlýindakaflar voru fáir í sumar og sunnanáttin lét lítið á sér bera.    Þingeyingar eru í sóknarhug, þrátt fyrir allt, því nýlega var stofnað Sam- vinnufélag Þingeyinga sem er þver- pólitískt félag með stefnuna á fram- farir og nýsköpun. Þá stendur til í vikunni að opna starfsstöð Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands á Húsavík sem ætlað er að vinna með heima- mönnum að eflingu atvinnuþróunar og sinna fólki sem vill innleiða nýj- ungar, bæta rekstur og gera alvöru úr viðskiptahugmyndum sínum.    Sauðfjárslátrun hefur gengið hratt og vel hjá sláturhúsi Norðlenska á þessu hausti enda vinnur þar góður hópur fólks sem kann til verka. Mjög lítið er um galla á verkuninni og einn daginn var sett met hvað það varðar. Dilkarnir eru víða vænir enda er ræktunarstarfið að bera árangur og flestir bændur láta ómskoða öll líf- lömb en það hefur skilað sér í mun betri gerð en áður var.    Slátrun nautgripa gengur hins vegar hægt sé horft á þá biðlista sem nú eru orðnir en svo virðist sem meira fram- boð sé af gripum til slátrunar heldur en undanfarin ár. Þetta er erfitt þar sem lítið er um pláss og slæmt getur verið að losna ekki við kýr þegar minnka á framleiðsluna eins og greiðslumark nýs verðlagsárs gerir ráð fyrir.    Mannlífið tekur alltaf við sér þegar haustar og nú hefur verið byrjað með félagsmiðstöð í Ljósvetningabúð fyrir efstu bekki grunnskólanna í Þingeyj- arsveit. Þar hafa nemendur tækifæri til þess að spjalla, fara í leiki o.m.fl. og mun þessi tilraun vonandi efla tengsl ungs fólks í héraðinu.    Kórastarfið er líka hafið en karlakór- inn Hreimur ætlar að vera með tón- leika í Þorgeirskirkju nk. mið- vikudagskvöld. Þá stendur til að hafa opin kvöld í Kiðagili annað hvert þriðjudagskvöld fram að áramótum þar sem verður m.a. gripið í spil, komið með handavinnu, farið á bóka- safnið o.fl. Þá má ekki gleyma hinu sí- vinsæla hjónaballi sem haldið verður á Breiðumýri laugardaginn eftir viku þar sem verður bara gleði að sögn skemmtinefndarinnar.    Og þó að enn sé haust er komið vetr- arfrí í skólunum og kennarar Hafra- lækjarskóla eru farnir að kynna sér skólastarf fyrir sunnan. Þetta kunna krakkarnir vel að meta og njóta þess að vera úti þessa daga, ferðast eða taka þátt í því sem verið er að gera heima á bæjunum. LAXAMÝRI Eftir Atla Vigfússon Félagar Pétur Valdimar Jónsson smíðar skeifur með aðstoð Hall- gríms Baldurssonar. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is É g held að þegar börn spyrja spurninga séu þau yfirleitt ekki að leita eftir svörum held- ur vilja þau virkilega tala við foreldra sína,“ segir Björn Rúnar Egilsson, nemi í heimspeki og miðaldafræðum og leiðbeinandi á leikskóla. Heimspeki á ekki bara erindi innan veggja háskólans að mati Björns, heldur líka úti í samfélaginu og ekki síst á leikskólunum. Hann hefur nýtt tækifærið sem hann hefur sem leið- beinandi á Laufásborg til hefja heim- spekilegar rökræður við börnin. Viðbrögðin voru svo góð, bæði hjá börnum og foreldrum, að Björn ákvað að taka saman vangaveltur um reynsluna og úr varð smáritið Heim- speki fyrir uppalendur. „Ég er að reyna að veita fólki inn- blástur um hvernig það getur átt í samræðum við börnin sín, því ég held að það geri þeim mikinn óleik með því að slá á höndina og segja: „Þetta er bara svona og þú skilur það þegar þú verður eldri“, loforð sem enginn get- ur í raun ábyrgst.“ Skilin milli góðs og ills Sjálfur segir Björn að strax við 4-5 ára aldur verði börn mjög móttækileg fyrir að takast á við þverstæður og beita rökum. Til að kveikja samræður meðal þeirra fer hann með þeim í ákveðna leiki og les sögur, t.d. hina sí- gildu sögu um jarðálfinn Láka. Börnin eru þá beðin um að flokka persónurnar í græn, gul og rauð mengi eftir því hvort þær séu góðar, vondar, eða kannski hvort tveggja og rökstyðja val sitt. „Það var stórt skref fyrir þau að uppgötva að til væru karakterar sem við vissum ekki í raun hvort væru góðir eða vondir. Það er mjög gott áreiti fyrir hugsunina að víkka þetta út, því í huga barna á þessum aldri eru skilin á milli góðs og ills mjög skýr,“ segir Björn. Í almennri námskrá er hvergi kveðið á um heimspekikennslu og er það í raun undir hverjum kennara komið hvort henni er gefið rými. Björn segir tækifærið hvað best til þess í leikskólunum þar sem nám- skráin sé ekki eins íþyngjandi. Auk þess sé best að byrja sem fyrst. „Ég hef heyrt það frá kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi að þegar krakkar fá fyrst tækifæri til rökræða þegar þau eru komin á ung- lingsaldur þá er það mikil hindrun hvað það er þeim framandi. Þau líta á rökræður sem keppni og beita rök- villum eins og að gera lítið úr þeim sem þau ræða við í stað þess að svara fyrir sig.“ Leikskólabörnin eru mjög mót- tækileg, að sögn Björns, þótt þau taki mismikinn þátt í umræðunum. „Það fer líka eftir því hvað telst til þátttöku, þú getur tekið þátt með því að hlusta bara og taka eftir. Þau hafa ekki alltaf eitthvað til málanna að leggja, en þú sérð á líkamsburðinum og augunum að þau eiga innri díalóg á meðan og móttaka allt sem fer fram.“ Björn hefur einlægan metnað fyrir því að venja börnin við samræðu- samfélag þar sem þeim finnist eðli- legt að setjast niður og ræða saman, jafnvel um umdeilda hluti, og læra að það sé í lagi þótt ekki séu allir sam- mála. „Það er mikið skref fyrir suma, sem eru ákveðnir persónuleikar og vilja hafa rétt fyrir sér, að læra að bakka þegar hinir sýna fram á að þeir hafa rangt fyrir sér. Það hefur mikið þroskagildi.“ Í leikskólunum má þannig í raun leggja grunn að betra samfélagi til framtíðar að mati Björns. „Ég held að þetta ástand sem allir eru uppteknir af núna sé þrátt fyrir allt góður jarðvegur, því ef það hefur kennt okkur eitthvað er það hversu mikilvægt er að opin, gagnrýnin hugsun fái að njóta sín í samfélaginu og skólum svo að fólk hengi sig ekki í málstað og verji hann gagnrýnilaust fram í rauðan dauðann. Leikskólabörn glíma við heimspekilegar ráðgátur „Þú skilur þetta þegar þú verður stór“ er ekki svarið sem börn leita eftir þegar þau spyrja stórra spurn- inga. Björn Rúnar Egilsson vonast til að veita full- orðnu fólki innblástur til að rökræða við börnin sín með smáritinu Heimspeki fyrir uppalendur. Rök Hvaða saga eða ævintýri sem er getur verið kveikjan að heimspeki- legum vangaveltum að sögn Björns og rökræðan getur farið fram í leik. Ef börn fá fyrst tækifæri til rökræða þegar þau eru komin á unglingsaldur er það mikil hindrun hvað það er þeim framandi. Þau líta á rökræður sem keppni Í HEFTINU „Heimspeki fyrir uppalendur“ ráðleggur Björn foreldrum, ömmum og öfum og öðrum sem umgangast börn fyrst og fremst að vera opin fyrir ráðgátum sem börn- unum finnst gaman að kljást við með þeim. „Það mik- ilvægasta er að full- orðnir mega ekki líta svo á að þeir þurfi að hafa öll svörin á hreinu, það eru engin gefin svör og á ekki að vera búið að ákveða niðurstöðuna fyrir fram heldur erum við að rann- saka málin saman.“ Heimspeki fyrir uppalendur fæst ekki í bókabúðum en áhugasamir geta pantað ein- tak hjá Birni sjálfum. Heftið kostar 2.000 kr. og rennur all- ur ágóði til byggingar mun- aðarleysingjahælis í Tógó á vegum ættleiðingafélagsins Sóleyjar og félaga. Pöntun má senda á netfangið egils- son@gmail.com og verður það sent heim. Með tíð og tíma hef- ur Björn hug á því að vinna efnið áfram í veglega bók. Stefnir á bók Ljósmynd/Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir Björn Rúnar Egilsson GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Arndís Þorgeirsdóttir frétta- stjóri og Erik Hirt listaháskólanemi. Þau fást m.a. við „sloprokk“ og „munsturbörn“. Fyrriparturinn er svona: Deilur halda helgir menn í heiðri nú sem áður. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Kalt er úti, kólnar geð, svo króknar sálartetur. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Ekki verður annað séð en aftur komi vetur. Guðrún Kristinsdóttir m.a.: Skárra væri ef veitti veð sá væni Lykla-Pétur. FH-ingurinn Davíð Þór Jónsson er í stöðugri afneitun frá veruleikanum: Ég hugsa að ég haldi með Haukunum í vetur. Svanhildur Hólm Valsdóttir brá m.a. fyrir sig flámæli með þessum skemmtilega árangri: Kuldinn engum gefur greð gránar hörundsletur. Úr hópi hlustenda botnaði Magda- lena Berglind Björnsdóttir á Blöndu- ósi: Í mig hollustunni hleð og heilsast við það betur. Margrét Guðmundsdóttir: Þetta verður þvílíkt streð að þreyja næsta vetur. Tómas Tómasson: Rændir sjóðir, rúin veð, ríkir fimbulvetur. Hörður Jóhannesson: Ekkert haldbært hef ég séð frá herrum þings í vetur. Kristín S. Guðjónsdóttir á Hrafn- istu í Reykjavík: Sigraðu hrollinn söngvum með. Já, syngdu í allan vetur. Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Ríkisútvarp- inu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Morgunblaðið/Ómar Verslað í snjókomu á Laugavegi „Sloprokk“ og „munstur- börn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.