Morgunblaðið - 24.10.2009, Side 24

Morgunblaðið - 24.10.2009, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Iðnaðarráð-herra ogsveitarfélög á Norðausturlandi undirrituðu í fyrradag vilja- yfirlýsingu um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Sam- komulag er um það á milli að- ila að nýta jarðvarma í Þing- eyjarsýslum „til stórfelldrar atvinnuuppbyggingar“ á svæðinu. Iðnaðarráðherra lætur þetta ekki nægja heldur árit- aði hún í gær drög að fjárfest- ingarsamningi við Verne Holding um tímabundnar ívilnanir vegna byggingar og reksturs gagnavers á Suð- urnesjum. Fyrirmyndin er þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju hér á landi á und- anförnum árum. Árituninni hyggst iðnaðarráðherra fylgja eftir með frumvarpi sem heimili gerð fjárfesting- arsamnings. Allt væri þetta ágætt og yrði til að blása landsmönnum bjartsýni í brjóst, ef ekki væri fyrir orð og athafnir annarra ráðherra. Menn eru minnugir þess að í ágúst sl. var undirritaður fjárfestingarsamningur við Norðurál vegna byggingar ál- vers í Helguvík. Því var fagn- að og litið á það sem stóran áfanga og velvilja af hálfu stjórnvalda. Nú væri leiðin greið og álverið fengi að rísa án fyrirstöðu úr þeirri átt. Í september gerðist það svo að um- hverfisráðherra felldi úr gildi ákvörðun Skipu- lagsstofnunar og tafði framkvæmdir þannig um allt að tveimur árum. Úrskurður um- hverfisráðherra var mikið áfall fyrir Helguvíkurverk- efnið og hefur sett það í al- gert uppnám. Umhverfisráðherra vinnur því gegn atvinnuuppbyggingu en verra er að fleiri ráðherrar hafa horn í síðu atvinnulífsins. Félagsmálaráðherra sýndi það til að mynda á þingi Alþýðu- sambands Íslands að hann er ekki aðeins andsnúinn sjávar- útveginum heldur einnig upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Í dæmalausri ræðu sinni hamp- aði hann til að mynda rík- isstjórninni fyrir að hafa ekki endurnýjað viljayfirlýsingu um álverið á Bakka og sagði ekkert lýsa betur áherslum ríkisstjórnarinnar. Hjá ríkisstjórninni stangast hvað á annars horn. Einn undirritar viljayfirlýsingu á meðan annar hreykir sér af því að hafa hafnað vilja- yfirlýsingu. Einn gerir fjár- festingarsamning en annar gerir hann að marklausu plaggi. Á meðan framganga stjórn- valda er með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, er stað- reyndin sú að undirskriftir og áritanir stjórnvalda um at- vinnuuppbyggingu eru ekki pappírsins virði sem þær eru ritaðar á. Yfirlýsingar stjórn- valda um atvinnu- uppbyggingu eru sýndarmennska} Stangast hvað á annars horn Þegar horft vartil laga og reglna um for- sætisráðherraemb- ættið lét það ekki mikið yfir sér. Ókunnugir gátu fengið þá til- finningu að það embætti hefði mjög takmarkað verksvið og ekki krefjandi. Samskipti við Alþingi og forsetaembætti áttu undir ráðuneytið, þjóðgarð- urinn á Þingvöllum, sem þó var að mestu á forræði þingkjör- innar nefndar, ráðherrabústað- urinn og fleira smálegt. En eitt lykilatriði fylgdi sem undir- strikaði vægi forsætisráðu- neytis og ráðherra þess. For- sætisráðherrann var æðsti yfirmaður efnahagsmála. Með vísun til þessa gat forsætisráð- herrann haft puttann á flestum þeim atriðum, sem ríkisstjórn vélaði um á hverjum tíma. Og einmitt af þessum ástæðum heyrði Þjóðhagsstofnun undir ráðuneytið. Ríkissáttasemjari var jafnan í góðum tengslum við for- sætisráðherrann, ráðherra efnahags- mála, þótt hann heyrði að formi til undir annan ráðherra. Seðla- bankinn var færður undir ráðu- neytið af sömu ástæðum. Nú hefur þessu verið breytt, illu heilli. Þetta verksvið hefur ver- ið fært undir annað ráðuneyti, sem reyndar er um þessar mundir stjórnað af manni sem ekki nokkur maður hefur kosið. Skýringarnar sem gefnar eru manna á milli á þessum breytingum eru þær helstar að núverandi forsætisráðherra ráði ekki við stjórn efnahags- mála og hafi engar forsendur til þess og engan áhuga á þeim. Það skal ekki rengt. En það er ólánsverk að veikja stjórn- skipun landsins með þessum hætti á versta tíma, þótt for- ustunni í ríkisstjórn sé svo háttað um stund. Stjórnskipun landsins veikt á versta tíma} Forsætisráðuneyti á brauðfótum E ins og sannri fegurðardrottningu sæmir hef ég ætíð haft mikinn áhuga á ferðalögum og lestri góðra bóka. Fyrir nokkrum ár- um kom ég mér svo upp nýju áhugamáli; því að fylgjast með vænlegum fjárfestingarkostum. Þetta gerðist einhvern veginn eins og af sjálfu sér og mér finnst, eftir á að hyggja, ég jafnvel hafa verið eini Íslendingurinn sem fór að velta slíku fyrir sér (án þess að láta af fjár- festingunni verða, það er að segja). Ég hafði aldrei grætt nema í Matador en er reyndar óvenju heppinn í spilum, eins og eig- inkona mín veit. Og auðvitað hef ég ekki hagn- ast á þessu nýja áhugamáli, vegna þess að aldrei varð neitt af fjárfestingunni; ég velti kostunum bara fyrir mér. Blessunarlega. Þess vegna hef ég heldur ekki tapað á áhugamálinu. En svo rifjaðist upp fyrir mér að ég og peningar áttum einu sinni samleið. Það var í æsku og áhugi á fjármálum og bóklestri fór ágætlega saman. Þá sat ég kvöldin löng og gluggaði í bankabókina sem við afi minn og nafni stofnuðum og kölluðum Flöskur og gler. Við söfnuðum sem sagt gosflöskum, saman eða hvor í sínu lagi, féð var lagt inn á bók í mínu nafni, og pening- arnir hreinlega hrúguðust upp í hirslum Iðnaðarbankans sáluga í Sjallahúsinu á Akureyri. Því má segja að neðri hæðin í Sjallanum hafi verið grunnurinn að fyrsta fjárhagslega stórveldi mínu, sem stóð allt þar til ég fór að venja komur mínar á hæðina fyrir ofan Iðnaðarbankann. Þau áttu eftir að verða fleiri og stærri en það er önnur saga. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég eignaðist allt í einu ótal vini úti í hin- um stóra heimi; í Nígeríu, Benín og víðar, vini sem vildu fyrir alla muni treysta fjárhag minn og afkomendanna næstu aldir. Þar var ekki verið að tala um flöskur og gler heldur milljónir. Milljónatugi. Jafnvel milljarða. Ég er ekki alveg viss því reiknivél- in mín réð ekki við svona mörg núll. Ótrúlegt að svona góðhjartað fólk skuli vera til í alvörunni og velji mig, af öllum millj- örðunum hér á jörðinni. Illu heilli fyrir fjölskylduna er ég svo tíma- bundinn, einmitt um þessar mundir, að ég get ekki sinnt þessu góða fólki. Gerði ég það þyrfti ég áreiðanlega aldrei framar að dýfa hendi í kalt vatn, en það verður bara að hafa það. „Kæri góði vinur, ég er herra Smith Kole, fjár- málaráðgjafi. Mig langar að varðveita þennan sjóð (usd$15.5m) í felum hjá þér þar til ég kem frá skrifstofu minni sitjandi og fjárfesti í þínu landi í alvöru við- skiptum.“ Sáraeinfalt. Annar vill einfaldlega gefa mér peninga. Ég sendi 185 dollara til staðfestingar á því hver ég er og strax eftir helgi þarf að byggja við hvelfinguna í bankanum mínum. Svo kaupir maður sér sumarbústað í Benín. Þar koma ferðalögin aftur við sögu. Í lokin er rétt að taka fram, í ljósi þess að hér bar fjár- mál á góma, að ég er 1,75. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Af gjafmildu fólki í útlandinu Ungum konum hætt- ara við svínaflensu FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is V ísbendingar eru um að ungum konum sé hætt- ara við að sýkjast alvar- lega af svínaflensu og að þær deyi frekar af völdum hennar en aðrir samkvæmt niðurstöðu nýrrar kanadískrar rannsóknar sem birt var um miðjan október í JAMA, The Journal of the Medical Association. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu apríl til ágúst á þessu ári og náði til 168 alvarlega veikra sjúklinga sem lagð- ir voru inn á 38 gjörgæsludeildir sjúkrahúsa vítt og breitt um Kan- ada. Meðalaldur sjúklinganna var um 32 ár og af þeim voru 67,3% kon- ur. 29 sjúklingar létust af völdum flensunnar, þar af 21 kona eða rúm- lega 72%. Annað sem kemur á óvart er að aðeins 30% sjúklinganna höfðu undirliggjandi sjúkdóma. Hins veg- ar voru sjúklingar, sem veikir voru fyrir og eldri, líklegri til að deyja af völdum flensunnar en aðrir. „Sláandi“ niðurstaða Rannsakendur segja óljóst af hverju konur virðast frekar í áhættuhópi en að sú niðurstaða sé „sláandi“. Aðrar rannsóknir hafi sýnt að óléttar konur séu í aukinni áhættu en að öðru leyti er sé tíðnin nokkur ráðgáta. Læknirinn Anand Kumar sem starfar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Winnipeg, segir að dánartíðni sé yfirleitt hærri meðal karla þegar smitsjúkdómar eru annars vegar. Hann segir konur almennt hafa minni lungu en karlar. Sé síðan of- fitu bætt inn í jöfnuna, sem geti einnig haft áhrif á lungnastarfsemi, aukist áhættan á alvarlegri sýkingu vegna H1N1 enn frekar. Konur ekki í meiri áhættu hér Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir enn sem komið er engar vís- bendingar um að ungar konur hér á landi séu í meiri áhættu en aðrir að sýkjast alvarlega vegna svínaflens- unnar. Hins vegar sé talið að þungun auki áhættuna. „Þetta getur verið breytilegt eftir stöðum í heiminum og einnig geta tilviljanir valdið þessu, en ég þori ekki að fullyrða að [ungar konur] séu í sérstökum áhættuhópi.“ Haraldur segir vel þekkt að ólétt- ar konur séu viðkvæmar fyrir sýk- ingum, s.s. malaríu, bólusótt og venjulegri inflúensu. „Það er vænt- anlega eitthvað sem gerist með ónæmiskerfið vegna þungunarinnar sem þar hefur áhrif.“ Hættan á að þungaðar konur þurfi að leggjast á sjúkrahús vegna inflú- ensunnar virðist vera um 0,3 á hverja 100.000 íbúa, sem er um fjór- föld áhætta miðað við konur sem eru ekki barnshafandi. Hann telur svínaflensuna leggjast jafnt á bæði kyn hér á landi en segir tilfellin ennþá fá og enn eigi eftir að koma í ljós hver þróunin verði. Í greininni í JAMA, um kanadísku rannsóknina, kemur fram að styrk- leikar hennar felist í því að hún sé sú umfangsmesta sem gerð hafi verið á sjúklingum alvarlega veikum af svínaflensu. Hins vegar takmarki sá sjúklingahópur einnig niðurstöð- urnar. Ekki hafi verið rannsökuð af- drif minna veikra sjúklinga af völd- um flensunnar eða ástæður sýkinga. Reuters Konur Kanadísk rannsókn sýnir að konur séu í meiri áhættu á að veikjast al- varlega af svínaflensu. Slík staða er ekki komin upp hér á landi. Ástæður þess að ungar konur í Kanada virðast frekar sýkjast alvarlega af svínaflensu en aðrir eru nokkuð á huldu. Hér á landi er tölfræðin önnur. Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1) geisar nú um allan heim eftir að fyrstu tilfelli greindust í Banda- ríkjunum í apríl 2009. Fyrstu til- felli heimsfaraldursins á Íslandi greindust í maí 2009 og hefur hann síðan breiðst út um landið. Alvarleg einkenni sýking- arinnar eru einkum lungnabólga af völdum veirunnar sjálfrar sem leitt getur til öndunarbilunar og dauða. Einstaklingar á öllum aldri með eftirtalda sjúkdóma eru í aukinni áhættu á að sýkjast:  Alvarlega hjartasjúkdóma  Alvarlega lungnasjúkdóma  Sykursýki  Alvarlega nýrnabilun  Alvarlega lifrarsjúkdóma  Tauga- og vöðvasjúkdóma  Ónæmisbilun Einnig óléttar konur og fólk með offitu (meira en 40 BMI). ÁHÆTTU- HÓPAR ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.