Morgunblaðið - 24.10.2009, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Í kór Samstillingin er mikilvæg þegar sungið er í kór þótt sumir þurfi að syngja hærra en aðrir eins og myndin ber með sér. Kórinn söng á samkomu í Mjódd í gær í tilefni af Breiðholtsdögum.
RAX
Berlín | Þjóðverjar hafa
valið. Þeir fleygðu
„Stóra bandalaginu“ út
með látum í þingkosn-
ingunum og köstuðu
jafnaðarmönnum
(SPD) út í pólitískt
hafsauga. Rústirnar
einar standa eftir af
SPD Gerhards Schröd-
ers sem einu sinni var
svo stoltur flokkur. Þótt
miðju-hægriöflin væru augljóslega
sigurvegarinn sluppu Kristilegir
demókratar (CDU) ekki við skrám-
ur. Tap þeirra var hins vegar hóflegt
en systurflokkur þeirra í Bæjara-
landi, Kristilega sósíalsambandið
(CSU), galt afhroð, aðeins jafn-
aðarmenn fengu verri útreið.
SPD virðist því skrapa botninn,
CSU er í frjálsu falli og mikil þreytu-
merki á CDU. Augljósir sigur-
vegarar eru Guido Westerwelle og
félagar hans í flokki Frjálslyndra
demókrata (FDP), þá Vinstriflokk-
urinn og Grænir – þessir þrír fengu
allir fleiri atkvæði en nokkru sinni
fyrr.
En veruleikinn er svolítið flóknari.
Helsti sigurvegarinn er Angela
Merkel. Kanslarinn tefldi afar djarft
og virtist taka of mikla áhættu en
hreppti stóra vinninginn. Ólíkt
flokknum hennar er hún nú öflugri
en nokkru sinni fyrr. Munum við
þess vegna sjá nýja Merkel sem er
laus við hömlurnar sem fylgdu
stjórnarsamstarfinu við SPD og
verður því ákveðnari, umbótasinn-
aðri og viljugri til að taka meiri póli-
tíska áhættu?
Menn ættu ekki að taka því sem
gefnu. Merkel tókst með naumindum
að komast hjá því að hafna í pólitískri
eyðimörk í síðustu þingkosningum
2005 þegar CDU barðist undir
merkjum róttækrar markaðshyggju
sem flokkurinn hafði tekið upp á
arma sína. Það sem varð henni óvænt
til bjargar var hömlulaus framkoma
Gerhards Schröders á kosninganótt,
framlag sem tryggði henni kansl-
arastólinn.
Vissulega eru heppni og góður ár-
angur óaðskiljanleg í stjórnmálum.
En Merkel hefur ekki freistað gæf-
unnar síðan þá. Öðru nær, hún hefur
markvisst stýrt CDU til vinstri af því
að hún lærði þrennt af kosninga-
ósigri CDU 2002 og naumum sigr-
inum 2005: Þjóðverjar vilja ekki fara
í stríð, þeir eru ekki yf-
ir sig hrifnir af efna-
hagslegum umbótum
og eru flestir til vinstri
við CDU/CSU.
Merkel gat lagt á
þessa braut vegna þess
að hún vissi að FDP
veitti henni vörn á
hægri vængnum, FDP
myndi fá til sín kjós-
endur sem væru ósátt-
ir við vinstri snúning
CDU en samþykkja
síðan samsteypustjórn
undir forystu CDU.
Samtímis þokaði Merkel SPD burt
af miðjunni – þar sem menn vinna
kosningar eða tapa þeim í Þýskalandi
– með því að fara sjálf í átt til vinstri
en gat eftir sem áður haldið fast í
möguleikann á starfhæfum þing-
meirihluta í hinu nýja kerfi fimm
flokka og það án þess að taka áhættu
með nýjum samstarfsmöguleikum og
heiftarlegum innri deilum.
Með öðrum orðum, galdurinn við
kosningasigur Merkels var að
tryggja meirihluta fyrir miðju-
hægriöflin til þess að hann gæti síð-
an, í meiri eða minni mæli, fylgt eftir
miðju-vinstristefnu. Ef Merkel skipti
núna um stefnu myndi hún aðeins
hleypa nýju lífi í sundurtættan flokk
jafnaðarmanna.
En auðvitað mun hin „svart-gula“
samsteypustjórn CDU og FDP
hnika til stefnunni – hægja á þeirri
stefnu að leggja niður kjarnorku-
verin, gera yfirborðskenndar breyt-
ingar á skattkerfinu og svo frv. – til
þess að valda ekki ákveðnum kjós-
endum og stuðningsmönnum í efna-
hagsmálum vonbrigðum. En það
verða ekki gerðar neinar afgerandi
stefnubreytingar.
En hvað sem því líður verður
valdatími Merkel enginn dans á rós-
um. Á næstu árum mun hún verða að
horfast í augu við efnahagskreppu,
vaxandi atvinnuleysi, auknar op-
inberar skuldir og viðfangsefni vegna
lýðfræðilegra breytinga en jafnframt
mjög snúnar ákvarðanir á sviði utan-
ríkismála varðandi Afganistan, Íran,
Pakistan og Miðausturlönd. Enn-
fremur er þess að gæta að þar sem
Stóra bandalagið er úr sögunni mun
hún ekki geta varpað sökinni á andóf
frá jafnaðarmönnum til að útskýra
málin ef hún hefst ekkert að.
Valfrelsi Merkel til að beita óvænt-
um brögðum á pólitíska leikvellinum
mun í reynd verða minna. Fram til
þessa hefur hún fengist við veikburða
eða enga stjórnarandstöðu. Þetta
mun breytast mjög snöggt, einkum
ef svo fer að fjölgað verður í herliðinu
í Afganistan. Framvegis mun hún
þurfa eiginleika sem hún hefur ekki
sýnt hingað til: leiðtogahæfileika og
getu og hæfni til að taka af skarið.
Sigur svart-gulra hefur ennfremur
lagt grunn að öðru munstri: rauðu,
dökkrauðu og grænu. Gömlu póli-
tísku fylkingarnar – vinstri og hægri
– eru í bili aftur mættar á vettvang.
Haldist þetta ástand fram yfir 2013
munu liðsmenn SPD standa frammi
fyrir viðfangsefni sem ekki er hægt
að öfunda þá af. Þeir munu þurfa að
koma á samfylkingu sem inniheldur
hugsanlegt samstarf við Vinstri-
flokkinn á landsvísu en án þess að
fara of langt til vinstri þegar kemur
að stefnumótun. SPD mun ásamt
Grænum verða að taka slaginn á
miðjunni en það útilokar mögu-
leikann á að berjast við Vinstriflokk-
inn um jaðarfylgið.
Og Vinstriflokkurinn – hreyfing
sem á rætur að rekja til hins gamla
valdaflokks kommúnista í Austur-
Þýskalandi og óánægðra SPD-
manna – mun verða að samþykkja
leikreglurnar og sætta sig við raun-
veruleika stjórnmálanna. Besta leið-
in til að ná þessu markmiði er að
Vinstriflokkurinn taki þátt í sam-
starfi í ríkisstjórnum einstakra sam-
bandsríkja. En erfitt er að spá fyrir
um það hvort slík verkaskipting með
Oskar Lafontaine, óánægðum, fyrr-
verandi SPD-manni, verður mögu-
leg.
Og Grænir? Hlutverk þeirra í slíku
samstarfi verður að vera fulltrúar
kjósenda í millistétt og þeirra sem
taka mest mið af umhverfisvernd. En
fari svo að á vinstrivængnum byrji
menn að keppast um það hver sé
mest til vinstri munu Grænir tapa og
það munu líklegustu samstarfsaðilar
þeirra einnig gera.
Eftir Joschka
Fischer
» Þjóðverjar vilja ekki
fara í stríð, þeir eru
ekki yfir sig hrifnir af
efnahagslegum umbót-
um og eru flestir til
vinstri við CDU/CSU.
Joschka Fischer
Höfundur hefur verið einn af forystu-
mönnum flokks Grænna í Þýskalandi
í nær 20 ár. Hann var utanríkisráð-
herra Þýskalands og varakanslari frá
1998 til 2005. ©Project Syndicate,
2009.
www.project-syndicate.org
Baráttan um miðjuna
Í KJÖLFAR efna-
hagshrunsins í október
2008 er fyrirsjáanlegt
aukið álag á dómstólum
landsins bæði í saka-
málum og einkamálum.
Skipaður hefur verið
sérstakur saksóknari í
efnahagsbrotamálum
auk þriggja saksóknara,
sérstaks aðstoð-
armanns og annars
starfsliðs til að takast á við sakamál
sem koma munu sum hver að öllum
líkindum fyrir dómstóla. Skilanefndir
fjármálafyrirtækja hafa verið settar á
stofn til að takast á við slit þeirra.
Gríðarlegum fjárhæðum er varið til
aðgerða af þessu tagi. Þá liggur fyrir
að skilanefndir hyggjast leggja fjölda
mála fyrir dómstólana á næstunni. Að
auki er líklegt að gjaldþrot margra
stórfyrirtækja muni leiða til mála-
ferla af ýmsu tagi, þar á meðal rift-
unarmála. Við þetta bætast svo
greiðsluaðlögunarmál sem eru ný af
nálinni og eiga beina rót í efnahags-
hruninu. Fyrrgreint má líka orða með
þeim hætti að nýtt eða aukið fjár-
magn sem rennur til rannsókna saka-
mála eða til slitameðferðar banka og
stórra fyrirtækja þurfi einnig að skila
sér með einhverjum hætti til dómstól-
anna svo að viðunandi jafnvægi geti
orðið á rannsóknarþætti og dóms-
þætti umræddra mála.
Álagið á dómstólana er að ein-
hverju leyti þegar komið fram. Þetta
sést m.a. ef bornar eru saman tölur
um málafjölda munnlegra fluttra
einkamála hjá stærsta héraðsdóm-
stólnum annars vegar á árunum
2005-2008 og hins vegar málafjölda
það sem af er árinu (gera má ráð fyrir
að þau verði um 1000 í árslok 2009).
Þær upplýsingar sem þegar liggja
fyrir benda eindregið til að fjölgun
mála hjá héraðsdómstólunum muni
nema nokkrum hundruðum munn-
legra fluttra mála á næsta ári og
næstu árin þannig að aukningin getur
skipt mörgum tugum prósenta. Þar
með er þó ekki sögð öll sagan því að
hrun bankakerfisins leiðir til fjár-
málalegra og lagalega álitaefna í áður
óþekktum mæli. Mál sem þessu
tengjast munu því reyna með nýjum
hætti á dómstóla landsins þar sem
sérþekkingar er þörf í auknum mæli.
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga
verða fjárveitingar til dómstóla
skornar niður. Gangi
það eftir án þess að
gerðar séu skipulags-
og fjárhagsráðstafanir
verða afleiðingarnar al-
varlegar. Þær helstu
eru að mál sem koma til
dómstólanna verða ekki
tekin til meðferðar og
þau afgreidd innan eðli-
legs tíma. Þau bíða ein-
faldlega í biðröð sem
verður að teljast óvið-
unandi. Þannig munu
aðilar einkamála og
sakborningar í sakamálum þurfa að
bíða von úr viti í óvissu um réttar-
stöðu sína. Að auki munu dómstólar
ekki leysa úr ágreiningsefnum og
eyða réttaróvissu sem óhjákvæmi-
lega rís sem afleiðing efnahagshruns-
ins. Slíkt réttarkerfi er ófullnægjandi
og telst annmarki á réttarríkinu.
Framanritaðar athugasemdir eiga
einnig við um Hæstarétt Íslands að
flestu leyti. Munurinn er helst sá að
sú flóðbylgja dómsmála sem hér er
spáð fyrir um lendir fyrst á héraðs-
dómstólunum en síðan á Hæstarétti.
Þau úrræði sem grípa verður til
strax eða fljótlega til að rétta hlut
dómstólanna eru að mati undirritaðs
einkum þessi:
Fjölga verður dómendum, löglærð-
um aðstoðarmönnum og öðru starfs-
liði dómstólanna.
Kanna þarf hvort unnt sé að fela
löglærðum aðstoðarmönnum af-
greiðslu einfaldari mála í meira mæli
en nú er.
Hraða þarf skipulagsbreytingum
sem m.a. miða að því að dreifa betur
álagi milli dómenda landsins.
Rýmka verður heimildir dómara til
að kveða til sérfróða meðdómsmenn
til setu í dóma til að mæta þeirri sér-
kunnáttu sem þörf verður á.
Dómstólar landsins eru sú stoð í
stjórnskipaninni sem ekki hefur feng-
ið nægilega athygli í þeim þreng-
ingum sem að steðja. Þó hefur sjald-
an verið mikilvægara en nú að þeir
séu þeim kostum búnir að geta leyst
hratt og örugglega úr þeim ágrein-
ingsefnum sem bíða á næsta leiti.
Eftir Stefán Má
Stefánsson
» Framanritaðar at-
hugasemdir eiga
einnig við um Hæstarétt
Íslands að flestu leyti.
Stefán Már Stefánsson
Höfundur er prófessor.
Til varnar
dómstólunum