Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
✝ Magnús Ágústs-son fæddist á
Raufarhöfn 29. des-
ember 1918. Hann
lést 18. október sl.
Foreldrar hans voru
Ágúst Magnússon,
verslunarmaður, f.
28.8. 1898, d. 5.10.
1970 og kona hans
Kristbjörg Jóhanns-
dóttir, f. 23.7. 1897,
d. 13.12. 1976. Magn-
ús var elstur systk-
ina sinna, en þau
voru Ívar, Karl og
Gunnar, allir látnir og Baldvin,
Geir, Guðný og Hilmar, sem lifa
systkini sín.
Kona Magnúsar var Laufey
Sveinsdóttir frá Norðfirði, f. 5.6.
1913, d. 17.7. 1979. Dætur þeirra
eru Kittý H. Magn-
úsdóttir Waage, f.
6.6. 1944 og Krist-
björg Ágústa Magn-
úsdóttir, f. 22.1.
1950. Barnabörnin
eru fjögur, barna-
barnabörnin átta og
eitt barnabarna-
barnaban.
Magnús stundaði
sjómennsku á bátum
og togurum ásamt
almennri landvinnu
þar til hann lét af
störfum. Allan þann
tíma bjó hann á Raufarhöfn en
dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík síð-
ustu árin.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Raufarhafnarkirkju í dag, 24.
október, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku pabbi minn.
Nú ert þú farinn – lagður af stað í
ferðalagið mikla sem við eigum öll
eftir að fara.
Eftir eru myndir og minningar,
góðar minningar:
– Ég sé fallega mynd af ykkur
mömmu í Ásbyrgi, þar sem þið hallið
höfðum saman ástfangin, brosandi.
– Ég í fanginu á þér, bæði uppá-
klædd, þú með hattinn. Oft með hatt
á höfðinu eða á reiðhjólinu með kask-
eitið.
– Við á gömlu götunni heima, bæði
í stígvélum, ég með svuntu, þú í
prjónavesti akandi stórum heima-
smíðuðum hjólbörum með stórri
tunnu ofan á. Við vitum til hvers.
– Þú í hópi góðra vina á sjómanna-
daginn á Raufarhöfn, allir í sjóstökk-
um, þú brosandi á móti birtunni.
– Það heyrast vélaskellir, þú á
Björgu siglandi inn höfnina. Það er
logn, sólin glampar á sjóinn. Höfðinn
og hólminn speglast í haffletinum.
Geislar vefa gullið trafið
þá glóey skín við nyrsta pól.
Í ótal myndum allt er vafið,
en öllu fegra er kvöldsin sól.
Þar sem liggja þínar rætur,
þinn er himinn land og dröfn.
Alla daga allar nætur
er yndislegt á Raufarhöfn.
(Aðalsteinn Gíslason.)
Elsku pabbi: Takk – takk fyrir að
vera þú.
Þín dóttir,
Kittý Hrönn.
Jæja gamli þá er þessi stund runn-
in upp. Hélt ég væri búinn að und-
irbúa mig undir hana en þetta er
samt erfitt þegar á reynir. Ég var
mikið hjá ykkur ömmu á mínum
yngri árum og brasaði í kringum
trilluna Björgu með þér en þú hélst
henni alltaf svo hreinni og glæsilegri
þó svo að þú stundaðir sjóinn stíft á
henni þess á milli. Þú fórst svo um
borð í Rauðanúp ÞH-160 og síðar um
borð í Stakfell ÞH-360 og seldir þá
frá þér Björgu sem ég held að hafi
verið erfið ákvörðun fyrir þig. Eftir
að þú misstir svo ömmu í þessu
hræðilega slysi á Oddsskarði 1979
varðstu partur af daglegu fjölskyldu-
lífi í Dagsbrún og borðaðir með okk-
ur flest kvöld. Mamma og pabbi
fluttu suður vorið 1985 en ég varð
eftir hjá þér um sumarið og haustið
og stundaði vinnu í frystihúsinu. Ég
fór suður um veturinn en kom aftur
og var hjá þér eitt sumar þegar ég
var háseti á Rauðanúp.
Dugnaður og góðmennska voru
þín helstu aðalsmerki og stóðstu ófáa
daga á háaloftinu, í móttökunni eða í
tækjunum þar sem þú sýndir yngri
mönnum hvernig vinna átti verkin, af
krafti og alúð. Við Þorbjörg fluttum
aftur til Raufarhafnar sumarið 1994
þegar ég tók við sem framkvæmda-
stjóri Jökuls hf. Þorbjörg fæddi svo
litla stúlku 18. nóvember 1994 og
ákvað að hún yrði skírð Laufey
María í höfuðið á ömmu sem hét
Laufey Helga María. Það er
skemmst frá því að segja að þú ólst
hana ekki síður upp en við Þorbjörg.
Samband ykkar Laufeyjar var ein-
stakt og ég held að suðurferðunum
hafi fækkað frá 1994 til 1999 en það
ár fluttum við Þorbjörg og Laufey í
Mosfellsbæinn. Þú komst svo endan-
lega suður í kringum 2000 og eyddir
næstu árum mest hjá mömmu en
einnig hjá Kittý og stundum hjá okk-
ur.
Síðustu árum ævi þinnar eyddir þú
á Hrafnistu. Að fylgjast með þér þar
var oft á tíðum nokkuð erfitt þar sem
þú varst ekki sáttur við að fara þang-
að inn, já gamli það er erfitt að eldast
og þurfa að fara inn á elliheimili, sér-
staklega ef maður er ekki sáttur við
það. Það var nú engu að síður hugsað
vel um þig á Hrafnistu og við skipt-
umst á að heimsækja þig og þá sér-
staklega mamma. Horft til baka þá
finnst mér að ég hefði átt að fara oft-
ar en svona er það nú, maður gleymir
sér í amstri dagsins og forgangsröðin
ruglast.
Við áttum mjög góðar stundir með
þér í blíðunni í sumar, fórum með þig
út í garð og Þorbjörg bauð þér upp á
bjór. Við hittumst svo nokkrum sinn-
um í haust en þér hrakaði með hverj-
um degi sem leið. Gamli ég kveð þig
með miklum söknuði en hugga mig
við að þú ert farinn að hvílast aftur í
faðmi ömmu en það eru nú 30 ár síð-
an síðast.
Hvíl þú í friði.
Kær kveðja,
Jóhann.
Elsku, afi og langi.
Pabbi hringdi í mig á laugardags-
morgun og tjáði mér að þú værir bú-
inn að yfirgefa okkur. Mikill sökn-
uður kom í huga mér og tómarúm í
hjartanu. Þú varst mín síðustu tengsl
við Laufeyju ömmu og þá miklu ást
og umhyggju sem ríkti í kringum
ykkur og á ykkar heimili.
Húsið ykkar Sólvangur var alltaf
fullt af fólki og kærleik og sóttust
barnabörnin í að vera í kringum ykk-
ur. Ég var ein af þeim sem naut
þeirrar gæfu og rifjast þá upp fyrir
mér sjómennskan þín og dugnaður-
inn. Minnist ég trillunnar sem þú átt-
ir sem hét Björg, sama hve lítil hún
var og sama hvernig viðraði, alltaf
fórst þú á sjóinn. Vegna þessa varstu
nefndur Maggi stormur, enda fórstu
til sjós þótt stormur væri í aðsigi.
Sumir halda en aðrir vita að þú lifðir
eftir þeirri sýn og málshættinum
„þeir fiska sem róa“ og þar dró
ákveðnin og sjálfsbjörgin þig áfram.
Staðsetning Sólvangs gerði það að
verkum að auðvelt var fyrir ömmu að
fylgjast með hvenær þú komst til
hafnar. Þegar sást til þín sigla inn
höfnina var oftast rokið út á bryggju
og tekið á móti þér og fengum við
krakkarnir þá að sigla með þér í
bátastæðið eftir löndun. Síðar stund-
aðir þú sjómennsku á stærri togur-
um.
Enn í dag man ég eftir því þegar
þið amma keyptuð ykkur Löduna og
fóruð austur á land. Í þeirri örlaga-
ríku ferð lentuð þið í bílslysi og
amma kvaddi okkur alltof snemma.
Ég veit að það var þér, sem og okkur
öllum, gífurlegur missir. Sá missir er
hluti af gangi lífsins sem við verðum
að lifa eftir og takast á við. Þú tókst á
því eins og öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur, með ákveðni og bjartsýni.
Ég er viss um að Laufey amma var
fyrsta manneskjan sem tók á móti
þér hinum megin og nú gleðjist þið
örugglega sameinuð á ný.
Fyrstu sumrin eftir að ég flutti til
Reykjavíkur sótti ég vinnu á Rauf-
arhöfn í fiskvinnslunni og varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að búa með þér í
Sólvangi. Við bjuggum ekki einungis
saman heldur unnum við líka saman í
vinnslusalnum. Þú vaktir mig á
hverjum morgni, við borðuðum
morgunmatinn og þá oftast ávaxta-
graut að mig minnir og síðan löbb-
uðum við saman út í frystihús. Í
frystihúsinu kynntist ég kraftinum í
þér og einstakri áræðni sem ég hef
lært af þér. Á þessum tíma gekkstu í
gegnum mikil bakveikindi, en alltaf
stóðstu bísperrtur við vélarnar og
stóðst fyrir þínu. Eftir á að hyggja
lýsir þetta þér í hnotskurn, sama
hvaða hremmingar þú gekkst í gegn-
um varst alltaf bísperrtur og hélst
áfram.
Við áttum yndislegan tíma saman
og sama er að segja um þann tíma
sem barnabörnin áttu með þér. Vildi
ég að sá tími hefði verið lengri en
innst inni veit ég að þinn tími var
kominn. Það er alltaf erfitt að láta af
hendi það sem er manni kært og því
er söknuðurinn mikill en minning-
arnar eru okkur mikilvægari og það
eru þær sem munu vera í hjarta okk-
ar um ókomna framtíð.
Kveðja,
Sigurður Helgi, Stella og börn.
Elsku langi minn.
Það er svo sárt að þú sért farinn,
mér hefur aldrei liðið svona illa á ævi
minni. Fyrst þegar ég frétti að þú
værir farinn grét ég ekki neitt því ég
áttaði mig bara ekki á því, ég fattaði
ekki að ég myndi aldrei heimsækja
þig eða tala við þig aftur. Ég þarf
alltaf að passa mig á því að fara ekki
að gráta og reyna að halda því inni,
því ég veit að ef ég læt það út þá get
ég ekki hætt. Það er svo mikið sem
mig langar að segja við þig.
Ég tók gula og hvíta bátinn sem
var inni í herberginu þínu, mig lang-
aði svo mikið í hann. Ég man þegar
þú gafst mér alveg eins bát, bara
minni og rauðan á litinn og ég eyði-
lagði hann gjörsamlega, ég var svo
lítil og ég var að reyna að átta mig á
því hvernig seglin voru hengd upp og
það endaði með því að ég var búin að
taka þau svo mikið í sundur að ég gat
ekki lagað þau aftur.
Ég man eftir göngutúrunum okk-
ar þegar ég var lítil. Ég man sér-
staklega eftir því þegar þú varst að
draga mig á sleðanum mínum og það
var haglél og þú stóðst alltaf fyrir
framan mig til að passa að haglélið
færi ekki í mig og ég myndi ekki
meiða mig. Þú hugsaðir alltaf svo vel
um mig. Ég man eftir því þegar þú
sóttir mig í leikskólann og við fórum
á elliheimilið að borða og þegar við
borðuðum niðursoðna ávexti og Mix
heima hjá þér. Þetta voru langbestu
dagarnir.
Mig langar að verða aftur þriggja
ára og fá þig og gömlu dagana aftur.
Göngutúrana okkar og allar samræð-
urnar. Þó ég hafi verið þriggja ára þá
skildi ég allt sem þú sagðir. Ég var að
skoða allar myndirnar okkar saman
og ég var svo glöð að sjá þær aftur og
endurlifa minningarnar en ég var
líka sorgmædd því þú ert farinn og
ég upplifi aldrei neitt svona aftur. Ég
man eftir flestu sem við gerðum, þótt
ég hafi verið svona lítil þegar það
gerðist. Ég man þegar við vorum
heima hjá ömmu og þú tókst mig á
hestbak, mér finnst það svo fyndið
þegar ég hugsa út í það, það hefðu
ekki margir 80 ára gamlir menn farið
á fjóra fætur til þess að tveggja ára
gömul stelpa gæti farið á hestbak.
Við töluðum um allt á milli himins og
jarðar og mér finnst svo skrýtið að
hugsa til þess að ég var ekki meira en
svona þriggja ára því þegar ég hugsa
til baka þá voru þessar samræður
svo þroskaðar. Við töluðum um
ömmu Laufey og fullt af öðrum hlut-
um. Ég man að alltaf þegar ég spurði
þig, „langi, hvað ertu gamall?“ þá
svaraðir þú alltaf, „langi er hund-
gamall“. Mér fannst það svo fyndið
þegar þú sagðir þetta og ég var alltaf
að spyrja þig þessarar spurningar
aftur og aftur. Það var svo gaman að
tala við þig og vera með þér og þú
varst alltaf svo góður við mig og
gerðir alltaf það sem ég bað um. Þú
ert uppáhalds manneskjan mín í öll-
um heiminum og ég gleymi aldrei
stundunum sem við áttum saman því
þær eru eitt af því dýrmætasta sem
ég á og ég mun alltaf geyma þær. Ég
vildi að þetta hefði aldrei gerst, þótt
ég vissi alltaf að þessi dagur myndi
koma og ég hélt að ég hefði búið mig
nógu mikið undir hann en ég held að
það hafi ekki verið nein leið til að búa
sig undir það að missa þig. Þú varst
einn af stærstu þáttum í lífi mínu og
verður það alltaf og ég veit að ég
væri ekki sama manneskja og ég er í
dag ef ekki væri fyrir þig.
Ég elska þig og ég sakna þín meira
en ég hef saknað nokkurs annars.
Hvíldu í friði, elsku langi minn.
Þín langastelpa,
Laufey María.
Elsku Langi minn.
Nú ert þú horfinn, kæri vinur, og
kominn á annan stað. Þegar ég hugsa
til baka þá rifjast margt upp þegar
þið Laufey voruð að koma í heim-
sókn, þá var gleðistund á heimilinu.
Þið voruð svo samrýnd og hún, elsk-
an, stjórnaði öllu og mátti allt. Þær
voru ekki fáar stundirnar sem þú
lékst við hana, hún stjórnaði leiknum
og þú hlýddir öllu sem henni datt í
hug. Eitt sinn kallaði hún: „Amma,
amma, komdu og sjáðu, nú er Langi
hestur.“ Ég náði í myndavélina og
tók svo fínar myndir af ykkur, þar
sem þú krýpur á fjórum fótum og
Laufey á baki þér með trefilinn þinn
fyrir taum og þið ljómuðuð svo bæði.
Ég á svo margar góðar minningar
og skemmtilegar myndir af ykkur
saman. Það var oft sem ég kom í
Langahús til að ná í ykkur, þú sóttir
hana svo oft á leikskólann. Mér er
það minnisstætt þegar ég kom einu
sinni, þá heyri ég glamur í leirtaui.
Þú sast inni í stofu og varst að hlusta
á útvarpið, en sú stutta var inni í her-
bergi að leika sér að mánaðarbollun-
um hennar Laufeyjar langömmu,
þessi sjón var svo elskuleg. Ég sagði:
„Hvað er í gangi hér, er hún að leika
sér að mánaðarbollunum hennar
langömmu sinnar?“ „Já,“ svaraðir
þú, rólega eins og ævinlega, „það er
allt í lagi, hún má það, elskan hans
Langa, hún brýtur ekki neitt, hún fer
svo vel með allt Langastelpan.“ Eitt
sinn er ég kom til ykkar var hún á
gönguskíðunum þínum inni í her-
bergi.
Já, þær voru margar góðu stund-
irnar sem þið Laufey áttuð saman,
stundirnar góðu í Bæjarásnum, í
Langahúsi, í Vogsholtinu hjá ömmu
og afa þar sem Húgó var alltaf með í
för, á göngutúrum ykkar um bæinn.
Fyrir sunnan í Smárarima hjá ömmu
og afa, í strætóferðum ykkar um
Reykjavíkurborg, já svona er enda-
laust hægt að telja. Þessar yndislegu
minningar geymi ég ætíð í hjarta
mínu.
Elsku Langi, ég vil þakka þér fyrir
allar þessar stundir og stundirnar
sem við áttum saman, bæði hér
heima á Raufarhöfn og úti á Kan-
aríeyjum. Þú undir þér svo vel með
okkur á Kanarí, þér leið alltaf svo vel
í sól og blíðu. Þar áttum við með þér
góðar stundir við skemmtun, söng og
dans.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Langi, ég bið góðan Guð að
geyma þig. Blessuð sé minning þín.
Kveðja,
Björg Guðrún Einarsdóttir,
Raufarhöfn.
Elsku Langi minn nú er komið að
leiðarlokum hjá okkur, samleið með
þér hefur verið einstök og ljúf.
Kveðjustundin er því afar erfið en við
vitum að nú líður þér vel á ný og veit-
ir það okkur mikla huggun. Við sökn-
um sárt samveru þinnar og allra
stundanna en ljúfar minningar
geymum við ávallt í hug okkar og
hjarta.
Þú gegndir stóru hlutverki í lífi
okkar og sérstaklega í lífi Laufeyjar.
Þegar ég minnist þín kemst ég ekki
hjá því að sjá hana þér við hlið.
Ég vildi að við gætum horfið til
baka og notið þeirra stunda á ný þeg-
ar við bjuggum öll á Raufarhöfn. Það
voru yndisleg ár.
Okkar tengsl urðu mikil eftir að
Laufey María fæddist. Þann dag
bættist ekki bara lítið elskulegt
stúlkubarn við fjölskylduna í Bæjar-
ásnum heldur einnig 76 ára langafi
sem strax varð virkur þátttakandi í
uppeldi stúlkunnar og hafði góðar
skoðanir á því hvað væri henni fyrir
bestu.
Ljúfar minningar fylla huga minn.
Ég sé þig fyrir mér krjúpandi á gólf-
inu til að spjalla og láta vel að litlu
stelpunni þinni og þegar fram liðu
stundir skríðandi á fjórum fótum
með henni og þið í hlutverki ýmiss
konar húsdýra. Ekki voru fáar ferð-
irnar sem þú rúntaðir með hana um
húsið í vagninum, þennan rúnt kall-
aðir þú Laugaveginn, herbergin voru
búðir þar sem þið keyptuð fína kjóla
og flotta skó. Þegar við þurftum að fá
pössun fyrir Laufeyju eftir hádegi
tók Stína það að sér. Þú varst ekki
sáttur og fannst sem þú værir að
missa þitt hlutverk. Við gátum ekki
lagt það á þig að hugsa um hana með-
an við værum að heiman og bentum
þér á að þú gætir alltaf heimsótt
Stínu og farið með Laufeyju í göngu-
túr líkt og venjan var. Laufey svaf úti
eftir hádegi og farið var með hana í
vagninum til Stínu. Áður en Laufey
vaknaði varst þú mættur á svæðið
tilbúinn í göngutúrinn sem tók beina
stefnu upp í Bæjarás þar sem þú
gættir hennar þangað til við komum
heim. Dagar í pössun hjá Stínu voru
taldir og ekki var aftur reynt að finna
pössun annars staðar fyrir Langa-
stelpu.
Heima þekkja margir sögu ykkar
og höfðu gaman af að fylgjast með
ykkar hugljúfu samskiptum. Eftir að
Laufey byrjaði á leikskóla var það al-
geng sjón að sjá ykkur leiðast hönd í
hönd heim úr leikskólanum. Oft var
komið við á Dvalarheimilinu þar sem
þið snædduð hádegisverð með heim-
ilisfólki, næst lá leiðin í Langahús
þar sem þið áttuð góðar stundir áður
en haldið var heim á leið með hugs-
anlegri viðkomu hjá ömmu og afa í
Vogsholti. Þegar við fluttum suður
héldu ævintýri ykkar áfram, minn-
isstæðar eru strætóferðirnar en
fyrsta strætóferð Laufeyjar var auð-
vitað með þér, það var svo margt sem
Langastelpa kannaði og upplifði
fyrst með Langa sínum.
Ykkar samband var svo elskulegt
það einkenndist af ást, virðingu, þol-
inmæði og skemmtilegum uppátækj-
um. Það var guðsgjöf sem auðgaði líf
ykkar beggja, dýrmæt lífsfylling fyr-
ir gamlan mann og dýrmætt vega-
nesti fyrir litla stúlku.
Elsku Langi, það eru forréttindi
að hafa átt þig að. Ég þakka þér allar
stundirnar, þær eru dýrmætari en
orð fá lýst, þú munt alltaf eiga stóran
og mætan stað í hjörtum okkar.
Góða ferð elsku Langi, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Saknaðarkveðja,
Þorbjörg.
Magnús
Ágústsson