Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 24.10.2009, Síða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 ✝ Óli Ragnar Jó-hannsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi í V- Skaftafellssýslu 12. september 1926. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi 16. október sl. Foreldrar hans voru Jóhann Þorsteinsson og Vil- borg Guðmunds- dóttir, bændur í Sand- aseli í Meðallandi. Systkini hans eru Páll, Ingibjörg, Sig- urlína, Jóhanna (d. 2007), Steinþór og Gunnar. Kona Óla Ragnars er Margrét Jó- mundsdóttir, f. 27. júlí 1935. Dóttir hjónanna Jómundar Einarssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, Örn- ólfsdal í Þverárhlíð í Mýrasýslu. Óli og Margrét bjuggu fyrst á Hvols- velli, fluttust þaðan í Örnólfsdal en keyptu jörðina Klettstíu í Norður- árdal árið 1965 og bjuggu þar síðan með sauðfé til ársins 1998 er þau létu af búskap. Óli og Margrét eign- uðust fjögur börn: 1) Geirfinna Guðrún, f. 1958, d. 2007, hún átti tvær dætur, Líf og Tinnu. Barns- faðir hennar var Gunnlaugur Ingv- arsson. 2) Jómundur, f. 1959. Hann á þrjú börn með fyrri sambýliskonu sinni, Þórdísi M. Reynisdóttur, Mar- gréti, Reyni Ásberg og Laufeyju Oddnýju. Sambýliskona hans er Guðríður Áskels- dóttir. 3) Eiður, f. 1963. Maki Guðrún Sigurjónsdóttir. Börn þeirra eru Jóhann Óli, Auður, Eyrún Margrét og Sigurjón Geir. 4) Elvar, f. 1969. Maki Þórhildur Þor- steinsdóttir. Börn þeirra eru Erna og Arnar Þór. Barna- barnabörn Óla og Margrétar eru sex. Óli Ragnar ólst upp hjá foreldrum sínum á Efri-Steinsmýri og gekk til bú- starfa fyrstu uppvaxtarárin. Hann fór snemma á unglingsárum í vinnumennsku í nágrenninu og síð- an á vertíð í Vestmannaeyjum en eftir það lá leiðin í ýmiss konar verkavinnu. Hann lauk vélstjóra- prófi frá Vélskóla Íslands. Mestan part starfsaldurs síns vann hann með þungavinnuvélar hjá ræktunarsamböndum og Vegagerð ríkisins þar sem hann var einnig verkstjóri. Hann starfaði mikið að slysavarnamálum bæði með Björg- unarsveitinni Heiðari og Slysa- varnafélagi Íslands. Hann vann einnig með Leikdeild Umf. Staf- holtstungna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveitarfélaginu. Útför Óla Ragnars fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 24. október, og hefst athöfnin kl. 13. Með örfáum línum langar mig til að minnast tengdaföður míns, Óla Ragnars Jóhannssonar, sem lést eftir hetjulega baráttu við veikindi sl. tvö ár. Þeir eiga gott sem geta tekið á móti erfiðum veikindum með æðru- leysi eins og hann gerði og haldið sínu striki þrátt fyrir marga miserf- iða daga. „Ef ég fengi bara sumarið yrði ég sáttur,“ sagði hann við mig í einni af fjölmörgum ferðum okkar til læknis í Reykjavík. Og það fékk hann, þetta líka góða sumar, og síð- ustu kröftunum var eytt í skógar- lundinum við að vökva og planta og að smíða lítið garðhús fyrir verkfær- in. Óli hafði alla tíð verið heilsuhraust- ur. Ég man varla eftir að hafa komið svo í heimsókn að Klettstíu að Óli hafi verið innandyra. Hann var lítið fyrir kyrrsetu og hafði mörg áhugamál sem hann fékk góðan tíma til að sinna eftir að hann hætti vinnu í Vegagerð- inni. Hann fór á námskeið í útskurði og nokkra vetur keyrði hann viku- lega í Borgarnes til að taka þátt í bók- bandi í félagsstarfinu. Og á sumrin vann hann í skógarlundinum við að gróðursetja trjáplöntur. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór á haust- in að leita kinda, aðallega á Bröttu- brekku, eftir að aðrir voru að jafnaði hættir fjárleitum. Hann fór þá yfir- leitt af stað snemma morguns og kom heim um miðjan dag með nokkrar eftirlegukindur. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast og sem gamall vegagerðar- maður langaði hann alltaf að fara nýj- ar slóðir, skoða ný vegstæði og fylgj- ast með framkvæmdum. Hann notaði þá tækifærið, bankaði uppá hjá kunn- ingjunum og þáði tesopa. Margt var spjallað, þjóðmálin voru ofarlega á dagskrá, pólitíkin, lífið og tilveran. Óli var félagslyndur og stutt var í kímnina. Hann hafði sínar skoðanir á málum enda búinn að reyna margt og kynnast mörgu á langri ævi. Hann miðlaði af sinni reynslu til okkar hinna, var lítið fyrir bruðl nútímans en fann endalaus not fyrir allt. Fátt var svo lélegt að ekki mætti nota það í eitthvað. „Jæja, það verður bara að henda þessu,“ heyrði maður ekki fyrr en hann var búinn að fullvissa sig um að svo væri. Óli var góður handverksmaður og um það bera vitni allir smíðagripirnir sem við eigum eftir hann. „Í Með- allandinu smíðuðu menn það sem þeir þurftu að nota,“ sagði hann og síðasta handverk hans voru smáar tölur, tálgaðar úr beini, sem prýða nú peysu yngsta barnabarnsins. Það var sama hvort hann tálgaði úr beini, renndi rokka eða skar út. Allt var þetta fínlegt og vel gert og hugsað fyrir hverju smáatriði. Við Eiður, Jóhann Óli, Auður, Ey- rún Margrét og Sigurjón Geir þökk- um samfylgdina, hjálpsemi og elsku- legheit í okkar garð. Blessuð sé minning góðs manns. Guðrún Sigurjónsdóttir. Elsku Óli afi og langafi. Ég vissi ekki hversu sárt það yrði og erfitt að kveðja þig elsku afi. Þú hefur alltaf verið til staðar og það verður svo skrítið að koma í sveitina núna til ömmu og enginn þú. En það sem kemur upp í hugann er við minn- umst þín eru öll smáatriðin. Ég man vel þegar þú leiraðir með okkur barnabörnunum öll dýrin sem við mögulega gátum fundið upp á að búa til. Þú hafðir svo fallegt handtak og þér fór þetta svo vel úr hendi. Eins allir munirnir sem þú smíðaðir fyrir okkur og gafst okkur. Þetta er ómet- anlega dýrmæt eign í dag. Svo allar bækurnar sem þú bast inn og hvað mig langaði að kunna brot af því sem þú gast. Koma tímar, koma ráð. Allt var svo vel gert hjá þér afi að ég fyll- ist alltaf stolti að geta sagt frá því að þetta gerðir þú. Í sumar eignuðumst við Jómundur Atli okkar bestu stundir hjá ykkur ömmu. Við hefðum ekki getað varið sumrinu betur og erum svo þakklát fyrir þessar stundir sem við fengum með þér. Svo margar sögur og margt grínið og stutt í hláturinn og púkann hjá okkur í kvöldkaffinu. Elsku Óli afi, við minnumst þín nú og geymum í hjarta okkar allar ynd- islegu stundirnar okkar með þér. Núna ertu kominn í hóp englanna sem vaka yfir okkur. Guð gæti þín elsku afi. Við munum sakna þín. Þín sonardóttir, Laufey Oddný Jómundsdóttir og Jómundur Atli langafastrákur. Nú er hann Óli afi okkar látinn og hefur fengið lausn ur sjúkum líkama. Við systurnar eigum honum svo margt að þakka, sérstaklega frá þeim árum er við bjuggum hjá honum og ömmu í ævintýralandinu Klettstíu. Afi var vinnumaður, hann lét sjald- an sjá sig öðruvísi en að vinna að ein- hverju, hvort sem það var úti í skúr eða bara úti í náttúrunni, hann var árrisull og minnti okkur systurnar á það oftar en ekki að morgunstund gæfi gull í mund. Líf stökk á fætur snemma á morgnana til þess að fá hrós frá afa en Tinnu þótti gott að lúra fram eftir og þá stríddi afi henni góðlátlega á því. Um hver jól mátti maður búast við litlu listaverki frá afa og þau eru orðin mörg litlu ílátin sem afi gerði handa okkur og lamparnir sem hann renndi svo fallega. Afi var mikill nákvæmnismaður og við syst- urnar fengum líka að kynnast því í gegnum móður okkar, en hún var eins og hann með glöggt auga fyrir smáatriðum og ótrúleg nákvæmni og vandvirkni var þeirra merki. Það var alltaf ákveðin stund í Klettstíunni að spjalla við afa um pólitíkina og líðandi stund eftir mat- inn, þá var hann gjarnan með tebolla við hönd og jafnvel spilastokk og lagði oft kapal á meðan hann spjall- aði. Það verður skrýtið að koma aftur í Klettstíuna og enginn afi verður þar eftir matinn til að spjalla við um dag- inn og veginn, en við munum minnast þín í hjörtum okkar elsku afi, takk fyrir allt. Líf og Tinna. Óli í Klettstíu hefur kvatt þennan mannlega heim. Óla hef ég þekkt síð- an ég fyrst fór að muna eftir mér, er það ekki síst vegna þess vinskapar sem var á milli foreldra minna og Óla ásamt vinskap bræðra minna við Klettstíubræður. Mín fyrsta minning um Óla er frá því ég var sex eða sjö ára en þá var hann fenginn til að gera við Land Rover-jeppa Brekkubúsins. Foreldrar mínir voru í fjósi og ég var ein inni og datt nú í hug að taka til morgunkaffi handa Óla, sem ég og gjörði, og sátum við, fengum okkur kaffi og spjölluðum saman um heima og geima. Ég man ennþá hvað mér þótti miður þegar hann setti ofan í við mig fyrir hvað ég hefði nú skorið sneiðarnar af heimabakaða brauðinu þykkar, þetta yrði ég nú að passa og brosti svo. Ekki var þetta illa meint hjá honum, heldur bara að kenna barninu að fara vel með. Óla kynntist ég svo enn betur þegar örlögin hög- uðu því þannig fyrir tæpum 12 árum að ég náði í yngsta Klettstíubróður- inn og varð þar með tengdadóttir í Klettstíu. Aldrei bar skugga á sam- skipti okkar Óla og var hann yfirleitt boðinn og búinn að rétta okkur hjálp- arhönd við búskapinn, hvort sem var við heyskap eða smalamennskur, og oft áttum við ánægjulegt spjall yfir tebollanum þegar hann kom hér við á ferð sinni um sveitina, þá gjarna bú- inn að fara í bíltúr yfir í næstu sveitir eða jafnvel önnur héruð. Óli var mikill völundur í höndunum og er til hér á heimilinu margt fallegt handverkið eftir hann en einna vænst þykir mér um rokk sem hann smíðaði í fullri stærð og færði mér í vor. Margs er að minnast og hafa margar minningarnar komið fram í hugann síðustu daga en nú er komið að kveðjustund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Blessuð sé minning Óla í Klettstíu. Þórhildur. Handtakið var þétt. Brosið tvírætt eins og oft áður og gestur boðinn vel- kominn. Það var haust eins og nú, fyrir réttum tíu árum. Fyrr um dag- inn höfðu bændur gengið á eftir fé niður að bænum Klettstíu. Þar átti að draga heimafé frá ókunnugu. Gróður jarðar skartaði sínum fögru haustlit- um og Margrét húsfreyja bauð, þá sem síðar, inn í hraukað veisluborð. Hlaut að launum verðskulduð þakk- arorð frá þreyttum smölum er kunnu að meta og gerðu góð skil. Þáverandi bóndi, Óli Ragnar Jóhannsson, kom síðastur. Var lengur á fjöllum en aðr- ir að eltast við fé, þá kominn á átt- ræðisaldur. Lét sig ekki muna um að ganga af sér yngri menn. Vel á sig kominn, til orðs og æðis. Í litum haustsins hófust kynni sem héldust síðan. Það átti vel við. Sem móðir jörð, var fyrrverandi bóndi í Klettstíu, hrjúfur að utan, mýkri að innan. Andlitið, meitlað landslag, hlýtt og órætt í senn. Líkt og fjallageitin, er þarf sitt frelsi, stökk á fjöll þegar þörfin kom. Þekkir landið, virðir og les með haukfránum augum. Lét ekki mikið yfir sér en bjó yfir fjársjóðum sem grafa þurfti eftir. Eins og jörðin, gjöfull þegar inn úr brynjunni var komið. Hagl hrundi af hvarmi er sorg knúði dyra, sumt er ekki borið á torg, ekki af þessari kyn- slóð. Tungu gat orðið tregt að hræra en sem lækur rennur fram, komu orðin í annan tíma. Hvortveggja við- eigandi. Stóð af sér veður, eins og birkitré, sem lærir að verjast hríð- arbyljum íslenskrar náttúru. Völund- ur í höndum, gerði lítið úr, auglýsti eigi. Undi við sitt, hafði nægjusemi í blóðinu. Fjallageitin hefur ákveðið að kanna nýjar slóðir, ný fjöll bíða við sjóndeildarhring. Haustlitirnir senn að hverfa, laufið fokið af trjánum. Með þeim svífur á vit nýrra ævintýra bóndinn er eitt sinn bjó í Klettstíu. Blærinn flytur kveðjur og þakkir fyr- ir samfylgd. Birna G. Konráðsdóttir. Heiðarlegur, samviskusamur, vinnusamur og laghentur eru meðal lýsingarorða sem áttu við um Óla. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp við kröpp kjör, þegar gert var við allt sem bilaði og hlutirnir gjörnýttir. Á langri lífsleið fylgdist hann með því hvernig hagur manna batnaði, tækni fleygði fram og vinnuvélar sem léttu störfin komu til landsins. Hann lét framfarirnar ekki raska ró sinni né hafa áhrif á grunngildi lífs síns. Mesti lúxusinn sem hann veitti sér var að eiga sæmilega góðan bíl. Það var sátt milli manns og náttúru. Hann og Margrét voru nágrannar ömmu og Geirs í tugi ára og hefur alla tíð ríkt góður andi milli bæjanna. Fyrstu kynni okkar af Óla voru við smalamennsku og í réttum. Hann var með hegðunarmynstur sauðkindar- innar á hreinu, það var alltaf gaman að spjalla við hann um dýrin og heyra af búskaparháttum í Meðallandinu, en þar voru æskuslóðirnar. Á árunum eftir sjötugt fóru þeir Geir í ótal ferðir um Ísland, vöknuðu áður en köttinn dagaði og lögðu út á ystu annes eða inn á hálendið. Sjaldn- ast létu þeir nokkurn mann vita hvert ferðinni var heitið og var það senni- lega eins gott því annars hefði fólk bara haft áhyggjur. Þeir nutu þess- ara ferða. Ekki var óalgegnt að kíló- metranir nálguðust þúsund á einum degi, alltaf skyldi komið heim að kvöldi eftir að farið hafði verið yfir margar torfærur. Óli átti ekki tómstundir, hann var sívinnandi. Það var sama hvert hrá- efnið var, tré járn eða bein, allt varð að listilegum smíðisgrip í höndum hans. Þá voru ræktaðar matjurtir með góðum árangri og kom stundum metingur í grannana við þá iðju. Hann hóf trjárækt í Klettstíu og munu komandi kynslóðir njóta lund- arins í framtíðinni. Hann var opin fyrir nýjungum og fylgdist glöggt með kartöflurækt okkar á liðnu sumri þótt hún væri með óhefð- bundnu sniði. Í síðustu heimsókinni gladdist hann með okkur yfir góðri uppskeru og kvað mann læra eitt- hvað nýtt svo lengi sem lifði. Aðstoð Óla við okkur hin síðari ár hefur verið ómetanleg. Hann gaf okkur góð ráð, lagfærði það sem lag- færa þurfti og viðhélt tengslum okk- ar við landið. Tebollarnir við eldhús- borðið eru orðnir býsna margir og við eigum eftir að sakna heimóknanna þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar. Við munum umfram allt sakna góðs félaga. Við sendum Margréti, afkomend- um og tengdafólki innilegustu sam- úðarkveðjur. Málfríður og Tuomas. Í hugum okkar varð Óli aldrei gamall og var langt frá því að verða gamall nöldurseggur. Hann var op- inn fyrir nýjungum, áhugasamur um allt á milli himins og jarðar og ávallt með góð ráð í pokahorninu fyrir okk- ur borgarbúana sem litum við í sveit- inni af og til. Já, það var ómissandi þáttur að fá Óla í te í Dalsmynni. Hann hafði þægilega nærveru og víð- tækur áhugi hans á málefnum og fólki varð til þess að aldrei skorti okk- ur umræðuefni. Það voru því ófá at- riði krufin við eldhúsborðið í Dals- mynni, allt frá pólitík líðandi stundar til sagna af fyrri tímum í sveitinni, og skipti þá kynslóðabilið viðstadda engu. Alltaf var stutt í húmorinn hjá Óla og kímdi hann eflaust oft yfir at- höfnum okkar borgarbúanna í sveit- inni. Líklegast þótti honum undar- legt hversu langt frameftir við áttum til að sofa en af góðri háttvísi og til- litssemi hafði hann það fyrir venju að banka ekki upp á fyrr en búið var að kveikja ljós í húsinu eða draga frá svefnherbergisgluggunum. Það bar nokkuð oft við að lyklarnir okkar gleymdust í borginni og var þá eina ráðið að bruna í Klettstíu og fá Óla til að opna fyrir okkur. Eitthvað var um að við festum bílinn í skafli eða skurði á leiðinni og var Óli þá ávallt fyrstur á staðinn til að hjálpa, og gerði bara örlítið grín að okkur fyrir vikið. Ef eitthvað bjátaði á eða þörf var á hjálp var Óli alltaf til stað- ar og reiðubúinn að aðstoða og ráð- leggja. Hann var ekki aðeins ungur í anda heldur einnig frár á fæti. Það var því oft á tíðum óhentugt fyrir okkur yngra fólkið hversu hress hann var. Það leit ekki vel út fyrir okkur þegar háaldraður maður hljóp hraðar en við á eftir kindunum í smölun, færði til og græjaði eitthvað sem var okkur ráðgáta og virtist ekki hafa neitt fyrir því. Það er mikill missir að nágranna eins og Óla. Það verður tómlegt í Dalsmynni án te-heimsókna hans, samtalanna, húmorsins og ráðanna. Við kveðjum góðan vin og sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð- aróskir. Aino Freyja, Geir Matti og Sesselja. Hann Óli í Klettstíu fór um líf sitt af heiðarleika, einlægni og jákvæðni. Þeir sem verða þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast slíku fólki eru ríkari á eftir. Klettstía er í Norðurárdalnum miðjum, á fallegum stalli uppi í hlíð- inni á móti suðri. Óvíða er fegurra út- sýni yfir Desey en grundir hennar eru grænni en allt sem grænt er á sumrin en bleikari en allt sem bleikt er á haustin. Um vetur líður Norð- uráin þar á milli skara og það stirnir á hjarnið undir skini dansandi norð- urljósa. Þetta umhverfi hefur Óli nú yfirgefið og það er ekki samt á eftir. Ég kynntist Óla eftir að ég varð rektor á Bifröst þegar hann kom til mín og lýsti stuðningi sínum og sveit- unga sinna við uppbygginguna þar. Hann gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að skjóta nýjum stoðum undir samfélagið í dalnum og að háskóla- þorpið á Bifröst væri þar ekki ógn heldur tækifæri. Þannig var Óli og eftir þetta kom hann oft við hjá mér í spjall. Hann gaf drengnum góð ráð og við ræddum landsins gagn og nauðsynjar. Þessi kynni okkar urðu mér ómetanleg. Fyrir mína hönd og minna sam- ferðamanna á Bifröst á þessum tíma vil ég þakka Óla fyrir jákvæðnina, stuðninginn og vinskapinn. Runólfur Ágústsson. Óli Ragnar Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.