Morgunblaðið - 24.10.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.10.2009, Qupperneq 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 ✝ Álfheiður Ást-valdardóttir fæddist á Sauð- árkróki 30. maí 1918. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks 14. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ástvald- ur Einarsson verka- maður á Sauð- árkróki, f. 7.8. 1889, d. 23.8. 1955, og Sig- urbjörg Pálsdóttir, f. 12.5. 1894, d. 24.8. 1949. Þau bjuggu á Sauðárkróki. Systur Álfheiðar eru Ingibjörg Kristín, f. 8.9. 1916, d. 14.2. 1933, Pála Sigurrós, f. 27.9. 1921, d. 1.7.2005, maki Hálfdán Sveinsson verslunarmaður, f. 13.6. 1914, d. 5.12. 2006, og Stefanía Björg, f. 11.9. 1926, maki Geirald Sigurberg Gíslason bifreiðastjóri, f. 7.12. 1910, d. 29.6. 1977. Álfheiður giftist árið 1949 Jó- hanni Ólafssyni verslunarmanni á Sauðárkróki. Sonur þeirra er Ólafur Helgi Jóhannsson, f. 16.7. 1950, maki Alda Valgarðsdóttir, f. 3.4. 1958. Börn a) Sara Dögg, f. 1.1. 1978, maki Friðgeir Ingi Ei- ríksson, f. 16.11. 1978, börn Julian Ingi og Ýmir, b) Jóhann Örn, f. 30.7. 1980, maki Julie Björk Gunn- arsdóttir, f. 20.7. 1988, barn Seb- astian Örn, f. 13.9. 2008, áður átti Jóhann Örn soninn Ólaf Dag, f. 27.7. 2001. c) Elvar Már, f. 16.2. 1982, maki Lilja Dögg Guðmunds- dóttir, f. 9.7. 1986. Áður átti Álf- heiður soninn Ástvald Inga Guð- mundsson, f. 8.9. 1941, maki Þórdís Einarsdóttir, f. 24.6. 1944, d. 17.6. 2007, börn þeirra a) Hólm- ar, f. 29.4. 1967, maki Óla Björk Egg- ertsdóttir, f. 27.11. 1969, börn Orri Þór og Birna Hrund. b) Álfheiður Hrönn, f. 21.9. 1970, maki Halldór Björn Hall- dórsson, f. 12.6. 1971, börn Dagur og Egill Birnir. c) Ás- geir, f. 31.8. 1981, maki Karolína Einarsdóttir, f. 9.6. 1980, börn Lilja Hrönn og Þórdís Marín. Alla var alla tíð mjög vinnusöm kona og þjónustulipur, góð hús- móðir og hafði gaman af að taka á móti gestum. Hún vann mikið við ræstingar, bakstur og sláturgerð tók hún að sér fyrir mörg heimili, en hennar aðalvinna til fjölda ára voru ræstingar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Alla var mikil hann- yrðakona og nú á síðari árum mjög áhugasöm og afkastamikil á alls lags verkum sem hún vann heima og í föndurtímum í safn- aðarheimilinu. Alla hafði sérlega gaman af börnum og nutu barna- börnin þess að vera hjá henni. Hún bjó í Björkinni sinni, eins hún hafði viljað, utan fimm síðustu dagana, sem hún dvaldi á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks. Útför Álfheiðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 24. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 14. Mig langar aðeins að minnast hennar Öllu tengdamóður minnar sem lést 14. október síðastliðinn. Það eru orðin rúmlega 30 ár sem við höf- um verið samferða og aldrei borið skugga þar á. Það eru fáir einstak- lingar sem voru eins duglegir, um- hyggjusamir og nægjusamir og Alla sem alltaf vildi vera eitthvað að gera fyrir fólkið sitt, hvort sem það voru börnin okkar eða við fullorðna fólkið. Þegar við komum í heimsókn norður var alltaf hlaðið matarborð; kjötsúpa fyrir Óla og sérréttir fyrir hvern krakkanna, eftir því sem þeim þótti best, og alltaf hafði hún áhyggj- ur af að þetta væri ekki nógu gott. Síðan var það lambahryggur og ettu mig í eftirrétt fyrir heimferðina. Það verða undarleg jólin hjá okkur í ár en öll aðfangadagskvöld frá því ég varð tengdadóttir hennar hefur hún verið hjá okkur, fyrst á Krókn- um og síðan kom hún til okkar í Garðabæinn. Um miðjan desember birtist hún tilbúin í jólaverslunina en seinni árin kom hún klyfjuð af gjöf- um sem hún hafði föndrað eða málað handa öllum og á ég marga diskana eftir hana, heklaða dúka o.fl. Jóhann tengdapabbi lést árið 1983, sem var alltof fljótt, þannig að Alla var ein- sömul í tuttugu og sex ár, bjó í Björk- inni sinni og vildi helst hvergi annars staðar vera. Hún tuðaði yfir þessari Reykjavík, hvað allt væri ómögulegt hér, en þau sextán ár sem við höfum búið hérna hélt hún nú alltaf að hún kæmi ekki aftur, þetta væri síðasta ferðin. Ég hélt ekki að síðasta ferðin yrði sú sem hún kom til okkar nú í sept- ember, því aðeins tæpum mánuði fyrir andlátið kom hún í augnaðgerð og keyrðum við hana heim eftir hana 24. september. Ekki fékk hún notið betri sjónar, a.m.k. ekki hér á jörðu. En Alla var orðin þreytt og trúi ég að hún sé ánægð núna og gamli hlát- urinn farinn að hljóma. Ég þakka fyrir allar góðu stund- irnar í gegnum árin. Blessuð sé minning þín. Alda Valgarðsdóttir. Amma mín í Björk átti endalausa gleði og hlýju sem ég fékk að njóta frá því að ég man fyrst eftir mér hlaupandi til hennar eftir skóla á Króknum. Allt var leyfilegt í Björk- inni og amma var ævinlega í aðal- hlutverki hver sem leikurinn var. Ég var örugglega kominn undir ferm- ingu þegar hún hætti að leyfa mér að vinna í spilum eða þóttist ekki finna mig í feluleik í Björkinni. Eftir að foreldrar mínir fluttust burt frá Króknum kom ég margar ferðir og mörg sumur aftur á Krók- inn til að spila fótbolta. Amma fylgd- ist vel með þessum ferðum öllum og beið alltaf klár með mat og uppbúin rúm í Björkinni og ekki bara fyrir mig heldur félaga mína líka ef svo bar undir. Lummuveislur ömmu og aðrar velgjörðir voru frægar í Tinda- stólsliðinu og víðar. Amma eignaðist líka sérstakan stað í hjarta Ólu Bjarkar og krakk- anna. Sama fjörið og úthaldið hjá gömlu hvernig sem stóð á. Það eru líka ógleymanlegar ferðirnar með henni til dæmis á Síldarminjasafnið á Siglufirði þar sem hún þá á níræð- isaldri hermdi eftir síldarsöltun og fleiru þannig að ekki gleymist þeim sem voru í safninu þann daginn. Eða þegar við fórum með henni í Há- skólabíó að sjá Stellu í Orlofi og amma hló alveg stanslaust alla myndina. Amma var alveg einstaklega dug- leg og ósérhlífin kona. Hún var líka ákaflega gjafmild og umfram allt skemmtileg og hlý. Við þökkum henni allt. Hólmar. Þegar ég frétti að amma mín væri látin settist ég niður og lét hugann reika. Þessi magnaða og yndislega kona sem hafði verið stór partur af lífi mínu var nú búin að kveðja þenn- an heim. Í fyrstu varð ég sorgmædd- ur en hins vegar gafst mér tími til að rifja upp allar þær dásamlegu minn- ingar sem hún skilur eftir. Ég fór að rifja upp æskuárin mín á Króknum og þær ófáu heimsóknir sem voru farnar til ömmu í Björk. Ég minnist þess þegar ég vaknaði eld- snemma og hentist niður í fjöru fyrir neðan Björkina til að veiða. Alltaf dró ég upp einhverja smátitti og amma tók við þeim hæstánægð og lét mér líða eins og besta veiðimanni í heimi. Alltaf átti hún karamelluköku og eitthvert bakkelsi þegar ég kom í heimsókn og alltaf mundi hún hvern- ig ég vildi fá ristaða brauðið mitt. Ég minnist sérstaklega einnar ferðar okkar í Björkina fyrir örfáum árum. Um leið og við komum var amma bú- in að bera fram karamellukökuna frægu og við settumst niður og fór- um að spila, á sömu Shell-spilin og ég og hún höfðum spilað á fyrir 20 ár- um. Ég ákvað að fara og kaupa handa henni þrjá nýja spilastokka sem ég skildi síðan eftir hjá henni. Viku seinna kom Heiða systir með tvo þeirra til baka eftir heimsókn í Björkina. En þarna var henni rétt lýst, hana skorti aldrei neitt og þrír nýir spila- stokkar voru ekkert annað en óhóf í hennar augum. Allar þessar minn- ingar og upprifjanir gerðu það að verkum að það færðist bros yfir and- lit mitt. Ég veit að það hefði hún amma viljað því hún var persóna sem setti sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti. Allt fram á síðasta dag hugsaði hún um aðra og vildi sjá til þess að fólkinu í kringum hana liði vel. Þetta eru þær minningar sem ég held í, minn- ingar um stórkostlega konu sem leit lífið og tilveruna réttum augum. Elsku amma mín, ég man líka hvað var alltaf gaman að fá þig í heimsókn. Að sjá hamingjuna sem skein úr aug- un þínum þegar þú varst að leika við börnin. Þú gleymdir alveg stað og stund og litlu börnin sátu dolfallin og skellihlæjandi að þessari konu sem var að fela sig bak við mjólkurfernu á hinum enda borðsins. Vertu nú sæl amma mín, ég veit ekki hvort ég á nokkurn tíma eftir að gera mér grein fyrir því hversu heppinn ég var að eiga ömmu eins og þig. Ég kveð þig með miklum sökn- uði en ég veit að næst þegar við hitt- umst þá bíður þú með karamellukök- una og við eigum eftir að setjast niður og spila eins og svo oft áður. Ásgeir. Það er skrýtið að kveðja ömmu, sem mér finnst að hafi alltaf verið til. Hún er stór partur af sjálfri mér og er meðal þeirra sem mér hefur alltaf þótt vænst um. Hún var kona sem mann langaði að gera allt fyrir en vildi sjaldnast neitt þiggja. Hún var besta amma sem hægt var að eiga, alltaf góð, alltaf glöð og alltaf til stað- ar ef á þurfti að halda. Í húsinu hennar, Björkinni, var ævintýraveröld, sambland af gömlu og nýju dóti sem amma hafði safnað af kostgæfni til að við barnabörnin gætum leikið okkur. Í leikjunum fékk hugmyndaflugið lausan taum- inn þar sem alls konar kefli, dollur og miðar gátu nýst á ýmsa vegu. Amma kom með stöðugar hugmyndir að nýjum leikjum á meðan hún bakaði handa okkur allt það sem hugurinn girntist. Smám saman uxum við barnabörnin þó úr grasi og kynnt- umst ömmu á annan hátt. Í stað þess að safna leikföngum byrjaði amma að föndra af miklum móð og í hverri heimsókn beið manns eitthvert ámálað leirtau eða handunnar mott- ur. Hún var alltaf að færa okkur eitt- hvað og alveg fram á síðasta dag vildi hún gera vel við okkur. Hún var mik- il félagsvera og naut sín best í hópi fjölskyldu og vina. Í minningunni var alltaf fullt hús af fólki í Björkinni og oft kátt á hjalla. En þrátt fyrir sitt glaðværa viðmót hafði amma mjög fastmótaða lífssýn sem í mínum huga gerði hana að svo magnaðri persónu. Hún stóð föst á sínu og var sjálfstæð og engum háð. Hún lét hverjum degi nægja sína þjáningu og fann fegurðina og hamingjuna í hlutum og fólki sem stóðu henni næst. Elsku amma, ég veit að allir engl- ar Guðs hafa tekið á móti þér því þú átt ekkert minna skilið. Þín Álfheiður. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Það var gott að ég náði að koma til þín og kveðja þig áður en þú fórst frá okkur. Það á eftir að vera voða skrítið að hafa þig ekki hjá okkur eða koma í heimsókn til þín að fá karamellukök- una sem er búin að vera í boði fyrir okkur síðan ég man eftir mér. Þú varst lífsglaðasta og hlátur- mildasta manneskja sem ég hef hitt og mun örugglega hitta. Ég er þakk- látur fyrir að strákarnir mínir náðu að eyða tíma með þér. Álfheiður Ástvaldardóttir✝Bróðir okkar og mágur, ÞÓRIR DAGBJARTSSON stýrimaður og netagerðarmaður, Bræðraborgarstíg 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu- daginn 26. október kl. 11.00. Sigrún Dagbjartsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Páll Dagbjartsson, Guðrún Magnúsdóttir, Þorleifur Dagbjartsson, Soffía Magnúsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, ÞORSTEINN KRISTINSSON, Hörgshlíð 20, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 20. október, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 26. október kl. 13.00. Frida Petersen, Kristinn Már Þorsteinsson, María Þorsteinsdóttir, Karl Sigurðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hans Jakob Beck, Ester Þorsteinsdóttir, Þröstur Jensson, Eyðstein Wardum, Súsanna S. Wardum, Alf Wardum, Unnur Sigurjónsdóttir, Hallur Wardum, Marjun F. Wardum, Klara Kristinsdóttir, Vignir Daníel Lúðvíksson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, JÓNÍNA STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Söndum í Miðfirði, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 21. október. Jón Grétar Guðmundsson, Sesselja Ó. Einarsdóttir, Jóhann Örn Guðmundsson, Guðrún Helga Hauksdóttir, Salóme Guðný Guðmundsdóttir, Helgi Þór Guðmundsson. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, ARON SNORRI BJARNASON, Skeljagranda 1, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. október kl. 13.00. Thelma Theodórsdóttir, Bjarni Snorrason, Bente Tönnesen, Theodór Elmar Bjarnason, Pattra Sriyanonge, Brynjar Orri Bjarnason, Sigríður Bjarnadóttir, Theodór Guðmundsson, Björk Guðmundsdóttir, Jóhannes Snorrason, Sigrún Jónsdóttir, Guðmundur B. Theodórsson og fjölskylda, Hörður Theodórsson, Lára Eymundsdóttir og fjölskylda og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, VIGDÍS ÞORBJÖRNSDÓTTIR JANGER, Dídí, lést á hjúkrunarheimilinu í Greenwich Woods fimmtudaginn 15. október. Minningarathöfn var frá St. Catherine of Siena föstudaginn 23. október. Jarðsett verður í Reykjavík og auglýst síðar. Þórdís Janger Smith, Siv Janger Schultz og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.