Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Ég var um 15 ára
þegar ég kynntist
Árna. Þar hófst náin
vinátta, sem entist
meðan báðir lifðu.
Meðan hann stundaði nám við Verzl-
unarskólann og H.Í. bjó hann hjá
móðurbróður sínum, Kristjáni Gam-
alíelssyni og Þóru konu hans, í Hafn-
arfirði. Meðan þau lifðu var alltaf
mjög mikill vinskapur með þeim
þremur og var hann eins og sonur
þeirra, enda eignuðust þau aldrei
börn. Kristján varð fyrsti formaður
FH, þann 15. október 1929. – Meðan
ég skrifa þessar línur sé ég að félagið
er 80 ára í dag. – Þau voru gæðafólk
og hann eins og „gulldrengur“ í
þeirra augum.
Árna verður líklega fyrst minnst
fyrir stjórnmálastörf í áratugi og það
að hann var mikils metinn hæstarétt-
arlögmaður. En hann var miklu
meira. Hann var skáld gott og gaf út
4 ljóðabækur (og sendi hann mér þær
allar áritaðar). Hann var alla tíð mjög
áhugsamur garðyrkjumaður eins og
lesa má í einu kvæða hans, „Garð-
urinn minn“. En fyrst og fremst var
hann mikill vinur og fjölskyldumað-
ur.
Árni var lengi formaður Stefnis, fé-
lags ungra Sjálfstæðismanna í Hafn-
arfirði og ritstjóri og formaður blað-
stjórnar „Hamars“ um árabil.
Margar greinar skrifaði ég í það blað
að hans beiðni. Hvar sem hann kom
að mátti marka hans spor. Árni var
formaður stúdentaráðs H.Í. og líka
formaður S.U.S. ( Sambands ungra
sjálfstæðismanna) og eins um árabil í
stjórn Landsvirkjunar. Svo margt
annað mætti nefna úr starfi Árna
Grétars Finnssonar. Af augljósum
ástæðum lét hann menningarmál til
sín taka og var m.a. í stjórn „Hafn-
arborgar“, lista- og menningarstofn-
unar Hafnarfjarðar. Hann var mikill
Hafnfirðingur og FH-ingur, en að
sjálfsögðu sló í honum Skagahjartað
alla tíð, enda fæddur á Akranesi.
Um leið og ég þakka þessum glæsi-
lega samferðarmanni samfylgdina,
votta ég fjölskyldu hans mína dýpstu
samúð og bið góðan Guð að blessa
ykkur öll á erfiðum stundum. Ég veit
að söknuður ykkar er mikill og djúp-
ur. Ég kveð vin minn í nærfellt hálfa
öld með sárum söknuði og virðingu.
Gæfa fylgi þeim sem sakna og syrgja.
Vertu sæll, vinur. Nú gengur þú
með algóðum Guði.
Góðan vin handan við hornið ég á
í heimsborg, sem breiðir sig endalaus
grá.
Samt dagarnir líða og verða að vikum,
varnarlaus tímann í árum við stikum;
og vin minn auðnast mér aldrei að líta,
ævilangt erum við okkur að flýta.
Hann veit, að mín vinátta er söm og fyr,
er var ég vanur að drepa á hans dyr
og hann hjá mér.
Árni Grétar Finnsson
✝ Árni GrétarFinnsson fæddist
á Akranesi 3. ágúst
1934. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. október
sl. og var útför hans
gerð frá Hafnarfjarð-
arkirkju 21. október.
Meira: mbl.is/minningar
Þá vorum við ungir enn.
Nú erum við löngu
örþreyttir menn;
sem endalaust leitum að
gagnslausri gnægð,
og örmagna reynum að
vinn’ okkur frægð.
„Á morgun“, ég afræð, „ég
ákveðið fer,
honum að sýna þann hug
sem ég ber.“
En nýr dagur kemur — og
líður að kveldi,
mill’ okkar vex fjarlægðin í
sínu veldi.
Handan við hornið! – rétt
hálfmíla talin . . .
„Hér er símskeyti, herra.“
„Hann er fallinn í valinn.“
Nú á ég að endingu og undan styn:
Handan við hornið, horfinn vin.
(Leikur að orðum ÁGF 1992.)
Þinn,
Ævar Harðarson,
Suðureyringur frá Hafnarfirði.
Það virðist oft hendingu háð hvern-
ig lífshlaup manna þróast og hvar
maður setur sig niður. Fyrir tilviljun
og mér til mikils happs var ég árið
1975, ráðinn til vinnu hjá Árna Grét-
ari Finnssyni hrl. í Hafnarfirði. Ég
var þá nýútskrifaður lögmaður og
enn blautur á bak við eyrun. Ég
skyldi annast almenn lögmannsstörf
og að vera eins konar „stuðpúði“ svo
Árni Grétar hefði vinnufrið. Ég
þekkti þá lítið til vinnuveitanda míns
annað en hann var þá þegar orðinn
virtur lögmaður og í framvarðarsveit
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Eftir
að fram liðu stundir varð mér æ betur
ljóst hvílíkt happ það var fyrir ungan
lögfræðing fá að starfa í námunda við
Árna Grétar og fá að „alast upp“ und-
ir hans handarjaðri. Hjá Árna Grét-
ari starfaði ég í 12 ár og fékk það
besta lögfræðilega uppeldi sem hægt
var að kjósa sér. Árni var skarp-
greindur, skynsamur, minnugur á
það sem hann vildi muna og drengur
hinn besti gagnvart lítilmagnanum,
sem til hans leitaði. Hann hafði þá
starfshætti að vinna mest heima hjá
sér og kom síðdegis niður á skrifstofu
sína. Þá voru oft fyrir biðraðir fólks
til að leita til lögmannsins, stjórn-
málamannsins, eða mannvinarins
Árna Grétars. Flestir fengu einhver
úrræði eða lausn sinna mála.
Það var ljóst að erillinn var mikill
og ekki skýr mörk á því hvar vinnu
lögmannsins lauk og vinna stjórn-
málamannsins tók við. Það var ekki
nokkur möguleiki að vera stjórn-
málamaður í hjáverkum eða í hluta-
starfi. Þar þurfti að gefa sig allan og
meira og minna allan daginn, alla
daga. Fundir tóku við er venjulegum
vinnudegi annarra lauk og síðan tóku
enn við fundir langt fram á kvöld. Síð-
an gátu tekið við störf langt fram eftir
nóttu við skriftir og skipulagningu til
að halda utan um hina pólitísku hjörð.
Hjörðin var sundurleit og rakst mis-
vel. Þá þurfti einnig að skrifa greinar
um stjórnmál í Hamar og hvetja liðið.
Þessu mikla starfi bæði sem lögmað-
ur og stjórnmálamaður sinnti Árni
Grétar af mikilli alúð og dugnaði.
Þetta hefði verið óframkvæman-
legt ef Árni Grétar hefði ekki haft
styrka stoð sér við hlið, sem var kona
hans Sigríður Ólíversdóttir. Um-
hyggja hennar, dugnaður og þolin-
mæði voru langt ofar mínum skiln-
ingi. Eftir að Sigríður veiktist af
Alzheimersjúkdómi, snerist þetta við
og Árni Grétar, sem vart réð áður
hjálparlaust við að sjóða egg, annað-
ist konu sína á aðdáunarverðan hátt.
Eins og við var að búast í löngu far-
sælu samstarfi, átti kona mín Sigríð-
ur Petra Friðriksdóttir og ég, oft leið
til þeirra hjóna Sigríðar og Árna
Grétars.
Ég minnist þess að eitt sinn rædd-
um við um breska heimspekinginn
Bertrand Russell, sem líkti manns-
ævinni við vatnsfall, sem hefst sem
lítill lækur í fjallshlíð, stækkar og
hoppar um hæðir, verður að kraft-
mikilli á, sem tekst á við náttúruna að
lokum rennur hægt og hljóðlega til
sjávar sem stór elfur. Þannig hverfur
Árni Grétar Finnsson nú á braut.
Við hjón sendum fjölskyldu Árna
Grétars okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bjarni S. Ásgeirsson.
Það var sumarið 1982 sem ég í
fyrsta sinn bankaði upp á með systur
minni á Klettahrauni 8 í Hafnarfirði,
heima hjá Árna Grétari og Siggu.
Þótt ég væri í góðri fylgd og besta
vinkona systur minnar þar fyrir inn-
an var ég engu að síður með hnút í
maganum. Vissulega var ég að hitta
strákinn á nr. 4 að nýju en ekki síður
var spennandi að hitta fyrir Árna
Grétar Finnsson, forystumann sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði og hæsta-
réttarlögmann. Og ljóðskáld gott,
sem mér fannst ekki síður merkilegt.
Árni Grétar, með vindil í hendi, og
Sigga tóku mér opnum örmum og
ekki leið á löngu þar til streita 16 ára
stelpu breyttist í vellíðan í hlýlegu
umhverfinu yfir skemmtilegum sam-
ræðum um menn og málefni. Og það
var ekkert gefið eftir. Í mörgum
heimsóknum sem fylgdu í kjölfarið
voru Ólafur Thors, Bjarni Benedikts-
son og Geir Hallgrímsson títtnefndir
til sögunnar og var farið yfir sjarma
og styrkleika hvers og eins á hverjum
tíma. Í augum Árna Grétars var þýð-
ingarmikið að forsvarsmenn Sjálf-
stæðisflokksins töluðu af heilindum
og einurð fyrir sjálfstæðisstefnunni
fyrir margra hluta sakir – á þessum
tímum var það þó ekki síst mikilvægt
í ljósi rimmunnar við kommúnista og
sósíalista hér heima sem annars stað-
ar.
Samfélagslega ábyrgðin í æðum
Árna Grétars var mikil og óaðskilj-
anlegur hluti stjórnmálamannsins og
mannvinarins Árna Grétars. Eins og
það á líka að vera. Alltaf. Þannig
nálgaðist hann líka störf sín í þágu
flokks og Hafnfirðinga. Andstæðing-
um sínum í pólitík gaf hann ekkert
eftir en vegna framsýni sinnar,
stjórnvisku og hlýju ávann hann sér
traust þeirra og virðingu. Þessi
strákur af Skaganum var fljótur við
komu sína til Hafnarfjarðar að bretta
upp ermar og vinna af alúð og ein-
drægni fyrir byggðina og bæjarbúa.
Fyrir mig, fyrst sem áhugamann-
eskju í pólitík og síðar þátttakanda,
voru raunsæi og ráð Árna Grétars
ómetanleg. Hann var úrræðagóður
með afbrigðum, kunni söguna vel og
setti staðreyndir fortíðar og nútíðar í
skiljanlegt og gagnlegt samhengi.
Persónuleg tengsl mín við Árna Grét-
ar og fjölskyldu hans eru mér þó kær-
ust. Það var ánægjulegt að fylgjast
með Árna Grétari og samskiptum
hans við börn þeirra hjóna og barna-
börn. Þau voru mikilvægasta ljóð-
rænan í hans lífi. Stoltur greindi hann
mér frá afrekum afkomenda sinna á
hinum ýmsu sviðum, stórum sem
smáum. Honum leiddist ekki þegar
sköpunargáfa þeirra spilaði stórt
hlutverk og hefur svo sannarlega ver-
ið af nægu að taka í gegnum tíðina.
Það er gott að vita að hyggindum sín-
um og sköpun hefur hann miðlað
áfram til næstu kynslóða.
Þegar hugsað er til samheldni fjöl-
skyldu í íslensku samfélagi kemur
fjölskyldan á Klettahrauni 8 ósjálf-
rátt upp í hugann. Árni Grétar Finns-
son var yfirvegaður maður með mikla
yfirsýn og víðtæka reynslu úr þjóðlíf-
inu. Öllum þeim störfum sinnti hann
af ánægju og samviskusemi. Lífs-
hamingja hans var þó fyrst og fremst
fólgin í fjölskyldu hans, Siggu, börn-
um, tengdabörnum og barnabörnum.
Slíka hamingju reyna margir að öðl-
ast – að höndla hana er hins vegar
undir hverjum og einum komið. Þetta
lá fyrir Árna Grétari, hann var bara
þannig maður. Og ást hans á fjöl-
skyldunni var mikil.
Þú veltir vöngum
vinur minn og efast.
Að höndla hamingjuna,
hverjum mun það gefast?
Er það í heimi okkar hægt?
Já, ef þú berð ást í hjarta þér,
þá hamingjan kemur af sjálfum sér,
því það er ástin, sem gerir allt
mikilvægt.
(Árni Grétar Finnsson)
Við Kristján sendum fjölskyldu
Árna Grétars, Siggu, Lollu, Finni,
Ingibjörgu, tengdabörnum og barna-
börnum, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum dýr-
mætar stundir á liðnum áratugum.
Megi Árni Grétar hvíla í friði og hið
eilífa ljós lýsa honum.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Árni Grétar Finnsson var kjörinn í
fyrstu stjórn Landsvirkjunar árið
1965. Hann sat í stjórn fyrirtækisins
næstu 40 árin samfleytt og var síð-
ustu átta árin varaformaður.
Árni Grétar hafði alla tíð mikil
áhrif á stefnu Landsvirkjunar og
störf. Hann hafði góðan skilning á því
hlutverki sem Landsvirkjun var ætl-
að að rækja. Árni Grétar var starfs-
mönnum fyrirtækisins ráðhollur í
daglegum störfum og athugull og að-
gætinn, þegar mikilvægar ákvarðanir
voru teknar.
Árni Grétar var mannblendinn og
vel að sér um menn og málefni. Slíkir
kostir komu sér vel þegar ræða þurfti
við hagsmunaaðila og nágranna
starfsstöðva Landsvirkjunar. Í
mannlegum samskiptum er mikil-
vægt að opna nýjar leiðir, ef skoðanir
eru skiptar. Árni Grétar hafði gott
lag á því og ekki var verra að hann
var skáld gott og afburðaskákmaður,
en það gat komið sér vel, þegar útkljá
þurfti ágreining án illdeilna.
Síðustu árin átti Árni Grétar við
erfið veikindi að stríða. Hann fylgdist
þó alltaf vel með málefnum Lands-
virkjunar. Samstarfsfólk hans hjá
Landsvirkjun þakkar mikilvægt
framlag hans til fyrirtækisins um leið
og það vottar Sigríði, börnunum og
öðrum aðstandendum dýpstu samúð.
Agnar Olsen og
Friðrik Klemenz Sophusson.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að
kynnast Árna Grétari Finnssyni fyrir
alvöru árið 2003. Fyrir það vissi ég
hver hann var enda var hann mjög
merkur maður og þekktur í Hafnar-
firði. Árni og afi minn, Halldór heit-
inn Guðmundsson, voru vinir og ég
man vel eftir Árna Grétari í jarðarför
afa.
Árið 2003 fórum ég og elsta barna-
barn hans, Sigríður Erla, að vera
saman. Þá kynntist ég Árna betur og
áttaði mig á því að þarna var á ferð-
inni með eindæmum klár maður.
Hann var rosalega stoltur af Sigríði
Erlu og barnabörnunum sínum öllum
og hafði mjög gaman af því að segja
mér sögur af henni frá því að hún var
lítil stelpa.
Sumarið 2005 bjuggum við niðri í
kjallaranum hjá Árna og Siggu og
það var mjög eftirminnilegur tími.
Hann var sögumaður góður og fékk
ég að heyra ófáar sögurnar það sum-
arið. Stundum fékk ég meira að segja
að heyra þær oftar en einu sinni.
Hann hafði sérstaklega gaman af því
að segja söguna þegar hann var rétt
um tvítugt, eiginlega hættur í fót-
bolta en ákvað að taka einn innbyrðis
leik með 2. flokki ÍA. Þar tók hann sig
til, skoraði með hjólhestaspyrnu upp í
vinkilinn og því er óhætt að segja að
hann hafi hætt á toppnum.
Ég held að ég hafi aldrei mætt jafn
oft seint og þetta sumar, Árni Grétar
var mjög þolinmóður maður og hon-
um lá ekkert á að segja sögur, hann
sagði þær mjög nákvæmlega og ró-
lega. Og þegar hann var byrjaður að
segja sögu þá hlustaði maður á hana
til enda. Ég er mjög þakklátur fyrir
að hafa kynnst Árna Grétari, hans
verður sárt saknað.
Ég votta fjölskyldu Árna Grétars
innilega samúð mína.
Hvíl í friði elsku Árni Grétar.
Davíð Þór Viðarsson.
Minn góði vinur Árni Grétar
Finnsson er horfinn til austursins ei-
lífa eftir farsælt og reynsluríkt líf.
Hann kom víða að málum þar sem
gáfur hans og reynsla settu mikinn
svip á menn og málefni í áratugi.
Árni Grétar varð alvarlega veikur
vorið 2007. Sigríður kona hans var þá
komin á sjúkrahús.
Árni og Sigga voru alla tíð mjög
samrýnd þó að þau væru um margt
ólík. Árni í pólitík og fulltrúi í fjöl-
mörgum nefndum og ráðum fyrir
bæjarfélagið og ríkið. Veikindi Sig-
ríðar konu hans, sem alla tíð hafði
heimilið og börn í fyrirrúmi reyndu
mjög á Árna. Hún hafði á meðan
heilsan leyfði mikinn metnað fyrir
fjölskyldu sína og heimili og sinnti
þeim af einstakri prýði.
Í september árið 2006 fórum við
Svanhildur kona mín með Árna til
Kaupmannahafnar þar sem við áttum
góðar og eftirminnilegar stundir
saman eins og okkar fjölskyldur höf-
um reyndar átt í áratugi.
Í febrúarbyrjun árið 2007 veiktist
ég alvarlega og vegna þessara inn-
gripa í líf okkar þá ber að hafa í huga
að „Maðurinn ákvarðar en Guð einn
ræður“.
Í leik og störfum áttum við Árni
farsæla vináttu. Ótal sinnum fórum
við í veiði saman og lentum í ýmsum
ævintýrum. Báðir höfðum við mikla
ánægju af tónlist og ljóðum. Árni
hvatti mig alla tíð til að sinna betur
áhugamálum mínum sem sneru að
handverki og málun. Árni var vel
hagmæltur og eftir hann liggja þrjár
ljóðabækur og sú fjórða var í farvatn-
inu. Eftir hvern áfanga í ljóðagerð-
inni kom Árni yfir götuna til mín og
bað mig að lesa ljóðin sín og segja
hvað mér fyndist. Árni var trúaður
maður og oft ræddum við um áhrif
trúarinnar á líf okkar og tilveru.
Oft var rætt um landsins gagn og
nauðsynjar og málefni líðandi stund-
ar frá ýmsum hliðum og höfðum við
ekki ávallt sömu sýn sem var eðlilegt
og til góðs fyrir báða. Ef reyna ætti
að telja til allt sem við áttum saman
síðustu áratugi þá væri slíkt efni í
langan pistil. Minningin um góðan og
tryggan vin lifir með mér og minni
fjölskyldu á meðan Guð lofar.
Fjölskyldu Árna Grétars vottum
við Svana og okkar fólk einlæga sam-
úð.
Að endingu lítið ljóð eftir Árna sem
birtist í ljóðabókinni Septemberrós.
Hverf á vit þagnarinnar,
hverf frá hversdagsleikanum
svíf með draumnum
eins og gullroðið ský
í vorþeynum,
geng sporlaust í flæðarmálinu
lít sandkornin á ströndinni
og stjörnur himinsins,
flýg í huganum
frjáls sem örninn
aleinn í þögninni.
Sjáumst síðar,
Svanhildur og
Sveinn Guðbjartsson.
Vinskapur okkar Árna Grétars
hófst fyrir hartnær þrjátíu árum þeg-
ar við Lolla, dóttir hans og vinkona
mín, kynntumst um tvítugt. Hann var
þá vel þekktur maður í þjóðfélaginu
af störfum sínum, var í forystu fyrir
bæjarstjórn Hafnarfjarðar, í stjórn
Landsvirkjunar og einn af okkar
bestu lögfræðingum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Árna á heimavelli á
Klettahrauninu. Hann var sannar-
lega lánsamur í lífinu og fjölskyldan
var honum allt. Sigríður og Árni voru
einstaklega falleg hjón og ástfangin
og þau fögnuðu gullbrúðkaupi sínu
fyrir tveimur árum. Það var upp-
byggilegt og skemmtilegt að ræða við
hann um allt milli himins og jarðar.
Hann var skarpgreindur og hafði
skýra lífssýn sem hann fræddi okkur
um á sinn einstaka og ljúfa hátt.
Þannig átti Árni sinn stóra þátt í að
þroska börnin sín, þau Lollu, Finn og
Ingibjörgu, og okkur hin fyrir lífið