Morgunblaðið - 24.10.2009, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 24.10.2009, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009 Illa er komið fyrir landi val-menna og vaskra drengja, núríða ekki hetjur um héruðheldur ráða Bandaríkjunum óhrjálegir og mösulbeina uppvakn- ingar á eilífum snöpum eftir kvið- fylli. Fúlsa við öðru en fersku mannakjöti, beint af skepnunni, og gerist slíkt sælkerafæði æ torfengn- ara. Við erum horfin einhver ár fram í tímann í Zombieland, og fylgjumst með lífsbaráttu fjögurra eðlilegra Bandaríkjamanna, þeirra Tallahass- ees (Harrelsons), Columbusar (Eis- enbergs) og systranna Witchita (Stone) og Little Rock (Breslin). Zombieland gerist að mestu í Holly- wood, m.a. á heimili leikarans Bills Murrays, og í skemmtigarði, af öll- um stöðum, enda myndin skrum- skæling á gömlum og nýjum upp- vakningsmyndum. Gamanið er í fyrirrúmi, Harrelson er iðinn við að skjóta uppvaknings- garmana í tætlur, því ef þeir komast í kjöt þeirra fáu heilbrigðu mann- vera sem enn skrimta er mennsku lífi þeirra lokið. Fleischer hefur ágætt skopskyn og gæðir myndina illkvittnislegum og subbulegum groddahúmor, sem nýtur talsverðra vinsælda um þessar mundir. Leikhópurinn er fyndinn, Harrelson er réttur maður á réttum stað með sín galgopalegu mannalæti og Eisenberg fín andstæða hans í hlutverki nördsins Columbusar, sem hefur komið sér upp „leikreglum“ til að hafa betur í slagnum við upp- vakningsmannæturnar. Stúlkurnar eru frískar í meðförum Breslin (sem er víðs fjarri Little Miss Sunshine að þessu sinni) og Stone. Meinfyndin della á sinn stórkarlalega hátt, þ.e.a.s. fyrir þá sem hafa sterkan maga. saebjorn@heimsnet.is Smárabíó, Regnboginn, Há- skólabíó, Borgarbíó Akureyri Zombieland bbbnn Leikstjóri: Ruben Fleischer. Aðalleik- arar: Woody Harrelson, Jesse Eisen- berg, Emma Stone, Abigail Breslin, Bill Murray. 81 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Uppvakningar með garnagaul Eisenberg fín andstæða hans í hlutverki nördsins Columbusar Í vanda Eisenberg er fín andstæða Harrelsons í hlutverki nördsins Columbusar, sem hér glímir við uppvakning. Gamanmyndir um uppvakninga (Zombies) hafa ekki verið ýkja áberandi fyrr en á síðari árum en virðast vera að sækja í sig veðrið líkt og aðrar myndir um endalok siðmenningarinnar. Er skemmst að minnast hinnar bresku og bráð- fyndnu Shaun of the Dead (’04) og þar á undan grínaktugum Living Dead-uppvakningsmyndum Georges A. Romeros, sem jafnframt þóttu athyglisverðar þjóðfélags- ádeilur. Fyrsta myndin af þessari gerð er á hinn bóginn almennt talin King of the Zombies, sem Jean Yar- borough gerði árið 1941. Gantast með uppvakningum HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 „Frábær eins og sú fyrsta! Heldur athygli manns allan tímann! Maður getur eiginlega ekki beðið um meiri gæði!“ –H.K., Bylgjan HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL HHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er þrælgóð skemmtun og æsispennandi, grimm og harðvítug þegar kemur að uppgjörinu” –S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „9 er fyrirtaks samansuða af spennu, ævintýrum og óhugnaði í réttum hlutföllum” B.I. – kvikmyndir.com HHH „9 er með þeim frumlegri – og drungalegri – teiknimyndum sem ég hef séð í langan tíma. Grafíkin er augnakonfekt í orðsins fyllstu merkingu.” T.V. – Kvikmyndir.is www.facebook.com/graenaljosid „Stórskemmtileg!” – Hollywood Reporter SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Ein umtalaðasta myndin í heiminum í dag! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI. REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI 650kr. Auðmenn elska peninga, en þó sérstaklega peningana þína! HHHH ÓHT, Rás 2 TILBOÐSVERÐ 550 KR Á SÝNINGAR MERKTA R RAUÐU HHHH „ALVEG ÓGEÐSLEGA FYNDIN“ – ÞÞ, DV HHHH „ZOMBIELAND ER KLIKKUГ T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH „ AÐDÁENDUR VERÐA EKKI SVIKNIR.“ V.J.V, Fréttablaðið HHH D.Ö.J., kvikmyndir.com Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Jóhannes kl. 2, 4, 6, 8 og 10 LEYFÐ Friðþjófur forvitni (ísl. tal) kl. 2 og 6 LEYFÐ Zombieland kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 3:30 B.i. 16 ára Zombieland kl. 4:30 - 6:30 - 8:30 - 10:30 B.i.16 ára Broken Embraces kl. 2:40 (550 kr.) - 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára Antichrist ATH. ótextuð kl. 10:40 B.i.18 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 2:40 (550 kr.) - 5:20 - 8 B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 3 (550 kr.) - 6 - 9 B.i.16 ára Capitalism kl. 3 (550 kr.) - 6 - 9 B.i. 7 ára Zombieland kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Guð blessi Ísland kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 8 B.i. 16 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.