Morgunblaðið - 24.10.2009, Page 60
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 8°C | Kaldast 2°C
Slydda eða rigning
norðan- og norðvest-
anlands. Stöku él
nyrðra en léttir víða til
sunnan heiða. » 10
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
122,18
200,6
115,95
24,669
22,048
17,924
121,42
1,333
195,08
183,65
Gengisskráning 23. október 2009
122,47
201,09
116,29
24,741
22,113
17,977
121,76
1,3369
195,66
184,16
235,6193
MiðKaup Sala
122,76
201,58
116,63
24,813
22,178
18,03
122,1
1,3408
196,24
184,67
FÓLK Í FRÉTTUM»
TÓNLIST»
Heimilistónar; hressandi
og heilsusamlegt. »52
Forðast ber að
hlusta á blús og
tregatónlist fyrir
svefninn, eða hvað?
Bergþóra Jónsdóttir
er ósammála. »56
AF LISTUM»
Tónlist fyrir
svefninn
FÓLK»
Lohan er óhrædd um
litlu systur. »57
KVIKMYNDIR»
Blomkamp er að gíra sig
upp í aðra mynd. »53
Zombieland er ein
fyndin della á sinn
stórkarlalega hátt,
það er að segja fyrir
þá sem hafa sterkan
maga. »54
Fyndin fyrir
sterka maga
GAGNRÝNI»
Menning
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. „Átti bara að vera okkar á milli“
2. Sló 48 ára gamalt met við fæðingu
3. Fjögurra barna metal-mamma
4. Bílalán stóra vandamálið
Íslenska krónan veiktist um 0,3%
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
FLOSI Ólafsson, leikari, rithöfundur,
þýðandi og húmoristi, liggur sár-
þjáður á Landspítalanum við Hring-
braut, eftir að hafa lent í alvarlegu
bílslysi í Borgarfirði á miðvikudaginn
var. Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu missti Flosi stjórn á
bíl sínum þegar flutningabíll með
tengivagni tók fram úr honum og fór
bíll hans þrjár veltur.
Flosi var fluttur á gjörgæsludeild
Borgarspítalans en hefur nú verið
fluttur á legudeild á Landspítalanum.
„Ég er alveg afleitur!“ segir Flosi
veikum rómi, þegar blaðamaður spyr
hann hvernig hann hafi það. Svo tístir
í honum veikur hlátur, svona eins og
lítill fugl sé að tísta. Það fer ekkert á
milli mála að Flosi, allur í maski, svo
notuð séu hans eigin orð, rígheldur í
húmorinn.
„Já, Agnes mín. Ég er alveg afleit-
ur og allur í maski. Ég held að flest
rifbeinin séu farin og bringubeinið
brostið og ég er gríðarlega þjáður!“
grínast Flosi enn og kreistir fram lítið
bros.
Þegar blaðamann og ljósmyndara
Morgunblaðsins ber að rúmstokki
Flosa á Lansanum situr Lilja Mar-
geirsdóttir, eiginkona Flosa, hjá hon-
um og henni er enginn hlátur í hug,
þótt hún brosi ögn vegna galgopa-
háttar Flosa. Hún getur bara ekki
stillt sig, ekki frekar en blaðamaður
og ljósmyndari.
– Flosi, hvernig stendur á því að
þér tekst að halda húmornum, þrátt
fyrir þessar erfiðu kringumstæður,
þú mölbrotinn og þjáður?
„Það á auðvitað ekki að vera hægt,
en ég geri svo oft það sem ekki er
hægt!“ svarar Flosi enn í hálfkæringi
og smáhlátur fylgir. En ekki lengi,
því Lilja segir nokkuð ákveðið:
„Hann má alls ekki hlæja,“ og Flosi,
bljúgur og hlýðinn gagnvart sinni
heittelskuðu Lilju, steinhættir hlátur-
tístinu.
Flosi verður áttræður á þriðjudag-
inn kemur. Af því tilefni endur-
útgefur Skrudda æskuminningar
Flosa, Í kvosinni, en sú bók hefur ver-
ið ófáanleg í hartnær þrjá áratugi.
Í Sunnudagsmogga í dag er ítar-
legt viðtal Péturs Blöndals blaða-
manns við Flosa Ólafsson, Þetta er
helvíti asnalegt maður.
Upphafsorð Péturs í viðtalinu eru:
„Það er eitthvað geggjað við Flosa
Ólafsson. Glampinn í augunum þegar
hann hlær. Og hrossahláturinn. Hann
er sami æringinn …“
Sárþjáður og mölbrotinn
en rígheldur í húmorinn
„Ég er alveg
afleitur og allur
í maski!“
Morgunblaðið/RAX
Þjóðareign Þótt Flosi verði um hríð að notast við nátttreyjur sem merktar eru „EIGN ÞVOTTAHÚSS SPÍT-
ALANNA“ þá er Flosi ekki eign spítalanna, hann er þjóðareign. Lilja, eiginkona Flosa, er með honum á myndinni.
MYNDLISTARMAÐURINN Unnar Örn sýnir
ljósmyndir er veita óvenjulega og raunsæja inn-
sýn í lífsskilyrði Íslendinga á tímum heimskrepp-
unnar á sýningunni Um sérstakt framlag Íslands
og íslensks samfélags til sögu ófullkomleikans
sem opnuð verður í Galleríi Ágúst í dag.
Ljósmyndirnar voru teknar af híbýlum Íslend-
inga á fyrri hluta tuttugustu aldar en ljósmynd-
arinn var Sigurður Guttormsson, bankastarfs-
maður frá Vestmannaeyjum, sem ferðaðist um
Ísland á árunum 1930-1945 og tók myndir af
húsakosti landsmanna sem honum fannst til
merkis um óviðunandi lífsskilyrði alþýðufólks.
Sigurður safnaði um 230 ljósmyndum, vildi með
þeim sýna stéttaskiptingu á Íslandi í von um að
misrétti í þjóðfélaginu yrði upprætt og kjör
manna jöfnuð. | 51
Óviðunandi
lífsskilyrði fólks
ÞAÐ getur verið stórt skref fyrir fjögurra ára
barn að uppgötva að skilin milli góðs og ills eru
ekki jafneinföld og það taldi. Þetta er þó meðal
þess sem Björn Rúnar Egilsson, heimspekinemi
og leikskólakennari, rökræðir við nemendur sína
á Laufásborg. Björn segir menntakerfið einskorð-
ast of mikið af fræðsluhlutverkinu og því að fylla
börn af upplýsingum í stað þess að hvetja þau til
að hugsa rökrétt og ræða málin.
Hann segir ástandið í samfélaginu nú hafa
skapað frjóan jarðveg fyrir breyttan þankagang.
„Ef þetta hefur kennt okkur eitthvað er það
hversu mikilvægt er að opin, gagnrýnin hugsun
fái að njóta sín í samfélaginu og skólum.“ | 22
Heimspekileg skólabörn
Ekki má vanmeta hæfni
barna til rökræðna
Ljósmynd/Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir
Hugsi Fjögurra ára börn eru mjög móttækileg
fyrir heimspekilegum vangaveltum segir Björn.
Fótboltamark-
vörðurinn Daði
Lárusson er far-
inn frá FH til erki-
fjendanna í Hauk-
um. Hann var lengi
fyrirliði FH-inga
og lyfti Íslandsbik-
arnum nokkrum sinnum sem slíkur
en var sagt upp þegar landsliðs-
markvörðurinn Gunnleifur Gunn-
leifsson kom í Kaplakrikann í haust.
„Ég mun líklega setja auka fimm
kíló á stöngina áður en ég fer í hné-
beygjuna þegar ég fer að hugsa um
leikina á móti FH,“ sagði Daði við
Morgunblaðið með bros á vör.
FÓTBOLTI
Daði farinn frá FH til
erkifjendanna í Haukum
Sérlegur prins-
essudagur verður
haldinn á morgun í
Eymundsson í
Kringlunni í tilefni
af útkomu bókar
Gerðar Krist-
nýjar Guðjóns-
dóttur, Prinsessa á Bessastöðum,
milli kl. 14 og 15. Allir sem mæta í
prinsessubúningi eða með eigin kór-
ónu fá bókina Ballið á Bessastöðum
að gjöf og þeir sem mæta með fálka-
orðuna sína fá líka bók og nammi.
Kórónur verða föndraðar á staðnum
og lesið verður upp úr nýju bókinni.
BÆKUR
Bækur handa prinsessum
og þeim sem eiga fálkaorðu
Íslenskir krakk-
ar stóðu sig vel á
fjölmennu skíða-
móti í Manchester í
Bretlandi. Krist-
ófer Breki Berg-
lindarson sigraði
í sínum aldurs-
flokki, en hann er níu ára gamall.
Kristófer hefur verið sigursæll á
skíðum að undanförnu. Hann slas-
aðist reyndar illa í keppni í sumar,
en er núna kominn á fulla ferð á ný.
Hinir íslensku keppendurnir á
mótinu stóðu sig líka vel, en þau eru
Agla Jóna Sigurðardóttir, Lilja
Hrund Lúðvíksdóttir og Jökull Eyj-
ólfur Einarsson.
SKÍÐI
Íslendingar gerðu góða
ferð til Manchester