Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEIM ummælum Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra að Íslendingar hafi ekki áhuga á að ganga í Evr- ópusambandið hefur ekki verið tekið fagnandi í Brussel, enda áhyggjur farnar að gera vart við sig um að íslensku aðildarumsóknarinnar bíði sömu örlög og í Noregi, þar sem aðild hefur verið hafnað í tvígang, árin 1972 og 1974. Þetta kemur fram í úttekt Leigh Phillips, blaðamanns hjá vefmiðlinum EU Observer, sem, eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í málefnum Evrópusambandsins. Phillips leitar víða fanga og rifjar upp þau orð Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráð- herra, í fyrirlestri nýverið, að aðild yrði líklega hafnað. Phillips ber þessi ummæli undir Amadeu Altafaj i Tar- dio, starfandi talsmann stækkunarskrifstofu ESB, sem segir þau engin áhrif hafa á umsóknarferlið, en bætir við: „En setjum hlutina í samhengi. Það voru Íslendingar sem sóttu um aðild, en ekki við sem báðum þá um að sækja um,“ sagði Altafaj i Tardio í samtali við Phillips, sem túlkar orð hans svo að í þeim felist aðvörun. Þá ræðir Phillips við ónafngreindan embættismann hjá ESB sem lýsir yfir áhyggjum af pólitískum óstöð- ugleika á Íslandi og stöðu aðildarumsóknarinnar. Aðild- arsamningurinn sé langt í frá fullfrágenginn. Ummæli fjármálaráðherra vekja athygli í Brussel Fulltrúi ESB sagður senda Íslendingum varnaðarorð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ hefðum undir venjulegum kringum- stæðum veitt þessa ráðgjöf í vor eins og við á um flesta okkar nytjastofna. Þá lágu hins vegar ekki fyrir gögn sem talin voru nógu góð til að byggja á. Það voru satt að segja áhöld um hvort það væri hreinlega grundvöllur fyrir því að leggja til nokkurt aflamark fyrir síld á þessari vertíð,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, um dráttinn sem orðið hefur á tillögum stofnunarinnar um afla- mark fyrir síld á komandi vertíð. „Við vorum við athuganir í sumar og svo aftur í október. Þær fóru fram í góðu samstarfi við út- veginn og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið og lögðu grunn að víðtækri rannsókn á ekki að verið sé að taka of mikla áhættu með þessu aflamarki. Við leggjum engu að síður mikla áherslu á að það verði haldið áfram að fylgjast vel með ástandi stofnsins og ætlum að gera það nú þegar í þessum mánuði.“ Mun skýrast á næstu misserum Jóhann segir framhaldið komið undir sýk- ingunni: „Hver þróun sýkingarinnar verður á næstu mánuðum og misserum mun hafa veru- leg áhrif á hvernig stofninum reiðir af og hversu langan tíma það tekur fyrir hann að ná sér til fulls á ný og þar með hvert hæfilegt veiðiálag verður að ári liðnu. Við teljum að þessi 40.000 tonn sem hér eru lögð til eigi ekki að stofna stofninum í hættu til lengri tíma litið. Þetta er hóflegt aflamark þar til við fáum gleggri mynd af stöðunni að ári,“ segir Jóhann. stofnstærðinni og sýkingu í síldinni, sem leiðir til dauða hennar. Sýkingarhlutfallið er enn veru- lega hátt og það er auðvitað mikið áhyggjuefni. En á grundvelli þessarar rannsóknar var hins vegar gert nýtt stofnmat sem bendir til að stofn- inn sé heldur stærri en við ætluðum í júní. Við leggjum til að heildaraflamarkið fyrir ver- tíðina verði 40.000 tonn. Frá árinu 1990 hefur aflinn verið á bilinu 70.000-150.000. Þrátt fyrir þessa miklu óvissu sem ríkir varðandi sýk- inguna og í stofnmatinu sjálfu, þá teljum við Síldin yfir væntingum  Aflamarkið fyrir síld á næstu vertíð verður 40.000 tonn  Hátt sýkingarhlutfall  Óvissan mikil  Stofninn stærri en talið var MUNNLEGT samkomulag náðist síðdegis í gær milli bisk- ups Íslands og sr. Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi. Sam- kvæmt samkomulaginu mun sr. Gunnar starfa sem sérþjón- ustuprestur á Biskupsstofu frá 15. október 2009 til og með 31. maí 2012 en verður eftir það verk- efnaráðinn í hlutastarf að 70 ára aldri. Samkomulagið felur í sér að ekki verða frekari eftirmál af hálfu sr. Gunnars, skv. upplýs- ingum frá Biskupsstofu og Lög- mannsstofunni Rétti fyrir hönd Gunnars. una@mbl.is Samið við séra Gunnar TÓNLISTARHÚSIÐ við Austurhöfn er nú óðum að taka á sig mynd og í til- efni þess að búið er að setja upp ellefu stórar stálsperrur yfir aðal- tónleikasalinn var í gær haldið reisigilli fyrir starfsfólk að gömlum og góð- um sið. Ætla má að endanlegt útlit verði komið á allt húsið eftir rúmt ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÖLMENNT REISUGILLI Í TÓNLISTARHÚSINU „Framkvæmdastjórnin fylgist grannt með stöðunni. Hún veit að afstaðan til ESB er mjög nei- kvæð eftir Icesave-málið,“ segir Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, í samtali við Phillips á vef EU Observer. „Margt af því sem borið hefur á í umræðunni ber vott um lýð- skrum,“ segir Andrés, sem telur umræðuna um aðild að sam- bandinu komna á villigötur. Vita af neikvæðninni Andrés Pétursson JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 2,4 stig á Richter varð um sexleytið í gær. Upptök skjálftans voru 1,9 km norður af Þeistareykjum. Að sögn eftirlits- og spásviðs Veðurstof- unnar fylgdu nokkrir smærri skjálftar í kjölfarið, sá síðasti upp úr kl. 19. Þegar leið á kvöldið virt- ist vera orðið rólegt á svæðinu sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar. gudni@mbl.is Jarðskjálftavirkni við Þeistareyki Bókatíðindi Forlagsins fylgja með blaðinu í dag. Á annað hundrað nýjar bækur fyrir lesendur á öllum aldri. Geymið blaðið www.forlagid.is BÓKAORMAR ATHUGIÐ! Bókin er besta gjöfin „VIÐ erum í skýjunum með þetta miðað við hvernig þetta horfði við í fyrravetur. Það lá í loftinu að það yrði jafnvel enginn kvóti,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, um síld- arkvótann. „Þrátt fyrir sýkinguna, sem við vonumst til að fari að líða hjá, er þetta mjög jákvætt fyrir þjóðarbúið og fyrir- tækin,“ segir Gunnþór, sem telur að ætla megi að verðmæti aflans verði þrír til fjórir milljarðar. „Ef við hefðum verið með sama kvóta og í fyrra, eða um 130.000 tonn, værum við að ræða um 11 milljarða. Það er auðvitað löngu ljóst að það var ekki í boði. Auðvitað er þetta hrun miðað við árið í fyrra en það þýðir ekk- ert að vera í neikvæðum gír með það.“ „Við erum í skýjunum“ Gunnþór Ingvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.