Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Á NÆSTU mánuðum munu hér á landi fara fram mestu afskriftir á lán- um, í hlutfalli við stærð hagkerfis, sem um getur í sögu vestrænna hag- kerfa. Þetta sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Al- þingi í gær. Líklega tapast fjór- til fimmföld landsframleiðsla í þessum afskriftum, að hans sögn. Hann minnti þó á að megnið af þessum afskriftum lendir á erlendum kröfuhöfum bankanna, þótt einnig verði þungar búsifjar hjá Íslend- ingum vegna þeirra. Gylfi var að svara fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæð- isflokksins, um afskriftir skulda og samkeppnisstöðu fyrirtækja utan dagskrár á þinginu. Guðlaugur Þór sagði að íslensk fyrirtæki skulduðu tólf til fjórtán þúsund milljarða króna. Framundan séu mestu eignatilfærslur í Íslands- sögunni. „Hverjir munu sitja uppi með eignirnar og hvernig verður borgað fyrir þær? Hverjir munu hagnast á uppsveiflu sem verður á næstu árum, nema stjórnvöldum tak- ist gersamlega að klúðra málum,“ spurði Guðlaugur Þór. Spurt um gegnsæi Guðlaugur Þór spurði meðal ann- ars hvort ráðherrann teldi að sam- keppnissjónarmiða hefði verið gætt hingað til við fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækja, nægilegt gegnsæi hefði verið viðhaft og hvort viðmið um afkomu eigenda fyrirtækj- anna, um það hvort þeir fái að halda fyrirtækjunum, væru nógu gegnsæ. Gylfi sagði að allir bankarnir hefðu nú sett sér verklagsreglur um þessi mál. Hann teldi þær vera skyn- samlegar en einnig þyrfti að liggja fyrir að farið væri eftir þeim reglum. Þess vegna hafi verið ákveðið að skipa sérstaka nefnd sem á að fylgj- ast með þessum málum. ,,Ekki er rétt að ég sem ráðherra gefi út ein- hverja línu fyrir hana hér, með því að lýsa því yfir hér og nú hver eigi að verða niðurstaðan úr slíkri rann- sókn,“ sagði Gylfi. „Þessi endurskipulagning verður að langmestu leyti unnin í bönk- unum. Það stendur upp á löggjafann að búa til ramma sem bankarnir starfa innan, gera kröfur til bank- anna um gegnsæi verkferla og slíkt. Það hefur verið gert. Einn liður í því var að skipa nefnd,“ sagði Gylfi þegar Guðlaugur Þór hafði gagnrýnt hann fyrir að svara ekki spurningum sín- um. Ekki handstýrt ferli „Nú er þessi rammi kominn og eft- irlitið er til staðar. Þetta er held ég eins og það á að vera. Auðvitað getur komið upp misferli og þá á að draga það fram í dagsljósið. En það á ekki að handstýra þessu ferli, ekki úr söl- um Alþingis eða annars staðar. Það væri versta leiðin,“ sagði Gylfi. Fleiri þingmenn tóku til máls í þessari utandagskrárumræðu um af- skriftir skulda og samkeppnisstöðu fyrirtækja.  Megnið af afskriftunum lendir á erlendum kröfuhöfum bankanna, segir viðskiptaráðherra  Mestu eignatilfærslur í Íslandssögunni eru framundan, segir Guðlaugur Þór Þórðarson Miklar afskriftir framundan Morgunblaðið/Kristinn Á Alþingi Viðskiptaráðherra fjallaði um afskriftir í gær. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er ótrúlega margt líkt með þjóðarsál Íslendinga og Malava, þó önnur þjóðin hafi verið í hópi ríkustu þjóða heims og hin sé ein sú fátækasta. Ísland var lengi framan af þróunarland og það er eins og Íslendingar hafi aldrei losnað úr þeim hugsunarhætti sem einkennir fátækar þjóðir þar sem lifað er frá degi til dags og eytt er í dag en tekist á við hlutina á morgun í stað þess að spara og hugsa til framtíðar,“ segir Stella Samúelsdóttir. Hún mun ásamt Ingu Dóru Pétursdóttur, fjalla um líf og stöðu kvenna í Malaví í UNIFEM-umræðum sem fram fara milli kl. 13-14 í dag í húsnæði Miðstöðvar Sam- einuðu þjóðanna að Laugavegi 42. Báðar eru þær mann- fræðingar að mennt, Stella starfaði sem verkefnisstjóri félagslegra verkefna hjá Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands (ÞSSÍ) í Malaví á árinum 2004-2009, en Inga Dóra dvaldi í tæp tvö ár í Malaví við nám og störf. Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart meðan hún dvaldi í Malaví tekur Stella fram að það hafi tekið ótrú- lega skamman tíma að aðlagast breyttu þjóðfélagi. „Mið- að við aðstæður kom það mér á óvart hvað fólkið var dug- legt. Það býr alls ekki við sömu tækifæri og við, en reynir samt alltaf sitt besta til þess að lifa mannsæmandi lífi og á sína drauma,“ segir Stella og tekur fram að hún hafi ekki síður þurft að aðlagast Íslandi þegar hún flutti aftur heim eftir fimm ára dvöl. „Ég fékk alltaf meira menning- arsjokk að koma heim til Íslands í heimsóknir á þessum árum sem ég bjó úti, heldur en að flytjast til eins fátæk- asta lands heims,“ segir Stella. Síður hægt að blekkja uppfræddar konur Í Malaví vann Stella að því á vegum ÞSSÍ að byggja upp grunnskóla sem og fullorðinsfræðslu, en ÞSSÍ stendur fyrir slíkri fræðslu í 94 þorpum þar í landi. Að sögn Stellu er fullorðinsfræðslan mjög mikilvæg til þess að sporna t.d. við ungbarnadauða, brúa menntunarbilið í landinu og vinna gegn brottfalli barna úr grunnskólum, sem enn er mikið í Malaví. „Reynslan sýnir að ef þú menntar eina konu þá menntarðu heila fjölskyldu. Vanalega eru það konurnar sem sjá um heimilin og ala upp börnin. Þannig að ef kon- urnar kunna að lesa og skrifa þá eru mun meiri líkur til þess að þær sendi börn sín í skóla og styðji við bakið á þeim í námi þeirra.“ Aðspurð hvað sé verið að kenna í fullorðinsfræðslunni segir Stella aðalmarkmið fræðslunnar að efla konurnar á þeirra eigin forsendum. „Þetta eru konur sem hafa mikla reynslu og þekkingu. Það að kunna að lesa og skrifa er ekki allt, en þær geta þó eflst í því. Sjálfar hafa þær á orði að það sé gott að kunna að telja og reikna því þá séu minni líkur til þess að það sé svindlað á þeim, en margar eru þær með lítinn rekstur. Þær sem læra að lesa geta einnig hjálpað börnum sínum með heimalærdóminn og lesið Biblíuna. Þær vita hvert þær eru að fara þegar þær eru að taka strætó. Það er þannig síður hægt að blekkja þær og þær eru meðvitaðri um sína stöðu,“ segir Stella. Menntir þú eina konu þá menntar þú heila fjölskyldu  Fékk menningarsjokk af að flytja aftur heim til Íslands eftir fimm ára veru í Malaví  Margt líkt með þjóðunum Ljósmynd/Stella Samúelsdóttir Læra að lesa Þróunarsamvinnustofnunin stendur fyrir fullorðinsfræðslu í 94 þorpum í Afríkuríkinu Malaví. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is MÁR Guðmundsson, seðlabanka- stjóri, telur væntingar um að hægt verði að efna til gjaldeyrissam- starfs við Evrópska seðlabankann (ECB) á meðan íslenska ríkið á í viðræðum við Evrópusambandið um aðild óraunhæfar. Þetta kom fram í pallborðsumræðum um ræðu Más á morgunverðarfundi Við- skiptaráðs í gær. Már fékk fyrirspurn um hvort það væri mögulegt að Seðlabankinn gæti gert samkomulag við ECB í anda ERM2-gjaldeyrissamstarfsins. ERM2 er formlegt aðlögunarferli aðildarríkja ESB sem stefna mark- visst að upptöku evru. Það felur meðal annars í sér að vikmörk á gengi viðkomandi gjaldmiðils gagn- vart evru eru varin. Vikmörkin miðast við að gengi gjaldmiðla mega flökta 15% til eða frá gengi evrunnar en flest ríki hafa kosið að setja sér þrengri mörk í aðdrag- anda að upptöku evru. Már sagði þennan möguleika ekki útilokaðan en benti hinsvegar á að engin for- dæmi væru fyrir slíku. Hann bætti því þó við að með fullri aðild væri ekkert sem stæði í vegi fyrir slíku samstarfi við ECB. Ekki mikil hætta fólgin í inngripum Í ræðu sinni fjallaði Már töluvert um inngrip á gjaldeyrismarkaði. Hann sagði að inngripin að undan- förnu hefðu miðast við að stöðva mögulegrar víxlverkanir gengis- lækkunar og væntinga. Inngripin hafa öll verið til þess að styrkja krónuna en Már sagði að bankinn hefði dregið mikið úr þeim að und- anförnu. Már sagðist vera þeirrar skoðunar að slík inngrip fælu ekki í sér of mikla áhættu séu þau ekki of viðamikil og nefndi í því samhengi að lítill vafi léki á því að gengi krónunnar væri nú fyrir neðan hið nýja jafnvægisgengi sem hafði myndast í framhaldi skuldsetningar undanfarinna ára. Hagnaðarvon í styrkingu Mér ræddi einnig um spá Seðla- bankans um þróun gengi krónu gagnvart evru á næstu árum. Spáin gerir ráð fyrir að krónan muni halda núverandi gildi fram á næsta ár og síðan muni það hækka þannig að evran verði kringum 170 krónur eftir tvö til þrjú ár. Már sagðist vona að þetta reynd- ist á endanum vera svartsýnisspá og sagði ekki útilokað að gengið myndi hækka hratt þegar það loks taki við sér. Verði þróunin á þann veg sagði Már að „þá þurfum við að muna að kaupa til baka þann gjaldeyri sem við höfum notað á síðasta ári“ og þannig verði hægt að hagnast á inngripunum á gjald- eyrismarkaði á endanum. „Verðbólgumarkmið plús“ Már vék einnig að framtíðarfyrirkomulagi peninga- málastefnunnar hér á landi í ræðu sinni. Hann sagði að þegar íslenska hagkerfið rétti úr kútnum, gjald- eyrishöftin yrðu afnumin og pen- ingastefnan losnaði úr „þeirri klemmu sem peningastefnan er í vegna skuldakreppunnar og hárrar hlutdeildar lána í erlendri mynt“, þá þyrfti að móta nýjan ramma fyr- ir framkvæmd hennar. Hann sagði aðild að myntbandalagi Evrópu vera valkost og það muni taka nokkurn tíma að verða að veru- leika. Þar af leiðandi sé einhvers- konar útgáfa af peningamálastefnu sem tekur mið af verðbólgu og flot- gengi æskileg. Reynsla undanfar- inna ára sýni þó að slík stefna þurfi að verða betur studd af ríkisfjár- málum, reglum á fjármálamarkaði, öflugu fjármálaeftirliti og gjaldeyr- isforða sem byggður væri upp á innstreymistímum og nýttur til inn- gripa þegar í harðbakkann slær. Þessa útfærslu kallaði Már „verð- bólgumarkmið plús“. Seðlabankasam- starf óraunhæft Morgunblaðið/Kristinn Már Krónan kann að styrkjast hratt. Dregið hefur úr inngripum, sagði seðlabankastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.