Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Björn Skaftasonfæddist á Horna- firði 27. apríl 1937. Hann varð bráð- kvaddur á vinnustað sínum 30. október sl. Foreldrar hans voru Halldóra S. Björns- dóttir frá Dilksnesi í Hornafirði og Skafti Pétursson frá Rann- veigarstöðum í Álfta- firði. Systir Björns er Hildigerður Skafta- dóttir f. 10.7. 1944, maki Unnsteinn Guð- mundsson f. 5.5. 1945. Börn þeirra: 1) Elvar Örn, maki Elínborg Ólafs- dóttir, börn þeirra eru Ágúst, Sindri Örn og Anna Birna. 2) Íris Dóra, maki Hilmar Stefánsson, börn heimdraganum ungur. Var við fisk- vinnu í Reykjavík til að byrja með. Réð sig síðan til starfa hjá Ísl. að- alverktökum sem þá voru að hefja uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Lengst af vann hann hjá verktaka- fyrirtækjum við stjórnun véla og tækja, má þar nefna byggingu Keflavíkurvegarins, við Loranstöð- ina á Gufuskálum, við byggingu rad- arstöðvarinnar á Stokksnesi, virkj- anir á hálendinu o.fl. Með fyrirtækinu Veli h.f. og fleiri verktakafyrirtækjum ferðaðist hann víða um land við ýmis verk- efni. Hafði alltaf lifandi áhuga á landinu sínu, mönnum og málefnum og ekki hvað síst starfinu sem hon- um þótti vænt um og rækti af trú- mennsku. Seinustu árin vann Björn hjá Ýtuvélum og var við vinnu sína í Hamranesi er kallið kom. Útför Björns fer fram frá Hafn- arkirkju í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. þeirra eru Hildur, Andri Steinn og Freyja Rún. 3) Selma, maki Pétur Magn- ússon, börn þeirra eru Kristín, Berglind og Magnús Emil. Tví- burabróðir Björns lést skömmu eftir fæðingu og drengur, fæddur 1946, lést í fæðingu. Björn ólst upp í Dilksnesi, mann- mörgu heimili, við leik og störf. Fimmtán ára gamall var hann far- inn að taka þátt í atvinnulífinu, fór til síldveiða á vélbátnum Sigurfara frá Hornafirði, tók þátt í byggingu Hrollaugseyjavitans, gripið var í ýmislegt er til féll. Hleypti hann Elsku Bassi. Kveðjustundin er upp runnin, svo óvænt sem hún nú kom. Ótal minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka. Heimsóknir þínar á sunnudögum, oftar en ekki færandi hendi með kjúkling í poka, bílferðirnar austur, afmælisferðin þín til Köben, skemmtilegt spjall, spilamennska og jólin koma strax upp í hugann. Jólin hafa alltaf verið svo tengd þér. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér komst þú með jólin. Þannig var það. Jólin byrjuðu þeg- ar þú komst í húsið. Þannig var það svo líka eftir að ég fluttist í bæinn og fór að halda mín eigin jól. Þú komst alltaf við hjá okkur á leiðinni austur og þar með byrjuðu jólin. Alltaf glaður, alltaf notalegur, allt- af hlýr og skemmtilegur, alltaf áhugasamur! Það verður sannarlega skrítið að fá ekki jólin flutt inn á hús- ið af þér áfram. Elsku Bassi, takk fyrir allar góðu minningarnar. Þín verður saknað. Guð geymi þig. Selma og fjölskylda. Hann Bassi er farinn, elsku kallinn okkar. Jólin að nálgast og enginn jólasveinn. Þú grætur vegna þess sem var gleði þín, stendur einhversstaðar. Já, hann var gleðigjafi hann Bassi, hvar sem hann fór fylgdi honum þessi notalega hlýja nærvera. Hans verður víða sárt saknað Bassi fæddist og ólst upp í Dilks- nesi, mannmörgu og gestkvæmu heimili. Í rauninni var þetta komm- úna af bestu gerð, þarna hófu sinn búskap flest systkinanna með sínar stækkandi fjölskyldur, eindrægnin mikil, hver hafði sitt hlutverk. Nóg var húsplássið. Gleði og kátína, glað- værð í fyrirrúmi. Það eru forréttindi að fæðast inn í svona umhverfi, alltaf tími fyrir börn og þess naut hann Bassi í ríkum mæli. Tvíburinn litli fékk áreiðanlega margfaldan skammt af ást og um- hyggju, sem mikið var til af og hefur fylgt honum alla tíð. Já, það var gott að vera krakki í Dilksnesi og alast upp í „hrúgunni“, alltaf gaman, mynduðust þarna góð tengsl frænd- systkinanna, sem eru dýrmæt. Bassi var alltaf notalegur og stutt í húmorinn, man hann á skólaleiksýn- ingu, í gamla kirkjukjallaranum við Laxá, þar sem hann lék kónginn í „Grámann í Garðshorni“, þar skein út húmorinn hans, í alvöru augna- bliksins. Hann Bassi minn var ekki efni í bónda. Fljótlega eftir fermingu var hann farinn að leita sér atvinnu, var part úr sumri við byggingu vitans á Hrollaugseyjum, þar sem búið var í tjöldum, fór fimmtán ára gamall til síldveiða, norður fyrir land, lítið veiddist, en allt var svo skemmtilegt í frásögninni. Ungur fór Bassi suður, var fyrst við fiskvinnu, fljótlega fann hann fjölina sína og réði sig til starfa þar sem hann gat unnið á þungavinnu- vélum. Vinnan var hans líf og yndi alla tíð, hann var mikils metinn í þeim störfum sínum. Hárfínn ýtu- maður, sögðu þeir. Í Reykjavík hafði Bassi sitt heimili að Sjafnargötu 6, þar eignaðist hann trausta og góða vini. Heimilisköttur- inn, hann Brandur, flutti til Bassa, bjó þar við gott atlæti, valdi besta stólinn í stofunni og fékk mikið og gott að borða. Bassi minn kunni þá kúnst að lifa í núinu, sáttur og glaður með sitt. Hann Bassi vann mikið og tók sér aldrei sumarfrí, tók þess í stað langt og gott jólafrí. Var bara jólasveinn- inn okkar fjölskyldunnar. Frá því við hófum búskap hér á Hornafirði hefur hann verið ómissandi partur af jól- unum hann Bassi. Pabbi bjó hjá okk- ur og var mikil tilhlökkun þegar von var á Bassa, allir fóru að spyrja í byrjun desember „Hvenær kemur Bassi?“. Þegar hann var kominn byrjuðu jólin og þau voru þangað til hann fór, þó það væri í byrjun febr- úar. Mikið spilað, mikið hlegið, mikið gaman. Við eigum minningu um ógleym- anlega afmælisferð með Bassa, kring um sjötugsafmælið. Gaman var að sjá hvað hann naut þess. Bassi minn, við erum full af þakk- læti fyrir allan tímann sem við höfum átt saman og alla gleðina sem þú gafst okkur öllum. Biðjum Guð að vaka yfir þér. Hildigerður og Unnsteinn. Minn góði granni Björn Skaftason er allur. Bassi, eins og hann var kallaður frá blautu barnsbeini, lifði einföldu og fábrotnu lífu. Hann var neyslugrannur maður. Bjó þröngt. Kærði sig kollóttan um tækninýjungar eins og gemsa og sjónvarp. Útvarp og heimasími upp- fylltu hans tæknikröfur, en snerist tæknin hins vegar um jarðýtur, flug- vélar og annan vélbúnað þá komst Bassi á flug. Þá var hann í essinu sínu. Bassi var einstaklega hláturmild- ur maður, hafði mikla persónutöfra og var mikill húmoristi. Hlýr maður og hluttekningarsamur. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Ég gagnrýndi Bassa oft fyrir það hvað hann ynni mikið. Hann væri nú einu sinni kominn á aldur, en hann sagði bara: Á meðan heilsan leyfir, því þá að hætta að vinna? Og á jarð- ýtunni vann hann til dauðadags. Bassi hringdi í mig á miðvikudag, þremur dögum fyrir spurningaþátt sjónvarpsins, Útsvar, og meldaði sig í heimsókn til að horfa á þáttinn þar sem Skagfirðingar og Hornfirðingar kepptu. Honum var það kappsmál að fylgjast með frammistöðu sveitunga sinna á Hornafirði. Aldrei varð úr þeirri heimsókn því Bassi lést deginum áður. Á meðan ég horfði á keppnina í sjónvarpinu lét ég kertaljós loga og hugsaði um Bassa. Ég er viss um að hann fagnaði með mér sigri Hornfirðinga. Megi hann nú hvíla í friði. Systur Bassa og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur – og ekki síst yngstu meðlimun- um. Það fór ekki framhjá mér hversu vænt honum þótti um sitt fólk. Bless- uð sé minning hans. Björg Elín Finnsdóttir Síðasta föstudag októbermánaðar fékk ég símtal um að Bassi hefði orð- ið bráðkvaddur við vinnu sína. Fyrir mig var þetta mikið áfall. Það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast Bassa fyrir 12 árum og eignast sem vin, hélst sú vinátta allar götur síðan, enda var hann sérstaklega umburð- arlyndur, hógvær og umfram allt skemmtilegur. Oft lét hann hnitmið- uð orð falla við spilaborðið og í góðra vina hópi, svo allir viðstaddir hlógu ákaft. Bassi var sérlega fróður og hafði ákveðnar skoðanir á málum og var því vinsæll eins og við var að búast. Hann var einstakur persónuleiki sem mátti ekkert aumt sjá og allir voru vinir hans. Mikill vinnuþjarkur var hann og naut vinnunnar svo mikið að hann tók ekki í mál að taka sér frí eða slaka á. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa kynnst Bassa, bæði persónulega og fyrir hönd starfsfólks míns. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Garðar Rafn Sigurðsson. Hann veitti birtu á báðar hendur um bæinn sérhvert kvöld … (Eiríkur K. Eiríksson.) Þetta lag um Lukta-Gvend var mikið uppáhald Björns Skaftasonar eða Bassa eins og hann var kallaður en honum kynntist ég sem unglingur þegar hann kom sem leigjandi í hús ömmu minnar á 7. áratugnum. Strax tengdist hann ömmu og móður minni miklum vináttuböndum en þær eru nú báðar látnar. Á þessum tímum var oft vakað fram eftir nóttu við hlátur og söng og alltaf valdi Bassi Lukta- Gvend. Ef til vill má segja að þessar ljóðlínur lýsi Bassa vel en hann var félagslyndur maður og örlátur sem oft fór Bjartari leiðina hér áður fyrr. Hans mannkostir voru einnig gæska og tillitssemi og af þeim fórum við sem bjuggum nálægt honum ekki varhluta. Hann var hógvær og gerði sálarlíf sitt ekki að aðalumræðu þess hóps sem hann var í hverju sinni heldur var hann líkari þeim Íslend- ingum sem flestir eru nú gengnir til feðra sinn og þótti lítillæti og hófsemi mestu skipta. Þótt Bassi ynni mikið alla tíð safnaði hann ekki að sér ver- aldlegum munum eða auði. Þrátt fyr- ir það eða ef til vill þess vegna virtist hann sáttur við líf sitt sem skilaði sér til annarra í glaðlyndi og húmor. Bassi var barngóður og lét sér annt um börnin okkar. Hann var góð- ur við minni máttar sem kom líka vel í ljós þegar köttur einn sem Brandur heitir, ákvað að setjast að á Sjafn- argötunni. Brandur naut skjóls hjá Bassa sem sá um að hann liði ekki skort. Þó að rúm vika sé nú frá því að hann varð bráðkvaddur bíður feiti kötturinn Brandur ennþá við tröpp- urnar þar sem Bassi kom alltaf í lok vinnudags og heilsaði upp á hann. Fráfall Bassa var óvænt því hann virtist heilsuhraustur maður þó að hann lifði ekki á heilsufæði einu sam- an og gerði sér glaðan dag um helg- ar. Hann skilur eftir sig söknuð en jafnframt hlýja og góða tilfinningu í hjarta okkar hér á Sjafnargötunni; eins og þeir einir gera sem gefa af sér og láta sig aðra skipta. Hafliði M. Guðmundsson og fjölskylda. Biörn Skaftason Bassi var sómamaður. Já, sómamaður glaður, núna hann hvílir í kyrrð og ró, en ó, hve hann fallega hló. Hann Bassi bara gaf og gaf, en bað aldrei um neitt. Það sem kom fyrir hann á föstu- dag þykir mér ekki lítið leitt – en ó, hve hann brosti breitt! Berglind. Við kveðjum nú kæri vinur kominn er tíminn þinn. Signir þig kyrrlátur kvöldroðinn og hverfur í himininn. Með innilegum samúðar- kveðjum til fjölskyldu Bassa Emilía, Jón og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ BALDURSDÓTTIR frá Kirkjuferju, Ölfusi, lést að morgni laugardagsins 31. október á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Fríkirkju Hafnarfjarðar mánudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Sigríður Auðbjörg Jónasdóttir, Magnús Arthúrsson, Þórunn Margrét Jónasdóttir, Óli Vignir Jónsson, Sólveig Jóna Jónasdóttir, Jón Ingvar Haraldsson, Þórður Kristinn Jónasson, Hjördís Pálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS Á HEYGUM MAGNÚSSONAR, Bræðratungu 13. Jóhanna S. Kjartansdóttir, Sigrún á H. Ólafsdóttir, Halldór Ingólfsson, Hrafndís Hanna Halldórsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FLOSA G. ÓLAFSSONAR leikara, Bergi, Reykholtsdal. Lilja Margeirsdóttir, Anna Flosadóttir, Bjarni Hjartarson, Ólafur Flosason, Elísabet Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, RANNVEIG PÁLSDÓTTIR, Túngötu 12, Keflavík, lést á heimili sínu laugardaginn 31. október. Hún verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 13.00. Við þökkum öllum þeim sem studdu okkur á þessum erfiðu tímum. Tryggvi Freyr Jónsson, Íris Aníta Hafsteinsdóttir og börn, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Klara Margrét Jónsdóttir, Ingimar Jenni Ingimarsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.