Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 43

Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Pétur Andersenfæddist í Vest- mannaeyjum 16. des- ember 1943. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Rakel Frið- bjarnardóttir hús- móðir frá Vest- mannaeyjum, f. 19. ágúst 1918, d. 23. maí 1993 og Knud Kristján Andersen verkstjóri frá Vestmannaeyjum, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000. Systkini Péturs eru: 1) Ingi- björg Jóhanna Andersen, f. 14. des- ember 1939, gift Óskari Þórarins- syni, f. 24. maí 1940. Börn Ingibjargar og Kjartans Bergsteins- sonar eru Kristín, f. 23. október 1957 og Knútur, f. 2. október 1961. Börn Ingibjargar og Óskars eru Rakel Óskarsdóttir, f. 29. mars 1966 og Sindri Óskarsson, f. 8. október 1972. Sonur Óskars og Erlu Sig- marsdóttur er Sigmar Þröstur, f. 24. desember 1961. 2) Hafdís Andersen, f. 21. desember 1949, d. 11. nóv- ember 1997, var gift Sigurbirni Hilmarssyni, f. 3. janúar 1954. Börn þeirra eru Sædís, f. 21. desember 1976, Dröfn, f. 6. september 1979 og Sif, f. 22. október 1982. Pétur hóf sinn starfsferil í Hrað- frystistöð Vestmannaeyja sem ung- ur drengur undir verkstjórn föður síns. Tæplega tvítugur vann hann sem netagerðarmaður hjá Netagerð Ingólfs þar til hann hóf vél- stjóranám. Pétur tók vélstjórapróf í Vest- mannaeyjum árið 1969 og lauk 1. stigi. Hann vann í vélarrúmi fraktskipanna Lang- jökuls og Hofsjökuls árin 1966 og 1968. Pétur var vélstjóri hjá föðurbræðrum sínum, Jóhanni Júlíusi And- ersen á Metunni VE og Emil Marteini And- ersen á Danska Pétri VE. Hann var einnig vélstjóri hjá mági sínum Ósk- ari, fyrst á Öðlingi VE árið 1967, á Sindra VE árið 1969 og á Frá VE ár- ið 1971. Pétur var vélstjóri á frakt- skipum í Noregi frá árinu 1973 til ársins 1981 en þá flutti hann til Eyja og hóf störf í versluninni Brimnesi. Pétur starfaði þar til ársins 2001. Eftir það vann hann hjá Ingibjörgu systur sinni og mági í kringum út- gerð Frás VE og heimili þeirra. Pét- ur var mikill bókaunnandi, las mikið og átti mikið safn bóka. Pétur bjó alla sína barnæsku og fram til loka ársins 1998 að Hásteinsvegi 27. Vegna veikinda sinna flutti Pétur til Ingibjargar systur sinnar í íbúð á jarðhæð að Hásteinsvegi 49. Frá því í janúar 2009 bjó Pétur að Dval- arheimilinu Hraunbúðum. Útför Péturs fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. Mig langar að minnast frænda míns, Péturs með örfáum orðum. Mér er efst í huga þakklæti. Þakk- læti fyrir minningar sem ég mun ylja mér við alla tíð. Ég á margar minningar um Pétur og eðlilega eru þær samofnar minn- ingum um ömmu og afa, en þar bjó Pétur alla mína tíð. Það var alltaf gott að koma til ykkar á Hásteins- veginn. Nærveran var alltaf svo góð og manni leið alltaf vel hjá ykkur. Það er svo dýrmætt. Og í seinni tíð þegar ég hef komið með Hafdísi, dóttur mína, í heimsókn til Péturs þá varð hún strax hænd að honum. Væntumþykjan var augljós. Í mínum huga voruð þið, amma og afi eitt. Samband ykkar var alla tíð gott og varst þú þeim alltaf mikil stoð og stytta. Það var mikið tekið af þér á skömmum tíma þegar þú veiktist, þú sem alla tíð hafðir verið heilsu- hraustur. Ég er þakklát því að þú hafir átt Ingu og Óskar að síðustu ár, en þau hafa annast þig af mikilli alúð. Stutt er liðið frá síðustu heimsókn til Eyja. Þá heimsótti ég þig og vissi að ég væri að kveðja þig í síðasta skipti. Slíkar kveðjustundir eru erfiðar, en það er mikilvægt að kveðja og ég er þakklát að hafa fengið tækifæri til þess. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér, amma, afi og mamma. Ég bað þig fyrir kveðju til mömmu sem ég veit að þú hefur nú skilað. Ég kveð þig, kæri frændi með þakklæti. Sædís. Sortnar þú, ský, suðrinu í og síga brúnir lætur. Eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grætur. Virðist þó greið liggja þín leið um ljósar himinbrautir, en niðri hér æ mæta mér myrkur og vegarþrautir. (Jón Thoroddsen.) Elsku Pétur frændi, þú komst eins nálægt því að vera afi og hægt er án þess í rauninni að vera það. Enda varst þú með stækkaðar myndir af okkur börnunum eins og afi og amma. Við söknum þess að fá ekki að heimsækja þig. Mamma og pabbi munu hjálpa okkur að halda í okkar góðu minningar um þig, elsku frændi. Óskar Alex, Herborg og Teitur. Pétur frændi hefur kvatt sitt jarð- neska líf eftir mikil veikindi síðast- liðin tvö ár en aldrei var bilbug á hon- um að finna. Nokkur minningarbrot koma upp í hugann. Pétur vann lengi í versluninni Brimnesi, sem seldi ýmsar vörur til viðhalds húsa. Ég leitaði oft ráða hjá Pétri um hvað væri best að nota í hin ýmsu verk. Um tíma bjó ég að Hásteinsvegi 28 og því á móti frændum mínum, feðg- unum Pétri og Knud. Alltaf var jafn ánægjulegt að hitta þá og ekki var æsingnum fyrir að fara. Pétur var ekki ólíkur föður sínum, jarðbund- inn, umburðarlyndur, handlaginn og sérstakt snyrtimenni. Honum var þetta einfaldlega í blóð borið. Pétri kynntist ég svo betur þegar ég kom inn í fjölskylduna. Einstakur kærleikur var á milli systkinanna Ingu og Péturs og því tók ég strax eftir þegar við Sindri vorum að slá okkur upp árið 2000. Inga var fjögurra ára þegar Pétur fæddist og alla sína ævi hittust þau nánast upp á hvern einasta dag. Má segja að eina undantekningin hafi verið þegar Pétur dvaldi erlendis. Eftirtektarvert er að á mörgum myndum af þeim systkinum heldur Inga utan um bróður sinn, sem er lýsandi fyrir umhyggjusemina og hlýjuna sem hún bar til hans. Pétur var mikill tilfinningamaður og varð ungur fyrir ástarsorg sem ég held að hafi verið ástæða þess að hann kaus að vera einn. Samband Óskars og Péturs, þeirra mága, var einnig náið. Þeim kom afar vel saman og áttu margt sameiginlegt. Báðir miklir lestrarhestar, sjómenn, spjallarar og höfðu gaman af því að grínast. Pétur var þægilegur maður og hafði sér- staklega góða nærveru. Glettnin var sjaldan langt undan og þannig var hann allt fram á síðasta dag. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið þegar ég kom til hans á spítalann. Hann horfði á mig með þennan sér- staka glampa í augum. Eftir að hafa heilsað honum spurði ég hvað væri svona sniðugt, þá sagði hann að þau systkinin hefðu verið að deila um hvað hann ætti að flytja með sér af Hraunbúðum og hvað ekki. Þau voru svo náin að þau gátu vel deilt án þess að verða ósátt og honum þótti meira að segja vænt um það. Eftir að Pétur flutti inn á Há- steinsveg 49 og við Sindri komum með börnin okkar til ömmu og afa, leið ekki á löngu þar til Pétur var kominn upp og sagðist hafa heyrt í litlum fótum. Börnunum okkar var hlýtt til Péturs, þeim þótti gott að sitja í fangi hans og spjalla í róleg- heitum. Óskari Alex þótti gaman að fá að aðstoða Pétur í garðinum hjá ömmu og afa, fara með rusl í sorpu, taka til í krónni ofl. Þeim þótti líka gott að koma í heimsókn á Hraun- búðir og Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja. Þá læddi hann iðulega tópas, súkkulaðirúsínum eða öðru góðgæti í lófa þeirra sem féll alltaf í góðan jarðveg. Þegar yngsta barn okkar, Teitur, var skírður báðum við Pétur um að vera skírnarvott. Pétur var stoltur af því enda endurgalt Teitur honum greiðann með því að senda honum sitt fyrsta bros og það yljaði Pétri um hjartarætur. Minn- ingu Péturs munum við ætíð halda á lofti. Elsku Inga og Óskar, Guð veiti ykkur og okkur öllum styrk í sorg- inni. Ragnheiður. Í fáeinum orðum langar mig að minnast Péturs Andersen, þess ágæta samferðamanns, sem lést í Vestmannaeyjum hinn 1. nóvember. Ég kynntist Pétri þegar við Jó- hanna frænka hans fluttum að Há- steinsvegi 28 gegnt tvíbýli þeirra Rakelar og Knuds, foreldra Péturs, og Njáls og Dóru, tengdaforeldra minna. Þá kynntist ég einnig því sér- staka og góða sambandi og vináttu sem ætíð ríkti í milli fjölskyldna bræðranna Njáls og Knuds. Pétur var ákaflega þægilegur maður í umgengni, heiðarlegur, glað- legur og sérstaklega hjálpsamur við sitt fólk. Hann vann öll sín störf af kostgæfni og þeir sem kynntust hon- um vegna starfa hans gátu undan- tekningarlaust borið honum gott orð. Pétur var menntaður vélstjóri og á yngri árum stundaði hann sjó- mennsku og þá gjarnan á erlendum vöruflutningaskipum. Þannig kynnt- ist hann vel hinum stóra heimi og hafði frá ýmsu að segja frá reynslu- árum sínum á sjónum. Eftir að Pétur kom í land stundaði hann meðal annars verslunarstörf og í þeim störfum minnumst við hans flest. Þar var hann ávallt boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda og þar komu vel í ljós margir þeir góðu kostir sem Pétur bjó yfir. Eftir að hann hætti verslunarstörfunum vann hann við útgerð Ingu systur sinnar og Óskars mágs síns á Frá VE. Enn sýndi Pétur hve fjölhæfur hann var til starfa og skilaði vel þeim verkum sem hann þar tók að sér. Pétur kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur. Hann bjó með for- eldrum sínum meðan þeir lifðu og var þeim mikil stoð og stytta, eink- anlega eftir að þau tóku að eldast. Hann var þeim afar góður og hjálp- samur og umgekkst þau af mikilli virðingu og umhyggju. Þeim leið vel að hafa Pétur sér við hlið og honum leið einnig vel hjá þeim enda voru þau Rakel og Knud ákaflega þægi- legt og gott fólk. Garðurinn hjá Rakel, Knud og Pétri á Hásteinsvegi 27 var einstak- ur. Þar unnu þau öll saman og höfðu næmt auga fyrir blómum og trjám enda gerðu þau garðinn þannig að í hann var hrein unun að koma, eink- anlega á fallegum sumardegi. Pétur naut þessa alls og í garðinum fór hann um höndum sem sannur kunn- áttumaður. Garðurinn hlaut reyndar viðurkenningar vegna snyrti- mennsku og glæsileika. Seinna átti Pétur eftir að veita Ingu systur sinni og Óskari mági sínum ómetanlega hjálp við að gera þeirra garð sem smekklegastan. Um nokkurt skeið hafði Pétur átt við erfiðan hjartasjúkdóm að stríða og eins og oftast er um þann sjúkdóm gefur hann engin grið. Svo fór einnig nú og lést Pétur á sjúkrahúsinu 1. nóvember eftir nokkra legu þar. Nú er Pétur látinn, reyndar allt of fljótt. Við sem kynntumst honum minnumst hans sem góðs drengs sem við vorum afar heppin að fá að kynnast. Í minningunni lifir myndin af glöðum, skemmtilegum en um- fram allt vönduðum samferðamanni. Ég votta Ingu og Óskari og öllum ættingjum Péturs dýpstu samúð okkar hjóna. Megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar allra. Blessuð sé minning Péturs Ander- sen. Ragnar Óskarsson. Pétur Andersen ✝ Haukur Þorleifs-son fæddist á Hofsá í Svarfaðardal 18. desember 1931. Hann lést á dval- arheimilinu Dalbæ föstudaginn 30. októ- ber sl. Foreldrar hans voru Þorleifur Bergs- son frá Hofsá í Svarf- aðardal, f. 6. júní. 1900, d. 1995, og Dóró- þea Gísladóttir frá Kjarnholtum í Bisk- upstungum, f. 23 októ- ber 1896, d. 1954. Bræður Hauks eru Gísli, f. 1928, Rögnvaldur, f. 1930, Óskar, f. 1933, Reimar, f. 1937, og Rúnar, f. 1937. Haukur kvæntist árið 1967 Þór- eyju Baldursdóttur frá Sléttu í Reyð- arfirði árið 1967, þau bjuggu lengi vel á Árgötu 1, Reyðarfirði, þau skildu 2001. Börn þeirra eru 1) Bald- ur, f. 24. mars 1973. 2) Sveinborg L., f. 15. febrúar 1975, sambýlismaður Stefán Arinbjarnarson, f. 11. ágúst 1974. Börn þeirra eru: Bjartur Fann- ar Stefánsson, f. 2. júní 1995, og þrí- burarnir Vaka Ösp Stefánsdóttir, Valur Snær Stefánsson og Vera Dögg Stefánsdóttir, f. 15. júlí 2005. 3) Þóra Kristín, f. 24. júlí 1985, sam- býlismaður Davíð Jóhannsson, f. 17. desember 1983. Sonur þeirra er Bjarki Freyr Davíðsson, f. 19. apríl 2009. Haukur fæddist á Hofsá í Svarf- aðardal og ólst þar upp í stórum bræðra- hóp. Hann var við nám við Kennaraskólann einn vetur en hóf svo nám í Iðnskólanum og lauk þaðan námi í bif- vélavirkjun. Haukur fluttist til Reyð- arfjarðar árið 1964 og starfaði framan af sem sjómaður en stærstan hluta starfsævinnar starfaði hann hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði. Haukur var mikill baráttumaður fyrir bætt- um kjörum verkafólks og sinnti for- mennsku Verkalýðsfélags Reyð- arfjarðar af mikilli elju og dugnaði frá 1983 til 1995. Haukur hafði mik- inn áhuga á ferðalögum bæði innan- lands og erlendis. Hann var fróður og víðlesinn, hafði gaman af ólíkum menningarheimum, trúarbrögðum og var vel að sér í mannkynsögunni. Hálendi Íslands var honum einnig hugleikið og var hann vel að sér um alla staðhætti og örnefni. Síðustu 6 árin dvaldi Haukur á æskuslóðum sínum í góðu yfirlæti á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Útför Hauks verður gerð frá Dal- víkurkirkju í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Garða- kirkjugarði í Garðabæ mánudaginn 9. nóvember. Elsku pabbi, kveðjustundin er kom- in og upp rifjast margar minningar frá því að ég var lítill patti á Reyðarfirði. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á öllu sem tengdist vinnunni þinni, fannst allar vélarnar svo spennandi. Ég fékk stundum að vera í vélasalnum með þér og stilla vélarnar að ógleymdri rútunni sem þú keyrðir starfsfólkið í úr og í mat. Ég var alltaf mættur rétt fyrir há- degi til að keyra með þér fólkið heim. Ég sat fremstur eins og herforingi og opnaði hurðina fyrir öllu fólkinu sem brosti og klappaði mér fyrir. Eins rifj- ast upp öll ferðalögin sem við fjölskyld- an fórum í, yfirleitt á Lödu Sport. Það var ótrúlegt hvað þessi Lada komst yf- ir margar ár og ófærur þegar þú varst við stýrið, pabbi minn. Sveitin þín var Svarfaðardalur og bærinn þinn var Hofsá. Þú varst alltaf stoltur af upprunanum og vildir helst hvergi annarsstaðar vera á sumrin en niðri í á að moka upp fiski. Þetta fannst mér líka einn af hápunktum sumranna að fara í sveitina þína og fá að taka þátt í sveitastörfunum á Hofsá. Nú síðustu ár dvaldir þú á Dalbæ og síðastliðið sumar heimsóttum við mamma þig og keyrðum með þig um Svarfaðardal og inn í Skíðadal. Þótt að minnið hafi verið farið að gefa sig mundir þú samt öll bæjarnöfnin og gast þulið upp helstu örnefnin í sveit- inni. Elsku pabbi, kallið er komið og ég veit að þér líður vel á þeim stað sem þú ert kominn á. Hvíl í friði, þinn sonur Baldur Hauksson Elsku pabbi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, (V. Briem.) Þegar kveðjustundin er komin rifj- ast upp gamlar og góðar minningar frá barnæsku. Sem barn minnist ég þín fyrir endalausa eljusemi, þú varst allt- af eitthvað að dunda, aðallega úti í bíl- skúr. Það voru margir klukkutímarnir sem ég gleymdi mér hjá þér í bílskúrn- um, ýmist við að laga hjólið mitt eða raða verkfærunum á sinn stað. Í minn- ingunni hvorki skammaðir þú mig né neitaðir mér um neitt. Ég fór ósjaldan í vinnuna til þín og bað um pening fyrir einhverju góðgæti í Kaupfélaginu, þú spurðir alltaf, hvað viltu mikið, elskan mín? Þú varst mjög barngóður og það voru ófá börnin sem kölluðu þig afa. Þú varst mjög nýtinn á alla hluti og ósjald- an fór ég með þér undir Melshorn og við náðum í hjól sem aðrir töldu ónýt. Þú lagaðir þau og gerðir sem ný, enda átti ég alltaf nokkur hjól til skiptanna. Þegar afadrengurinn þinn Bjartur fæddist fannst þér hann líka þurfa að eiga hjól hjá afa. Þótt á unglinsárum hafi mér fundist nóg um þessa nýtni þína og aðhald í peningamálum hefur þessi fyrirhyggja þín bæði nýst mér á seinni árum og verið mér gott vega- nesti í lífinu. Áhugi þinn á ferðalögum bæði erlendis og innan lands var mikill. Þegar ég hafði þroska til var gaman að sitja og tala við þig um alla þá staði sem þú hafðir ferðast til. Þú vildir ekki kaupa þér pakkatilboð frá ferðaskrif- stofum heldur frekar ferðast sjálfur, ráða þér sjálfur og kynnast fólkinu og menningunni. Þú sagðist alltaf ætla að eyða efri árunum í að ferðast og nota aurana sem þú varst búinn að safna til að skoða heiminn, en því miður komu veikindi þín í veg fyrir það. Síðustu ár- in voru veikindi þín mér og okkur öll- um þungbær. Óhjákvæmilega leiðir maður hugann að því hvað hefði orðið ef veikindi þín hefðu ekki verið til stað- ar síðasta áratuginn og hvernig líf þitt hefði þá orðið, því þú varst svo hæfi- leikaríkur á mörgum sviðum. Elsku pabbi, ég veit að þú varst tilbúinn að kveðja þennan heim, hvíldu í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín dóttir Sveinborg L. Hauksdóttir. Haukur Þorleifsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.