Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 52
52 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 HEIMILDAMYNDIN Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók Andra Snæs, hefur verið valin til sýn- ingar á Alþjóðlegu heimilda- myndahátíðinni IDFA í Amst- erdam, sem er stærsta heim- ildamyndahátíð í heimi, og tekur þátt í aðalkeppni hátíð- arinnar. Um 2.000 myndir sækja um þátttöku á IDFA ár hvert, tæplega 200 myndir eru sýndar, en aðeins 17 myndir voru valdar í keppnina í ár og er Draumalandið ein þeirra. IDFA er virtasta heim- ildamyndahátíð í heimi og þar eru flestar myndir frumsýndar. Hátíðin stendur frá 19.-29. nóv. Kvikmyndir Draumalandið til Amsterdam Andri Snær Magnason KRISTJÁN Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir verða í aðalhlutverkum á styrktartón- leikum Caritas sem haldnir verða 15. nóvember. Með þeim koma fram margir helstu lista- menn þjóðarinnar, að því er fram kemur í frétt frá Caritas og er miðasala hafin á midi.is. Í fréttinni segir: „Styrktar- tónleikar Caritas marka upp- haf aðventunnar fyrir marga og fjölmargir koma ár eftir ár á þessa eftirsóttu tónleika, njóta fagurra lista og leggja góðu mál- efni lið. Efnisskrá tónleikanna er glæsileg og fluttar verða skærustu perlur tónbókmenntanna.“ Allur ágóði í ár rennur til Mæðrastyrksnefndar. Tónlist Caritas styrkir Mæðrastyrksnefnd Kristján Jóhannsson Í TILEFNI útgáfu listaverka- bókarinnar Páll á Húsafelli verður opnuð sýning á högg- myndum og bergþrykks- myndum Páls í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 í Reykjavík í dag kl. 14. Lista- verkabókin er gefin út í tilefni hálfrar aldar afmælis lista- mannsins í mars, en þá var haldin umfangsmikil sýning á verkum hans í Reykjavík Art Gallery. Í tengslum við sýninguna skráði Þorsteinn Jónsson hundruð listaverka Páls og setti saman þessa bók með sýn- ishornum af ólíkum viðfangsefnum listamannsins. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14- 17. Myndlist Páll á Húsafelli – sýning og bók Páll á Húsafelli. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „AÐ mála á ljósmyndir er það sem ég hef verið að prófa mig áfram með síðastliðið ár. Ég fékk það verkefni að laga gallaða ljósmynd eftir Árna Böðvarsson sem bjó uppi á Skaga. Mér fannst það heppnast mjög vel og vildi gera meira. Ég fékk þrjú prent af mynd eftir hann og málaði mismunandi á hverja. Myndin Nes er eftir son hans, Ólaf Árnason,“ segir Davíð Örn Haraldsson mynd- listarmaður, en sýning með verkum hans verður opnuð í Hafnarborg í dag. Davíð Örn er einn okkar efnilegustu myndlistar- manna, og málverk hans, sem hann málar á fundna hluti, jafnt flatar spýtur sem þrívíð form, hafa vakið mikla at- hygli. „Það sem heillaði mig mest við ljósmyndir feðg- anna var það að þær voru þegar málaðar. Þeir voru mikl- ir snillingar í því að handmála svarthvítar ljósmyndir og færa þeim nýtt líf sem er raunverulegt og óraunverulegt á sama tíma. Þeir ná ekki ekta náttúrulitum en nálgast þá eins og þeir geta. Þetta reyni ég að framlengja með litunum sem ég nota, en þeir eru algjört gervi; bílalakk og spreybrúsar. Ég er að bæta aðeins við; það er frekar eins og áherslumerki. Ég vann þessi ljósmyndaverk fyrir nýju MÚM-plöturnar.“ Veggfóður úr borðmálverki Davíð Örn sýnir líka 14 málverk sem hann vinnur með svipuðu sniði og hann hefur gert í gegnum tíðina, máluð á fundna hluti og spýtur af öllum stærðum og gerðum. „Ég er líka búinn að búa til veggfóður upp úr borð- stofuborði sem ég málaði fyrir vinafólk mitt. Undirliggj- andi þema sýningarinnar er miðjan á borðinu. Ég nota hana í gluggum safnsins, en líka sem veggfóður sem leið- ir mann inn í málverkasalinn. Já, það má segja að með því sé málverkið komið út fyrir málverkið. Ekki bara í fagurfræðinni, því borð er nýtanlegur hlutur. Ég byrjaði á því í skóla að mála húsgögn til þess að gera herbergi al- gjörlega að mínu. Þegar ég málaði borðið var það í fyrsta sinn sem ég gerði eitthvað slíkt fyrir aðra.“ Davíð Örn segir sýningu sína kallast vel á við sýningu sem Einar Falur Ingólfsson setur upp á efri hæð Hafn- arborgar á sama tíma, en þar sýnir Einar Falur úrval ís- lenskra ljósmynda frá 1866 til okkar daga. „Við lögðum upp með að vera með tvær gjörólíkar sýningar en þótt Einar Falur sé ekki með myndir eftir feðgana uppi, þá þekkir hann vel til þeirra, og það skemmtilega er að sýn- ingarnar tengjast með ljósmyndum á báðum hæðum.“ Málverk utan málverks  Davíð Örn Harðarson opnar sýningu í Hafnarborg  Málaðar ljósmyndir og málaðir hlutir  Einar Falur sýnir úrval ljósmynda frá 1866 til okkar daga á efri hæð Hafnarborgar Nes Máluð ljósmynd eftir Ólaf Árnason sem Davíð Örn málar yfir. „Eins og áherslumerki,“ seg- ir listamaðurinn. Hann segir ljósmyndafeðgana af Skaganum hafa verið flinka í litun ljósmynda. NOKKUR fallegustu verk tónbókmenntanna fyrir kvennakór verða flutt á tónleikum Kvennakórs Háskóla Íslands í Hjallakirkju á morgun kl. 16. Háskólakonurnar bjóða til sín gestum, kvennakórnum Uppsveitasystrum úr Árnessýslu. Kirkjuverkin sem konurnar syngja eru Drottinn er minn hirðir eftir Franz Schubert, Ave Maria eftir Bach-Gounod, Denn er han seinen Engeln, úr óratoríunni Elía eftir Mend- elssohn í nýrri útsetningu Martins Goettsche fyrir tvo kvennakóra og Eitt er orð Guðs eftir Gabriel Fauré. Þær syngja líka veraldlega söngva; íslensk, bandarísk og suðuramerísk lög. Margrét Bóasdóttir stjórnar Kvennakór Háskólans. Björn Steinar Sólbergsson, meðleikari Há- skólakvennanna, leikur einnig einleik, org- elverk eftir Felix Mendelssohn. Kvennakórinn við Háskólann er að hefja sitt fjórða starfsár og var stofnaður með kjarna kórstúlkna sem hafa margra ára söngreynslu. Kórinn hefur verið vinsæll hjá söngelskum, er- lendum skiptinemum og nú syngja sjö stúlkur frá fimm mismunandi löndum með kórnum. Uppsveitasystur hófu söngstarf sitt 2006. Þær hafa haldið fjölda tónleika og tóku þátt í Kórastefnu við Mývatn 2007. Kórinn skipa 28 konur víðs vegar að úr Árnessýslu og hefur Magnea Gunnarsdóttir stjórnað þeim frá upp- hafi en organisti kórsins er Gróa Hreinsdóttir. begga@mbl.is Konur syngja saman Kvennakór Háskóla Íslands og Uppsveitasystur halda tónleika í Hjallakirkju á morgun kl. 16 Kvennakór Háskóla Íslands Kórinn er skipaður 32 konum frá sex löndum, þar af sjö konum frá fimm löndum. Allar eru þær nemendur, fyrrverandi nemendur eða starfsmenn Háskólans. HLJÓMEYKI heldur tónleika í Guðríðarkirkju, Grafarholti á morgun kl. 16. Yfirskrift tón- leikanna er Bölvun járnsins, en flutt verður á tónleikunum sam- nefnt verk eftir eistneska tón- skáldið Veljo Tormis. Flytjendur með Hljómeyki eru Þorbjörn Rún- arsson tenór, Jóhann Smári Sæv- arsson bassi og Frank Aarnink slagverksleikari. Sækja efniviðinn í þjóðtrúna Annað stórt verk sem flutt verð- ur er Cloudburst eftir bandaríska tónskáldið Eric Whitacre. Þeir Veljo Tormis og Eric Whitacre eru meðal merkustu kórtónskálda 20. og 21. aldar. Það má segja að í þessum tveimur verkum sæki þeir báðir efnivið sinn í þjóðtrúna. Texti Veljos Tormis er að hluta sóttur í Kalevala-ljóð Finna en texti Cloudbursts er byggður á ljóði mexíkanska ljóðskáldsins Octavios Paz. Í verki Veljos Torm- is er járninu bölvað og þeim drápsvélum sem hafa verið búnar til úr því en í Cloudburst er rign- ingin ákölluð og til að ná fram réttri stemningu í verkinu er m.a. leikið á handbjöllur og slagverk. Frank Aarnink og Jóhann Frið- riksson leika með á slagverk. Rauður hringur Þuríðar Önnur verk sem flutt verða eru hluti af verkinu Madrigali: Six Firesongs eftir Morten Lauridsen, tveir söngvar úr Sjö söngvum eftir Francis Poulenc, Rauður hringur eftir Þuríði Jónsdóttur og Hvíld eftir Huga Guðmundsson. Stjórn- andi Hljómeykis er Magnús Ragn- arsson. Bölvun járnsins og ákall til regnsins Hljómeyki Stendur á gömlum merg. Hljómeyki syngur í Guðríðarkirkju Einar Falur Ingólfsson velur úrval íslenskra ljósmynda í aðalsal Hafnarborgar. Sýningin gefur einstaka sýn á sögu íslenskrar ljósmynd- unar og varpar um leið ljósi á þróun ljósmynd- unar fram á okkar dag með jafnt einstökum frumprentum ljósmynda úr eigu Þjóðminja- safns Íslands sem ljósmyndum unnum með nýj- ustu tækni. „Ég hafði það að leiðarljósi að velja myndir uppáhaldsljósmyndaranna minna, fólk sem mér þótti ryðja brautina fyrir þá sem á eftir komu og hafði sett mark á sam- tíma sinn. Ég vildi að í úrvalinu yrði fólk sem hefði gert ljósmyndun að ævistarfi og unnið við fagið í að minnsta kosti aldarfjórðung. Þess vegna setti ég punkt við árið 1960 og valdi ekki fólk fætt eftir þann tíma. Ég vildi að þeir sem fyrir valinu urðu hefðu haft tíma til að þroskast í faginu,“ segir Einar Falur. Ljósmyndarar sem ruddu brautina Pétur Brynjólfsson ljósmyndari Berkla- sjúklingar á Vífilsstaðaspítala árið 1912. Þetta er nú ekki eins djúpt og þetta hljómar. Það bara skaut einhver þessari hugmynd út í loftið. 56 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.