Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 64
Í KVÖLD fer ný tónleikaröð, Duplex, í gang í miðbæ Reykjavíkur. Stein- þór Helgi Aðalsteinsson, einn aðstandenda, lýsir því í viðtali að tónleika- hald hafi sótt í sig veðrið undanfarið ár fremur en hitt. Hann ásamt fleirum ætlar að kynda undir þeirri stemningu enn frekar með innflutn- ingi á millistórum, „heitum“ erlendum hljómsveitum og ýmsum við- burðum öðrum. Steinþór segir að hrunið hafi óhjákvæmilega haft í för með sér endur- mat á gæðum og verðmætum en auk þess sé sókn í menningarbundna viðburði og afþreyingu jafnvel meiri á tímum sem þessum. „Mikilvægi þeirra er orðið til muna meira, fólk vill geta slakað á endrum og eins og sótt í eitthvað sem felur í sér gildi sem stendur utan við grámóskulegan hversdagsleikann.“ Tveir tónleikastaðir verða lagðir undir Duplex, Sódóma Reykjavík og Batteríið. | 57 Tónleikahald í blóma Steinþór Helgi Aðalsteinsson LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 8°C | Kaldast 0°C  NA-átt, yfirleitt 3-8 m/s. Víða rigning eða súld með köflum, bjart að mestu á suðvestan- verðu landinu. »10 Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,67 206,84 117,15 24,935 22,033 17,876 122,77 1,3759 198,81 185,59 Gengisskráning 6. nóvember 2009 124,97 207,34 117,49 25,008 22,098 17,928 123,11 1,3799 199,4 186,11 MiðKaup Sala 125,27 207,84 117,83 25,081 22,163 17,98 123,45 1,3839 199,99 186,63 FÓLK Í FRÉTTUM» TÓNLIST» Eilíf vinátta popparanna í Á móti sól. »56 Desember er hjart- næm, afburðavel gerð og kærkomin viðbót í íslenska kvikmyndasögu segir í dómi. »60 KVIKMYNDIR» Afburðavel gerð mynd FÓLK» Beyoncé kom, sá og sigr- aði á MTV í Berlín. »61 KVIKMYNDIR» Gunnur átti bestu stuttmyndina. »56 reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bergur Guðnason látinn 2. Stefán Aðalsteinsson látinn 3. Dýrt næturævintýri Íslendings 4. Enn í felum með drenginn  Íslenska krónan veiktist um 0,3%  Þóra Björg Helgadóttir landsliðs- markvörður í knattspyrnu hefur heldur betur gert það gott í Noregi. Hún var fengin til Kolbotn snemma árs þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Christine Colombo Nilsen var meidd. Þegar Christine var orðin heil komst hún ekki í liðið og er nú farin til Frakk- lands. Þóra er hins vegar ein af þremur bestu knattspyrnukonum Noregs í dag, samkvæmt kjöri leik- manna, en annað kvöld verður opin- berað hver er leikmaður ársins. KNATTSPYRNA Markvörður Noregs komst ekki að vegna Þóru  Lárus Ásgeirsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri tryggingafélagsins Sjóvár Almennra. Tekur hann við af Herði Arnarsyni sem ráðinn hefur verið forstjóri Landsvirkjunar. Lárus er vélaverk- fræðingur að mennt frá Íslandi og Bandaríkjunum. Hann starfaði hjá Marel frá 1991, m.a. sem fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, forstjóri Scanvaegt International í Danmörku í eigu Marels, fram- kvæmdastjóri erlendra sölu- og þjón- ustufyrirtækja Marels í yfir 20 lönd- um og staðgengill forstjóra. VIÐSKIPTI Nýr forstjóri Sjóvár  Magnolia Pict- ures hefur keypt dreifingarrétt að kvikmynd Dags Kára Péturs- sonar, The Good Heart, í Bandaríkj- unum. Magnolia hyggst gefa myndina út á VOD, þ.e. Video On Demand, staf- rænni myndbandaleigu, mánuði fyr- ir frumsýningar í bíóhúsum í Banda- ríkjunum. The Good Heart hefur verið seld til dreifingar í fjölda landa í Evrópu og Suður-Ameríku, að sögn Dags Kára. KVIKMYNDIR Magnolia dreifir The Good Heart í Bandaríkjunum EINAR Örn Benediktsson og Curv- er undir samheitinu Ghostigital voru fengnir til að semja verk fyrir hljóðfærið intonarumori. Hljóð- færið er merkilegt fyrir þær sakir að ítalski fútúristinn Luigi Russolo smíðaði það árið 1913. Verkið munu félagarnir flytja á Performa 09-hátíðinni í New York í næstu viku. Fimmtán aðrir listamenn sömdu einnig fyrir hljóðfærið og koma fram á hátíðinni. | 57 Verk fyrir intonarumori „ÉG hafði hugsað mér að fljúga til níræðs en það er orðið svo glæp- samlega dýrt að endurnýja skírtein- ið að það er að drepa mann, hálfní- ræðan eftirlaunamanninn, og ég veit ekki hvað ég geri,“ segir Matthías Matthíasson. „Svo er konan að biðja mig um að hætta þessu.“ Matthías tók flugprófið 1948 og hefur haldið því við síðan, en það rennur út í þessum mánuði. Hann hefur flogið víða og varð til dæmis fyrstur til þess að lenda í Hrísey án flugvallar. „Ég hafði komið svo víða við, drukkið mikið kaffi og varð að lenda til þess að pissa,“ segir hann. Hann rifjar líka upp lendingu í Engey í maí 1952, en áður en hann fór í loftið hafði hann keypt blaðið Vísi. „Ég sá að vitavörðurinn var úti á túni að tína egg,“ segir Matthías. Hann bætir við að eftir að hann hafi lent hafi hann sagt við vitavörðinn að hann hefði séð hann tína egg og sér hefði dottið í hug að hann vildi kíkja í blað dagsins. „„Það hefur aldrei gerst fyrr að ég hafi fengið blaðið samdægurs,“ svaraði hann og bauð mér upp á egg. Ég át ein sex egg og varð hálf-flökurt.“ steinthor@mbl.is Morgunblaðið/RAX Síungur Matthías Matthíasson er 85 ára en aldurinn hefur ekki hindrað hann í að fljúga um loftin blá og hann er alltaf tilbúinn að bregða á leik. Varð að lenda til að pissa Vill fljúga til níræðs en kostnaðurinn er að sliga 85 ára gamlan manninn Morgunblaðið/RAX Í fluginu Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, er dóttursonur Matthíasar og segir að afi sinn hafi smitað sig af áhuga á fluginu. Arnar Eggert fjallar um gleymda áratug- inn í tónlistarsög- unni, þann áttunda, og veitir honum sak- aruppgjöf. »58 AF LISTUM» Gleymdi áratugurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.