Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Sekkjapípuleikur hljómaði um Djúpavog nærri heilan dag í júní. Skoskt skemmtiferðaskip kom þar við og skemmti sekkjapípuleikarinn gestunum á meðan þeir voru selfluttir í land og aftur til baka. Bæjarbúar nutu góðs af og Andrés Skúlason myndaði gestinn góða. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Sekkjapípuleikarinn Fálkinn herjar sífellt meira á Húsavík sem er í nágrenni aðalútbreiðslusvæðis hans. Þar nær hann sér í endur og sjófugla og hefur nóg að bíta og brenna. Gott útsýni er yfir mannlífið og fuglalífið af ljósastaur- unum. Hafþór Hreiðarsson fréttaritari myndaði þennan tignarlega fugl þegar hann tók flugið á ný. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hefur sig til flugs Afréttarsvæðið Hvítmaga er girt jöklum og jökulfljóti. Bændurnir í Brekkum í Mýrdal þurftu því að reka féð yfir Sólheimajökul til að koma því til byggða. Jónas Erlendsson fréttaritari í Mýrdal fylgdist með smöluninni og á mynd hans sést að margar hættur eru í rekstrinum sem bændur þurfa að verjast, meðal annars stórar sprungur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á sprungusvæði Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lært að jarma Þórður Ívarsson fór með páfagaukinn sinn, Maggý, í Hraunsrétt í Aðaldal til að reyna að bæta við kunnáttuna, kenna honum að jarma. Atli Vigfússon fréttarit- ari á Laxamýri myndaði Þórð með páfagaukinn í réttinni. Fjöldi fólks safnaðist að kennslunni sem gekk ágætlega og skilaði ýmsum hljóðum þótt jarmið væri með undarlegu lagi. Filippseyingar minnast píslargöngu Krists og krossfestingar eins og aðrir kristnir menn á föstudaginn langa. Sumir strangtrúaðir ganga svo langt að láta festa sig á kross. Alfons Finnsson ljósmyndari í Ólafsvík fylgdist með því í bænum San Fernando og hann rakst einnig á fólk á götunum sem lét húðstrýkja sig til að bæta fyrir syndirnar. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Yfirbót á föstudaginn langa Af lífi og sál Af lífi og sál er yfirskrift ljós- myndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins. Vísar heitið til áhuga ljósmyndaranna og viðfangsefnis þeirra sem er líf og starf fólksins á landsbyggð- inni. Ljósmyndasamkeppnin tók til mynda sem teknar voru á síð- asta ári. Dómnefnd hefur valið úr fimm myndir sem fá við- urkenningar auk aðalverð- launamyndarinnar. Eru þær birtar hér á síðunni. Úrslit í keppninni verða til- kynnt við athöfn að loknum að- alfundi Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins, sem haldinn verður í Morg- unblaðshúsinu við Hádeg- ismóa í dag. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Á sauðburði Börnin í sveitinni lifa sig inn í sauðburðinn. Gaman er að fylgjast með lömbunum koma í heiminn og stíga fyrstu skrefin. Anna María Magnúsdóttir í Haukholtum í Hrunamanna- hreppi fékk að halda á fallegu lambi. Sigurður Sigmundsson fréttaritari fylgdist með henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.