Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 24

Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 24
24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Sekkjapípuleikur hljómaði um Djúpavog nærri heilan dag í júní. Skoskt skemmtiferðaskip kom þar við og skemmti sekkjapípuleikarinn gestunum á meðan þeir voru selfluttir í land og aftur til baka. Bæjarbúar nutu góðs af og Andrés Skúlason myndaði gestinn góða. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Sekkjapípuleikarinn Fálkinn herjar sífellt meira á Húsavík sem er í nágrenni aðalútbreiðslusvæðis hans. Þar nær hann sér í endur og sjófugla og hefur nóg að bíta og brenna. Gott útsýni er yfir mannlífið og fuglalífið af ljósastaur- unum. Hafþór Hreiðarsson fréttaritari myndaði þennan tignarlega fugl þegar hann tók flugið á ný. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hefur sig til flugs Afréttarsvæðið Hvítmaga er girt jöklum og jökulfljóti. Bændurnir í Brekkum í Mýrdal þurftu því að reka féð yfir Sólheimajökul til að koma því til byggða. Jónas Erlendsson fréttaritari í Mýrdal fylgdist með smöluninni og á mynd hans sést að margar hættur eru í rekstrinum sem bændur þurfa að verjast, meðal annars stórar sprungur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á sprungusvæði Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lært að jarma Þórður Ívarsson fór með páfagaukinn sinn, Maggý, í Hraunsrétt í Aðaldal til að reyna að bæta við kunnáttuna, kenna honum að jarma. Atli Vigfússon fréttarit- ari á Laxamýri myndaði Þórð með páfagaukinn í réttinni. Fjöldi fólks safnaðist að kennslunni sem gekk ágætlega og skilaði ýmsum hljóðum þótt jarmið væri með undarlegu lagi. Filippseyingar minnast píslargöngu Krists og krossfestingar eins og aðrir kristnir menn á föstudaginn langa. Sumir strangtrúaðir ganga svo langt að láta festa sig á kross. Alfons Finnsson ljósmyndari í Ólafsvík fylgdist með því í bænum San Fernando og hann rakst einnig á fólk á götunum sem lét húðstrýkja sig til að bæta fyrir syndirnar. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Yfirbót á föstudaginn langa Af lífi og sál Af lífi og sál er yfirskrift ljós- myndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins. Vísar heitið til áhuga ljósmyndaranna og viðfangsefnis þeirra sem er líf og starf fólksins á landsbyggð- inni. Ljósmyndasamkeppnin tók til mynda sem teknar voru á síð- asta ári. Dómnefnd hefur valið úr fimm myndir sem fá við- urkenningar auk aðalverð- launamyndarinnar. Eru þær birtar hér á síðunni. Úrslit í keppninni verða til- kynnt við athöfn að loknum að- alfundi Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins, sem haldinn verður í Morg- unblaðshúsinu við Hádeg- ismóa í dag. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Á sauðburði Börnin í sveitinni lifa sig inn í sauðburðinn. Gaman er að fylgjast með lömbunum koma í heiminn og stíga fyrstu skrefin. Anna María Magnúsdóttir í Haukholtum í Hrunamanna- hreppi fékk að halda á fallegu lambi. Sigurður Sigmundsson fréttaritari fylgdist með henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.