Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Athygli mín var vak- in á því að í grein í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag, víkur Bjarni Bjarnason að störfum mínum fyrir Frankfurt-verkefnið svonefnda, sem snýst um það að Íslendingar verða heiðursgestir á stærstu bókasýningu heims haustið 2011. Heldur hann því fram að ég hafi „mis- beitt valdi mínu“ með því að sjá ekki til þess að áhugasamt þýskt forlag næði fundi áhugasams þýðanda, og sjá síðan til þess að viðkomandi þýðandi yrði ráðinn til að þýða annan höfund. Þetta er hvort tveggja rangt. Við hjá Frankfurt-verkefninu höfum kynnt Bjarna og verk hans fyrir mörgum þýskum forlögum, látið vinna um hann sérstakt kynningarefni og reynt að halda fram hans hlut sem best við get- um. Það var þýska forlagið sem klúðr- aði fundinum sem Bjarni vísar til, við reyndum þvert á móti að koma honum á. Í öðru lagi var mér alls endis ókunnugt um að annað þýskt forlag hefði beðið viðkomandi þýðanda um að þýða annan höfund. Slíkt gerist iðu- lega án okkar íhlutunar, enda þurfa forlög ekki leyfi frá mér til að semja við þýð- endur. Orð Bjarna um þetta eru því staðlausir stafir. Við það má bæta að fundir af þessu tagi ráða ekki úrslitum um útgáfu og þýðendur þýða iðulega fleiri en einn höfund. Vegna annarra kenn- inga sem settar eru fram í greininni er rétt að taka eftirfarandi fram: Ég hætti störfum við bókaút- gáfu árið 2003 og hef síðan starfað sem rithöfundur og ritstjóri Skírnis. Ég var stjórnarformaður Forlagsins fyrsta árið sem það starfaði, en lét af því starfi og sagði mig úr stjórn fé- lagsins um síðustu áramót þegar ég fór í fullt starf fyrir Frankfurt- verkefnið. Í þeirri vinnu mun ég halda áfram að reyna að kynna ís- lenskar bókmenntir erlendis, þar með talin verk Bjarna Bjarnasonar. Staðlausir stafir Eftir Halldór Guðmundsson Halldór Guðmundsson » Orð Bjarna um þetta eru því staðlausir stafir. Höfundur er verkefnisstjóri Sagenhaftes Island. ÞAÐ HEFUR ætíð verið styrkur þjóðar í mótlæti að eiga von sem glæðir bjartsýni. Þar ráða kristin trú- aráhrif miklu sem ólu með fólki þolgæði í raunum, virðingu í samskiptum og von- gleði þrátt fyrir að- stæður sem oft voru þungbærari en nú er við að etja af því að í kristnu trúarlífi er uppgjöf ekki til. En nú bregður svo við andspænis fjárhagslegum þrengingum, að alls konar bölmóður með dómsdagsspám og neikvæðum upphrópunum er áberandi í umræðum. Víst ríkir reiði og sárindi í brjóstum margra, m.a. fyrir að hafa ekki nýtt góðæri til að búa í haginn fyrir erfiða tíma í stað þess að safna skuldum og ekki síður í garð þeirra sem falið var mikið til forsjár, en fóru illa með tækifærin. Það er liðin tíð og verður ekki breytt nema til að læra af reynslunni til far- sældar. Nú er svo mikilvægt að skapa samstöðu um endurreisn í landinu sem hefur jákvæða sýn að leiðarljósi um velfarnað okkar. Þá skiptir máli hvaða gildum við treyst- um til vonar. Ofbeldið vex þegar trúin veikist Engum dylst að fámennir hópar vinna skipulega gegn kristinni trú og kirkju um þessar mundir, oft með látum og stóryrðum. Það er ekkert nýtt að tekist er á um trú og kirkju, en fyrrum var það oftast gert af virðingu með málefnalegum rökum. En það veldur áhyggjum ef tómlæti á meðal fólks gagnvart trú og kirkju eykst og börnin fara á mis við bænagjörð og helga siði í uppvexti. Kristinni trúarfræðslu hefur verið vikið til hliðar í grunnskólunum samanborið við þá tíð þegar ég var í barna- skóla, en þá hófst í mín- um bekk hver einasti skóladagur á Faðir vor, og kristinfræði var ein af aðalnámsgreinum skólans. Við skóla- systkinin höfum haft á orði hversu þakklát við erum fyrir það allt. Hefur þessi þróun orðið til góðs? Eru börnin betur undirbúin fyrir líf- ið án uppeldis í kristinni trú og helg- um siðum? Því hefur verið haldið fram, að ofbeldi og virðingarleysi í þjóðlífinu vaxi þegar tómlætið og andófið gegn trúnni eykst. Einnig þegar tilvist Guðs hættir að skipta fólkið máli, þá dofni vitundin um það sem er virðingarvert og kærleiks- ríkt. Getur það bitnað á fjölskyldulíf- inu eða á umgengni samferðafólks hvers við annað og stofnanir í dags- ins önn? Við höfum metið samhjálp- ina mikils, jöfnuð og samheldni. Og birtist skýrast í kristinni trú sem varpar ljósi á eftirsóknarverð lífs- gæði, vináttuna, fjölskylduna og samhug í verki. Tímabært er að glæða slíka vitund m.a. með því að efla starfið í kirkjunni og hvetja stjórnvöld til að meta að verðleikum þá mikilvægu þjónustu sem þar er ræktuð. Að vona til farsældar Sagan kennir að þjóðirnar sækja siðferðisgildi sín í trúarbrögðin hvort sem þau eru kennd við Guð eða mann, sólina eða jörðina. Hingað til hafa Íslendingar byggt tilveru sína á kristinni trú. Um það vitna þjóðhættir, menning og saga. Í kristinni trú felst rækt við mann- helgi, virðingu og kærleika, og trúin nærir traustið sem er aflvaki vonar. Er það tilviljun, að þær þjóðir sem staðið hafa í fylkingarbrjósti um al- menna velferð og mannréttindi skuli einmitt vera Norðurlöndin sem öll byggja á lúterskum trúargrundvelli og nánu sambandi þjóðar og kirkju? Viljum við fórna þessum grunni og gildum fyrir eitthvað annað og þá hvað? Við reynum umbrotatíma. Sumir vilja líkja ástandinu við ráðleysi, aðr- ir við þróun. Það er freistandi að glepjast af bölsýnum öfgum og for- dómum. Einmitt þá skiptir máli að eiga bjargfasta von og æðruleysi sem hvílir á traustum grunni í sið- rænum og andlegum efnum. Ekki síst þegar horft er til framtíðar, einnig á sviðum efnahags eða menn- ingar. Hér er ekki spurt um tísku- strauma heldur kjölfestu sem getur lifað tíðarandann af og verið upp- spretta vonar sem sameinar þjóðina og tendrar sóknarhug. Hingað til hefur það verið kristin trú í skjóli lif- andi kirkju. Verður svo enn, að við fáum að njóta þess sem best hefur reynst? Eftir Gunnlaug Stefánsson »En það veldur áhyggjum ef tómlæti á meðal fólks gagnvart trú og kirkju eykst og börnin fara á mis við bænagjörð og helga siði í uppvexti Gunnlaugur Stefánsson Höfundur er sóknarprestur í Heydölum. Þjóð með von www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.