Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Jóhannes Blóm-kvist Jóhannesson fæddist í Kálfsárkoti í Ólafsfirði 24. október 1924. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Garðabæ 28. október 2009. Foreldrar hans voru Jóhannes Bjarni Jóhannesson, f. á Halldórsstöðum í Glaumbæjarsókn í Skagafirði 6. október 1874, d. 15. apríl 1924, og Sigríður Júl- íusdóttir, f. í Halldórsgerði í Svarf- aðardal 6. nóvember 1886, d. 3. febrúar 1967. Systkini Jóhannesar, sem komust á legg, voru Júlíus, f. 1909, d. 1982, Jónína, f. 1912, d. 2004, Sigurjón, f. 1916, d. 2002, Septína, f. 1919, d. 1987 og Helgi, f. 1922. Jóhannes kvæntist 14. mars 1959 Fjólu Björgvinsdóttur, f. á Djúpa- vogi 15. febrúar 1937. Foreldrar hennar voru Björgvin Ívarsson og Þorgerður Pétursdóttir. Börn Jó- hannesar og Fjólu eru: 1) Jóhannes, búsettur í Stafangri í Noregi, f. 13. janúar 1955. Hann kvæntist Sigríði Óladóttur árið 1983. Dætur þeirra eru Þórhildur, f. 1985 og Ragnhild- ur, f. 1990. Jóhannes og Sigríður skildu. 2) Anna Rós, búsett í Garða- bæ, f. 23. júní 1957, gift Skúla Gunnarssyni. Dóttir hennar er Helga Þórey, f. 1975. Faðir hennar er Jón Sævar Grét- arsson. Anna Rós og Jón Sævar skildu. Sambýlismaður Helgu Þóreyjar er Einar Valur Að- alsteinsson. Sonur þeirra er Tindur, f. 2009. Börn Önnu Rós- ar og Skúla eru: a) Fjóla Dísa, f. 1980, gift Jóni Thoroddsen, synir þeirra eru Emil, f. 2000 og Kári, f. 2002. b) Jóhannes Gunnar, f. 1990. 3) Hugrún, búsett í Garðabæ, f. 21. nóvember 1959, gift Hilmari Bjarna Ingólfssyni. Synir þeirra eru Hilm- ar Bjarni, f. 1989 og Hjalti, f. 1992. Fyrstu hjúskaparár Fjólu og Jó- hannesar bjuggu þau í Kópavogi. Árið 1963 hófu þau búskap á æsku- heimili hans Kálfsárkoti í Ólafs- firði. Jóhannes var mikill áhuga- maður um skógrækt og ræktuðu þau hjónin skóg af miklum áhuga eftir að þau hættu hefðbundnum búskap. Jóhannes var góður hag- yrðingur og samdi mikið af vísum og kvæðum sem hann flutti við hin ýmsu tækifæri. Hann var mikill fé- lagsmálamaður og var til dauða- dags virkur félagi í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar og Félagi eldri borg- ara. Jóhannes verður jarðsunginn í Ólafsfjarðarkirkju í dag, 7. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 14. Reynum í alvöru að eiga það gott unað að gefa svo aðrir finni og hagnast í raun af þeim hamingjuvott er hugur vor skapar hverju sinni. (Jóhannes B. Jóhannesson.) Þessi vísa lýsir vel lífsviðhorfi föður míns en hann notaði gjarnan kveðskap til þess að segja það sem honum bjó í brjósti. Í samtölum hlustaði hann á það gagnlega, sá það góða, heyrði það spaugilega og miðlaði þessu öllu á sinn hátt. Hann hafði ríkulega sjálfsvirðingu og sjálfstraust án þess að taka sjálfan sig of hátíðlega. Hann var tilfinninganæmur og óhræddur við að sýna tilfinningar sínar. Umfram allt var hann lífs- glaður og hugsaði til framtíðar þar til lífi hans lauk. Að vera vel útbúinn að heiman er dýrmætt, að eignast góða fyrir- mynd í foreldrum sínum er fjár- sjóður. Ég er innilega þakklát fyrir upp- eldið, leiðsögnina, og samveruna. Vertu sæll, elsku pabbi. Anna Rós. Nú kveðjum við í hinsta sinn föð- ur minn, Jóhannes Jóhannesson. Hann ólst upp í torfbæ í snjó- þungum dal norður í landi við erf- iðleika og fátækt. Hann var yngstur sex systkina og sá aldrei föður sinn sem lést áður en pabbi fæddist. Samt var hann til hinsta dags óvenju hamingjusamur og bjart- sýnn maður og miðlaði þeim tilfinn- ingum til allra sem í kringum hann voru. Það var eins og hann byggi yfir skemmtilegu leyndarmáli. Hon- um fannst hann ótrúlega heppinn og sá allstaðar möguleika. Sá blettur á jörðinni sem honum var úthlutaður var fallegasti og besti staður á jarðríki. Konan hans var besti kokkur í heimi. Hann studdi okkur börnin sín með ráðum og dáð og var stoltur af okkur; líka þegar alls ekki var tilefni til. Öll barnabörnin og barnabarnabörnin með tölu voru nánast undrabörn. Hann sá eiginleika og kosti við ann- að fólk sem engum öðrum tókst að koma auga á. Frá því að hann greindist með þann sjúkdóm sem lagði hann að velli og þar til hann lést, leið rúm- lega mánuður. Honum gramdist að vera að deyja vegna fjölda ólokinna verkefna en var samt rólegur og æðrulaus og léttur í lundu til síð- asta dags. Þennan síðasta mánuð sem hann lifði hafði hann viðkomu á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, deild 11E á Landspítala og síðustu daganna naut hann umönn- unnar hjá Karítas heimahlynningu. Það er ljúft og skylt að þakka því góða fólki sem að hans málum komu, fyrir frábæra umönnun og elskulegheit í hans garð, sem og fjölskyldunnar. Það er mikil gæfa að eiga slíkan föður; gæfa sem á að gleðjast yfir og vera þakklátur fyrir þegar leiðir skilja. En samt ekki hægt annað en að syrgja þegar hann á í hlut. Hann var svo dýrmætur og óvenjulegur maður. Vertu sæll, elsku hjartans pabbi minn. Hugrún. Í dag kveð ég elskulegan tengda- föður minn, Jóhannes Jóhannesson frá Kálfsárkoti í Ólafsfirði. Ég kynntist Jóa seinni part sumars 1978 eða stuttu eftir að við Anna Rós tókum saman. Frá okkar fyrstu kynnum var mér ljóst að hér var á ferðinni einstakur maður. Fyrstu tíu árin í búskap okkar Önnu bjuggum við í Ólafsfirði og þá var mjög mikill samgangur milli heimilanna. Það voru okkar bestu stundir þegar við fórum í sveitina, svo ég tali nú ekki um dætur okkar sem áttu sitt annað heimili hjá afa og ömmu í Kálfsárkoti. Það voru oft langir og strangir dagar við störfin í sveitinni en það var alveg sama hve streðið var mikið, alltaf var létt í bóndanum í Kálfsárkoti. Jói var kominn af fólki sem vissi af eigin skrokki að lífið var vinna og meiri vinna, og ekki taldi hann það eftir sér að leggja sitt af mörkum til lífs- ins. Núna, bara fyrir nokkrum vik- um bað hann mig að fara panta fleiri blöð í sögina sína, hann ætlaði nefnilega að fara saga í stórum stíl rekaviðinn sem hann er búinn að safna í mörg ár, hann var hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera rétt að verða áttatíu og fimm ára. Það sem mér fannst einkenna tengdaföður minn umfram flest annað var sú lífsgleði sem hann bjó yfir og hefur ekki getað farið fram hjá nokkrum manni sem kynntist honum. Jói hafði einlægan áhuga á öllu og öllum og sagði aldrei styggð- aryrði um nokkurn mann. Eftir að við fluttum frá Ólafsfirði hittumst við sjaldnar en við fórum þó margar ferðir norður á hverju ári í Kálfsárkot til Jóa og Fjólu. Páskatúr með börn og barnabörn var fastur liður. Eftir að hefðbundnum búskap með skepnur lauk í Kálfsárkoti fyr- ir allnokkrum árum gátu þau leyft sér að fara meira frá búinu og voru þau hjónin búin að fara nokkrar ferðir, m.a. Noregs til Jóa sonar síns og hans fjölskyldu. Þaðan tóku þau saman fína túra niður eftir Evrópu og fóru víða. Jói hafði mjög gaman af þessum ferðum, nú hafði hann líka samanburðinn við sína sveit sem var honum svo kær. Ólafsfjörður var hans staður. Í mörg ár hafa þau einnig verið dugleg að koma til okkar í Bæj- argilið í Garðabæ þar sem þau áttu sinn samastað þegar komið var suð- ur. Sjaldan var Jói rólegur nema í nokkra daga í senn þegar hann var að heiman, nóg verkefni biðu heima: hann tók veðrið fyrir Veð- urstofuna, það þurfti að ná í reka- viðinn, Rotary-fundi mátti hann ekki missa af, gera við girðingar, yfir sumarið átti trjáræktin huga hans og síðast en ekki síst bara að vera heima hjá sér þar sem honum leið alltaf best. Jói var ekki bara tengdafaðir minn og afi barnanna minna, heldur var hann líka vinur minn öll þessi ár. Kallið kom of snemma þó svo að árin væru orðin þetta mörg, það var svo margt ógert. Þó er ég þess full- viss að tengdapabbi fór sáttur, hann vissi að það var búið að gera það sem hægt var að gera og hann barðist þar til yfir lauk. Öll látum við í minni pokann á endanum. Elsku Fjóla, ég votta þér dýpstu samúð mína. Við höldum okkar striki og komum áfram í sveitina og þú vonandi til okkar líka. Ykkar tengdasonur Skúli. Það er með kökk í hálsi og tár í augum að ég lít yfir farinn veg og hugsa um allar stundirnar sem ég hef átt með afa Jóa. Það veit hver sá sem hann hitti að þar var enginn venjulegur maður á ferð. Lífsgleði hans og jákvæðni höfðu áhrif á alla sem á vegi hans urðu. Að koma í Kálfsárkot þegar ég var barn var ævintýri líkast. Þar var svo margt að gera. Hvort sem ég vildi drullumalla, fara í fjall- göngu, skoða kýrnar, fara út að gamla torfbæjarstæðinu eða leika við hvolpa – það var alltaf eitthvað hægt að hafa fyrir stafni. Þvílík for- réttindi að hafa fengið að vera barn hjá ömmu Fjólu og afa Jóa. Það verður ekki frá honum afa mínum tekið að hann var bóndi fram í fingurgóma, það var alltaf eitthvert verkefni í bígerð. Það sem afi tók sér fyrir hendur voru stór- fréttir æsku minnar, mál málanna. Súrheysturninn var rifinn og hlaðan var byggð og á meðan komst annað ekki að. Einnig er mér minnisstætt þegar afi fékk bláa heyvagninn sem tíndi upp heyið sjálfur. Stórkostlegt tæki, sagði afi. Mér þótti ákaflega skemmtilegt þegar amma og afi voru með fugla. Þau voru með hæn- ur, endur, gæsir og kalkúna vapp- andi um á hlaðinu, útungunarvélar í kjallaranum og stundum voru litlir ungar í kassa ofan á ofninum í eld- húsinu. Þetta voru dýrðardagar í sveitinni. Afi skar ofan í mig hákarl, keyrði með mig á Zetornum þegar hann var að slá. Ég held stundum að þá hafi alltaf verið sumar. Hluti af því að vera í sveitinni er nálægð- in við náttúruna og það var stund- um erfitt fyrir litla stúlku að sjá á eftir kálfum, hvolpum og kettling- um. Afi útskýrði málið fyrir mér, hann sagði að þegar dýrin þyrftu að fara þá færu þau í Fagradal. Ég sá fyrir mér græn tún og silfurlita læki og var viss um að dýrin hefðu það gott þar. Afi Jói vildi ekki deyja og hann vann hörðum höndum að því að láta dauðann ekki ná sér. Enda var hann unglingur í anda, hress og glaður maður bæði andlega og lík- amlega. Í sumar sagði afi að hann ætlaði bara að byrja upp á nýtt. Verða hundrað og eins árs og halda bara áfram að lifa, enda var hann eldhress að vanda. Í september greindist hann með krabbamein en ég held að ég hafi ekki trúað því að sjúkdómurinn myndi hafa betur. Afi var eitthvað svo ódauðlegur. Það er huggun harmi gegn að þegar afi Jói skildi við þá vorum við fjölskyldan hjá honum. Hann lést eins og hann lifði, í faðmi okkar og ömmu Fjólu. Það er kominn nýr íbúi í Fagra- dal. Þegar hann kom þangað hljóp á móti honum skosk-íslensk blend- ingstík sem svarar nafninu Snotra. Þar hitti hann systkini sín og for- eldra og saman sinna þau bústörf- um þar til við hin komum líka. Þá verðum við saman á ný. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir – viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, frjálsborni fjallasveinn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Helga Þórey Jónsdóttir. Elsku afi. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Mér þykir það svo leitt hvað þú kvaddir okkur fljótt, en þú gafst aldrei upp, þótt á móti blési. Þú ert hetja og þú hafðir alltaf bjartsýnina að vopni. Ég væri ekki sá sami og ég er í dag, ef það hefði ekki verið fyrir þig. Þú hafðir ávallt eitthvað fyrir stafni og lést ekkert nema gott af þér leiða. Ég mun aldrei gleyma öllum vísunum sem þú samdir í gegnum tíðina. Það skipti ekki máli hvert tilefnið var, þú gast alltaf sett saman svo sem eina eða tvær vísur, sem glöddu alla þá sem þær heyrðu. Mér hefur alltaf fundist áhugi okk- ar beggja á náttúru og lífríki Ís- lands vera það sem við áttum hvað mest sameiginlegt, og ég mun aldr- ei gleyma því þegar við stóðum agn- dofa úti á hlaði í Kálfsárkoti, þar sem við fylgdumst með heilli smyr- ilsfjölskyldu að veiða sér til matar. Í hvert skipti sem ég heimsótti ykk- ur í Kálfsárkot hafðir þú alltaf frá svo miklu að segja, og oftar en ekki var það um þá fugla sem þú hafðir séð í firðinum frá síðustu heimsókn minni. Þú vissir vel hve gaman ég hafði af því að ræða um íslenska fugla, og mér hefur alltaf fundist þú vera sá eini í ættinni sem deildir þessari ástríðu með mér. Ég lærði margt af þér í gegnum tíðina, og ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það verður skrýtið að renna í hlað í Kálfsárkoti og sjá þig ekki að bar- dúsa í rekaviðinum sem þú hafðir safnað að þér í gegnum árin, en minning þín mun lifa að eilífu í hjörtum okkar allra. Við kveðjum þig með söknuði og trega, því elsku- legri og yndislegri afa getur enginn hugsað sér. Guð geymi þig, þinn dóttursonur, Jóhannes Gunnar Skúlason. Elsku frændi minn. Nú þegar komið er að kveðju- stund hrannast upp minningarnar frá æskuárunum í Kálfsárkoti með þér og fjölskyldunni. Þú varst alltaf svo lífsglaður, hraustur og skemmtilegur og ætíð fullur af hugmyndum, hvað hægt væri að gera næst. Sumir menn verða aldrei í raun gamlir, en halda áfram að lifa lífinu fullir af bjart- sýni og áhuga á framtíðinni, og þú varst sannarlega einn af þeim. Þegar við hittumst síðast við jarðarför mömmu hafði ég ekki séð þig í áratugi, en þú varst ekki breyttur að öðru en að eldrauða hárið var orðið hvítt. Annars varst þú eins og alltaf, þráðbeinn í baki, hraustlegur, og ótrúlega unglegur, en þá stóðst þú á áttræðu. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar í sveitinni, allt sem þú kenndir mér til verka og þolinmæð- ina sem þú hafðir við óþekka stelpu. Ég hafði hvergi jafn sterka tilfinn- ingu fyrir fjölskyldu og hjá ykkur í Kálfsárkoti. Þú varst stór þáttur í mínum bestu bernskuminningum, og það fæ ég aldrei fullþakkað. Elsku frændi minn, megir þú hvíla í guðsfriði. Blessuð sé minning þín. Elsku Fjóla mín og fjölskylda, megi Guð vera með ykkur á þessari sorgarstund. Með innilegum samúðarkveðjum, Hrefna Lúðvígs, Kaliforníu. Föðurbróðir minn, Jóhannes Jó- hannesson, er farinn yfir móðuna miklu og þrátt fyrir háan aldur var það nokkuð óvænt. Jóhannes var í allri framgöngu sem ungur maður fram á síðasta dag, kvikur í hreyf- ingum, framsýnn, stórhuga, dugn- aðarforkur og hraustmenni, fjalla- maður og skáld þegar svo bar við. Hann bjó lengst af í Ólafsfirði á slóðum forfeðra sinna og sinnti þar margvíslegum verkefnum fram í andlátið. Það var gaman að heim- sækja þau hjónin í Ólafsfjörðinn og fengu gestir ávallt höfðinglegar móttökur. Jóhannes hafði með ein- dæmum mikið starfsþrek og var alltaf að. Hafði maður á tilfinning- unni að hann yrði eilífur því alltaf var hann með eitthvað á prjónun- um. Fyrir 2-3 árum sýndi hann mér stoltur skóg mikinn sem hann var að rækta upp og sagðist geta farið að nytja hann eftir 15-20 ár. Fannst honum ekkert athugavert við þá lýsingu, komin vel yfir áttrætt. Aðra sögu sagði hann mér sem lýsir honum vel og gerðist nýlega. Hann hafði nytjar af rekavið og átti heljarinnar sög sem hann hafði flutt inn frá Kanada. Var hann að saga niður rekaviðinn til ýmissa nota. Eitt sinn var hann með risadrumb um vetur að forfæra í söginni og mátti hafa sig allan við. Vaknaði hann daginn eftir þrekaður eftir átökin með mikinn verk fyrir brjósti. Taldi hann að nú væri eitt- hvað að gefa sig og hafði hægt um sig. Eftir 2-3 vikur fór honum þó að leiðast þófið og ákvað að skella sér í fjallgöngu. Var þá ísing á fjallinu og datt hann illa nokkrum sinnum og var tvisvar nánast kominn fram af bjargbrún og sagðist ekki hefði lif- að af fallið. Kom hann heim undir kvöld og lagðist til svefns. Þegar hann vaknaði daginn eftir var hann án allra verkja í brjósti. Ja, lík- aminn þurfti bara smá teygju eftir drumbinn sagði gamli unglingurinn og yppti öxlum. Það er með söknuði sem við kveðjum þennan aldna heiðursmann sem gekk til hvers verks með verkgleðina að vopni. Sem tók lífinu mátulega alvarlega og kastaði fram vísu hvenær sem krydda þurfti augnablikið. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, mökum og barnabörnum sendum við hjónin okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bjarki Júlíusson. Skólanum að ljúka og ég á leið í Kálfsárkot. Það var í þá daga þegar „líflegir“ drengir voru sendir í sveit á vorin og til baka sem betri menn í sumarlok. Það að eiga frændfólk í Kálfsárkoti var mikil gæfa. Hjá Jóa í Koti lærði ég ekki bara að vinna heldur einnig jákvæðni, bjartsýni og að sjá það góða í lífinu. Jói gaf okkur börnunum frelsi til að leika, stunda silungsveiði og fjall- göngur í bland við bústörfin. Það var alltaf gleði að vera nálægt Jóa í Koti, sama hvort hann var dansandi uppi á þaksperrunum, að grínast við kýrnar í fjósinu eða á hlaupum í heyskap, allt vannst svo auðveld- lega undir tryggu aðhaldi Fjólu frænku, þetta hefði ekki verið hægt án hennar. Jói hafði ótrúlega þolinmæði og hvatti okkur börnin í Koti til dáða í öllu sem okkur var falið að gera, við vorum jafningjar. Það var sama hvað við gerðum, alltaf gerði hann mikið úr okkar verkum og alltaf var hólið meira en innistæða var fyrir, þetta var hans aðferð. Ég á bara minningar um sól og sumaryl alla daga í Ólafsfirði eða var það eitthvað annað, önnur sól? Eftir sex sumur í Koti fækkað samverustundunum, en minning- arnar eru enn í björtu ljósi, minn- Jóhannes Blómkvist Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.