Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ✝ Þorsteinn Krist-jánsson fæddist á Hofsósi 26. ágúst 1936. Hann lést á Heilsugæslustöð Sauðárkróks 30. októ- ber sl. Foreldrar hans voru Guðrún Mundína Steinþórsdóttir, frá Vík í Héðinsfirði f. 9. apríl 1902, d. 25. apríl 1958 og Kristján Júl- íus Guðmundsson frá Kráksstöðum í Sléttu- hlíð í Skagafirði, f. 16. nóvember 1897, d. 21. apríl 1975. Systir Þorsteins var Bjargey, f. 27. júlí 1927, d. á Dval- ardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi 14. maí 1999. Þorsteinn ólst upp á Hofsósi og naut þar almennrar barnaskóla- kennslu, en stundaði einnig nám um tíma við unglingaskóla á staðnum. Hann byrjaði strax sem unglingur að vinna, fyrst á sumrin við Frysti- húsið á Hofsósi, undir handleiðslu hins mæta verkstjóra Björns Björnssonar og síðar mörg haust í Sláturhúsinu á Hofsósi, þar sem hann vann við kjötfrystingu og ým- is önnur störf. Þorsteinn vann sem verkstjóri við Fiskimjölsverksmiðj- una á Hofsósi frá 1959 til 1986, en þá var verksmiðjan lögð niður. Þá hóf hann störf við Hljóðkútaverk- smiðjuna Stuðlaberg á Hofsósi og vann þar til ársins 2003, er hann náði eftirlauna- aldri og heilsa hans farin að bila. Þorsteinn var greindur maður og víðlesinn. Hann las mikið og hafði ánægju af því allt til æviloka. Hann var handlaginn vel, áhugasamur um vélar og allt það sem að þeim laut. Fljótur að sjá ef eitthvað var að og úrræða- góður ef til viðgerða kom á þeim og hjálpaði æði oft ýmsum í þeim efn- um. Þeir feðgar héldu saman heimili eftir lát Guðrúnar móður hans, en þegar faðir hans lést flutti Þor- steinn að Brekku til Margrétar föð- ursystur sinnar og Jakobs sonar hennar. Þorsteinn reyndist Mar- gréti sérstaklega vel alla tíð og hvað best er heilsu hennar fór að hraka, en hún dó 1. febrúar 1987. Eftir það bjuggu þeir frændur Þor- steinn og Jakob að Brekku og studdu hvor annan við matseld og búskap er árin færðust yfir. Þor- steinn verður jarðsunginn frá Hofs- óskirkju í dag, 7. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. Þorsteinn frændi minn sem við kveðjum í dag, fæddist í litlum bæ með því ótrúlega nafni Berlín er stóð syðst við botn Naustavíkur við Hofsós. Hann ólst upp við venjuleg sveitastörf en fór ungur að vinna önnur þau störf sem buðust. Örlög- in höguðu því þannig að hann fór ekki í framhaldsnám, þrátt fyrir góða greind, en las mikið alla tíð. Það kom fljótt í ljós að drengurinn hafði mikinn áhuga á vélum og hafði ótrúlega góðan skilning á öllu sem þeim viðkom. Á fermingarári sínu lagði hann fyrir vatni inn í bæ foreldra sinna. Frændur hans hjálpuðu honum við moksturinn, en teikningar gerði hann sjálfur. Þang- að til hafði Guðrún móðir hans þurft að bera allt vatn úr brunni inn í bæ til matar og þvotta. Þor- steinn var hennar hald og traust í erfiðri lífsbaráttu fátæks bænda- fólks. Steini virtist hafa sérgáfu varð- andi allt sem snerti vélar og vél- fræði. Hann þurfti ekki annað en að líta á tæki, þá var hann búinn að átta sig á smíði þess og jafnvel finna leið til viðgerðar, ef um bilun var að ræða. Hann var einn þeirra manna sem lögðu gjörva hönd á margt og varð enginn svikinn af vinnu hans. Hann lagði metnað sinn í að skila góðu verki, var vinnu- þjarkur og allt sem hann gerði var traust og vandað. Steini frændi var ekki allra og sérlundaður var hann. En hann var vinur vina sinna og traustur sem klettur. Ef hann lofaði einhverju var það sama og gert. En þrjóskur var hann og stóð fastur á sínu. Fyrir átta árum síðan fórum við Steini í dagsferð um Skagafjörð og áttum saman indælan dag og fannst mér sem ég kynntist Steina frænda mínum þá fyrst í raun og veru. Þegar við kvöddumst, þakkaði hann mér fyrir daginn og sagði að þetta hefði verið sá besti afmælisdagur sem hann hefði átt hingað til. Hann átti þá 65 ára afmæli þennan dag, en lét engan vita. Fimm árum síðar héldum við upp á 70 ára afmæli hans á sama hátt, nema að þá keyrðum við fyrir Skaga og héldum tveggja manna veislu um kvöldið í Hótel Varmahlíð. Þá ákváðum við að á næsta stórafmæli hans mynd- um við stefna að álíka afmælis- veislu, en nú hafa örlögin séð fyrir því að sú ferð verður ekki farin. Þó Steini frændi væri ekki í sam- bandi við okkur daglega, þá fylgdist hann vel með sínu frændfólki, en hélt sig ávallt til hlés. Hann gladd- ist þegar vel gekk hjá öldnum sem ungum og fann til með þeim á sorg- arstundum. Eldri sonur minn Gylfi og fjöl- skylda senda kveðjur frá Dan- mörku þar sem þau eru búsett. Ás- laug Gunnsteinsdóttir og fjölskylda senda sínar bestu samúðarkveðjur, en hún getur ekki mætt við jarð- arför Steina vegna veikinda. Systir hennar Steinunn og fjölskylda sem búsett er í Danmörku senda einnig kveðjur. Við frænkur og frændur Þor- steins í móðurætt sendum bestu kveðjur og þakklæti til frændfólks hans á Hofsósi. Sérstakar þakkir sendum við Jakobi og Einari ásamt fjölskyldum, fyrir þá aðstoð og vin- áttu sem þau hafa sýnt honum í gegnum árin og þá ekki síst er ald- ur færðist yfir og heilsu hans fór að hraka. Hugheilar þakkir til allra þeirra er önnuðust Steina í veikindum hans. Kristjana H. Guðmundsdóttir. Þorsteinn Kristjánsson Við erum á leið til Akraness með Akra- borginni. Líklega er þetta árið 1962. Við Helga eigum að koma fram á tónleikum ásamt fleiri nem- endum Tónlistarskólans í Reykjavík. Ég spila Scherzo Tarantelle eftir H. Wieniawsky en Helga Ítalskan kons- ert eftir Johann Sebastian Bach, á flygil. Við erum báðar Ingólfsdætur, margir telja okkur systur, allt fram á þennan dag. Um 1970 að loknu framhaldsnámi erlendis tókum við upp þráðinn að nýju. Þá tengdumst við böndum sem enst hafa allt lífið, böndum vináttu og mikils samstarfs, byggð á gagn- kvæmri virðingu og metnaði. Helga helgaði sig þá semballeik og vildi áköf kynna tónlist barokktím- ans. Stofnuðum við nokkrir vinir því Barokkkvintettinn eða Barokkkvint- ett Helgu Ingólfsdóttur. Seinna ákváðum við að stækka hópinn til að takast á við fjölbreyttari tónlist, bæði nýja og gamla. Þetta var kveikjan að stofnun Kammersveitar Reykjavíkur 1974. Fyrir stofnun Kammersveitarinnar fór Barokk- kvintettinn í mikla ferð um hálft Ís- land. Leigð var lítil rúta fyrir semb- alinn, hin hljóðfærin og okkur fimm. Við Helga deildum herbergi og gleymi ég aldrei kvöldi á Egilsstaða- búinu, þar sem við ræddum eilífðar- Helga Ingólfsdóttir ✝ Helga Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum 21. október 2009 og var jarðsungin í Hall- grímskirkju í Reykja- vík 2. nóvember. málin fram á nótt. Vorum við báðar vissar um að við myndum ekki eiga langa ævi. Nú stend ég í þeim sporum að kveðja Helgu allt of snemma. Sumarið 1974 tók Kammersveitin til starfa, 12 manna hópur góðra vina. Strax á fyrsta starfs- árinu, vorið 1975, lék Helga Brandenborg- arkonsert nr. V eftir Johann Sebastian Bach. Hann er tal- inn til stærstu verka semballeikara. Auk fjölmargra annarra konserta, bæði eftir barokktónskáld og 20. ald- ar tónskáld, spilaði Helga þennan Brandenborgarkonsert þrisvar sinn- um með Kammersveitinni, síðast 1998 á 25 ára afmæli Kammersveit- arinnar. Brandenborgarkonsertarnir voru hljóðritaðir og hlaut upptakan Íslensku tónlistarverðlaunin 2003. Kammersveitin varð samstarfs- vettvangur okkar Helgu alla tíð, þótt hún spilaði ekki mikið með síðustu ár- in. Fljótlega eftir stofnun Kammer- sveitarinnar hóf Helga ásamt Manu- elu Wiesler Sumartónleika í Skál- holti, sem með árunum urðu að þjóðkunnri stofnun. Þar rættist draumur Helgu um barokkhljóðfæri við hlið sembalsins, þegar Bachsveit- in í Skálholti var stofnuð á 10 ára af- mæli Sumartónleikanna. Til þátttöku í Bachsveitinni kynnti ég mér bar- okkfiðluna og fórum við Helga saman á barokkráðstefnu í Oxford haustið 1987. Þetta eru ógleymanlegir dagar, tónleikar, opnir spilatímar og fyrir- lestrar frá morgni til kvölds. Samstarfið í Bachsveitinni og árleg sumardvöl í Skálholti var einstök upplifun. Úr Bachsveitinni spratt Skálholtskvartettinn undir leiðsögn Jaaps Schröders. Helga var á tónleik- um kvartettsins í Skálholti í sumar þar sem við lékum Dauðann og stúlk- una eftir Schubert. Var gott að ræða við Helgu daginn eftir tónleikana og finna hve vel hún hafði notið þeirra. Einstök umhyggja Þorkels gerði Helgu kleift að heimsækja Skálholt í sumar. Hann hefur verið henni stoð og stytta í lífi og starfi. Þorkell smíð- aði fyrsta sembalinn hennar og tók þátt í tónleikahaldi af lífi og sál. Hús þeirra var ávallt opið fyrir æfingar, nú síðast á Strönd á Álftanesi, þar sem þau bjuggu sér sérstakt og ein- staklega fallegt heimili með þremur sembölum í stofu og forvitnum selum á tjörn. Þótt við Helga höfum sem ungar konur, nóttina góðu á Egilsstaða- búinu, efast um langlífi okkar, held ég að við höfum samt trúað því að við myndum sitja, gamlar konur, við gluggann á Strönd, horfa á selina og rifja upp góðar stundir. Ég kveð vinkonu mína Helgu með miklum söknuði og þakklæti fyrir vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við Björn, Sigríður Sól og Bjarni Benedikt vottum Þorkeli og öðrum nánum ættingjum okkar dýpstu sam- úð. Rut Ingólfsdóttir. Kveðja frá Skálholti Vel man ég fyrstu fréttir af því að efna ætti til sumartónleika í Skál- holtskirkju. Þetta þótti mörgum frá- leit hugmynd. Á þeim tíma var fátt að frétta um starf í Skálholti þó að alltaf væri staðurinn nokkuð fjölsóttur sem sögu- og helgistaður. Tónleikahaldið hófst samt fyrir frumkvæði Helgu Ingólfsdóttur semballeikara, og er skemmst frá því að segja, að fyrir mikið og óeigingjarnt starf Helgu hafa Sumartónleikar í Skálholts- kirkju orðið að markverðri menning- arstofnun meðal þjóðarinnar. Ekki ætla ég að telja hér upp þá fjölmörgu tónlistarmenn sem hún gegnum árin fékk til liðs við sig, en henni var gefið að geta gert þetta tónleikahald að eins konar hugsjón meðal margra. Þau hjónin séra Guðmundur Óli Ólafsson og frú Anna Magnúsdóttir reyndust traustir bakhjarlar þessa starfs meðan þeirra naut við og minntist Helga þeirra ávallt með virðingu og þökk. Eftir að ég kom hingað gætti Helga þess ávallt að við heimafólk fylgdumst vel með áform- um hennar. Þá kynntumst við því hve þetta verkefni var henni hjartfólgið um leið og hún umgekkst annað starf hér á staðnum af tillitssemi. Vel mátti greina að staðurinn var henni kær og vildi hún veg hans sem mestan. Helga Ingólfsdóttir var sístarfandi og skipuleg í störfum sínum. Ákveðin var hún og fylgin sér í að koma fram því sem hún tók sér fyrir hendur. Raunar undraðist maður oft hve mik- ið hún færðist í fang. Aldrei kastaði hún höndum til þess sem unnið var heldur skyldi allt vera vandað. Hún var metnaðarfullur tónlistarmaður, sem náði miklum árangri, eins og lengi verður ljóst af mörgum góðum upptökum af semballeik hennar. Um leið og hún var skapmikil og einbeitt var hún nokkuð viðkvæm og eflaust auðsærð, en einnig afar trygglynd og holl þeim sem hún starfaði með. Með- al þess sem einkenndi hana í viðkynn- ingu var hve orðvör hún var og um- talsfróm og framkoman fáguð. Eitt sinn hitti ég tryggan tónleikagest eft- ir tónleika á kirkjutröppunum og hún sagði við mig þessi orð: „Nú er sum- arið alveg komið.“ Þessi tilfinning greip okkur hér í Skálholti um árabil þegar Helga birtist hér með sitt fólk. Því er hennar líka minnst hér af inni- legu þakklæti fyrir hennar dýra framlag til uppbyggingar staðarins. Vegna heilsubrests hætti Helga ný- lega öllum störfum varðandi Sumar- tónleikana. Þau þáttaskil voru mér dálítið kvíðvænleg, en áfram fann maður að starfið naut styrks af henni og að hún vakti yfir framgangi Sum- arónleikanna. Það var líka gott að finna hvernig hún gladdist yfir því framhaldi sem orðið hefur. Að leiðarlokum þökkum við góðum Guði fyrir líf og starf þessarar gengnu samferðakonu og fyrir allt það sem hann lét henni falla í skaut af getu og mannkostum. Góðan Guð biðjum við svo að styrkja og hugga eiginmanninn Þorkel. Við hér í Skál- holti stöndum einnig í þakkarskuld við hann. Raunar er það bæði fögur og uppbyggileg minning sem við eig- um um það hvernig hann reyndist Helgu hin bjargfasta stoð og stytta í öllu því sem við var að fást. Sigurður Sigurðarson. Kveðja frá Sumartónleikum í Skálholtskirkju Helga Ingólfsdóttir var frum- kvöðull í mörgum skilningi. Hún kaus að leika á hljóðfæri sem fáir þekktu á Íslandi þegar hún var ung og skapaði sér starfsvettvang sem framúrskar- andi einleikari, kammertónlistarmað- ur og kennari. En hún lét ekki þar við sitja. Árið 1975 stofnaði hún Sumar- tónleika í Skálholtskirkju og strax það ár hélt hún uppi tónleikahaldi í fimm vikur. Það má ekki gleymast að á þessum tíma var ekki ein einasta tónlistarhátíð á Íslandi sem starfaði reglulega. Listahátíð í Reykjavík, sem bauð upp á tónlistarviðburði, hafði þá verið haldin þrisvar sinnum en annars var slík starfsemi óplægð- ur akur hér á landi og langt því frá að fólk flykktist upp í sveit á sumrin til að sækja tónleika eins og þá var orðið algengt í Evrópu og Bandaríkjunum. Það krafðist ómældrar þolinmæði og þrautseigju í fjölda ára að koma há- tíðinni á kortið. En það tókst. Helga stjórnaði henni í 30 ár og á þeim tíma beitti hún sér fyrst hér á landi fyrir flutningi á barokktónlist með barokk- hljóðfærum, m.a. með stofnun Bach- sveitarinnar. Fyrir tilstilli Helgu varð Skálholt að alþjóðlegri miðstöð á því sviði með því að laða að helstu bar- okksérfræðinga í heimi, ekki aðeins til að láta ljós sitt skína, heldur líka til að vinna með íslenzkum flytjendum svo að eitthvað af reynzlu og þekk- ingu þeirra nýttist áfram í landinu. Hún gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að rækta samböndin við þessa listamenn. Og nú er hátíðin meðal þeirra þekktustu í Evrópu á þessu sviði. Helga frumflutti fjölda íslenzkra tónverka, bæði í Skálholti og víðar, og síðar festi hún þá hefð í sessi að hvert sumar eru frumflutt ný íslenzk tón- verk á Sumartónleikum. Þá hvatti hún til og stóð fyrir rannsóknum á ís- lenzka tónlistararfinum og gerði að föstum lið í tónlistarstarfi í Skálholti. Ég þakka það traust sem Helga sýndi mér allt frá því okkar samstarf hófst og þau mörgu tækifæri sem hún veitti mér til að þroska tónlistarfer- ilinn. Og þar held ég að ég tali fyrir munn margra kollega. Hún lagði mik- ið upp úr því að Sumartónleikar væru vettvangur þar sem yngri tónlistar- menn gætu tekist á við ögrandi verk- efni og fengið tækifæri til að vinna með og læra af frábærum listamönn- um víðs vegar að. Það er von mín að okkar litla þjóðfélag fái áfram að fóstra einstaklinga eins og Helgu sem hafa áræði og eftirfylgni til að koma góðum og sönnum hlutum til leiðar sem öðlast sjálfstætt líf og bera ávöxt. Áhrif frumkvöðlastarfs Helgu Ingólfsdóttur verða seint öll komin fram. Fyrir hönd Sumartónleika í Skál- holtskirkju færi ég Þorkeli og fjöl- skyldum og vinum þeirra Helgu inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurður Halldórsson. Helga Ingólfsdóttir var brautryðj- andi. Það var þó líklega ekki yfirlýst markmið hennar, en ef til vill einmitt þess vegna var hún það. Hún tók ást- fóstri við sembal meðan varla nokkur sýndi því hljóðfæri áhuga á Íslandi, hún hóf að leika fyrir ferðamenn í Skálholtskirkju og þannig varð til hugtakið sumartónleikar sem nú eru ómissandi í öllum landshlutum. Á sumartónleikum tengdi hún saman barokktónlist og nýsköpun sem eng- um hafði dottið í hug, og síðast en ekki síst tók hún upp á arma sína gleymd og falin lög úr fornum hand- ritum og lét búa þeim nýjan búning. Helga var trú sannfæringu sinni og á sinn hógværa og látlausa hátt tókst henni að fá alla til liðs við sig. Tónlist- arfólk í hæsta gæðaflokki kom hvað- anæva til Skálholts og íslenskt tón- listarfólk fékk einstök tækifæri til að semja og iðka tónlist sína á vegum Sumartónleikanna. Helga stuðlaði að kaupum á barokkhljóðfærum og þannig gat tónlistarfólk lagt sig eftir tóntaki og tækni sem hæfði tónlist- inni. Sumartónleikar voru hljóðritað- ir og Helga lagði mikinn metnað í út- gáfu geisladiska með þeirri nýsköpun sem Sumartónleikarnir stuðluðu að. Tónverk og hljómplötur sem þannig urðu til hafa borið hróður íslenskrar tónlistar víða. Helga var kennari og túlkandi tón- listarmaður af lífi og sál og lagði einn- ig drjúgt af mörkum til félagsmála. Hún sat í stjórn Félags íslenskra tón- listarmanna um árabil og var formað- ur félagsins 1985-1987. Það var félag- inu mikils virði að hún þáði að verða heiðursfélagi þess fyrir tveimur ár- um. Helgu hlotnuðust ýmsar viður- kenningar fyrir hljóðfæraleik sinn og störf að Sumartónleikum í Skálholti og hún hlaut heiðursverðlaun Ís- lensku tónlistarverðlaunanna árið 2004. Þar sem Helga var, þar var líka Þorkell. Þau voru samhent í þjónust- unni við Frú Músíku og margar ánægjustundir voru í tengslum við tónleika þar sem höfðingsskapur og hjartahlýja þeirra beggja tengdu tón- listarfólk og venslafólk þeirra tryggðaböndum. Helga fann hinn eina sanna stað sem var eins og skapaður fyrir hinn hreina tón sem hún lifði fyrir. Helga, Manuela Wiesler og séra Guðmundur Óli; þau voru öll einstök í ást sinni á Skálholti, sumartónleikunum og í auðmýktinni gagnvart mætti tónlist- ar og trúar. Öll þrjú hafa þau nú gengið inn í dýrð himnanna, laus við þá þjáningu sem lífið lagði á þau und- ir lokin. Helga fær hlýjar vinamót- tökur og við þökkum fyrir þær gjafir sem hún gaf okkur með trúmennsku sinni og tónlistarflutningi. Fyrir hönd Félags íslenskra tón- listarmanna, Margrét Bóasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.