Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Margar hendur vinna létt verk Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Damien Rice tónlistarmaður og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi fengu góða hjálp við að gróðursetja fyrsta tréð í Laufásborgarlundi í Hljómskálagarðinum í gær. 16 börn af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í gróðursetningunni. Laufásborgarlundur verður til í samstarfi Reykjavíkurborgar og Laufásborgar. Heiddi ENGINN deilir um það að áframhaldandi efnahagsþrengingar eru framundan. Þegar finna þeir fyrir krepp- unni sem misst hafa vinnu sína, sumir eru í þann veginn að missa heimili sitt og boðaður er niðurskurður í al- mannaþjónustunni. Margt bendir til þess að kreppan verði dýpri hér en í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Að tvennu þarf að hyggja í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þurfum við að draga rétta lærdóma af því sem liðið er svo forðast megi í framtíðinni þær ógöngur sem við höfum ratað í. Í öðru lagi þurfum við að ræða hvers konar þjóðfélag við viljum í framtíðinni. Markaðnum verði settar skorður Um hvort tveggja fór fram ítarleg og góð málefnavinna á nýafstöðnu þingi BSRB. Efnahagshrunið má rekja til aukinnar markaðs- og einka- væðingar og minna eftirlits opinberra stofnana með atvinnurekstri, einkum í fjármála- og viðskiptalífinu. Allt eru þetta þættir sem BSRB hefur ítrekað varað við á undangengnum árum. Samhliða þessu voru settar hömlur á hlutverk hins opinbera og dregið úr áhrifum þess í efnahagslífinu. Nú þarf hins vegar að söðla um setja mark- aðnum skorður og efla almannaþjón- ustuna. Styrkjum lagaramma almannaþjónustunnar Þing BSRB benti á tvo þætti í þessu efni: Í fyrsta lagi verður að verja störfin í þeim niðurskurði sem hafinn er. Í öðru lagi þarf að tryggja að lagarammi almannaþjónustunnar sé traustur þannig að hana megi vernda gegn markaðsvæðingu. BSRB telur nauðsynlegt að stjórnvöld láti gera könnun á því að hvaða marki samfélagsþjónustan hef- ur verið markaðsvædd nú þegar. Er þá átt við aðgerðir sem spanna allt í senn: Einkavæðingu, úthýsingu og einka- framkvæmdir og hvern- ig markaðsvæðing af þessu tagi kann að ógna sjálfstæði stjórnvalda til að reka almannaþjón- ustuna á þann hátt sem þau telja hagkvæm- astan. Forðumst varanlegt tjón Eflaust hefur Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn sitthvað við þessar áherslur að athuga en þing BSRB varar íslensk stjórnvöld einmitt við því að AGS gerist of einráður um mótun efnahagsstefnunnar. Í þessu samhengi skal þess getið að þingið mótmælti kröfu sjóðsins um brattan niðurskurð á ríkisútgjöldum með það fyrir augum að ná jafnvægi í ríkisfjár- málum á næstu þremur árum. Telur bandalagið æskilegt að fara hægar í sakirnar ella gæti óbætanlegt tjón hlotist af niðurskurði velferðarsam- félagsins. BSRB vill að þessi áform verði endurskoðuð. Brattur niðurskurður dýpkar kreppu Þá er vert að hafa í huga varnaðar- orð sérfræðinga um að brattur nið- urskurður geti beinlínis dýpkað kreppuna; valdið auknu atvinnuleysi með ærnum tilkostnaði í atvinnuleys- isbótum og félagslegri þjónustu og minni skatttekjum ríkis og sveitarfé- laga. Á slíkar viðvaranir ber stjórn- völdum að hlusta ekki síður en á ráð- leggingar og kröfur AGS. Hitt er svo grundvallaratriði að við missum ekki sjónar á þeim mark- miðum og gildum sem við viljum leggja til grundvallar við framtíð- arstefnumótun samfélagsins. Verjum velferðarþjónustuna Á þingi BSRB var minnt á þá stað- reynd að velferðarþjónustan er horn- steinninn að réttlátu þjóðfélagi jafn- aðar. Þannig væri jafn aðgangur allra að heilbrigðiskerfi óháð greiðslugetu undirstaða þess að tryggja megi grundvallarrétt til heilbrigðis. Slíkur aðgangur verður ekki tryggður nema heilbrigðisþjónustan sé á höndum hins opinbera sem skipuleggur, stýrir og fjármagnar hana á grunni jafn- réttis og samstöðu. Þjónustuna þarf með öðrum orðum að skipuleggja þannig að þarfir allra séu hafðar í huga. Þess vegna hvetur BSRB stjórn- völd til að gera allt sem í þeirra valdi stendur „til að verja heilbrigðiskerfið á þeim tímum efnahagslegra þreng- inga sem nú blasa við.“ Leita verður allra leiða til að niðurskurður eða aðr- ar breytingar valdi ekki óafturkræfu tjóni á hinni opinberu þjónustu og skipulagi hennar. Þing BSRB leggst í ályktunum sínum gegn hvers kyns hugmyndum um markaðsvæðingu eða einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem byggjast fyrst og síðast á hagn- aðarsjónarmiðum: „Sá grunnur og þeir efnahagslegu hvatar sem einka- rekstur byggist á munu grafa undan sameiginlegu heilbrigðiskerfi lands- manna.“ Sama gildir um ríki og sveitarfélög Enda þótt velferðarumræðan á þessu þingi BSRB hafi beinst sér- staklega að heilbrigðiskerfinu eiga sömu sjónarmið við um aðra þætti velferðarkerfisins – og breytir þá engu hvort þeir eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Sveitarfélögunum ber að taka til sín ábendingar og hvatn- ingu þings BSRB, fjölmennustu heildarsamtaka innan almannaþjón- ustunnar. Bandalagið efnir til þings þriðja hvert ár til þess að skerpa á áherslum sínum. Áherslur BSRB hafa löngum snúið að því að standa vörð um velferðarþjónustuna. Þá vakt hafa stjórnvöld því miður ekki staðið sem skyldi undanfarin ár. Afleiðing- arnar blasa nú við. Þess vegna þarf engum að koma á óvart krafa BSRB um breyttar áherslur. Eftir Elínu Björgu Jónsdóttur » „Þing BSRB varar ís- lensk stjórnvöld við því að AGS gerist of ein- ráður um mótun efna- hagsstefnunnar.“ Elín Björg Jónsdóttir Höfundur er formaður BSRB. BSRB kallar eftir breyttum áherslum KRAFA Trygging- arsjóðs innistæðueig- enda vegna Icesave á hendur gamla Lands- bankanum er föst í ís- lenskum krónum og ber þar að auki ekki vexti. Skuld sjóðsins við Bretland og Hol- land, sú sem ríkið mun trúlega gangast í ábyrgð á, verður í er- lendum myntum. Þetta þýðir að mikil nettóskuld mun skapast ef krónan veikist mikið, jafnvel þótt öll krafa sjóðsins fáist greidd frá Landsbankanum. Nettóskuldin getur hæglega farið yfir 1000 millj- arða króna. Þetta skiptir miklu máli. Þetta er ekki bara venjuleg gengisáhætta. Venjuleg gengisáhætta er þegar t.d. Eyjólfur Straumfjörð húsgagnamál- ari skuldar 20 milljónir í erlendri mynt vegna húsnæðiskaupa. Sú skuld hans hefur engin áhrif á það hvort krónan veikist og þar af leið- andi hvort hann tapar á lántökunni. En skuldir ríkisins hafa hins veg- ar veruleg áhrif á horfur um gengi íslensku krónunnar. Ríkið gefur krónuna út í gegnum Seðlabankann og ef það er skuldum vafið aukast líkur á að krónan falli í verði gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Þannig gæti fall krónunnar skapað keðju- verkun og vítahring, þar sem fallin króna veikir ríkið og veikt ríki fellir krónuna enn frekar. Slíkt gæti þess vegna endað í mörg þúsund millj- arða nettóskuld, sem myndi bætast við aðrar skuldir ríkisins. Verði Icesave-ábyrgðin sam- þykkt hlýtur það að leiða til þess að það verður áhættusamara en áður að eiga íslenskar krónur. Þannig verður að mínu mati glannalegt að eiga ís- lenskar krónur frem- ur en erlendar myntir eða aðrar eignir. Ef fólk gerir sér grein fyrir þessu, kann það að valda fjöldaflótta úr krónunni og jafn- vel óðaverðbólgu. Ekki er víst að gjald- eyrishöftin gætu komið í veg fyrir þetta, þar sem fólk gæti losað sig við krónur sínar á löglegan hátt, t.d. með kaupum á innfluttum vörum og öðru sem hækkar í verði við verðbólgu. Hættan sjálf á lækkun gengis krónunnar getur af þessum ástæð- um kallað fram gengislækkun. Slíkt er kallað „sjálfrætandi spádómur“ en þau sérkennilegu orð hafa verið notuð um spádóm sem rætist fyrir eigin tilverknað. Þetta er nokkuð líkt því þegar bankar verða fyrir áhlaupi. Veikur banki, sem ástæða er til að hafa áhyggjur af, lendir í vítahring áhlaups, þar sem erfið fjármögnun kyndir undir frekari áhyggjum sem gera fjármögnunina svo enn erfiðari. Bankahrunið fyrir ári síðan ætti að vera okkur Íslendingum slík lexía að við höfnum ábyrgð ríkisins á Icesave. Nú er verið að prófa hvort við höfum lært nokkuð sem máli skiptir á því klúðri. Keis- arafötin fóru úr tísku við banka- hrunið en nú á því miður að taka þau fram aftur. Getur ríkið orðið fyrir áhlaupi líkt og bankarnir vegna Icesave? Eftir Gunnlaug Jónsson Gunnlaugur Jónsson »Nettóskuldin getur hæglega farið yfir 1.000 milljarða króna. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.