Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir og afi,
BERGUR GUÐNASON
lögmaður,
Efstaleiti 5,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 5. nóvember.
Hjördís Böðvarsdóttir,
Guðni Bergsson, Elín Konráðsdóttir,
Sigríður Bergsdóttir, Skúli Rúnar Skúlason,
Böðvar Bergsson,
Bergur Þór Bergsson,
Þorsteinn Bergsson, Soffía Ingvarsdóttir,
systkini og barnabörn.
✝
Bróðir okkar og frændi,
GÍSLI GÍSLASON
frá Hvammi,
síðast til heimilis
dvalarheimili aldraðra,
Ísafirði,
lést sunnudaginn 1. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
14. nóvember kl. 14.00.
Guðmundur Gíslason,
Gunnar Gíslason
og systkinabörn.
Heiðursmaður,
sanngjarn, traustur
vinur, skemmtilegur,
hugsjónamaður og
hugumstór.
Tryggva Jónassyni rennismíða-
meistara fylgdi góð og gjöful ára.
Hann miðlaði ætíð af hinu góða og
ráðin hans voru gulls ígildi. Tryggvi
var einn af burðarásum samfélags-
ins, einn af frumkvöðlum Skipalyft-
unnar sem er eitt af höfuðankerum
Eyjanna, gamalreyndur stjórnar-
maður Herjólfs og þátttakandi í
mörgum mikilvægum verkefnum
samfélagsins. Með þessi hlutverk sín
fór hann af lítillæti en miklum metn-
aði.
Tryggvi var spjallari af Guðs náð
og maður var alltaf veðurheppinn að
hitta hann því hann lagði alltaf gott
til mála byggt á verkviti, reynslu og
snjallræði hans. Það var líka
skemmtilegt að hitta hann þegar
hvessti í hugarranninum og þá hvein
í eins og þegar suðaustanáttin
þröngvar sér inn innsiglinguna undir
Heimakletti.
Síðustu misserin notaði Tryggvi
oft góðviðrisstundirnar og tyllti sér
út á pallinn með Jónu sinni við hús
Tryggvi Jónasson
✝ Kristján TryggviJónasson fæddist á
Ísafirði 4. október
1929. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 17.
október sl. og fór út-
för hans fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 31. októ-
ber.
þeirra undir Hánni.
Tryggvi var maður
suðursins, kunni að
fanga blæ hlýjunnar
og miðla öðrum.
Í gegnum árin spil-
uðum við Tryggvi
nokkrum sinnum tví-
menning sem sam-
herjar í billiard, síðan
kallaði hann mig alltaf
partnerinn. Tryggvi
var góður partner.
Tryggva er sárt
saknað, megi andi
hans lifa í samfélagi
Eyjanna, því það er gefandi. Tryggvi
var Guðs gjöf til samferðamanna
hans. Megi meistari eilífðarinnar
njóta móttökunnar þegar renni-
smíðameistarinn gengur í garð,
rennismíðameistari sem er jafnvígur
að renna í stál og orð, skemmtilegur
og traustur heiðursmaður.
Árni Johnsen.
Nú er vinur minn Tryggvi Jónas-
son burtkallaður. Þessi öðlingur sem
öllum vildi vel. Kynni mín af Tryggva
hófust fyrir alvöru þegar við urðum
félagar í Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Er ég hóf að spila með sveitinni var
hann þar fyrir og þannig æxlaðist til,
að við sátum saman á æfingum, enda
spiluðum við báðir á bassahljóðfæri.
Eins og hans var von og vísa tók
hann mér ákaflega vel, vildi allt fyrir
mig gera, leiðbeindi mér við spila-
mennskuna og gerði það á sinn létta
og góða hátt, þannig að maður hafði
aldrei á tilfinningunni að hann væri
að finna að við mann, heldur var
þetta allt á léttu nótunum og í góðu.
Urðum við strax miklir félagar og
vinir þrátt fyrir nokkurn aldursmun.
Tryggvi var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann var – alltaf léttur og
með gamanyrði á vör. Hafði þann
góða eiginleika að geta sagt allt sem
hann meinti án þess að skaða neinn
eða móðga.
Ég minnist þessa tíma með sökn-
uði – hvort heldur það voru æfingar,
spilamennska eða hin margrómuðu
ferðalög sveitarinnar.
Allt voru þetta góðar og eftir-
minnilegar stundir.
Seinna urðu svo samskipti okkar
enn meiri þegar ég gerðist fram-
kvæmdastjóri Herjólfs og hann var
þar í stjórn og stjórnarformaður um
tíma. Hann hafði einlægan áhuga á
vexti og viðgangi félagsins og kom
oft í heimsókn til að ræða málin.
Voru þetta hinar bestu stundir, báð-
um til ánægju og uppbyggingar.
Minnist ég ekki síst ánægjulegra
ferða með Tryggva til Noregs þegar
verið var að byggja og afhenda nú-
verandi Herjólf. Það voru skemmti-
legar ferðir.
Fyrir allt þetta vil ég þakka og
ekki síður fyrir hans einlæga vinskap
í gegnum árin.
Ég er ríkari eftir kynni mín af
þessum öðlingi.
Bið ég góðan Guð að blessa minn-
ingu Tryggva Jónassonar. Konu
hans Jónu, börnum og ættingjum öll-
um sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Magnús á Grundarbrekku.
Kveðja frá Lúðrasveit
Vestmannaeyja
Það mun hafa verið seint á sjötta
áratug síðustu aldar, að Tryggvi
Jónasson rennismíðameistari frá
Ísafirði kom til liðs við Lúðrasveit
Vestmannaeyja. Hans hljóðfæri var
túba. Hann var góður hljóðfæraleik-
ari og skilaði sínni rödd vel og örugg-
lega. Hann lék með Lúðrasveit Vest-
mannaeyja fram á níunda áratuginn.
Einnig lék hann með dixílandhljóm-
sveit lúðrasveitarinnar meðan hún
starfaði. Þegar hann kenndi fyrst
hjartameins hætti hann að leika með
lúðrasveitinni, en við vildum ekki
missa hann úr starfinu og kusum
hann áfram í stjórn sveitarinnar. Þar
starfaði hann fram yfir 1990.
Tryggvi var nefnilega með skemmti-
legri félögum, var oft með gaman-
yrði á vörum. Hans djúpa og hljóm-
fagra rödd naut sín vel er hann var
að segja frá og lýsa atburðum á sinn
gamansama og skemmtilega hátt.
Tryggvi sat lengi í stjórn Lúðra-
sveitarinnar og var formaður um
skeið. Hann, ásamt fleirum, kom
lúðrasveitinni í gegnum erfiða tíma í
kringum eldgosið á Heimaey 1973.
Hann vann einnig að því ásamt fé-
lögum sínum að það yrði ráðinn blás-
arakennari í fullt starf við Tónlistar-
skólann svo endurnýjun yrði í
sveitinni. Hann lagði sem sagt,
ásamt fleirum, grunninn að því öfl-
uga starfi sem unnið er í Lúðrasveit
Vestmannaeyja í dag. Lúðrasveit
Vestmannaeyja heldur upp á 70 ára
afmæli sitt á þessu ári. Hápunktur
afmælisársins verður hinn 7. nóvem-
ber nk. en þá heldur sveitin veglega
afmælistónleika.
Þá verður hugur okkar hjá
Tryggva og fleiri góðum félögum
sem kvatt hafa þetta líf. Innilegar
samúðarkveðjur sendum við Jónu,
eftirlifandi eiginkonu Tryggva.
Einnig sendum við dætrum hans og
þeirra fjölskyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja,
Stefán Sigurjónsson.
Kveðja frá Kiwanisklúbbnum
Helgafelli
Í dag er borinn til grafar elsti fé-
lagi okkar, Tryggvi Jónasson. Hann
lést 17. október sl. eftir erfið veik-
indi, þá nýorðinn áttræður.
Tryggvi gekk til liðs við Kiwanis-
hreyfinguna 1967 og var einn af
stofnfélögum Helgafells. Hann sat
sem erlendur ritari í fyrstu stjórn
klúbbsins árin 1967-1968. Lengi býr
að fyrstu gerð. Tryggvi og félagar
skópu þannig umgjörð um Helgafell
að hann er í dag stærsti Kiwanis-
klúbbur ekki bara á Íslandi heldur í
Evrópu.
Tryggvi var líflegur og skemmti-
legur félagi sem öllum þótti vænt
um. Það fór ekkert á milli mála þegar
hann tók til máls á fundum. Hann var
mikil félagsvera og jafnaðarmaður.
Við Helgafellsfélagar horfum nú á
eftir góðum félaga og vini og þökkum
fyrir þær ánægjulegu samveru-
stundir sem við áttum með honum.
Kiwanisklúbburinn Helgafell vott-
ar Jónu, dætrunum þremur, Ás-
gerði, Júlíu, Karen og öllum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð. Biðjum
við Guð að gefa þeim styrk á þessum
erfiðu tímum.
Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins
Helgafells,
Einar Friðþjófsson, forseti.
Er okkur var tilkynnt um andlát
Tryggva Jónassonar laugardags-
kvöldið 17. október síðastliðinn setti
okkur hljóð, hvernig gat það verið,
við sem höfðum fagnað með þeim
hjónum 80 ára afmæli hans mánu-
daginn 5. október síðastliðinn. Þá
virtist hann nokkuð hress og áttum
við þarna ánægjulega samveru-
stund, þar sem margt bar á góma, en
svona er lífið, enginn ræður sínum
næturstað. Tryggvi hafði reyndar
átt við erfið veikindi að stríða um
langt árabil og gekkst fyrir nokkru
undir erfiða hjartaaðgerð, sem virt-
ist hafa gengið vel og góðar vonir
voru bundnar við.
Tryggvi lærði rennismíði og varð
það hans ævistarf. Hann stofnaði
með öðrum Vélsmiðjuna Völund,
sem rekin var um áraraðir og síðan í
samvinnu með vélsmiðjunni Magna
var stofnuð Skipalyftan hf. Tryggvi
var frábær fagmaður, það var gott til
hans að leita ef á þurfti að halda og
lét hann ekki frá sér annað en það
sem var í góðu lagi. Margir fagrir
renndir hlutir eru til eftir hann og
bera þeir handbragðinu gott vitni.
Tryggvi kom víða við hér í bæjar-
félaginu, hann hafði ákveðnar skoð-
anir á hlutunum og var góður tals-
maður þeirra er minna máttu sín.
Hann sat í stjórn Herjólfs hf. um
árabil og lagði þar gott til málanna
um bættar samgöngur milli lands og
Eyja, ásamt ýmsu fleiru. Um nokk-
urt skeið annaðist hann fyrirgreiðslu
erlendra togara er komu hingað til
Eyja með bilaðar vélar eða sjúka
skipverja.
Leiðir okkar lágu saman er við
gerðumst félagar í Lúðrasveit Vest-
mannaeyja, þar sem við vorum sam-
an í áraraðir. Margs er að minnast
frá þessum tíma, ferðirnar á Lands-
mót lúðrasveita, utanlandsferðirnar
og allar æfingarnar. Hann var einn
af stofnendum Kiwanisklúbbsins
Helgafells, þar var hann eins og ann-
ars staðar traustur félagi, lagði oft
gott til málanna, ásamt því að koma
með hnyttnar setningar er hittu í
mark. Tryggvi hafði þá náðargáfu að
eiga gott með að teikna, hvort heldur
andlitsmyndir eða landslag. Hin
seinni ár er fór að hægjast um í
vinnunni fór hann að mála myndir og
er til fjöldi mynda eftir hann, hann
var sannur listamaður.
Hann var laginn við að finna skop-
legu hliðarnar á hlutunum, hrókur
alls fagnaðar og var oft gaman að
ræða við hann um menn og málefni.
Eitt sinn er við vorum á ferðalagi úti
á Írlandi, komum við að þar sem boð-
ið var upp á útsýnisflug með lítilli
rellu. Nokkrir úr hópnum tóku sig
saman og fóru í flugtúr en áður en
lagt var af stað kom Tryggvi til
þeirra sem eftir voru og sagði: „Það
er best að kveðja ykkur, það er ekki
víst að við komum aftur.“ Þannig var
stutt í grínið.
Nú er við kveðjum góðan vin og fé-
laga, viljum við þakka honum sam-
fylgdina og tryggðina í gegnum árin,
um leið og við vottum Jónu, dætrum
og fjölskyldu okkar dýpstu samúð.
Ása og Einar.
Þó að röddin væri hrjúf og dimm
og rómurinn lægi stundum hátt þá
var Tryggvi Jónasson mikið ljúf-
menni og afskaplega samstarfsgóð-
ur. Leiðir okkar lágu saman í stjórn
Herjólfs hf. og smíðanefnd nýs Herj-
ólfs árið 1991 þar sem ég kom nýr inn
í stjórnina og smíðanefndina, en
Tryggvi hafði þá setið í stjórninni um
árabil. Við vorum báðir pólitískt
skipaðir, ég sem fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, en Tryggvi fulltrúi Al-
þýðuflokksins. Ég varð fljótlega for-
maður stjórnar og gegndi því
embætti allt þar til fyrirtækið var
lagt niður í kjölfar útboðs á rekstri
siglinga milli lands og Eyja. Þó að við
Tryggvi kæmum hvor af sínum væng
stjórnmálanna háði það aldrei sam-
starfi okkar enda var flokkspólitík
alltaf sett til hliðar í starfi stjórnar
Herjólfs. Við tókum aftur á móti
nokkrar rimmur út á við fyrir hönd
stjórnar Herjólfs. Bæði í samningum
við ríkisvaldið sem og í hörðum
kjaradeilum sem við lentum í. Við
Tryggvi sátum í samninganefnd fyr-
irtækisins og gengum í gegnum
harða kjarabaráttu í löngu verkfalli.
Þá eyddum við mörgum vikum á erf-
iðum samningafundum í Karphúsinu
og komu ýmsir góðir eiginleikar
Tryggva þá vel í ljós. Hann var t.d.
þeim eiginleikum búinn að geta yf-
irleitt verið sammála öllum, hversu
ólíkar skoðanir sem menn höfðu.
Hann var einhvern veginn alltaf
sammála síðasta ræðumanni. Stund-
um fannst mér hann reyndar vera
fullsammála viðsemjendum okkar í
verkfallsátökunum og taka of mikið
undir þeirra sjónarmið þegar setið
var á sameiginlegum fundum. Þegar
fundum lauk og við höfðum lokað
okkur af sagði ég stundum við
Tryggva að það gengi ekki að hann
væri að taka svona mikið undir
þeirra sjónarmið því hann vissi að við
gætum ekki gengið að þessu. Þá
ræskti hann sig hressilega, reigði sig
aðeins, sneri höfðinu til sitthvorrar
hliðar og sagði að nauðsynlegt væri
að látast vera aðeins sammála þeim
til að halda þeim góðum.
Það þýddi samt alls ekki að hann
ætlaði að fara að gefa neitt eftir!
Enda stóð það að Tryggvi fylgdi
þeim samþykktum sem gerðar voru
og stóð alltaf vel að baki mér sem
formanni stjórnar þegar á reyndi.
Þessi sérstaki eiginleiki Tryggva, að
geta verið sammála öllum, var því
ágætur og nýttist á stundum mjög
vel í starfi okkar. Tónmikil og sér-
stök ræsking var í augum okkar
Herjólfsmanna vörumerki Tryggva
og víst var að ef stór mál komu upp á
borðið í starfi Herjólfs þá ræskti
Tryggvi sig alltaf hressilega, svo
glumdi í, áður en hann lét sína skoð-
un í ljósi.
Því vandasamara sem verkið var,
því hressilegri var ræsking hans.
Tryggvi hefur nú siglt sína síðustu
ferð í þessari veröld en viss er ég um
að hann mun hafa auga með hvernig
samgöngumálum er háttað í nýjum
heimkynnum og víst er að háar
munu heyrast ræskingar ef eitthvað
bjátar á í ferjusiglingum á þeim stað.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra þeirra er störfuðu með Tryggva
í stjórn Herjólfs þegar ég þakka hon-
um fyrir samfylgdina og traust sam-
starf um leið og ég sendi Jónu og
öðrum ástvinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð blessi minn-
ingu Tryggva Jónassonar.
Grímur Gíslason.
Dagbjört Þórunn
Hjörleifsdóttir
✝ Dagbjört Þ. Hjör-leifsdóttir fædd-
ist á Djúpavogi 24.
maí 1955. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans við Hringbraut
3. október síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Hjörleifur Gústafsson, f. 2.6. 1918,
d. 9.2. 1992, og Guðleif Magnúsdóttir, f.
12.11. 1918, d. 6.3. 2006. Systur Dag-
bjartar eru; 1) Eygló Bogadóttir (sam-
mæðra), f. 11.12. 1945, 2) Jónína Re-
bekka Hjörleifsdóttir, f. 13.4. 1951, 3)
Gústa Hjörleifsdóttir, f. 29.4. 1958, 4)
Magnhildur Hjörleifsdóttir, f. 6.10.
1959.
Eiginmaður Dagbjartar er Sævar
Hjartarson, f. 3.11. 1950, dætur þeirra
eru: 1) Guðleif María, f. 29.6. 1973,
börn hennar eru Agnes Ýr, f. 8.5. 1991,
og Sævar Dagur, f. 30.7. 2004, 2)
Kristjana Hjördís, f. 25.12. 1981, unn-
usti Huginn Arnarson, f. 22.3. 1982,
dóttir Kristjönu frá fyrra sambandi er
Helena Birta, f. 24.6. 2003.
Útför Dagbjartar fór fram frá kirkju
Óháða safnaðins 12. október í kyrrþey.