Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is „MÉR finnst hörmulegt að málið skuli hafa farið svona því í tilkynn- ingu á vefnum okkar í sumar tókum við þetta mál sem dæmi um mála- hraða sem væri til fyrirmyndar,“ segir Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari. Hér á hann við nauðgunarmálið sem kom til kasta Hæstaréttar í vik- unni, þar sem dæmdum nauðgara var sleppt úr haldi vegna þess hve mikill dráttur hafði orðið á því að af- greiða dómsgerðir frá Héraðsdómi Reykjavíkur til ríkissaksóknara. Allir lögðust á eitt Í tilkynningunni sem birtist á vefnum www.saksoknari.is hinn 14. júlí í sumar sagði m.a: „Samkvæmt reglum ríkissaksókn- ara um hámarkstíma meðferðar nauðgunarmála skal rannsókn lög- reglu að jafnaði ljúka innan 60 daga. Þá skal taka ákvörðun um saksókn hjá embætti ríkissaksóknara innan 15 daga frá því mál berst þangað frá lögreglu. Þannig er stefnt að því að innan við 70 dagar líði þar til málið kemst til viðkomandi héraðsdóms. Í fjölmiðlum nýlega mátti lesa um dóm sem gekk í alvarlegu nauðg- unarmáli en brotið var framið 21. maí sl. Málið barst ríkissaksóknara fullrannsakað frá lögreglu 18. júní og gaf ríkissaksóknari út ákæru 19. júní. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur 23. júní og fór að- almeðferð fram 30. júní. Dómur í málinu gekk 10. júlí þar sem sak- borningur hlaut 4 og hálfs árs fang- elsi. Þessi málsmeðferðartími, rúm- ar 7 vikur í heild, er til mikillar fyrirmyndar og ljóst að allir aðilar hafa lagst á eitt til að svo vel tækist til sem hér.“ Til stóð að Héraðsdómur sendi ríkissaksóknara málsgerðirnar í gær. Valtýr Sigurðsson segir að þeg- ar gögn málsins berist embættinu verði hafist handa við að útbúa dómsgerðir sem lagðar verða fyrir Hæstarétt. Að því búnu verður þetta ljósritað í þeim fjölda eintaka sem þarf. Dómsgerðir gætu huganlega legið fyrir í lok næstu viku. Hann segir að embættið telji ekki mögu- legt að krefjast gæsluvarðhalds að nýju þótt dómsgerðir væru komnar. „En þegar þær eru tilbúnar munum við hins vegar kanna það hvort unnt sé að koma málinu sem fyrst fyrir á þéttskipaðri dagskrá Hæstaréttar,“ segir Valtýr. Helgi I. Jónsson, starfandi for- maður dómstólaráðs, skrifaði Hæstarétti nýlega bréf og óskaði m.a. eftir að breytingu á reglum réttarins þannig að ríkissaksóknari tæki við umsjón með dómsgerð- unum. Eins og fram kom í blaðinu í gær er Héraðsdómur Reykjavíkur að kikna undan álagi vegna gríð- arlegra verkefna. Dómritarar ganga frá þessum dómsgerðum og tók Helgi sem dæmi að það tæki fimm klukkustundir að vélrita upp orð fyr- ir orð hverja klukkustund í rétt- arhaldi. Tryggja þarf fjármagn Hæstiréttur óskaði umsagnar Valtýs Sigurðssonar um bréf dóm- stólaráðs. Í svarbréfi Valtýs kveðst hann sammála því að umbeðnar breytingar dómstólaráðs verði gerð- ar á reglum Hæstaréttar. Hins veg- ar leggur hann þunga áhersla á að slík breyting verði ekki gerð fyrr en búið væri að tryggja embættinu fjár- magni til verksins. Valtýr segir að eðlilegt sé að ákæruvaldið stjórni þessu verki og þá gagnvart öllum héraðsdómstólum landsins. Mikilvægt sé að embættið þurfi ekki að vera upp á aðra komið um það hvenær unnt sé að senda gögnin til Hæstaréttar. Bendir hann á að þetta verk mætti auðveldlega vinna á landsbyggðinni. Fyrirmyndin varð martröð  Meðferð nauðgunarmálsins sem Hæstiréttur fjallaði um í vikunni tók rúmar sjö vikur í kerfinu  Ríkissaksóknari taldi hraða málsins til fyrirmyndar  Málinu verður hraðað til Hæstaréttar Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Rétturinn felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni, sem í sumar hafði verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Meðferð nauðgunarmálsins, sem Hæstiréttur fjallaði um í vikunni, var talin til fyrirmyndar í sumar vegna þess hve hratt málið gékk í gegnum kerfið. Nú er þetta mál orðið að martröð. „Benda má á að iðulega hefur orðið mikill dráttur á endurritun hljóðupptöku þinghalda hjá dómstólunum og er það vandamál vaxandi. Lítur ríkissaksóknari þá þróun alvarlegum augum og telur hana í raun óvið- unandi,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari meðal annars í bréfi sínu til Hæstaréttar. Síðan fer Valtýr út í aðra sálma og segir orðrétt: „Þessu tengt má benda á að ríkissaksóknari þarf að senda öll málskjöl á stofu úti í bæ til fjölföldunar dóms- gerða fyrir Hæstarétt. Eins og gefur að skilja er hér um að ræða einhverjar þær viðkvæmustu persónuupplýs- ingar sem um getur, framburðir barna í kynferð- isbrotum, sjúkraskýrslur svo ekki sé talað um ljós- myndir af brotaþolum og klámmyndir. Reynt er að hafa eftirlit með starfsfólki ljósritunarstofunnar og kom ný- lega í ljós að aðili sem þar starfaði hafði hlotið fangels- isdóm. Aðbúnaður og skortur á starfsfólki hjá embætti ríkissaksóknara er hins vegar slíkur að engin möguleiki er við óbreyttar aðstæður að sinna þessu verki af skrif- stofunni.“ Fram kemur í bréfinu að kostnaður við ljósritun ágripsgerða hafi numið fjórum milljónum króna árið 2008. Segir Valtýr að þessi ljósritun ætti að hans mati að fara fram hjá embætti ríkissaksóknara. Starfsmaður ljósritunarstofunnar hafði hlotið fangelsisdóm SAMKVÆMT nýjum lögum um meðferð sakamála skal sakborn- ingur ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í þrjá mánuði áður en mál hefur verið höfðað gegn honum nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. „Þessi tímamörk setja mikinn þrýsting á ákæruvaldið en óvenju- mikill fjöldi mála hefur borist emb- ætti ríkissaksóknara undanfarið þar sem sakborningar sæta gæslu- varðhaldi. Sem dæmi má nefna mál vegna innflutnings á miklu magni fíkniefna með skútu, mál vegna meintrar amfetamínverksmiðju, mál vegna húsbruna á Kleppsvegi, ránsmál á Seltjarnarnesi, nauðg- unarmál á Hótel Borg, mál vegna háskaaksturs við slökkvistöðina og víðar o.fl. Álag á embætti rík- issaksóknara hefur aukist jafnt og þétt,“ sagði í tilkynningunni, sem ríkissaksóknari birti á vef embætt- isins í júlí síðastliðnum. Þar kemur ennfremur fram að álag á embætti ríkissaksóknara hafi aukist jafnt og þétt. „Sem dæmi má nefna að árið 2005 var fjöldi ákærumála hjá emb- ættinu 243 en þau voru 486 árið 2008. Á sama tímabili fjölgaði kærumálum frá lögreglu úr 85 í 173 og málum sem embættið rekur fyr- ir Hæstarétti úr 92 í 116. Sömu sögu er að segja af öðrum mála- flokkum sem embættið fæst við. Fjöldi starfsmanna við embættið, 14 í 13½ stöðugildi, hefur verið nánast óbreyttur sl. 10 ár,“ segir í tilkynningunni. Þetta er sama sagan og annars staðar út kerfinu. Málafjöldinn stóreykst en starfsmannafjöldinn stendur í stað. Mikið álag á embætti saksóknara FÉLAG kennara í kristnum fræð- um, siðfræðum og trúarbragða- fræðum stendur í dag, laugardag, fyrir ráðstefnu um trúarbragða- fræðslu í skólum, í tilefni af tíu ára afmæli félagsins. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru þeir dr. Robert Jackson pró- fessor og dr. Sigurður Pálsson. Ráðstefnan fer fram í húsakynn- um menntavísindasviðs Háskóla Ís- lands (Hamri) við Stakkahlíð og hefst kl. 11. Rætt um trúar- bragðafræðslu Sigurður Pálsson FUGLAVERND heldur nk. þriðjudag fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ekvador þar sem Yann Kolbeins- son líffræðingur með meiru mun segja frá ferð sinni og sýna úr- val mynda. Fund- urinn byrjar kl. 20.30 og er haldinn í húsakynnum Kaupþings í Borg- aratúni 19. Fundurinn er öllum op- inn og er aðgangur ókeypis fyrir fé- laga í Fuglavernd, en kostar 200 krónur fyrir aðra. Fuglalífið í Ekvador í máli og myndum Sígaunafugl Finnst í Ekvador.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.