Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 ingar um Jóa og frændfólk mitt í Kálfsárkoti, Fjólu, Jóhannes yngri, Önnu og Hugrúnu. Lífsviðhorf Jóa í Koti var og verður okkur áfram leiðarljós, heil- brigt líferni, jákvæðni og virðing fyrir samferðamönnum, viðhorf sem hann ræktaði og fylgdi allt til síðasta dags. Jói var unglingur alla ævi, fallegur og hraustur. Hann hafði þá hæfileika að laða að sér fólk með gamanmáli, gríni og út- geislun. Elsku Fjóla, Jóhannes yngri, Anna og Hugrún, takk fyrir Jóa frænda í Koti, hann var einstakur, þið eruð hans stærsta afrek. Jón Björgvin Guðnason. Það eru mannbætandi forréttindi að fá að kynnast mönnum eins og Jóhannesi bónda frá Kálfsárkoti, eða Jóa eins og hann var oftast kall- aður. Við hjónin kynntumst honum í gegnum dætur hans og vini okkar, Hugrúnu og Önnu Rós, aðallega af skemmtilegheitum í veislum hjá fjölskyldunni, en kannski ekki síður af því að heyra ljóslifandi frásagnir af honum, Fjólu konu hans og lífinu og tilverunni í Kálfsárkoti í áranna rás. Frásagnirnar voru svo lýsandi að manni fannst maður þekkja manninn mæta vel og að maður ætti í honum alla vega nokkur bein. Jói var einkar jákvæður maður og sat sig ekki úr færi um að hrósa öðrum og draga fram allt jákvætt í fari þeirra. Jákvæðni, hlýja, æðruleysi, glettni, greind og galsi var það sem okkur fannst einkenna Jóa umfram annað. Þá var hann afar stoltur af stórfjölskyldunni og bar ómælda umhyggju fyrir henni. Okkur fannst einkennandi fyrir Jóa hve hress og kátur hann var ávallt þegar við hitt- um hann, enda kvaðst hann eiga sinn eigin innri gleðibanka og þegar eitthvað bjátaði á eða hann yrði leiður þá tæki hann einfaldlega út úr honum. Já, Jói var glaðsinna og geislandi maður, skarpleitur með glettin augu, spengilegur með fal- legar, risastórar hendur sem lesa mátti lífshlaup hans úr. Slíkir ein- staklingar laða aðra að sér, enda mátti sjá á mannamótum hvernig fólk þyrptist í kringum Jóa til að hlusta á hann segja frá, hvort sem um var að ræða frásagnir úr hvers- dagslífinu, skemmtisögur og/eða vísukorn, en hann átti auðvelt með að setja saman vísur af ýmsu tagi. Annað okkar varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með Jóa, börn- unum hans þremur og tengdasyn- inum Skúla í ógleymanlega göngu- ferð með Ferðafélagi Íslands. Um var að ræða fjögurra daga ferð frá Siglufirði til Héðinsfjarðar þar sem gist var eina nótt. Frá Héðinsfirði var farið yfir í Hvanndali og aftur til baka sama daginn og svo síðasta daginn yfir í Ólafsfjörð. Jói var 81 árs þegar ferðin var farin og leist mörgum ekki á blikuna og fannst þetta ærið strembin ferð fyrir svo roskinn mann. Áhyggjurnar reynd- ust ástæðulausar þar sem Jói var í betra formi en við flest og lék á als oddi á milli þess sem hann hentist í nokkra útúrdúra á meðan við hin hvíldum lúin bein. Um leið og við þökkum Jóa fyrir samfylgdina vott- um við eftirlifandi konu hans, Fjólu, sem stóð eins og klettur við hlið hans þar til yfir lauk, og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um mætan mann mun lifa. Helga Jörgensdóttir og Helgi I. Jónsson. Ég vil minnast vinar míns og svila, Jóhannesar Jóhannessonar. Hann fæddist í Kálfsárkoti í Ólafs- firði. Jóhannes sótti um tíma at- vinnu á Reykjavíkursvæðinu og hitti þá eftirlifandi eiginkonu sína, Fjólu Björgvinsdóttur. Hjónaband þeirra var traust og hamingjusamt. Þau eignuðust tvær dætur og einn son sem nú, ásamt mökum og barnabörnum, syrgja látinn föður sinn. Eftir nokkurra ára dvöl á mölinni ákváðu þau Jóhannes og Fjóla að flytjast á æskuheimili Jóhannesar. Þar átti hann hluta af Íslandi, í frjálsu umhverfi og fögrum fjalla- sal. Tveir synir okkar voru svo gæfusamir að fá að dvelja á heimili þeirra nokkur sumur og nutu þeir þar góðs atlætis og umhyggju þess- ara yndislegu hjóna auk þess að læra til ýmissa verka og njóta alls hins besta sem íslensk sveitardvöl hefur upp á að bjóða. Jóhannes mun hafa verið síðasti kúabóndinn í Ólafsfirði og honum féll það mjög þungt þegar hann var tilneyddur, fyrir nokkrum áratug- um, að hætta mjólkurframleiðslu þegar mjólkurflutningar frá hans sveit voru lagðir niður vegna „hag- ræðingar“ og samruna í mjólkur- iðnaðinum. En Jóhannes lagði ekki árar í bát. Hann var aldrei iðjulaus. Hann stundaði nautgriparækt og alifugla- rækt um skeið. Hann sá um veð- urathuganir fyrir Ólafsfjörð um áratuga skeið. Jóhannes blandaði sérstaklega góða gróðurmold fyrir skrúðgarða og voru gæði hennar einstök. Hann framleiddi fljótandi blómaáburð og seldi í verslunum. Auk þess hafði hann á leigu rétt til rekaviðartöku og vann viðinn í girð- ingarstaura og byggingarefni. Jó- hannes var einstaklega glaðvær og ætíð hrókur alls fagnaðar. Þrátt fyrir háan lífaldur hélt hann óskertu líkamlegu og andlegu at- gervi til síðasta ævidags en varð aldrei „gamall maður“. Fyrir örfá- um árum hittust systkini Fjólu, eig- inkonu hans, og makar þeirra og var þá Jóhannes tiltölulega nýkom- inn af sjúkrahúsi eftir talsverða skurðaðgerð. Við, nokkrir svilar hans og mágar, vorum staddir utan húss, ásamt Jóhannesi. Þar dró ein- hver okkar þau orð hans í efa, að hann væri búinn að endurheimta fulla heilsu. Jóhannes beygði sig niður og hoppaði jafnfætis upp á eins meters hátt tréborð og síðan niður aftur, án þess að blása úr nös. Enginn okkar hinna treysti sér til að vefengja heilsu Jóa í Koti eftir þetta. Jónannes hafði einstaklega alúð- lega og hlýlega framkomu við alla sem hann umgekkst. Hann bjó yfir miklum persónutöfrum auk þess að vera vel hagmæltur og mælti hann oft fram ferskeytlur fyrirhafnar- laust og, að því er virtist, án nokk- urs undirbúnings. Jóhannes var félagi í Rótarý- klúbbi Ólafsfjarðar um rúmlega tveggja áratuga skeið. Alþjóða- hreyfing Rótarý á sín einkunnarorð í starfsþjónustu, fjórprófið, sem hljómar þannig: „Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?“ Það er álit mitt að öll störf og gerðir Jóhannesar hafi ætíð staðist ofangreint próf. Við Berta, eiginkona mín, vottum Fjólu, eftirlifandi eiginkonu Jóhannesar, og fjölskyldu samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Guðni Jónsson. Jói hefur verið í Kálfsárkoti síðan við munum eftir okkur. Við krakk- arnir á bæjunum tveimur, Kálfs- árkoti og Kálfsá vorum eins og einn stór systkinahópur. Í þá daga var ýmislegt brallað og aldrei munum við eftir því að hann Jói hafi skammað okkur eða sett ofan í við okkur, þó stundum hefði kannski verið ástæða til. Jói var býsna fullorðinn í árum talið en hann var engan veginn gamall í okkar huga. Hann var ein- hvern veginn á óræðum aldri og alltaf eins frá því við munum fyrst eftir honum sem krakkar. Eiginlega var hann einn þeirra sem maður gat átt von á að verða samtíða á elli- heimilinu. Það var ekki nóg með að hann væri glaðsinna og ungur í anda heldur var hann léttur á fæti og vel á sig kominn. Eins og ferm- ingardrengur og það var einmitt þannig sem hann lýsti sér sjálfur. Það var margt sem Jói ætlaði sér að gera þegar hann yrði gamall enda var hann sístarfandi og sjaldan féll honum verk úr hendi. Hann var mikill ræktunarmaður og þau hjón- in að mörgu leyti á undan sinni samtíð í þeim efnum. Það var alltaf létt yfir Jóa og mjög skemmtilegt að fara suður í Kálfsárkot hvort sem gestirnir voru börn eða fullorðnir. Þegar tækifæri gafst þá lék hann við börn og talaði við þau. Hann var líka skemmtilega stríðinn og stundum sá Fjóla ástæðu til að skakka leikinn og sussa á hann. Jói hafði líka mjög gaman af að segja frá enda hafði margt á daga hans drifið. Oft feng- um við líka að heyra og sjá heilu leikþættina þar sem hann lék sjálf- ur öll hlutverkin, hvort sem það var Zorró sjálfur eða einhver pólitík- usinn. Það var því ósjaldan að mað- ur var kominn með verk í magann af hlátri eftir stutt innlit. Það er skrýtið til þess að hugsa að nú eigum við aldrei eftir að heyra Jóa segja frá eða sjá hann fara hjá á dráttarvélinni með rek- ann. Við eigum á hinn bóginn eftir að minnast hans eins og hann var. Að leiðarlokum þökkum við kær- um vini fyrir samfylgdina. Elsku Fjóla, Jóhannes, Anna Rós, Hugrún og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilegustu samúð. Systkinin frá Kálfsá, Björgvin, Árni, Sveinbjörn, Stefanía, Halla, Guðrún Björk og fjölskyldur. Það var laugardaginn 24. október síðastliðinn (fyrsta vetrardag) sem ég hringdi til dóttur hans Jóhann- esar B. Jóhannessonar vinar míns. Hann var þá búinn að vera tvær vikur veikur á sjúkrahúsi en kom- inn heim til hennar. Að loknu samtali við dóttur hans spurði ég hvort hún héldi að pabbi hennar treysti sér til að tala við mig. Hún hélt nú það. Við Jói, en það var hann oftast kallaður, heils- uðumst og ég óskaði honum til ham- ingju með afmælið en hann varð 85 ára þennan dag. Ég heyrði strax að röddin var öðruvísi en vanalega, hún var þreyttari og úr henni allur gáski sem var honum svo eðlilegur. Við spjölluðum um stund saman en ekki hvarlaði að mér að nú værum við að kveðjast í hinsta sinn. Þegar Jóhannes fæddist var móð- ir hans nýlega orðin ekkja og nú alein með sex ung börn. Hún bjó á bænum Kálfsárkoti í Ólafsfirði. Ólafsfjörður var þá mjög afskekkt- ur. Úr firðinum var aðeins fært á sjó en hafnlaust var, eða yfir reg- inhá fjöll. Innansveitar var farið gangandi eða á hestum. Heimilið var fátækt en móður Jó- hannesar var ekki fisjað saman. Hún hélt vel utan um hópinn sinn og ól auk þess upp annarra manna börn. Þessa seiglu og sjálfsbjarg- arviðleitni hlaut Jóhannes í móð- urarf. Í æsku hefur hann eins og aðrir vel gerðir unglingar átt sína drauma, drauma um nám og víðsýni en þegar hann var orðinn gjald- gengur voru eldri systkinin flest farin að heiman. Um tíma var hann þó í burtu og vann ýmiskonar störf og það var í fjarverunni sem hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Fjólu Björgvinsdóttur. Þá hlaut hann stærsta vinninginn í eigin lífs- happdrætti. Síðan hafa þau að mestu búið í Kálfsárkoti, ræktað skjólbelti um- hverfis túnið og skrúðgarð heima við hús. En Jóhannes lét ekki þar við sitja. Moldin í kotinu hans var góð til ræktunar heima og annar- staðar. Hann efnabætti hana og nú mun hún vera í flestum blómagörð- um í Ólafsfirði. Einnig útbjó hann fljótandi blómaáburð sem farið hef- ur víða um land og þykir afbragð. Ef eitthvað bilaði innanhúss eða í vélunum brasaði Jói við það sjálfur. Að fara öðruvísi að hefði verið ein- hver annar maður, ekki Jói. Hann kleif fjöll og kletta fram á síðasta ár. Það voru bara aðrir sem voru á einhverjum aldri, ekki Jói. Um óhöpp sem hentu hann í slíkum ferðum orti hann bara gamanvísur. Hvað annað? Jói hafði ágætis leikhæfileika og hefði án efa orðið liðtækur á fjöl- unum hefði hann átt þess kost. Jói minn, þú varst léttur á velli og léttur í lund – ljúfur og reifur hverja stund, það var létt þitt skó- hljóð og allt var ljómandi gott. Verstu skíthælar að annarra áliti voru í þínum huga bara ekki alveg eins góðir og þú hafðir haldið. Svona var sá Jóhannes sem ég þekkti. Núna værirðu vís til að halda því fram að þú værir farinn að rækta eplatré. Vertu sæll, gamli grallari, og hafðu þökk fyrir góð kynni. Hulda Kristjánsdóttir. Það er aðeins einn mánuður síðan síðan Fjóla systir hringdi til mín og sagði mér frá því að Jói hefði greinst með krabbamein og það væri mjög slæmt. Á kveðjustundu fara í gegnum hugann minningar frá liðinni tíð. Þegar við komum í Kálfsárkot til Fjólu og Jóa var ávallt tekið á móti okkur eins og þjóðhöfðingjar væru á ferð. Eftir að hafa notið góðra veitinga að hætti húsfreyju var far- ið út í garð og gróðurinn skoðaður. Hann bar þess ávallt merki að um hann hefði verið hugsað af alúð af þeim hjónum. Jói var sívinnandi við að gera um- hverfið betra því hvergi vildi hann vera frekar en í Koti. Gísli hafði alltaf jafn gaman af því að vera í útiverkum með Jóa. Þeir áttu margar góðar stundir saman, hvort heldur sem var að sækja mold, mála húsið, fara í berjamó eða bara að spjalla. Þú varst ávallt hrókur alls fagn- aðar, varst einstaklega skapgóður, góð eftirherma, leikari og ekki skemmdu þínar frábæru vísur sem þú samdir við hin ýmsu tækifæri. Við sumarbústaðinn okkar vaxa og dafna tvö blágrenitré frá Ólafs- firði sem nefnd eru í höfuðið á ykk- ur hjónum. Umhirða þeirra mun ylja okkur og minna á ykkur í fram- tíðinni. Jói var mikill fjölskyldumaður og við sendum Fjólu, Jóa yngri, Önnu Rós, Hugrúnu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku Jói, eftir samveru með þér fórum við ætíð með bros á vör. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú varst okkur. Þínir vinir, Hrafnhildur og Gísli. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR HAFLIÐASON frá Ögri, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 4. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 10.30. María Guðröðardóttir, Ámundi Halldórsson, Margrét Traustadóttir, Halldór Halldórsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Leifur Halldórsson, Steinunn Einarsdóttir, Hafliði Halldórsson, Heiða Sigurbergsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Ólafur V. Ólafsson Guðmundur Halldórsson, Halla María Halldórsdóttir, Þórólfur Sveinsson og barnabörn. ✝ Ástkær amma okkar, RÓSA B. BLÖNDALS, lést á Ljósheimum, sjúkrahúsinu á Selfossi, föstudaginn 6. nóvember. Ingólfur Arnarson, Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Rósa Arnardóttir, Jón Vilhjálmsson, Leó Sigurðsson, Þórunn J. Hafstein Arnardóttir, Tom Pettie, Ragnheiður K. Hafstein Arnardóttir, Ingibjörg Rós Arnardóttir, Phil Otteson, Elín Sólveig Arnardóttir, Guðrún Vaka Sigurðardóttir, Gunnar Már Hansen, Valur Arnarson, Samuel Klein, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona, barnabarn og frænka, BYLGJA MATTHÍASDÓTTIR, Asparteig 1, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu mánudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 11. nóvember kl. 13.00. Magnús Már Ólafsson, Særún Magnúsdóttir, Orri Magnússon, Matthías Óskarsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Óskar Matthíasson, Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir, Pétur Sigurðsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Bryndís Ólafsdóttir, Hugrún Ólafsdóttir, Jónas P. Birgisson, Arnar Freyr Ólafsson, Helga Böðvarsdóttir og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.