Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Tegucigalpa. AFP. | Manuel Zelaya, sem var steypt af stóli forseta Hondúras fyrir rúmum fjórum mánuðum, sagði í gær að sam- komulag hans við bráðabirgða- stjórn landsins hefði farið út um þúfur. Samkomulagið náðist í vikunni sem leið með hjálp bandarískra stjórnarerindreka og kvað á um að Zelaya og leiðtogi bráðabirgða- stjórnarinnar, Roberto Micheletti, mynduðu þjóðstjórn. Fresturinn til að mynda þjóðstjórnina rann út í fyrrakvöld og skömmu áður til- kynnti Micheletti að mynduð hefði verið ríkisstjórn án þátttöku stuðn- ingsmanna Zelaya. Hann léði þó máls á því að menn Zelaya yrðu skipaðir í stjórnina síðar. Áður hafði Zelaya neitað að til- nefna menn í stjórnina, eins og Micheletti hafði óskað eftir, nema hann yrði fyrst skipaður forseti á ný. Zelaya hefur dvalið í sendiráði Brasilíu frá því að hann sneri aftur til Hondúras 21. september. Nýr forseti verður kjörinn 29. þessa mánaðar. bogi@mbl.is Segir samkomulagið farið út um þúfur Reuters Ólga í Hondúras Stuðningsmenn Manuels Zelaya krefjast þess að hann verði skipaður forseti landsins að nýju á mótmælafundi sem haldinn var fyrir utan þinghúsið í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FYRSTU árin eftir hrun Berlínar- múrsins 1989 og sameiningu sam- bandsríkjanna fimm í austri við Vestur-Þýskaland 1990 var stöðugur straumur fólks vestur á bóginn vegna þess hve kjörin voru þar miklu betri. En nú er munurinn minni og æ fleiri fyrrverandi Austur- Þjóðverjar snúa heim á fornar slóðir, að sögn The New York Times. Einn þeirra er Frank Siebler, 38 ára gamall verkfræðingur. Hann hefur fengið gott starf hjá nýju fjar- skiptafyrirtæki, Signalion, í fæðing- arborg sinni Dresden eftir nokkurra ára dvöl í München. „Fyrst eftir að ég fór [frá Dresden] velti ég því ekki fyrir mér að snúa aftur,“ segir Siebl- er sem þá var 25 ára. En smám sam- an kom upp óþreyja. Konan var einnig frá Dresden, þau áttu orðið barn og þeim fannst langt að heim- sækja vini og ættingja á heimaslóð- um. Búið er að verja miklu fé til að efla austurhéruðin. Atvinnuleysi er enn mikið en þar er nú gott vega- og lestakerfi, nútímalegt farsímakerfi og velferð vaxandi. Og í Dresden er búið að lagfæra og hreinsa víðfrægar barokk-byggingar borgarinnar, end- urreisnin er hafin. Grámi alþýðulýð- veldisins er loksins á undanhaldi. Sneru aftur til Dresden Flóttinn frá gamla alþýðulýðveldinu til vesturs dvínar nú vegna batnandi kjara og sumir hafa snúið aftur heim Í HNOTSKURN »Árið 2008 er talið að 136þúsund manns hafi flutt á brott frá gömlu austurhér- uðunum en á móti kemur að 85 þúsund fluttust til héraðanna. »Árið 1991 var þjóðarfram-leiðsla á hvert nef í austur- héruðunum um 40% af með- altalinu í öllu Þýskalandi. Nú er hún liðlega 70% sem er ívið hærra en í Portúgal, svipað og í Grikklandi og örlítið lægra hlutfall en á Spáni. ÍKORNAAPAR í klefa sínum í endurhæfingarmiðstöð í Bogota í Kólumbíu. Þeir eru á meðal 270 dýra sem seld voru ólöglega en verða flutt til nátt- úrulegra heimkynna sinna í Casanare-héraði á næstu dögum. FÁ AÐ FARA HEIM Reuters HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig. • Fjölbreytt úrval kvikmynda, sjónvarpsþátta og annars efnis í nýju afþreyingarkerfi. • Teppi, koddar og blöð eru án endurgjalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.