Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Í HNOTSKURN »Tilkynnt var um tilvistskuldabréfanna á kröfu- hafafundi á fimmtudag. »Óljóst hver endanleg áhrifskuldabréfanna verða á endurheimtur þrotabúsins. »Sérfræðingar á vegumskilanefndarinnar eru með málið til skoðunar. FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SKILANEFND Glitnis hefur leitað aðstoðar óháðra sérfræðinga til þess að rekja slóð skuldabréfa að verðmæti 139 milljarða króna sem komu óvænt í ljós á dögunum í bók- haldi bankans, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Um er að ræða skuldabréf sem voru ekki í efnahagsreikningi bankans við fall hans en komið hefur fram að þau hafi verið gefin út i tengslum við endurhverf verðbréfaviðskipti. Von- ir standa til þess að búið verði að komast til botns í málinu við lok næstu viku. Fjármálaeftirlitið hefur málið til óformlegrar skoðunar, samkvæmt upplýsingum. Formleg rannsókn myndi velta á því hvort um væri að ræða fjármálagerning sem með ein- hverjum hætti hefði skekkt fram- setningu upplýsinga um fjárhags- lega stöðu Glitnis og haft áhrif á uppgjör milli Glitnis og Íslands- banka. Morgunblaðinu hefur hvorki tekist að fá staðfest hvenær þessi skuldabréf voru gefin út né tekist að afla sér upplýsinga um hvers eðlis þau veð eru sem liggja að baki þeim. Tilvist þessara skuldabréfa var tilkynnt á fundi með kröfuhöfum Glitnis á fimmtudag. Heimildir blaðsins herma að komist hafi upp um tilvist bréfanna þegar bókhald hins fallna banka var keyrt saman við erlendar greiðslumiðlanir. Gögnum skilanefndar og mótaðil- anna bar ekki saman og þannig kom málið upp. Miðað við þær upplýsingar sem Morgunblaðið hefur aflað sér verð- ur ekki annað sagt en að málið sé óljóst, enda leitaði skilanefndin eftir sérfræðiaðstoð við að skoða það of- an í kjölinn. Ólíkar túlkanir eru uppi um hver áhrif þessara skulda- bréfa á endanlegt uppgjör Glitnis verði. Komi það á daginn að full- nægjandi eignir gagnvart andvirði skuldabréfsins séu til staðar verða endanleg áhrif engin eða þá hverf- andi. Samkvæmt yfirliti yfir eignir og skuldir Glitnis frá 30. júní í ár nema eignir þrotabúsins ríflega fjórum milljörðum evra og skuldir 14 milljörðum evra. En sumir af þeim sem blaðið hefur leitað til vegna málsins benda á að það sé enn afar óljóst, ekki er til að mynda vitað hvers eðlis krafan er, og áhrif þessara skuldabréfa á endurheimt- ur gætu því orðið veruleg. Skuldaslóð Glitnis komin til skoðunar Sérfræðingar skoða tilvist 139 milljarða króna skuldabréfa Morgunblaðið/Kristinn Skuldabréf að verðmæti 139 milljarðar voru ekki færðar til bókar fyrir gjaldþrot Glitnis. Sér- fræðingar á vegum skilanefnd- arinnar rannsaka málið og það er til skoðunar hjá FME. LANDSBANKINN (NBI) hefur vís- að máli sem tengist fjárfest- ingasjóði á vegum Landsvaka til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Snýr málið að skulda- bréfi sem sjóðurinn keypti af Björg- ólfi Guðmundssyni, þáverandi formanni bankaráðs Landsbank- ans, árið 2005, en kaupin voru brot á fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fram kemur í tilkynningu sem stjórn Landsvaka sendi Kauphöll Íslands í gær að slitameðferð fjár- festingasjóðsins Fyrirtækjabréf Landsbankans hafi staðið yfir frá því honum var lokað þann 6. októ- ber 2008. Sjóðurinn hafði verið starfræktur með nokkrum breyt- ingum frá árinu 1990 undir merkj- um Landsbréfa og síðar Landsvaka hf., dótturfélags Landsbanka Ís- lands hf. og nú dótturfélags Nýja Landsbankans. Hlutdeildarskírteinishöfum hafði verið greitt úr sjóðnum eftir því sem eignum hefur verið komið í verð. Bar sjóðnum að fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja, fjár- málastofnana, ríkis og sveitarfé- laga. Sjóðurinn keypti engu að síð- ur árið 2005 skuldabréf á einstakling. Andvirði þess nam 400 milljónum króna sem þá var óveru- legur hluti heildareigna sjóðsins. Greitt var af bréfinu framan af en eftirstöðvar nema 190 milljónum. Vísað til efnahags- brotadeildar Morgunblaðið/Árni Sæberg MP banki þarf ekki lengur á undanþágu frá reglum Fjármála- eftirlitsins um að einstakar áhættu- skuldbindingar megi ekki vera hærri en sem nemur 25% af eigin fé banka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru einstakar áhættuskuldbindingar bankans undir mörkum og þarf hann því ekki á undanþágunni að halda. Eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu í síðustu viku kom fram í skýrslu Seðlabankans um fjármála- stöðugleika að allir viðskiptabank- arnir á Íslandi, það er að segja Nýi Landsbankinn, Nýja Kaupþing, Ís- landsbanki og MP banki, störfuðu á undanþágu frá þessum reglum og hefðu fengið ákveðin tímamörk til þess að ráða bót á þessum málum. Samkvæmt upplýsingum frá MP banka þá fékk bankinn þessa heim- ild á sínum tíma vegna þess ástands sem skapaðist á fjármála- mörkuðum vegna hruns á gengi ís- lensku krónunnar. Það leiddi til þess að virði einstakra eigna í efnahagsreikningi bankanna hækk- aði verulega í virði í íslenskum krónum. MP banki hefur nú lokið vinnu sem miðaðist við að færa ein- stakar áhættuskuldbindingar undir þau mörk sem kveðið er á um í reglunum. ornarnar@mbl.is Uppfyllir skilyrði FME MP banki þarf ekki lengur undanþágu vegna stórra áhættuskuldbindinga Morgunblaðið/Kristinn MP banki Margeir Pétursson stýrir bankanum, nú laus við undanþágu. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GERT er ráð fyrir því að frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyr- irtæki verði að lögum fyrir áramót. Kom þetta fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á há- tækni- og sprotaþingi í gær. Markmið laganna er að bæta sam- keppnisskilyrði nýsköpunarfyrir- tækja og efla rannsóknar- og þróun- arstarf. Verður það gert m.a. með því að veita nýsköpunarfyrirtækjum rétt til skattafrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og hins vegar með því að hvetja til fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum með skattaíviln- unum. Frádráttarbær nýsköpunarkostn- aður þarf að vera að minnsta kosti 20 milljónir króna og ekki meiri en 50 milljónir, samkvæmt frumvarpinu, og munu þá fyrirtækin fá 15 prósent af þessum kostnaði dregin frá skatti. Fari svo að reiknaður tekjuskattur fyrirtækis sé lægri en sem nemur frá- drættinum munu þau fá mismuninn greiddan sem styrk frá ríkinu. Fjárfestingar í hlutabréfum ný- sköpunarfyrirtækja má telja fram til frádráttar á skatti. Hámark fyrir ein- staklinga er 300.000 krónur á ári og 600.000 krónur fyrir hjón. Í tilviki fyrirtækja er fjárfesting fyrir allt að 15 milljónir króna frá- dráttarbær. Kostnaður ríkisins við þessar aðgerðir gæti hlaupið á 1.200 til 1.500 milljónum á ári. Sprotafyrirtæki studd í rannsóknum og þróun Fjármálaráðherra kynnti nýtt frumvarp á sprotaþingi í gær Morgunblaðið/Heiddi Þing Á annað hundrað gesta sótti sprotaþing í húsakynnum CCP í gær. ● LANDIC Property hefur samið við Nýja Landsbankann, Nýja Kaupþing, Íslandsbanka, Glitni, Haf Funding og Byr um fjárhagslega endurskipulagn- ingu íslenska fasteignafélagsins Land- ic Property Ísland og dótturfélaga. Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri félagsins og Einar Þor- steinsson fjármálastjóri. Starfsemi móðurfélagsins hefur verið hætt og stjórn þess óskað eftir heimild til nauðasamninga við lánardrottna. Eignir félagsins eru taldar 90 milljarða króna virði. Endurskipulagning á Landic Property lokið ● LITLAR sem engar breytingar urðu á lokagengi krónunnar í gær en fyrr um daginn hafði gengi hennar veikst tals- vert. Skýringin á því að ekki urðu miklar breytingar á upphafs- og lokagildi eru kröftug inngrip Seðlabankans síðasta klukkutímann fyrir lokun gjaldeyr- ismarkaða. Gengisvísitalan endaði í 237,60 stig- um en hún fór yfir 240 stig í gær en það þýðir að krónan veikist að sama skapi. Evran er 185,50 krónur, pundið 207 krónur, Bandaríkjadalur er 123,75 krónur og danska krónan er 24,93 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Inngrip Seðlabanka komu í veg fyrir lækkun ● ÁRNI Pétur Jónsson hefur látið af störfum sem forstjóri Teymis og dótturfélagsins Vodafone. Við stöðum hans taka Gestur G. Gestsson hjá Teymi og Ómar Svavarsson hjá Vodafone. Orð- rómur hafði verið uppi um að slitastjórn Landsbankans vildi skipta út stjórnendum Teymis. Þegar það var borið undir Þórð Ólaf Þórðarson, stjórnarformann Teymis, á fimmtudag sagði hann viðræður standa yfir um „kaup og kjör“. Landsbankinn væri með stefnumótunarvinnu í gangi innan Teymis. Daginn eftir var tilkynnt um starfslok Árna Péturs. Árni hættir hjá Teymi Árni Pétur Jónsson ● SKULDABRÉFAVÍSITALA GAMMA hækkaði um 0,09 prósent í viðskiptum gærdagsins. Hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,11 prósent en óverð- tryggði hlutinn um 0,01 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam 7,3 millj- örðum króna. Velta með hlutabréf var óvenjumikil, eða 204 milljónir, mest með bréf í Mar- el. Hækkuðu bréf fyrirtækisins um 1,01 prósent, en bréf Össurar um 2,28 pró- sent. bjarni@mbl.is Hækkanir í kauphöll ÞETTA HELST… SKIPTASTJÓRI þrotabús útgerð- arfélagsins Festi í Hafnarfirði hefur fallist á hugmyndir Landsbankans um að fyrirtækið verði rekið áfram í allt að tvo mánuði. Fulltrúar bank- ans funduðu með skiptastjóra þar sem greint var frá því að bankinn mundi frá 6. nóvember ábyrgjast að reksturinn héldi áfram og að starfs- fólk fengi greidd laun á þeim tíma. Í tilkynningu bankans segir að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn á mánudag og væntanlega muni skiptastjóri auglýsta Festi til sölu. Ábyrgjast Festi í tvo mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.