Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 HAFIÐI, kæru landsmenn, heyrt nýj- asta lagið á vinsælda- lista sjónvarps Alþingis þar sem sungið er um að forsendubrestur stökkbreyttra lána muni leiðréttast í náinni framtíð vegna aukins kaupmáttar og bættra launakjara? Þau vilja sem sagt meina að for- sendubresturinn sé við það að leiðréttast sjálfkrafa vegna hækkunar launa á næstunni. Trúa þau þessu í alvörunni? Þessi söngur er að verða vinsæll meðal nokkurra alþingismanna en fyrir mér skýtur þetta aðeins skökku við. Ég get ekki séð að ástandið í þjóðfélaginu sé á þann veg að við eigum von á stökk- breyttum launum í stíl við stökk- breyttu lánin okkar, nema þá að verið sé að tala um áratugi fram í tímann. Stjórnvöld boða stökkbreytt laun Ég sat nýlega fund ásamt félögum mínum í Hagsmunasamtökum heim- ilanna með forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem sá síðastnefndi kynnti þenn- an nýja söng. HH gagnrýndi þar nýju fötin keisarans, eða frumvarpið um greiðslujöfnunarleiðina, sem síðan varð að lögum þrátt fyrir þá mörgu galla sem því fylgja. Við vorum reið og sár, eins og þjóðin öll, yfir því að forsendubresturinn er ekki við- urkenndur eða leiðréttur með nokkr- um hætti. Þá kynnti fé- lagsmálaráðherra okkur fyrir þessum nýja söng um að forsendubrestur stökkbreyttra lána mundi leiðréttast sjálf- krafa í náinni framtíð vegna aukins kaup- máttar og bættra launa- kjara! Ég spurði hann hvort það væri rétt skil- ið hjá mér að von væri á því að laun myndu stökkbreytast á næst- unni í samræmi við það sem lánin okkar hafa gert vegna gengishruns og mikillar verðbólgu? Hann jánkaði því. Það má vel vera að laun hækki ef við erum að horfa á þetta í áratugasamhengi, en það gerir vísitala neysluverðs líka og lánin hækka áfram. Þá er mér spurn; finnst þér, borgari góður, það stjórn- völdum sæmandi að ætla okkur að greiða fyrir óráðsíuna og þeirra eigin mistök í eftirliti síðastliðinn áratug? Er réttlætanlegt að við greiðum fyrir þessi stökkbreyttu lán? Ég segi NEI – í því er ekkert réttlæti. Nýju fötin keisarans Ég kalla nýju lögin þessu nafni af því að hér er um sama hlut að ræða, þ.e.a.s. hér hafa fjármálastofnanir greinilega klæðskerasniðið þessi nýju lög eftir sínu höfði og selt félagsmála- ráðherra sem stendur uppi nakinn, án þess að sjá það sjálfur, gagnvart al- menningi sem sér í gegnum þetta. Jú, vissulega þarf maður að rýna í þetta og lesa og skoða vel til að sjá alla gall- ana. Í stuttu máli er það svo að lögin taka gildi 1. nóv. sem gerir það að verkum að allir lánasamningar breyt- ast í þessa veru, þ.e. greiðslujöfn- unarleiðin. Sú leið mun vissulega lækka greiðslubyrði lána tímabundið, eða kannski út þetta kjörtímabil. Þannig vinna stjórnmálamennirnir. Greiðslur munu tengjast launavísitölu og atvinnustigi sem fer hækkandi, þó ekki svo mikið að forsendubrestur leiðréttist, því lánin hækka áfram á meðan þau eru tengd vísitölu neyslu- verðs. Þetta gengur engan veginn upp og það er ekki til leiðrétting í þessu kerfi, bara kerfisbundnir skulda- hækkandi liðir. Lánin koma á endanum til með að kosta lánþegann mun meira með þess- ari leið, nema hann eigi einungis fáein ár eftir af lánasamningnum. Það mun safnast á biðreikning og sú upphæð safnar vöxtum og verðbótum sem koma til með að verða hærri en ann- ars hefði verið. Þeim sem núna ráða við greiðslubyrðina af lánum sínum er hér með gefin þessi viðvörun að segja sig frá þessari leið, en það þarf að gera sérstaklega með því að hafa sam- band við lánastofnunina, annars gerist það sjálfkrafa að lánasamningnum er breytt. Það má spyrja sig hvort það Forsendubresturinn leiðréttist með stökkbreyttum launum Eftir Andreu Ólafsdóttur » Finnst þér, borgari góður, það stjórn- völdum sæmandi að ætla okkur að greiða fyrir óráðsíuna og þeirra eigin mistök í eftirliti síðastliðna áratugi? Andrea Ólafsdóttir ÓHÆTT er að segja að við bregðumst ólíkt við missi og hvers kyns áföllum yfirleitt og ekki er til neinn mælikvarði á það hvort fólk bregst rétt við eða rangt eða að formúla sé til um það hvernig bregðast skuli við. Einhverjir kunna ef til vill að finna sig ein- hvers staðar í eftirfar- andi dæmi eða að minnsta kosti ætti það að fá einhverja til umhugsunar, því að öll höfum við einhvern tíma misst eða orðið fyrir áföllum eða ein- hvers konar vonbrigðum. Af hverju? Sorgarfrétt barst, afneitun, lost. Þetta bara getur ekki verið satt. Hvers á ég að gjalda? Hvað hef ég gert rangt? Ég fékk mér sæti. Það var eins og tappa hefði verið komið fyrir í kokinu á mér. Ég dofnaði allur upp, gat ekk- ert sagt, ekki hugsað skýrt. Þetta getur bara ekki verið. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Langar þungar mínútur liðu áður en ég fékk útrás og fylltist reiði. Ég tók að sparka í húsgögn og veggi, öskraði, kenndi saklausu fólki um og samfélaginu og tók að skamma þá sem í kringum mig voru, mér fannst þeir ekki skilja mig. Svo brotnaði ég niður, grét sáran og fékk mikinn ekka. Ég gat ekki borðað og fylltist óhugnanlegri van- líðan og söknuði. Ég gat ekkert gert, fann fyrir máttleysi, það þyrmdi yfir mig, ég var engan veginn með sjálf- um mér, svo fjarrænn og tilfinninga- laus, máttlaus og einmana, jafnvel þótt fullt af góðu, hjálplegu og skiln- ingsríku fólki væri allt í kringum mig. Eftir nokkra daga fékk ég sektar- kennd, tók að ásaka sjálfan mig og fékk hvert grátkastið af öðru. Síðan tók ég að fyllast reiði út í sjálfan mig, fólkið í kringum mig sem og aðra samferðamenn og ekki síst út í Guð. Ég skammaði hann og hrópaði hvað eftir ann- að: „Af hverju Guð? Af hverju ég? Af hverju þurfti þetta að gerast? Hvar ertu? Hvað hef ég gert af mér til að verð- skulda þetta?“ Löngu síðar varð mér það svo ljóst að ég má ákalla Guð og leita hans með þessum hætti því að eng- inn ber meiri umhyggju fyrir mér en hann og enginn skilur mig betur en hann. Í eymd minni var það eftir allt saman Guð sem gaf mér mátt til að halda lífinu áfram. Það var hann sem reisti mig við og gerði mér kleift að koma fram í dagsljósið á ný og horfa framan í dagana. Ég gerði upp við hann og sættist við hann, þótt það hafi tekið sinn tíma og kostað mikla glímu. Í dag er mér það ljóst að það er hann, þrátt fyrir allt, sem er minn besti vinur sem vill mér allt hið besta. Enda hefur hann heitið því að sleppa ekki hendi sinni af mér sama á hverju kann að ganga. Enginn hlustar betur á mig en Guð, enginn er skilningsbetri en hann, enginn tekur meira mark á mér en hann og enginn sýnir mér meiri samstöðu og skilning en hann. Takk góði Guð að ég má eiga þig að öllum stundum. Líka þegar mér líður illa og mér finnst á mig hallað, ég yfirgefinn og gleymdur. Lífið hélt áfram Árin eftir áfallið hafa liðið hægt, en þó örugglega. Bati hefur verið hægur og eftirköst mörg. Smám saman hef ég þó lært að lifa við sára lífsreynslu. Örið situr sannarlega eft- ir, en ég er þó eftir allt saman sáttur við Guð og þákklátur öllum þeim sem hafa umvafið mig með kærleiksríkri nærveru sinni, bænum og ómet- anlegri umhyggju og samstöðu. Bara með því að vera, hlusta og faðma. Horfðu í augun á Jesú Þegar þér finnst þú lítils virði, líður illa, ert umkomulaus, horfðu þá í aug- un á frelsaranum þínum, Jesú Kristi. Því að eftir því sem þú horfir lengur og dýpra í augun á honum muntu finna að þú ert elskaður af fölskva- lausri og ómetanlegri ást. Þú munt finna hve óendanlega dýrmætur þú ert. Elskaður út af lífinu! Elskaður af sjálfu lífinu. Því að Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka, hann sigraði dauð- ann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðminum þínum ég hvíla vil í. Þakkir til Morgunblaðsins Þar sem nú eru liðin 25 ár frá því ég aðeins tvítugur að aldri hóf að skrifa greinar í Morgunblaðið, sem ekki hafa alltaf og líklega sjaldnast verið í takt við dagskrá Alþingis þann daginn, vil ég nota tækifærið og þakka ritstjórn blaðsins síðasta aldarfjórðunginn fyr- ir einstaka lipurð og eftirtektarverða velvild. Ómetanleg samskipti sem aldrei hefur borið skugga á. Um leið vil ég færa hinum fjölmörgu lesendum mínum alúðarþakkir fyrir lesturinn, uppörvun og hvatningu í gegnum tíð- ina. Bið ég blaðinu, nýrri ritstjórn þess sem og lesendum þess öllum blessunar Guðs í lífi, starfi og baráttu daganna sem framundan eru. Viðbrögð við áfalli Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Ég fylltist reiði, tók að sparka í hús- gögn og veggi, kenndi saklausu fólki um og samfélaginu öllu og tók að skamma þá sem í kringum mig voru. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fráfarandi framkvæmdastjóri og meðhjálpari Laugarneskirkju. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.